Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Hver er Síría? 'T . Gefiö barninu góöa bók 'SmM % “* f Hrífandi barnasaga, sem gleymist seint Síría er agnarlítil stelpa, sem býr meðal dýra og blóma. Hún kynnist bæði gleði og sorg í samskiptum sínum viö dýr og menn, og lendir í margvíslegum skemmtilegum ævintýrum. \ \ Útgáfan SKÁLHOLT Af hverju ekki svef nbekk og skrif borð í jólagjöf Happy húsgögn hafa undanfarin 10 ár verið í hópi vinsælustu jóla- gjafa, og það ekki að ástæðu- lausu. Nú bjóð- um við svefn- bekk og skrif- borð á ótrúlega hagstæðu verói. Þetta er jólagjöfin sem gledur. Opið sunnudag kl. 2—5. [fbfföHÚSÍÐ Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirdi. simi 54499 Merkilegur kafli skólasögunnar Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigrún Hrafnsdóttir: HÚSMÆÐRA- SKÓLINN Á HALLORMSSTAÐ 1930—1980. Afmælisrit. 167 bls. Bókaútg. Þjóósaga. Rvík, 1982. Vilhjálmur Hjálmarsson, sem ritar formála fyrir þessari bók, segir að fyrst hafi komið »til tals að skrifa þrjátíu ára sögu skólans ^HUSEIGNIN ^Sími 28511 VfV' ,'^J) Sími 28511 r Skólavörðustígur 18, 2. hæð Bræðraborgarstígur Mjög glæsileg 80 fm risíbúö í nýju húsi. Furuinnréttingar, bit- ar í lofti. Bílskúr. Verð tilboö. Furugrund 3ja herb. íbúö + herb. í kjallara. Góð 90 fm ibúö á 2. hæð í blokk + aukaherb. í kjallara. Suöur svalir. Skipti koma til greina á 110—120 fm íbúö á Reykjavíkursvæðinu. Hallveigarstígur 3ja herb. ca. 80 fm íbúö í gömlu steinhúsi. Stórt sameiginlegt þvottahús. Verð 800—820 þús. Lítið áhvílandi. Hjallabraut 3ja herb. 96 fm góö íbúö á 2. hæð. Þvottahús sér og í íbúö- inni líka. Verö 1 millj. Laugarnesvegur 3ja herb. íbúð á 4. hæð. Verö 900—950 þús. Ca. 85 fm. Hjarðarhagi — makaskiptí Ágæt 90 fm íbúö á 2. hæö. 2 samliggjandi stofur. Góö geymsla í kjallara. Suöur svalir. Skipti óskast á 2ja herb. íbúö á Melunum. Hofteigur 3ja herb. ágæt 70 fm íbúö í kjallara. Ný teppi. Sér kynding. Sér inngangur. Ekkert áhvíl- andi. Verö 800 pús. Kambsvegur 3ja herb. tæplega 100 fm íbúö á mjög rólegum og góöum staö í tvíbýli. Verð 900—950 þús. Hæðarbyggð 3ja herb. íbúð rúmlega tilbúin undir tréverk. Sér inngangur. Sér hiti. Auk pess fylgir 50 fm íbúðarhúsnæði, fokhelt. Leirubakki 3ja herb. íbúö á 1. hæö. Hol, góö stofa, eldhús með góöum innréttingum, flísalagt bað. Ekkert áhvílandi. Verö 950—980 þús. Skúlagata 90 fm íbúö á 2. hæð. Laus strax. Verö 850 þús. Álfaskeið Hafnarf. 4ra herb. 100 fm íbúö á 4. hæö ásamt bíiskúr. Verð 1200 þús. Framnesvegur 4ra herb. 120 fm íbúö á 1. hæð. Skipti koma til greina á 3ja herb. á 1. hæö. Hrafnhólar 4ra herb. íbúö á 5. hæö, 110 fm suður svalir. Verð 1150 þús. Kjarrhólmi 4ra—5 herb. 120 fm íbúð á 2. hæð. Þvottahús og búr á hæö- inni. Stórar suður svalir. Verö 1200 þús. Safamýri 4ra herb. glæsileg 118 fm íbúö á 4. hæð. 2—3 svefnherb. meö skápum. Mjög stór stofa með góöu útsýni. Stórt eldhús og bað, tvennar svalir. Ekkert áhvílandi. Verð 1300—1400 þús. Líndargata Sérhæö 90 fm í gömlu báru- járnshúsi. Tvöfalt gler. Allt sér. Bílskúr fylgir. Verð 1 millj. Lokastígur — einbýli — tvíbýli Húsið er hæö, ris og jarðhæö aö flatarmáli ca. 160 fm. Ekkert áhvílandi. Verö 1,5 mi«j. Bein sala Gj5r< % HUSEIGNIN SkólMé'óuilm 1S. 2. haó - Sim. 285U p»lur GunnnugMor., I«gfr»óingur og seinna fjörutíu ára söguna ... Þaö er þó fyrst við fimmtugsaf- mælið að hafist er handa að skrá- setja skólasöguna.« Hvað bíður síns tíma, segir máltækið. Skemmst er frá að segja að þetta afmæiisrit er veglegt og vafalaust kærkomið öllum þeim sem eiga góðar minningar um Húsmæðraskólann á Hallorms- stað. Auk skólasögunnar, sem rak- in er í hæfilega löngu máli, prýðir bókina fjöldi mynda af námsmeyj- um skólans og kennurum. Eg segi »prýðir« með góðri samvisku og talsverðri áherslu því kvennaskar- inn sem bókina fyllir er ótvíræð bókarprýði. Fyrsti áratugur skólans var mikill ljósmyndaáratugur. Flestir — og þá sérstaklega unga fólkið — klæddu sig í sín bestu föt, og ungu stúlkurnar púðruðu sig og máluðu eftir kúnstarinnar reglum, og síð- an var haldið til ljósmyndara til að »sitja fyrir*. Orðasamband þetta heyrist sjaldan nú orðið, enda eru myndavélar hvarvetna á lofti svo mönnum þykir víst ekki jafnáríðandi og fyrrum að »sitja fyrir*. Það var venja í heimavist- arskólum á þessum árum og leng- ur (og kannski enn) að þangað kæmi ljósmyndari einu sinni á vetri og myndaði nemendur og kennara og raðaði síðan upp á »skólaspjald«. Og það eru einmitt þess konar gömul skólaspjöld sem mér þykir bregða svo skemmtileg- um svip yfir þessa bók. A skóla- spjöldunum var nemendum og kennurum raðað eftir mannvirð- ingum: Efst fyrir miðju var sjálf- ur skólastjórinn og var myndin af honum höfð greinilega stærst svo enginn, sem á spjaldið leit í svip- sýn, þyrfti að velkjast andartak í vafa um hvar hans væri að leita. Út frá skólastjóranum, til beggja handa, komu svo kennararnir. Voru myndirnar af þeim greini- lega smærri en af skólastjóranum. Legðu þeir ekki undir sig efstu röðina fengu nemendur rúm á út- jöðrum hennar til beggja handa og voru myndirnar af þeim hafðar enn minni, en allar jafnar, hvar sem þeim var skipað í röð. Þess ber að geta ef einhver hefur ekki séð svona spjald, að nafn viðkom- andi var ritað undir hverri mynd. Margt hefur breyst í þjóðlífinu síðan Húsmæðraskólinn á Hali- ormsstað var stofnaður. Einn kaflinn í skólasögunni heitir Skólabúið. Fyrrum varð bú að standa undir sérhverri stofnun sem komið var á fót, hvar sem var á landinu. Auk þess segir að »skól- inn var aðallega ætlaður fyrir sveitakonur og búið var notað til að aðlaga skólann sem mest að- stæðum í sveit.« Þess má geta til glöggvunar fyrir sagnfræðinga að allt fram til seinni heimsstyrjaldar miðaðist hér flest við landbúnað og sveita- líf, enda þótt mjög væri þá tekið að fjölga í höfuðstaðnum og öðr- um kaupstöðum en fækka í sveit- unum. Kaupstaðalíf taldist til þess tíma eins og utan dagskrár, sveitalífið eitt þótti náttúrlegt og sjálfsagt. Þannig var það í fyllsta máta eðlilegt að húsmæðraskóli í sveit skyldi »aðallega ætlaður fyrir sveitakonur*. í þá daga þótti húsmóðurstaðan bæði virðuleg og þjóðhagslega mikilvæg. Húsfreyja í sveit (svo miðað sé við markmið umrædds skóla) naut sömu virðingar og bóndi hennar. Nafn hans var að vísu skrifað á alla pappíra sem þau varðaði sameiginlega. En það þýddi ekki að hann teldist hús- freyju sinni fremri né æðri, heldur aðeins að hún réð — eins og mig minnir að stæði í fornum, norræn- um lögum, innan stokks (það er að segja innan dyrastafs) en bóndi réð utan dyra. Nú mun hlutverk húsmæðra- skólanna ekki metið eins mikils og fyrrum. Þeir eru orðnir hálfgerð hornreka í ruglingslegu skóla- kerfi. En þeir voru merkilegar stofnanir, hver á sínum stað og tíma. Húsmæðraskólinn á Hall- ormsstað naut þess fram yfir aðra að standa á fögrum og nafn- toguðum stað, mitt í þeim fræga Hallormsstaðarskógi. Hann mun því hafa haft ærið aðdráttarafl fyrir draumlyndar heimasætur gleimoráranna sællar minningar. Saga hans er því býsna merkileg og má vafalaust skoðast sem dæmigerð fyrir sögu annarra stofnana af því taginu. Bókin, Húsmæðraskólinn á Hallormsstað, er glæsilega úr garði gerð eins og Bókaútgáfunnar Þjóðsögu var von og vísa. í ævintýraleik meö Tuma þumli og Jóa og baunagrasinu Hljóm- plotur Arni Johnsen I ævintýraleik heitir ný plata Gylfa Ægissonar sem Geim- steinn gefur út, en hér er um að ræða plötu með útfærslu Gylfa á hinum kunnu ævintýrum um Tuma þumal og Jóa og bauna- grasið. Þetta er bráðskemmtileg barnaplata og ekki síður fyrir fuliorðna sem hafa varðveitt barnið í sér. Sögurnar eru sín hvoru megin á plötunni og hefur Gylfi útfært hvora sögu sem leikrit, söngleik og frásögn. í sögunni um Tuma þumal er sög- umaður og leikarar og 6 söngvar sem Gylfi hefur samið. Sögu- mann leikur Hermann Gunnars- son, en í hlutverkum Tuma þum- als og annarra persóna eru Gylfi, Þórir Baldursson og Magnús Ólafsson sem leikur mörg hlutverk. í sögunni um Jóa og baunagrasið er Þorgeir Ást- valdsson sögumaður, en leikarar eru Laddi, Magnús Ólafsson, Ingibjörg Hafliðadóttir, Pálína Vagnsdóttir og Gylfi Ægisson. Við þá sögu hefur Gylfi samið 4 lög, en heildarflutningur sög- unnar tekur 25 mínútur rúmar. Tumi þumall tekur hins vegar liðlega 30 mínútur í flutningi. Það er einstaka sinnum i sög- unum sem notuð eru orð, sem ekki eru við hæfi þar sem um barnaefni er að ræða, svo sem blótsyrði, en hugmyndin að plöt- unni er mjög góð og vel útfærð og þeir hnökrar sem á henni eru hverfa í því fjölmarga sem vel er gert. Hins vegar finnst mér ósmekklegt að gauka enskri tungu í texta. Tíðarandinn er breyttur og börn eru ekki eins varin í hinu talaða orði eins og áður, hraðinn býður hættunni heim í sljórri hugsun fólks líðandi stundar, sem fer ekki eins varlega með orð í návist barna og fyrir 15—20 árum. En allt hefur sinn gang og einhverntíma kemur aftur sú tíð að sögur Sigurbjarn- ar Sveinssonar verði þekktar hjá börnum þessa lands. Þar eru perlur sem hafnar eru yfir gagn- rýni. Plötunni í ævintýraleik fylgir sönglagahefti er það skemmti- legt innlegg á ágætri plötu. Það er einvala lið sem kemur við sögu og afraksturinn er jákvæð- ur. Annars segir það líklega bezt sína sögu að 5 ára gamall sonur minn hlustaði tvisvar í rykk á plötuna og ætlaði að fara að hiusta í þriðja sinn þegar hann fór að velta því fyrir sér að þá færi jólasveinninn hugsanlega fram hjá skónum hans, þar sem áliðið var kvölds. Það er óhætt að mæia með þessari plötu fyrir börn á öilum aidri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.