Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 itt frábærasta tónverk allra tíma komið út í fslenzkri heildarútgáfu AFMÆUSÚTGÁFA PÓLÝf’ÓMKÓRINN 25 AK um 320 flytjendur ó 4 LP-hljómplötum Stórviðburður í íslenzkri menningu, safngripur og valin gjöf handa öllum sem unna fagurri tónlist. ©A Vivald; m _ J S 8ach @ G F HANDEL 'S«as MATTHEUSAR - FASSÍA *** Munið einnig eldri hljóðritanir Pólýfónkórsins, frœgra ein- söngvara og hljómsveitar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem senn verða ófáanlegar: Frábœr tónverk í vönduðum flutningi fyrir gjafverð til góðra gjafa. Enginn, sem fylgist með íslenzkri tónlist lœtur þessar plötur vanta í safn sitt. Pólyfónkórinn FÆST í HLJÖMPLÖTUVERSLUNUM OG FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN • Bjarni Guðmundsaon, aam hér aést brjótaat inn úr horninu í leik gegn Frökkum fyrir skemmatu, leikur ekki meira meö íslenska lands- liðinu á mótinu í A-Þýskalandi. Ekki heldur sigurður Sveinsson, en þeir héldu í gær til Vestur-Þýskalands þar sem þeir félagar leika með Nettelstedt. Styrkleikamót hjá badmintonmönnum NK. þríöjudagskvöld, 21. des- ember, fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog, styrkleikamót landsliðsmanna í badminton. Er þetta boösmót með þátttöku allra okkar landsliösmanna, auk kín- verska þjálfarans You Zuorong. Leikið verður í riðlaformi, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik. Er þetta nokkurs konar styrkleikaprófun landslíösíns vegna þátttöku okkar á Helvetia-Cup í janúar, en þaö er B-keppni Evrópulandsliða em fram fer annað hvert ár. Nokkuö hart er nú barist um landsliössætin og vist er aö erfitt veröur fyrir landsliösnefnd aö velja landsliöiö. Þaö er því kærkomiö tækifæri nú til þess aö fá aö sjá raunverulega getu landsliösmanna okkar innbyröis, en þeir hafa æft strangt í vetur undir stjórn Hrólfs Jónssonar og You Zuorong. Þess má geta aö badminton- landsliöiö hefur leikiö 8 landsleiki á þessu ári og sigraö í þeim ölium. Á síöasta Evrópumóti, sem fram fór í apríl sl., sigruöum viö Frakka, ítali, Júgóslava, Svisslendinga og Finna. i september sigraöi lands- liðiö auöveldlega í þriggja landa keppni ásamt Grænlendingum og Færeyingum og loks sigruöum viö Belga í Antwerpen nú í október. Þaö er því Ijóst aö badminton á islandi er i framför og óhætt er aö líta björtum augum á framtíöina. Eins og fyrr segir fer styrkleika- mótiö fram í TBR-húsinu viö Gnoö- arvog á þriöjudagskvöld og hefst kl. 21.20. Leiknir verða 12 leikir alls á 5 völlum. Allir badmin- tonunnendur heföu eflaust gagn og gaman af aö fylgjast meö þessu móti. Aögangur veröur ókeypis. Gunnar Páll fyrstur f Stjörnuhlaupi FH GUNNAR Páll Jóakimsson ÍR sigraði í karlaflokki í Stjörnu- hlaupi FH og Ragnheiður Ólafs- dóttir FH í kvennaflokki, en sam- tals luku 39 hlauparar keppni i þessu skemmtilega hlaupi. FH-ingar gangast nú fyrir Stjörnuhlaupunum sjöunda vetur- inn í röö, en þau hafa notíð vin- sælda meðal hlaupara. Aö þessu sinni var vegalengdin um fimm kílómetrar í flokkum karla og kvenna, en um þrír í drengjaflokki og rúmur kílómetri í yngstu flokk- unum tveimur. Úrslit í hlaupinu uröu annars: Karlar: 1. Gunnar P. Jóakimss., ÍR 18:00 2. Einar Siguröss., UBK 18:10 3. Steinar Friögeirss., ÍR 18:11 4. Hafsteinn Óskarss., |R 18:21 5. Sighv. D. Guöm., HVÍ 18:35 6. Magnús Haraldss., FH 19:10 7. Stefán Friögeirss., ÍR 19:16 8. Gunnar Birgiss., ÍR 19:19 9. Jóhann H. Jóhannss., ÍR 19:26 10. Ingvar Garöarss., HSK 20:28 11. Birgir Þ. Jóakimss., ÍR 22:24 Konur: 1. Ragnheiöur Ólafsd., FH 19:39 2. Hrönn Guömundsd., UBK 21:30 3. Hildur Björnsd., Á 22:53 4. Aðalbj. Hafsteinsd., HSK 23:26 5. Rakel Gylfad., FH 26:23 Drengir: 1. Ómar Hólm, FH 10:13 2. Lýöur Skarphéöinss., FH 10:33 3. Gunnlaugur Karlss., HSK 10:46 4. Viggó Þ. Þóriss., FH 10:51 5. Helgi F. Kristinss., FH 11:17 6. Haraldur Siguröss., Á 11:47 7. Hreiöar Gíslas., FH 12:57 Telpur: 1. Súsanna Helgad., FH 4:41 2. Anna Valdimarsd., FH 4:52 3. Guörún Eysteinsd., FH 4:53 4. Aðalheiöur Birgisd., FH 5:28 5. Ingibjörg Arnard., FH 5:44 6. Guömunda Einarsd., FH 5:45 7. Gunnhildur Siguröard., FH 6:07 Piltar: 1. Finnbogi Gylfas., FH 4:19 2. Einar P. Tamini, FH 4:36 3. Þorsteinn Gíslas., FH 4:37 4. Björn Péturss., FH 4:46 5. Karl G. Jóhanness., FH 5:02 6. Jón Gylfas., FH 5:47 7. Bogi Leikniss., FH 6:34 8. Bergur Helgas., FH 7:27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.