Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 11

Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Slys og björgun Békmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: ÞRAUT- GÓÐIR Á RAUNASTUND. XVIII. 180 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1987. Síðasta bókin í flokki þessum kom út fyrir tveim árum. Skýrir höfundur svo frá í formála að þá hafi hann ætlað að láta staðar num- ið. En síðar hafi hann svo haflð verkið að nýju vegna áskorana sem sér hafi borist. Nær þetta síðasta bindi björgunar og sjóslysasögunn- ar jrfir árin 1969—71 að báðum meðtöldum, sem sagt þtjú ár. Ekki voru þau í tölu verstu slysaára. Slysalaust ár mun þó seint upp renna. Og slysa- og björgunarsaga þessara þriggja ára fyllir sem sagt dávæna bók. Á þessum árum hafði þegar verið komið á slysavömum því skipulagi sem síðan hefur í stór- um dráttum haldist. Miðstöð slysa- vama var hér í Reykjavík. Bærist tilkynning um yfirvofandi háska vom björgunarsveitir skjótar að bregðast við eins og bæði fyrr og síðar. Er ekki vafi á að björgunar- sveitir slysavamafélaga, lögregla — og stundum einstaklingar — hafa bjargað mörgum frá bráðum háska þessi árin. Eigi að síður urðu óhöpp og slys, sum hörmuleg. Til dæmis fórust sex menn í eldsvoða um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur snemma árs 1969. Skipið var þá á leið á fiskimið. Reynt var fyrir sjó- rétti að komast að því hvað valdið hefði eldsvoða þessum. Það tókst ekki. Menn töldu sig komast að raun um hvar eldurinn hefði kvikn- að, en ekki af hvaða völdum. Skömmu fyrir jólin 1969 var Halkion frá Vestmannaeyjum á spærlingsveiðum út af Meðallandi. »... í fyrsta halinu vildi svo ein- kennilega til að þegar verið var að taka pokann upp að skipinu kom haftyrðill, öðru nafni halkion, og settist á pokann.« Ekki þótti skip- stjóra það vita á gott. Enda fór svo að varpan fór í skrúfuna í næsta hali með þeim afleiðingum að bátinn rak stjórrilaust að landi þar sem hann strandaði. En hvorum tveggja tókst að bjarga: mönnum og skipi, þó björgun hins síðar talda tæki að vísu mun lengri tíma og fyrir- höfn. Ohöpp vegna þess að veiðar- færi flækjast um skrúfu virðast hvergi ótíð hér við land. Árekstrar skipa á hafí úti eru ekki algengir á íslandsmiðum, enda ætti svigrúmið að vera nóg! Slíku er þó greint frá í þessari bók, með- al annars er vélbáturinn Ver frá Sandgerði var sigldur niður 1970. »Var atburður þessi mjög umtalað- ur og löng réttarhöld fylgdu í kjölfar hans,« segir í inngangi. Á þessum árum veiddu breskir togarar enn hér við land. Þess hátt- ar var ekki talið fréttnæmt nema eitthvað kæmi fyrir. Vorið 1971 vildi svo til að breskur togari, Caes- ar, strandaði við Amames vestra. Björgunarleiðangur var sendur út hingað til að ná skipinu aftur á flot. Tókst það eftir æmar tilraunir. En togarinn reyndist þá svo skemmdur að hann var talinn nánast ónýtur. Munu eigendur skipsins þá hafa ákveðið að láta draga togarann á haf út og sökkva honum; höfðu samt ekki hátt um þá ráðagerð. Strand þessa togara og eftirmál öll urðu tilefni mikilla blaðaskrifa. Olía lak úr skipinu á strandstað og olli fugladauða vestra. Og talið var að enn væri mikil olía í geymum þess þegar því var sökkt — á gam- alli flskislóð! Stundum liggur við að aulaskap- ur verði mönnum að fjörtjóni og segir frá að minnsta kosti einu þvílíku tilviki í bók þessari. Svo var mál með vexti að franskur maður kom hingað vorið 1970 í þeim til- gangi að sigla á kajak umhverfís Island. Margt vilja menn sér til frægðar vinna! Frakkinn var alls ókunnugur staðháttum hér og virð- ist hafa gert sér harla óljósa grein fyrir áhættu þeirri sem hann hugð- ist taka. Tvisvar var honum bjarg- að; var í bæði skiptin fískaður upp í íslensk skip. Var hann þá bæði hrakinn og þrekaður, og að dómi þeirra, sem björguðu honum, í veru- Jólatónleikar með BONEY og á þriðja tug íslenskra legri lífshættu. En ekki lét hann af ætlun sinni fyrr en löndum hans i franska sendiráðinu tókst að telja honum hughvarf. Fjöldinn allur af smáóhöppum varð líka þessi árin. Er jafnan skýrt frá þeim í stuttu máli. Lítið er gert að því að dæma um á orsakir þeirra, enda vafalaust margar og mismun- andi. Og oft ekki ljósar. Eitthvað er af prentvillum í bók- inni. Annars er texti Steinars hlutlægur og vafningalaus. Efni þessu mundi ekki heldur hæfa neitt málskraf. Nokkrar myndir eru í bókinni af skipum og björgunarað- gerðum á umræddu tímabili. Steinar J. Lúóvíksson M listamanna í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI í Háskólabíói sunnudaginn 13. desember kl. 15.00. BjartmarGuðlaugsson, Stuðkompaníið, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson, Helga Möller og fjölmargir aðrir íslenskir tónlistarmenn munu koma fram ásamt hinum heims- frægu Boney M. Lög á borð við „Mary’s Boy Child", „White Christmas”, „Jingle Bells“, „JoyToThe World“ aukfjölmargra íslenskra jólalaga munu hljóma í Háskólabíói og sam- einast um að gera þessa jólatónleika ógleymanlega. Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Háskólabíói og í hijómplötuverslunum Steina hf. Aðgöngumiðaverð aðeins kr. 950.- MISSIÐ EKKIAF ÞESSUM EINSTÆDU JOLA- TÓNLEIKUM ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR Nybylavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800 Borgartúni 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.