Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.12.1987, Qupperneq 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Slys og björgun Békmenntir Erlendur Jónsson Steinar J. Lúðvíksson: ÞRAUT- GÓÐIR Á RAUNASTUND. XVIII. 180 bls. Bókaútg. Örn og Örlygur hf. 1987. Síðasta bókin í flokki þessum kom út fyrir tveim árum. Skýrir höfundur svo frá í formála að þá hafi hann ætlað að láta staðar num- ið. En síðar hafi hann svo haflð verkið að nýju vegna áskorana sem sér hafi borist. Nær þetta síðasta bindi björgunar og sjóslysasögunn- ar jrfir árin 1969—71 að báðum meðtöldum, sem sagt þtjú ár. Ekki voru þau í tölu verstu slysaára. Slysalaust ár mun þó seint upp renna. Og slysa- og björgunarsaga þessara þriggja ára fyllir sem sagt dávæna bók. Á þessum árum hafði þegar verið komið á slysavömum því skipulagi sem síðan hefur í stór- um dráttum haldist. Miðstöð slysa- vama var hér í Reykjavík. Bærist tilkynning um yfirvofandi háska vom björgunarsveitir skjótar að bregðast við eins og bæði fyrr og síðar. Er ekki vafi á að björgunar- sveitir slysavamafélaga, lögregla — og stundum einstaklingar — hafa bjargað mörgum frá bráðum háska þessi árin. Eigi að síður urðu óhöpp og slys, sum hörmuleg. Til dæmis fórust sex menn í eldsvoða um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur snemma árs 1969. Skipið var þá á leið á fiskimið. Reynt var fyrir sjó- rétti að komast að því hvað valdið hefði eldsvoða þessum. Það tókst ekki. Menn töldu sig komast að raun um hvar eldurinn hefði kvikn- að, en ekki af hvaða völdum. Skömmu fyrir jólin 1969 var Halkion frá Vestmannaeyjum á spærlingsveiðum út af Meðallandi. »... í fyrsta halinu vildi svo ein- kennilega til að þegar verið var að taka pokann upp að skipinu kom haftyrðill, öðru nafni halkion, og settist á pokann.« Ekki þótti skip- stjóra það vita á gott. Enda fór svo að varpan fór í skrúfuna í næsta hali með þeim afleiðingum að bátinn rak stjórrilaust að landi þar sem hann strandaði. En hvorum tveggja tókst að bjarga: mönnum og skipi, þó björgun hins síðar talda tæki að vísu mun lengri tíma og fyrir- höfn. Ohöpp vegna þess að veiðar- færi flækjast um skrúfu virðast hvergi ótíð hér við land. Árekstrar skipa á hafí úti eru ekki algengir á íslandsmiðum, enda ætti svigrúmið að vera nóg! Slíku er þó greint frá í þessari bók, með- al annars er vélbáturinn Ver frá Sandgerði var sigldur niður 1970. »Var atburður þessi mjög umtalað- ur og löng réttarhöld fylgdu í kjölfar hans,« segir í inngangi. Á þessum árum veiddu breskir togarar enn hér við land. Þess hátt- ar var ekki talið fréttnæmt nema eitthvað kæmi fyrir. Vorið 1971 vildi svo til að breskur togari, Caes- ar, strandaði við Amames vestra. Björgunarleiðangur var sendur út hingað til að ná skipinu aftur á flot. Tókst það eftir æmar tilraunir. En togarinn reyndist þá svo skemmdur að hann var talinn nánast ónýtur. Munu eigendur skipsins þá hafa ákveðið að láta draga togarann á haf út og sökkva honum; höfðu samt ekki hátt um þá ráðagerð. Strand þessa togara og eftirmál öll urðu tilefni mikilla blaðaskrifa. Olía lak úr skipinu á strandstað og olli fugladauða vestra. Og talið var að enn væri mikil olía í geymum þess þegar því var sökkt — á gam- alli flskislóð! Stundum liggur við að aulaskap- ur verði mönnum að fjörtjóni og segir frá að minnsta kosti einu þvílíku tilviki í bók þessari. Svo var mál með vexti að franskur maður kom hingað vorið 1970 í þeim til- gangi að sigla á kajak umhverfís Island. Margt vilja menn sér til frægðar vinna! Frakkinn var alls ókunnugur staðháttum hér og virð- ist hafa gert sér harla óljósa grein fyrir áhættu þeirri sem hann hugð- ist taka. Tvisvar var honum bjarg- að; var í bæði skiptin fískaður upp í íslensk skip. Var hann þá bæði hrakinn og þrekaður, og að dómi þeirra, sem björguðu honum, í veru- Jólatónleikar með BONEY og á þriðja tug íslenskra legri lífshættu. En ekki lét hann af ætlun sinni fyrr en löndum hans i franska sendiráðinu tókst að telja honum hughvarf. Fjöldinn allur af smáóhöppum varð líka þessi árin. Er jafnan skýrt frá þeim í stuttu máli. Lítið er gert að því að dæma um á orsakir þeirra, enda vafalaust margar og mismun- andi. Og oft ekki ljósar. Eitthvað er af prentvillum í bók- inni. Annars er texti Steinars hlutlægur og vafningalaus. Efni þessu mundi ekki heldur hæfa neitt málskraf. Nokkrar myndir eru í bókinni af skipum og björgunarað- gerðum á umræddu tímabili. Steinar J. Lúóvíksson M listamanna í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI í Háskólabíói sunnudaginn 13. desember kl. 15.00. BjartmarGuðlaugsson, Stuðkompaníið, Eiríkur Hauksson, Eyjólfur Kristjánsson, Helga Möller og fjölmargir aðrir íslenskir tónlistarmenn munu koma fram ásamt hinum heims- frægu Boney M. Lög á borð við „Mary’s Boy Child", „White Christmas”, „Jingle Bells“, „JoyToThe World“ aukfjölmargra íslenskra jólalaga munu hljóma í Háskólabíói og sam- einast um að gera þessa jólatónleika ógleymanlega. Forsala aðgöngumiða hefst í dag í Háskólabíói og í hijómplötuverslunum Steina hf. Aðgöngumiðaverð aðeins kr. 950.- MISSIÐ EKKIAF ÞESSUM EINSTÆDU JOLA- TÓNLEIKUM ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR Nybylavegi 4,200 Kópavogi. Simi 45800 Borgartúni 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.