Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 26.01.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/Sigurgeir Forsætisráðherra á fiskmarkaði í Eyjum ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra heimsótti Vestmanna- eyjar fyrir nokkrum dögum. Nær 100 manns sóttu fund sjálfstæðismanna þar sem for- sætisráðherra talaði, en auk þess að heimsækja vinnustaði var forsætisráðherra viðstadd- ur uppboð á fiskmarkaðnum í Vestmannaeyjum. Á myndinni er Þorsteinn Pálsson ásamt Þórði Rafni Sigurðssyni, skip- stjóra og útvegsbónda, Herði Adolfssyni, framkvæmdastjóra íseyjar, sem er nýtt fullvinnslu- fyrirtæki í fiskiðnaði, og Oskari Matthtassyni, útvegs- bónda og skipstjóra. Tilmæli forsætisráðherra: Fisksalar hafi frum- kvæði að verðlækkun ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, beindi í gær þeim tilmælum til Guðmundar Óskars- sonar, fisksala í Sæbjörgu, að fisksalar hefðu frumkvæði að því að lækka útsöluverð ýsu. Þor- steinn taldi liklegt að af þessari verðlækkun yrði á fimmtudag. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að fisksalar vildu fyrst sjá útreikninga Verðlags- stofnunar á innkaupsverði ýsu áður en þeir lækkuðu útsöluverð hennar. Hins vegar væri það Verðlagsstofnunar að lækka út- söluverðið. Þorsteinn Pálsson sagði að Guð- mundur hefði tekið vel þeim tilmælum hans að lækka útsöluverð ýsu. „Ósk mtn er sú,“ sagði Þor- steinn, „að fisksalar gangi eins langt og frekast er kostur að lækka útsöluverð ýsu. Ég hafði samband við Verðlagsstofnun í dag og ósk- aði eftir að útsöluverðið yrði lækkað. Ég reikna með að það verði á fimmtudag," sagði forsætisráð- herra. Guðmundur Óskarsson sagði að Þorsteinn hefði beint þeim tilmæl- um til hans að hann kæmi því á framfæri við aðra fisksala að þeir lækkuðu útsöluverð ýsu. „Það var mikil alvara í máli forsætisráðherra og ég sagði honum að fisksalar væru ekkert spenntir fyrir því að halda uppi sérstaklega háu fisk- verði. Útsöluverð ýsu verður örugglega lækkað og ég reikna með því að útreikningar Verðlagsstofn- VONIR um að samningar takist í Moskvu um sölu á ullarvarningi nýja Álafoss-fyrirtækisins þang- að eru heldur daufar sem stendur. Hlé var gert á viðræðum síðastliðinn fimmtudag en þá munu samningamenn Álafoss hafa lagt fram fleiri hugmyndir og rök sem Sovétmenn fengu til íhugunar yfir helgina. Aðilar hittust sfðan aftur í gær en litið hefur þokast í samkomulagsátt. unar á innkaupsverði ýsu í janúar liggi fyrir nk. miðvikudag. Utsölu- verðið gæti þá hugsanlega lækkað," sagði Guðmundur. Sjá ennfremur yfirlýs- ingu Verðlagsstofnunar vegna frétta um ýsuverð á bls. 20. Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að aðilar myndu hittast og ræða saman aftur í dag en eftir þann fund byggist hann allt eins við hléi á viðræðunum. „Hvorki er samkomulag um verð né magn svo að lítið hefur þokast í samkomu- lagsátt síðan menn ræddu fyrst saman í Moskvu þann 18. janúar síðastliðinn," sagði Jón. JltorgtmMaMfr „Hvorki samkomulag um verð né magn“ - segir Jón Sigurðarson forsljóri Ala- foss um ullarvöruviðræðumar í Moskvu Viðskiptaráðherra á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna: í dag Horfíð frá imsmun á toll- um milli EB og EFTA JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna, sem haldinn var á Holiday Inn í gær, að horfið hefði verið frá því að leggja 20% toll á kex, sælgæti og drykkjarvöru frá Evrópubandalagsríkjum eins og nýsam- þykkt tollalög gerðu ráð fyrir. Viðskiptaráðherra sagði einnig að það gæti vel verið æskilegt að tollar á vörur, sem framleidd- ar væru utan Evrópubandalagsríkjanna eða EFTA lækkuðu enn frekar til dæmis með tilliti til lækkandi gengis Bandaríkjadollars. Jón Sigurðsson sagði að horfið þrátt fyrir þessi ákvæði nýsam- hefði verið frá þeirri reglu að láta tollfrelsi ná til kex, sælgætis og drykkjarvöru frá ríkjum Evrópu- bandalagsins líkt og frá EFTA- ríkjum. Þannig ætti nú að leggja 20% toll á þessar vörur ef þær kæmu frá Evrópubandalagsríkj- um. Viðskiptaráðherra sagðist vilja taka það skýrt fram að þetta bryti á engan hátt í bága við samn- inga okkar við Evrópubandalagið en við nánari athugun hefði ekki verið talið ráðlegt að gera þennan mun á tollum á innflutningi frá Evrópubandalaginu og EFTA þar sem hann hefði enginn verið áður. Fjármálaráðuneytið, í samráði við viðskiptaráðuneytið og ut- anríkisviðskiptadeild utanríkis- ráðuneytisins, ákvað því í gær að þykkfya tollalaga skuli nú gilda sama tollmeðferð fyrir þessar vör- ur hvort sem þær koma frá löndum innan EB eða EFTA. Jón Sigurðsson sagði að með þessari ákvörðun hefði verið eytt viðkvæmu máli í umræðunni um skattbreytingamar að undanfömu og væri þetta dæmi um að ekki hefði unnist tími til að samræma öll sjónarmið til fulls. Viðskiptaráðherra sagði að tollaendurskoðuninni væri ekki endanlega lokið því enn ætti eftir að skoða ytri tolla, þ.e. tolla á vörur framleiddar utan EB eða EFTA. Þessar vörur iækkuðu vegna tollabreytinganna en vel mætti vera æskilegt að þær lækk- uðu enn frekar til dæmis með tilliti til gengislækkunar Bandaríkja- dollars á síðustu misserum. Meðal þess sem aðalfundur FÍS samþykkti í gær má nefna ályktun um að sett verði á stofn sérstakt rannsóknarráð verslunarinnar sem skuli sinr.a ýmsum rannsóknar- verkefnum, s.s. um myndun verðs á vöru og þjónustu. Einnig skuli stofnunin sinna vísindalegum verðkönnunum bæði innanlands og utan. Einnig var ákveðið að kjósa þrjá menn til að skoða mögu- leikana fyrir sameiginlegu útboði félagsmanna á flutningsgjöldum á helstu hafnir Evrópu vegna síhækkandi flutnmgskostnaðar .og góðs árangurs ÁTVR af útboði flutningsgjalda fyrirtækisins. Rætt um hafsbotnsréttindi EMBÆTTISMENN frá Dan- mörku og Noregi komu hingað til lands f gær til viðræðna við íslendinga um hafsbotnréttindi á svæðinu vestan Noregs, austan Grænlands og íslands, sem af- markast af 200 mflna lögsögu landanna. Að fundi loknum f dag munu fuUtrúar Dana og íslend- inga ræða um næstu skref f Rockall málinu. Af íslands hálfu sitja fundinn Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Guðmundur Eiríksson lögfræðileg- ur ráðunautur, dr. Manik Talwani sérfræðingur Islands í hafsbotns- málum og Karl Gunnarsson jarð- eðlisfræðingur frá Orkustofnun. Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður og formaður utanríkis- málanefndar sagði að þetta væri fyrsti fundur landanna sem haldinn er um þessi mál og að hann væri fyrst og fremst til þess að skiptast á upplýsingum. Á myndinni, sem tekin var í gærkvöldi, sjást fulltrúamir fara yfír fundargögn. tkJJB MnaBU TKUR LAMD A IStANOC11«. BLAO B JtiorganMatiib Öm á flugi yfír Reylgavík ÖRN sást á flugi yfir vesturbæ Reykjavíkur á sunnudag. Ævar Petersen, dýrafræðingur, segir líklegast að fuglinn hafi verið ungur, því eftir að emir nái kynþroska og pari sig haldi þeir sig við óðul sín. Það var um kl. 14.45 á sunnu- dag sem íbúi í húsi við Einimel í Reykjavík sá öminn fljúga yfír og kom hann úr norðvestri. „Síðast- liðin ár hafa emir sést yfír Reykjavík á hveijum vetri, en áður var það mjög óvenjulegt," sagði Ævar. „Fyrir nokkmm árum voru þrír eða fjóúr emir hér á sama tíma. Það hefur heldur fjölgað í stofninum og þeir emir sem hér fara um eru ungir fuglar, sem flakka um utan varptímans. Þá sjást þeir nánast um allt land, en eru mjög sjaldgæfír á austanverðu landinu. Émir verða ekki kyn- þroska fyrr en 5-7 ára gamlir, en þá para þeir sig, helga sér óðal og halda sig í grennd við það.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.