Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.01.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 9 Glæsileg karlmannaföt dökkröndótt o.fl. litir. Klassísk snið og snið fyrir yngir menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Vökvamótorar = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 O SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < Korioo*Plast GÓLFFLÍSAR STÓRKOSTLEG VERÐLÆKKUN HÖFUM LÆKKAÐ VERÐ Á ÖLLUM | ELDRI BIRGÐUM KORKOPLAST GÓLF-; FLÍSA OG ANNARA WICANDERS KORKVARA TIL SAMRÆMIS VIÐ NÝJU TOLLALÖGIN. Lrtið inn og kaupið ódýrt. pi &ogméwmm &€&> Ármúla 16 — Reykjavlk VALHÖLL KYNNIR VIÐTALSTIMA ÞINGMANNA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK í dag verður til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16 og 18, Friðrik Sophusson Einnig verðurhægtað hringja á þessum tíma i síma 82900. Veriö velkomin. - Heitt kaffi á könnunni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURIIMN þlÓÐVILIINN Breytt viÖhorf í alþjóðamálum kalla á endurmat okkar á afstöðunni til E vrópu og stórveldanna en enga eftirgjöf á kröfunni um brottför hersins og úrsögnina úrNATO, segir Svavar Gestsson, sem nýkominn eraf þingi Sameinuðu þjóðanna og úr heimsókn tii bœkistöðva bandaríska sjóhersins íNewport Deilt um utanferðir Fyrir nokkrum árum var töluvert hart tekist á um það í Alþýðubandalaginu, hvort flokks- menn ættu að þiggja ferðir á vegum íslensku friðarnefndarinnar svokölluðu. Skýrði Hjalti Kristgeirsson frá því í eftirminnilegri blaða- grein, að fulltrúar þessarar nefndar gaukuðu að mönnum ferðum til Varsjárbandalagsland- anna og þá helst Sovétríkjanna. Nefndin starfar á vegum Heimsfriðarráðsins, sem er hluti af alþjóðlegu áróðurskerfi heimskomm- únismans. Töldu alþýðubandalagsmenn sér lítt sæma að fara í slíkar ferðir, auk þess sem þeir hefðu slitið flokkssambönd við ráðandi öfl í kommúnistaríkjunum í Evrópu eftir að þau sendu heri sína inn íTékkóslóvakíu 1968. Flokkurinn hefur nú eignast ferðaglaðan formann og nú eru uppi deilur innan Al- þýðubandalagsins um það, hvort félagar í flokknum eða trúnaðarmenn eigi að þiggja boð er tengjast aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Er litið á þessar deilur í Staksteinum í dag, en þær snúast að öðrum þræði um ferðir nýs formanns flokksins og alþjóðleg afskipti hans. Hlutur Svavars Eftir að Svavar Gests- son hafði látíð af for- mennsku i Alþýðubanda- laginu í nóvember sl. hélt hann beint til New York, þar sem hann sat alls- hetjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem fulltrúi flokks síns. Hefur það komið fram hvað eftir annað síðan, að þessi för var Svavari til hinnar mestu ánœgju, ekki sist vegna þess að utanrQds- ráðherra Steingrímur Hermannsson gaf islenskii sendinefndinni fyrirmœli um að greiða atkvæði að skapi þeirra er tala málstað kommún- istaríkjanna. Auk þess fékk Svavar tœkifæri tíl að heimsækja Naval War Gollege, einskonar há- skóla bandaríska sjóhers- ins, sem er í Newport á Rhode Island i Banda- ríkjunum. Þar sat Svavar fund um um öryggismál á norðurslóðum með nokkrum öðrum íslend- ingum. Áður en Svavar fór tíl þess fundar fékk hann til þess heimild þingflokks Alþýðubanoa- lagsins. í Staksteinum hefur áður verið vikið að þvi, sem Svavar hafði til mál- anna að leggja á þessum fundi, en hann var miklu mildari í afstöðu sinni tíl varnarliðsins og aðildar íslands að NATO en menn hafa átt að venj- ast. Hér skal vildð að eftirköstum þess að Sva- var sóttí fundinn. Er nú orðinn ágreiningur milli Steingrims J. Sigfússon- ar, formanns þingflokks Alþýðubandalagsins, og Ólafs R. Grimssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, um það, hvort alþýðubandalagsmenn eigi að þiggja boðsferðir i þvi skyni að kynna sér starfsemi Atlantshafs- bandalagsins, sem ísland á fulla aðild að og greið- ir meðal annars hluta af þeim fjármunum, sem varið er á vegum banda- lagsins sjálfs til að bjóða mönnum í kynnisferðir þangað. Fyrir utan ferðir sem þannig eru kostaðar hefur Menningarstofnun Bandaríkjanna á íslandi staðið fyrir boðsferðum til höfuðstöðva Atlants- hafsbandalagsins i Brussel og hafa starfs- menn Þjóðvi(jans þegið slík boð, rneðal annars eitt sem nú stendur fyrir dyrum. Ólafur R. Grimsson flokksformaður sér ekk- ert athugavert við að alþýðubandalagsmenn þiggi boð tíl NATO. Steingrimur J. Sigfússon sér alla vankanta á að slík boð séu þegin og bendir réttilega á, að för Svavars til Newport hafí verið annars eðlis en hefðbundnar kynnisferð- ir tíl NATO. Ýttundir misskilning? Ólafí R. Grimssyni er greinilega ekki á mótí skapi, að sá misskilning- ur nái að skjóta rótum að Svavar Gestsson hafí verið í NATO-boðsferð í Norfolk í Bandarikjun- um, þar sem eru höfuð- stöðvar Atlantshafsher- stjórnar NATO. Hafí Svavar farið þangað er þar um aðra för að ræða en ferðalagið til New- port, sem Svavar gerði sjálfur að umtalsefni i Þj óðviljavi ðtal i 29. des- ember sl. Í nýjasta tölublaði Vikunnar er Ólafur spurður þessarar spurningar: „Nú fór Sva- var Gestsson nýlega i NATO boðsferð til Nor- folk. Munið þið taka þátt í þessum boðsferðum í framtíðinni?" ólafur bendir blaðamanninum ekki á, að i spumingu hans felist misskilningur um forsendumar fyrir ferð Svavars og hveijir kostuðu hana (segir raunar sjálfur siðar, að Svavar hafí farið til Nor- folk) heldur svarar: „Ég tel rétt að eiga viðræður um þessi mál við hvem sem er. Ég hef rætt við starfsmenn bæði Hvita hússins og Þjóða- röryggisráðsins i Banda- ríkjunum auk þingmanna þar um öryggismál og sé engan mun þar á og við- ræðum og skoðanaskipt- um við aðila innan NATO. Ef rætt er við húsbænduma á höfuð- bólinu er ekkert sem mælir á mótí viðræðum við þjáleiguna i Brussel." í þessum ummælum Ólafs R. Grimssonar kemur fram sérkennileg- ur hroki. Hann getur svo sem vel unnt öðrum þess að hitta einhveija i Brussel úr þvi hann sjálf- ur hefur talað við menn á æðstu stöðum i Banda- rikjunum og er orðinn formaður Alþýðubanda- lagsins þrátt fyrir það. Orðin lýsa einnig óveqju- legu stórveldadekri, i þeim felst að minnsta kostí óbein viðurkenning á herravaldi Banda- rilqanna í bandalagi, þar sem hvert einstakt ríki hefur neitunarvald og öll em jafnrétthá. Er sjald- gæft svo ekki sé meira sagt, að stjómmálamenn í Evrópulöndum tali í þessum dúr um Banda- ríkin og NATO. Þeir sem þannig tala gangast greinilega upp i þvi að vera inn undir hjá valda- mörnium i Washington. Deiltmum milli æðstu manna i Alþýðubanda- laginu er síður en svo loldð. Þeir geta varla tek- ist á um viðkvæmari mál innan dyra en afstöðuna til NATO og bandariska vamarliðsins. Þrætan um boðsferðir til NATO endurspeglar djúpstaHV an ágreining. Afstaða Ólafs R. Grímssonar ræðst af eigin hagsmun- um. Hann hefur ferðast vftt og breitt um heiminn á kostnað alþjóðasam- taka. Hann vill ekki láta takmarka ferðafrelsi sitt, eftir að hafa verið kjörinn forinaður Al- þýðubandalagsins. Það kemur honum þvi vel að ýta undir þann misskiln- ing að Svavar Gestsson hafí ferðast á kostnað NATO til Norfolk. VERÐBRÉFAREIKNINGIJR VIB: Hár arður og góð yfirsýn yfir fjármálin. □ Verðbréfareikningur VIB er ætlaður bæði einstaklingum, fyrirtækjum ogsjóðum. □ VIB sér um kaup á verðbréfum og ráð- gjöf vegna viðskiptanna, og peningar eru tausir þegar eigandinn þarf á að halda. □ Yfirlit um hreyfingar og uppt'ærða eign eru send annan hvem mánuð. □ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heiö- dís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þór- ólfur gefa allar nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IONAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 1530

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.