Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 43

Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 43 Minning: Jóhannes Jensson skrifstofusijóri Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Úr hópi fjölskyidu minnar og ást- vina heftir nú fallið frá Jóhannes Jensson, Jói eins og við kölluðum hann. Ég og systkini mín ólumst upp í hans návist og á ég um hann marg- ar góðar minningar frá uppvaxtará- rum mínum. Efst í huga mínum eru skemmtilegustu minningamar frá unglingsárunum, er ég bjó ásamt honum og móður minni úti í Kenya og þá lífsreynslu á ég honum að þakka og mun ávallt geyma í hug- skoti mínu með þakklæti. Fyrir fáeinum árum stofnaði ég eigið heimili og hef ég ásamt eigin- manni mínum notið margra ánægju- legra samverustunda með honum og viljum við þakka honum þá velvild og hlýhug sem hann ávallt sýndi okkur í hvert sinn sem við hittumst. Við kveðjum hann með sárum söknuði og biðjum um styrk fýrir fjölskyldu hans, syni, tengdadóttur og bamabam. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Hildur og Gummi Jón Júlíusson prentari - Kveðja Kveðja frá Fimleikasam- bandi íslands Látinn er Jón Júlíusson prentari, einn af brautryðjendum íslenskra fimleika, bæði sem keppnismaður og við uppbyggingu Fimleikasam- bands íslands. Jón Júlíusson var kjörinn í vara- stjóm Fimleikasambands íslands á stofnþingi sambandsins 17. maí 1968. Hann var kjörinn í aðalstjóm sambandsins 1970 og starfaði í stjóm fram til haustsins 1973. Jafnan síðan hefur Jón verið til- búinn að leggja hönd á plóginn við hin ýmsu verkefni. Gjaman var til hans leitað, ef þurfti að prenta eitt- hvað, sérstaklega þegar þurfti að láta gera mótaskrá eða annað álíka með allt of skömmum fýrirvara. Það var eins og Jón gæti alltaf bjargað málum. Jón bar það með sér í fasi og hreyfíngum að hann var fímleika- maður. Hann hafði einstaklega fallegt bros og ljúft viðmót, tilbúinn og hvetjandi í félagshópnum að tak- ast á við verkefnin og láta þau takast. Samstarfsmenn Jóns í fimleika- hreyfíngunni sakna góðs drengs sem var hvers manns hugljúfí. Það er skarð fyrir skildi við hið skyndi- lega fráfall hans. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni óeigingjöm og mikil störf fyrir fím- leikaíþróttina. Eiginkonu og ástvinum Jóns Júlí- ussonar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Margrét Bjarnadóttir form. Fimleikasambands íslands. „Ogþvi varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína." Tómas Guðmundsson. Er við fréttum lát okkar elskulega samstarfsmanns og vinar, Jóhannes- ar Jenssonar, setti okkur öll hljóð í deildinni. Hann sem alltaf var svo hress og kátur, þó að einhveijir dökkir skugg- ar yrðu á vegi hans lét hann það aldrei verða til þess að hressileikinn yrði ekki sá sami. Nú er stórt skarð höggvið í hóp- inn, en við erum lánsöm að hafa notið riærveru hans sem yfírmanns mörg undanfarin ár, er við aldrei getum fullþakkað. Það eru áreiðanlega margir starfs- menn Veðdeildar Landsbankans bæði fyrr og nú sem munu geyma ógleymanlegar minningar um sam- starf við hann. Við sendum öllum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur við hin snöggu umskipti. „Hjartans kveðja í hinsta sinni, hvíld er mjúk við grafarskaut, lokið þá er lífsbrautinni, læknast sérhver jarðlífsþraut. Horfinn ert þú af sjónarsviði, sólbjarminn þar fegurst skín, býr þú nú og blunda í friði, blessuð veri minning þin.“ (Rannveig Guðnadóttir - Aftanskin) Guð og gæfan fylgi honum inn á nýtt tilverustig. Starfsfólk Veðdeildar Landsbanka íslands. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG KRISTÍN MEYVANTSDÓTTIR Hrefnugötu 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Georg Vilhjálmsson, Hallfrfður Georgsdóttir, Anna Georgsdóttir, Hrafnhildur Georgsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Magnús Lárusson, Steinþór Guðmundsson, Blómastofa Fríófinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. r,f Q.w t JÓHANNES JENSSON, Kaplaskjólsvegi 9, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 26. jan- úar kl. 13.30. Atli Geir Jóhannesson, Birgir Rafn Jóhannesson, Berglind Birgisdóttir, Kristín Þór, Margrét Jensdóttir, Ellen G. Stefánsdóttir, Arnaldur Þór, Sigfús Örn Sigfússon. t Innilega þökk fyrir sýnda samúð við fráfall og jarðarför móður minnar, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Heiðargerði 80. Nanna T rygg vadóttir og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, GUÐBJARGAR DAVÍÐSDÓTTUR frá Ytri-Brekkum, Langanesi. Sæmundur Sæmundsson, Sigrún Davfðs. t Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og tengdasonar, GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR lögregluþjóns frá Patreksfirði. Guð blessi ykkur. Dagný Björk Þorgeirsdóttir, Sólrún Guðjónsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Mjöll Guðjónsdóttir, Guömundur Ingþór Guðjónsson, Sólrún Guðbjartsdóttir, Guðmundur Ragnar Árnason, Svava Gfsladóttir. t Innilega þökkkum við öllum er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför JENNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR, Grundargötu 8, Siglufirði. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar frá- bæra umönnun. Steingrfmur Matthfasson, Alda Jóhannsdóttir, Ólafur Matthíasson, Elsa Baldursdóttir, börn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, RICHARD P. THEODÓRS fyrrv. skrifstofustjóri, Laugarásvegi 44, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik fimmtudaginn 28. janúar kl. 1 3.30. Dóra Sigurjónsdóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGVARS GUÐMUNDSSONAR múrarameistara, Freyvangi 5, Hellu. Halldóra Halldórsdóttir, Lúðvík V. Ingvarsson, Þurfður M. Haraldsdóttir, Halldór Ingi Lúðvfksson, Birna Guðlaugsdóttir, Brynjar Lúðvfksson, Hafdfs Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu og móður, HALLDÓRU G. TRYGGVADÓTTUR, Nesbala 32, Seltjarnarnesi. Hjartans þakkir til starfsfólks 21-A, Landspftalans. Helgi Ingvarsson, Ásta Sigrfður Ólafsdóttir, Ingvar J. Helgason. t Sendum hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGA FINNLAUGSSONAR. Guð og gæfan fylgi ykkur. Ragnhildur Benediktsdóttir, Hermfna Sigurðardóttir, Finnlaugur Snorrason, börn og aðrir vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GAMALÍELS SIGURJÓNSSONAR, Suðurgötu 13, Sauðárkróki. Jón Gamalíelson, Jóna Guðbergsdóttir, Ragna Gamaifelsdóttir, Karl Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, ALBERTS JÓHANNESSONAR, Kleppsvegi 12, Reykjavfk. Nellý Eva Jóhannesdóttir og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.