Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 47

Morgunblaðið - 26.01.1988, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 47 ROKK McCartney vill ekki sjá hina Bítlana Þ6 að McCartney vantaði voru margir frægir gestir mættir til leiks og tóku þeir lagið saman i lok afhendingarinnar. Meðal gesta má nefna Little Richards, Joan Baez, Bruce Springsteen, Billy Joel, Jeff Beck, Bob Dylan o.fl. Paul McCartney og Diana Ross létu ekki sjá sig við athöfn sem haldin var í New York um daginn í tilefni þess að meðlimir nokurra fom- frægra hljómsveita voru innvígðir í félagsskap sem kallaður er „The Rock and Roll Hall of Fame" og er nokkurs konar æðstaráð gamalla rokkara. Það voru meðlimir hljóms- veitanna The Supremes, The Drifters og The Beach Boys sem hlutu þessa viðurkenningu nú, auk Bítlanna. „Ég hefði gjaman viljað mæta og taka á móti þessari viðurkenningu," sagði McCartney, „en þó það séu lið- in 20 ár síðan Bítlamir hættu þá eru ýmis viðskiptamál sem við eigum eftir að gera upp. Mér hefði liðið eins og hræsnara ef ég hefði mætt og reynt að láta eins og ekkert væri.“ Yoko Ono, Ringo Starr og George Harrison vom öll við athöfnina, sem haldin var í Waldorf Astoria-hótel- inu, og tóku þau á móti viðurkenn- ingunni fyrir hönd Bítlanna úr hendi Mick Jaggers, söngvara The Rolling Stones. Raunar átti gítarleikarinn Keith Richards að afhenda viður- kenninguna með Jagger, en henn mætti ekki frekar en McCartney. Áður hafði þessi viðurkenning verið veitt Elvis Prestley, Chuck Berry, Ray Charles, Buddy Holly og fleirum. Til stendur að byggja „rokkhöll" í Cleveland í Bandarílq'unum þar sem komið verður upp safni sem geyma mun ýmsa muni er tengjast sögu rokksins og þeim einstaklingum sem hlotið hafa þessa viðurkenningu. Oft fer góður biti í hundskjaft Ein algengasta ástæðan fyrir slysum á póstburðarmönnum í Vestur- Þýska- landi er að á þá er ráðist af hundum sem glefsa í buxnaskálmar og skilja eftir sig tannaför í fótleggjum þeirra. Hundar orsaka um 7% af öllum slysum í stétt þessara blás- aklausu opinberu starfsmanna, og má þrítugasti hver póstburðarmaður reikna með að verða bitinn einu sinni á ári. Það þýðir í raun að sennilega verða um 2.800 póst- burðarmenn bitnir í ár, en alls eru um 60.000 manns starfandi sem póstburðar- menn í Vestur-Þýskalandi. Sem betur fer er algengast að þessi slys séu minniháttar. Reiknað er með að hundar muni valda slysum á um 2.800 póstburðarmönn- um í Vestur- Þýskalandi í ár. ÞAÐ KÖLLUM VfÐ 5KO AFSL'ATT! PILOl I HAFNARSTRJETI 16.101 R. sími 12180 jfGolfskóli /\ John Drummond Lærið að leika golf RÉTT hjá atvinnumanni. * Fullkomin kennsla og ráðgjöf jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna: • Kennt alla daga vikunnar • Hópkennsla — Einkakennsla • Fullkomin æfingaaðstaða opin öllum • Sala á nýjum og notuðum golfbúnaði • Sérfræðileg ráðgjöf við val á búnaði • Leiga á kennslumyndum á myndböndum • Allar frekari upplýsinqar veittar í síma 67-38-22 jfGolfskóli /1 John Drummond Nýja Bflaborgarhúsinu, Fosshálsi 1 - gengið inn að norðvestanverðu VALIÐ ER ÞITT Myndband - staður - stund Tímanum er vel varið í að horfa á góða mynd. Þú átt erindi á næstu úrvais myndbandaleigu. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR í DAQ ERU ÁN EFA ÞESSAR ÞRJÁR: ÍÆ“'sB Jjt. Girl A TÉ MdVir, LethelWeapon Who’sThatGiri BettyBlue VK> MINNUM Á ÚTGÁFU OKKAR FIMMTUDAGINN 21. JANÚAR. Police Academy 4: Steve Guttenberg og félagar hans úr lög- regluskólanum í betra formi en nokkru sinni áður. Project X Matthew Broderick (War Games) í stór- góðri mynd þar sem fjallaó er um samband simpansans Virgil og Jimmy. Simpansinn Ijóstrar upp hernaöar- leyndarmóli TurtleDiary: Glenda Jackson og Ben Kingsley (Ghandi) sýna stórleik í þessari einstaklega hrífandi mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.