Morgunblaðið - 26.01.1988, Side 51

Morgunblaðið - 26.01.1988, Side 51
I 5f - MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1988 Þessir hringdu .. Sá gamli - góður framhaldsþáttur Hafsteinn Hjartarson hringdi: „Framhaldsþættir Ríkissjón- varpsins þykja fremur lélegir núna og þá sérstaklega þýski þátturinn Mannaveiðar. Ég vil minna á góðan framhaldsþátt sem hét Sá gamli og var sýndur á föstudögum á síðasta ári. Það var mjög vandaður og spennandi sakamálaþáttur. Er ekki til eitt- hvað meira af honum? Ef svo er legg ég til að sjónvarpið taki hann til sýninga á ný.“ Gefið smáfuglunum Fuglavinur hringdi: „Nú er hart á dalnum hjá smá- fuglunum og leita þeir nú á okkar náðir í stórum hópum. Ég vil hvetja fólk til að gefa þeim eftir því sem það hefur tök á. Nú eru kettimir til mikilla vændræða því drápseðlið er ekki auðvelt að uppr- æta hjá þeim. Ég vil hvetja kattaeigendur til að ala ketti sína vel meðan snjórinn er og hafa þá inni eins mikið og hægt er. Sérs- taklega er brýnt að kettimir séu hafðir inni í Ijósaskiptunum, kvöids og mogna, því þá leita smáfuglamir sér ætis.“ Leiðinleg dagskrá 1762-6701 hringdi: „Ég vinn á ijölmennum vinnu- stað og emm við flest þar sammála um að dagskrá Ríkis- sjónvarpsins sé ömurlega leiðinleg og borgi sig varla að kveikja á sjónvarpstækinu því það sé aðeins til leiðinda. Fréttir em að vísu ágætar svo ég nefni eitthvað gott. En það vantar góða framhalds- þætti og umfram allt góðar kvikmyndir um helgar því stór hópur af fólki situr heima og hef- ur ánægju af góðu efni í sjónvarpi. Ef ég væri ekki láglaunaður ríkis- starfsmaður myndi ég fá mér myndlykil til þess að geta horft á Stöð 2. Það var að bera í bakka- fullan lækinn að hækka afnota- gjaldið sem slagar hátt upp f verð myndlykils og ætti ég völina en ekki kvölina myndi- ég velja Stöð 2.“ Alltof há afnotagjöld Á.F. hringdi: „ Nú er þolinmæði mfn gagn- vart Ríkissjónvarpinu á þrotum. Það er orðið dýrt að borga afnota- gjöldin, sem em alltof há, til þess eins að sjá fréttir sem em jafn góðar hjá öðmm fjölmiðlum. Ég vildi óska að maður hefði frelsi til að nota eingöngu aðra stöðina, þá væri ég ekki í vafa hvora ég myndi velja. En ég hef ekki efni á Stöð tvö ásamt Ríkissjónvarp- inu.“ Úr Tölvuúr af tegundinni ADEC tapaðist 13. desember sl. í Geðun- um eða við Háaleitisbraut. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23664. Barnagleraugu Gullspangarbamagleraugu í gömlu svörtu gleraugnahulstri fundust í íþróttahúsi Kársnes- skóla í Kópavogi. Upplýsingar veitir ritari Kársnesskóla í síma 41567. Skíðataska Skíðataska með adidasskóm merkt „Valdimar" tapaðist í Skíðaskálanum í Bláfjöllum. Finnandi vinsamlegast hringi í sfma 43066. . i '■» 1,1 > r * f ~ >>v \ v -C * * -- v * V > . V 4^ lo AmÉ|L/SA ! BREIÐHOLT - SEUAHVERFI IÐUBORG - IÐUFELLI 16 Víö á Iöuborg vantar fóstru eöa starfsmann allan daginn á leikskóladeild og annan stárfs- mann e.h. í sal. Upplýsingar gefur Vilborg í símum 76989 6- 46409. BAKKABORG - BLÖNDUBAKKA 2 Á dagheimilið Bakkaborg vantar okkur fóstru eða annan starfsmann allan daginn á 1—3ja ára deild. Getum bætt viö okkur starfsmanni hálfan daginn frá 1. febrúar á sömu deild. Síöan vantar okkur fóstru, þroskaþjálfa eöa annaö uppeldislega menntaö fólk í fullt starf til stuönings börnum meö sérþarfir. Einnig aðstoöarmanneskju hálfan daginn. Upplýsingar gefúr Þórdís í síma 71240. SUÐURBORG - SUÐURHÓLUM 19 Viö á dagheimilinu Suöurborg vantar deild- arfóstru á deild með 1—3ja ára börnum. Síöan vantar okkur fóstru, þroskaþjálfa eöa starfs- mann meö aöra uppeldismenntun í hálft starf, til stuðnings börnum með sérþarfir. Upplýsingar gefur Elínborg í síma 73023. FÁLKABORG - FÁLKABAKKA 9 Leikskólinn Fálkaborg vantar fóstru eöa fólk meö uppeldismenntun e.h. Vantar einnig starfsmann allan daginn frá og meö 1. apríl. Síðast en ekki síst vantar fólk til afleysinga. Upplýsingar gefa Lilja og Ingibjörg í síma 78230. ARNARBORG - MARÍUBAKKA 1 Leikskólann Arnarborg vantar fóstru eða þroskaþjálfa til stuönings börnum meö sér- þarfir. Upplýsingar gefúr Björg í síma 73090. HÁLSAKOT - HÁLSASELI 29 Skóladagheimiiiö og leikskólinn Hálsakot óskar eftir starfsmanni í eldhús. Vinnutimi frá kl. 11—16. Upplýsingar gefúr Guörún í síma 77275. HEIMAR & KLEPPSHOLT SUNNUBORG - SÓLHEIMUM 19 Sunnuborg vantar nú þegar fóstru í hálft starf eftir hádegi. Til greina kemur starfsmaöur meö aðra uppeldismenntun eöa reynslu. Upplýsingar gefur Árný Birna i síma 36385. LANGHOLT - DYNGJUVEGI18 Viö á Langholti óskum eftir fóstru eöa ööru starfsfólki til aö vinna meö okkur frá kl. 13— 17. Börn og starfsfólk Langholtsími 31105 Allar upplýsingar eru á viökomandi heimil- um og einnig hjá umsjónarfóstrum í skrifstofu Dagvist barna. Sími 91-27277.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.