Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 'mú Morgunblaðið/Sverrir Brotiðgegn lögreglusamþykkt TALSVERÐ brögð eru að því að verktakar virði ekki 26. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkur þar sem kveðið er á um að ekki megi raska gangstéttum nema með leyfi borgarverkfrseð- ings og samþykki lögreglustjóra. A meðfylgjandi mynd má sjá hvernig verktaki við Skúlagötu hefur lokað gangstétt með girðingu, þannig að gangandi vegfarendur þurfa að taka á sig krók út á götuna til að komast framhjá, en slíkt get- ur að sjálfsögðu haft mikla hætt í för með sér enda er umferð mikil og þung á Skúlagötunni. Að sögn Ómars Smára Armannssonar, aðalvarð- stjóra umferðadeildar lögreglunnar í Reykjavík, voru gerðar athugasemdir við girðinguna og þess vænst að málinu yrði kippt í lag hið snar- asta. Ómar Smári sagði að full ástæða væri til að hvetja verktaka til að fara með gát varðandi framkvæmdir við miklar umferðargötur og virða lögreglusamþykkt þar að lútandi. Frysting loðnu og hrogna í lágmarki Utflutningstekjur vegna þess að minnsta kosti þrefalt minni en í fyrra Heilfrystingu á loðnu fyrir loðnu á vegum SH verið flutt ut- Japansmarkað er nú að ljúka og er frysting margfalt minni en á síðustu vertíð. SH frysti aðeins um 250 tonn, en 5.300 í fyrra. Þá er ákveðið hjá SH að frysta ekki meira en 1.600 tonn af hrognum, sem er um þriðj- ungur þess, sem fryst var í fyrra. Svipaða sögu er að segja af öðrum framleiðendum, sam- dráttur í framleiðslu er gífur- legur. Þessu veldur meðal ann- ars mikið framboð og birgðir þessara afurða og smæð loðn- unnar nú. Útflutningstekjur vegna þess voru i fyrra 600 til 700 milljónir króna, en verða innan við 200 nú. Helgi Þórhallsson, sölustjóri hjá SH, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að ákveðið væri að frysta eitthvað af blandaðri loðnu og hugsanlega hreinum hæng. Verð fyrir þessar afurðir væri mun lægra en fyrir hrognafulla hrygnu, en framleiðsla gæti hugsanlega numið nokkrum hundruðum tonna. í fyrra hefðu 5.300 tonn af frystri Vinnuveitendur vísa samn- ingunum til ríkissáttasemjara Verkakvennafélagið Framsókn samþykkti yfirvinnubann á Granda hf. an, þar af um 150 tonn af bland- aðri loðnu. Helgi sagði, að frysting hrogna væri nú hafín í Neskaupstað og ætlunin hefði verið að byrja í Grindavík á þriðjudagskvöld. Loks væri búÍ2± við því að frysting hæf- ist í Reykjavík í þessari viku. í fyrra hefði mest verið fryst í Vést- mannaeyjum, en vegna vinnu- deilna væri framlag Eyjamanna með öllu óvíst. Ákveðið væri að framleiða ekki nema um 1.600 tonn að þessu sinni, en í fyrra hefði framleiðslan verið um 5.500 tonn. Þess vegna hefði verið settur kvóti á alla framleiðendur til að stýra framleiðslunni. Samningar um sölu á hrognum eru enn ófrágengnir, en lítið ber í milli til að samkomulag náist. Helgi sagði, að miklar brigðir og lítill áhugi kaupenda í Japan vegna þess, gerði það að verkum að halda yrði framleiðslunni í verulegum skefjum til að ofbjóða markaðnum ekki algjörlega og í raun til þess að ná einhveijum samningum. Verðmæti útfluttra loðnuhrogna var í fyrra nálægt 500 milljónum króna og frystrar loðnu um 200. í ár verður útflutningsverðmæti innan við þriðjungur þessa vegna minnkandi magns og lækkandi verðs. Vinnuveitendasamband ís- Iands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna vísaði til ríkissáttasemjara í gær samn- ingaviðræðum við þau verka- lýðsfélög sem hafa fellt eða ekki afgreitt kjarasamninga vinnuveitenda við Verkamanna- samband íslands, alls 39 félög. Einnig vísuðu samböndin til sáttasemjara samningum við 3 félög sem ekki áttu aðild að samningnum frá 26. febrúar. Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík, sem þegar hafði visað samningaumleitunum til sáttasemjara, samþykkti í gær að boða yfirvinnubann hjá Granda hf. frá og með næstkom- andi miðvikudegi eða eftir rétta viku. Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að ekki lægi ljóst fyrir hvemig þessum málum yrði skipað hjá embætti hans. Fyrir liggur að verkalýðsfélög á Austur- landi hafa falið Alþýðusambandi Austurlands samningsumboð sitt og sagði Guðlaugur að það myndi skýrast á næstu dögum hvemig félög annarsstaðar á landinu vilja standa að samningaviðræðum. í dag verður framkvæmdastjómar- fundur VMSÍ og á föstudag hefur verið boðaður miðstjómar- og for- mannafundur í Alþýðusambandi Norðurlands. Stjóm og trúnaðarráð Fram- sóknar samþykkti yfirvinnubannið á Granda hf. í gær. Yfirvinnubann- Reykjavík: Framkvæmdir skornar niður um 309 milijónir Breytingum frestað við Bústaðaveg og Miklatorg v ; X I ry 7 E Garpur \ ■ r< Leikur Eríió lciö HS Ifvaó er í blaóimi? BLAO B BORGARRÁÐ hefur samþykkt að skera niður framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar um 309 milljónir króna árið 1988. Það er gert eftir að ríkisstjórnin ákvað að fresta um eitt ár breyttri verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Meðal annars er ákveðið að veita 50 miiljónum króna til breytinga á Bústaðavegi og brúar yf ir Miklu- braut í stað 149 milljóna króna. „Ég vil vekja athygli á, að með þessu sker borgin meira niður af sínum framkvæmdum en ríkið sjálft gerir á þessum þenslutím- um,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri. í breytingartillögu við fjár- hagsáætlun ársins 1988 er ákveðið að fresta framkvæmdum á Mikla- torgi, sem kosta áttu 8 millj. og einnig framkvæmdum við Litluhlíð og Eskitorg-Bústaðaveg, sem kosta áttu 14 millj. Hætt er við að leggja aðra ak- rein við Sætún en samkvæmt áætl- un átti sú framkvæmd að kosta 24,3 millj. Að auki er hætt við fyrir- huguð undirgöng undir Vestur- landsveg á móti Stórhöfða. í nýjum íbúðarhverfum er skorið niður um 15 millj. til gatnagerðar í Brekkuhverfí. Af öðrum fram- kvæmdum má nefna að framlag til Strætisvagna Reykjavíkur í Norður-Mjódd og bifreiðastæða þar er 5,6 millj. í stað 15,6 millj. Þá er hætt við fyrirhugaða tengingu frá Stórhöfða að Hesthálsi, sem kosta átti 35 millj. Loks er bflastæðum í kjallara fyrirhugaðs ráðhúss fækkað og við það lækkar kostnaður um 104 millj- ónir. ið var einnig samþykkt nánast sam- hljóða á vinnustaðafundum í Norð- urgarði og á Grandagarði. 160-200 konur starfa hjá Granda. Ragna Bergmann formaður Framsóknar sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að konumar á Granda teldu sig hafa sterka stöðu, sérstaklega ef fiskur færi að berast til Reykjavík- ur frá Vestmannaeyjum. Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf. sagði að yfirvinnubann- ið myndi takmarka framleiðslugetu fyrirtækisins og hefði því slæm áhrif á reksturinn. „Afli er heldur að glæðast og sá tími að koma þegar yfirvinna eykst. Þá ætlum við okkur að heija loðnufrystingu og sú vinnsla verður að ganga eins og aðstæður leyfa enda er það reyndar ekki mikið sem við fáum að frysta," sagði Brynjólfur. Grandi reynir hóplaunakerfi Hóplaunakerfi hefur verið keyrt til reynslu i hálfan mánuð hjá Granda hf. Full reynsla er ekki komin á þetta fyrirkomulag enn, en bæði starfsfólk og stjórnendur fyrirtækisins binda við það vonir, að kerfið skili sér betri afkomu en áður. Brynjólfur Bjamason, for- stjóri Granda hf., sagði í sam- taii við Morgunblaðið, að ákveðið hefði verið að reyna keyrslu þessa kerfis vegna nokkurs þrýstings frá ýmsum aðilum. Eftir fund með starfs- fólkinu hefði tilraunin hafizt fyrir um tveimur vikum. Of fljótt væri að meta árangurinn, til þess þyrfti að minnsta kosti fjórar vikur í allt. Hins vegar gerðu menn sér þegar vonir um góðan árangur fyrir alla aðila. Norðurlandaráð: Kostnaður vegna ís- lenskra embættjsmanna rúmlega 1,8 milljónir KOSTNAÐUR vegna setu 20 íslenskra embættismanna á þingi Norðurlandaráðs í Ósló er rúmlega 1,8 milljón króna. Flugfargjaldið ásamt uppihaldi er greitt af ráðuneytum en þingið stendur í fimm daga og lýkur föstudaginn 11. mars. Fargjald til Ósló kostar kr. 46.240 ef ferðin tekur fimm daga eða skemur en kr. 33.640 ef hún tekur sex daga. Auk þess greiðir ríkið dagpeninga, sem eru 8.872 krónur á dag hjá ríkisstarfsmönn- um. Þeir embættismenn, sem sækja þingið að þessu sinni eru sam- kvæmt upplýsingum frá Norður- iandaráði: Ámi Þ. Ámason skrif- stofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Ámi Gunnarsson skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, Bjöm Friðfínnsson aðstoðarmaður við- skiptaráðherra, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Guðmundur Magnússon aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Guðrún Zo- éga aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra, Hermann Sveinbjömsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Hallgrímur Dalberg ráðu- neytissljóri í félagsmálaráðuneyt- inu, Hreinn Loftsson aðstoðar- maður samgönguráðherra, Ingi- mar Sigurðsson deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Jón Júlíusson deild- arstjóri í viðskiptaráðuneytinu, Jónína Michaelsdóttir aðstoðar- maður forsætisráðherra, Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Krist- mundur Halldórsson deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytis- stjóri í samgönguráðuneytinu, Ólafur W. Stefánsson skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri i heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norræna félagsins, Sólrún Jens- dóttir skrifstofustjóri í mennta- málaráðu neytinu og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.