Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 31 36. ÞING NORÐURLANDARÁÐS í ÓSLO Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: Hvetur til norrænnar fríverslunar með fisk Osló, frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra sagði í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþinginu I gær að mikilvægt væri að Norð- urlöndin kæmu sem fyrst á frí- verslun sín á milli og lagði sér- staka áherslu á að komið yrði á fríverslun með fisk. Páll Péturs- son sakaði Svía um að koma í veg- fyrir fríverslun með fisk inn- an EFTA og sagði afstöðu þeirra í þessum efnum ekki vera í anda norrænnar samvinnu. Utanríkisráðherra sagði að ný hertækni, ekki síst kjamorkan, hefði aukið mikilvægi Norður-Atl- antshafsins og hernaðarlegt mikil- vægi landanna þar í kring. Við værum ekki lengur í útjaðri hugsan- legs átakasvæðis heldur í miðju þess. í ljósi þessara breytinga væri mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman. Hvert land fyrir sig hefði líka þá skyldu að reyna að hafa þurfa að ákveða hvort við vildum auka tengsl okkar við Vestur- Evrópu eða Bandaríkin. „Ég held að ég tali fyrir hönd flestra Islend- inga þegar ég segi að við myndum frekar velja fyrri kostinn," sagði Steingrímur. Hann tók þó fram að ríkisstjómin teldi ekki ekki koma til greina að íslendingar gerðust aðilar að framtíðar „Bandaríkjum Evrópu". íbúafjöldi og sérkenni íslenskrar menningar, lifnaðarhátta og efnahagslífs kæmu í veg fyrir það. Nánari samvinna væri hins vegar mjög mikilvæg fyrir okkur og þá sér í lagi fríverslun. Hann sagðist vera sammála Ingvari Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sem lagði í ræðu sinni mikla áherslu á mikilvægi norræns heima- markaðar. Það gæti verið mikil- vægt skref í áttina að auknu sam- starfi við þjóðir Vestur-Evrópu. Það þyrfti þó að taka tillit til hagsmuna allra landa í þessu sambandi. Nor- rænn heimamarkaður -yrði frekar þýðingarlítill fyrir íslendinga ef ekki væri fríverslun með físk. Það væri það sem við legðum áherslu á. Steingrímur hvatti til þess að Norðurlöndin myndu sem fyrst sameinast í einn markað með fríverslun á öllum sviðum nema hvað varðar hefðbundnar land- búnaðarafurðir. Páll Pétursson vék einnig að fríverslun með físk í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþinginu. Páll sagði að ekki væri hægt að samþykkja að Svíar stöðvuðu fríverslun á þessu sviði innan EFTA. Afstaða Svíþjóð- ar væri ekki í anda norrænnar sam- vinnu og ekki í samræmi við þau viðhorf sem forsætisráðherra Svíþjóðar hefði sett fram í ræðu sinni. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra vék í ræðu sinni að Evrópu- bandalaginu. Hann sagði eðlilegt að Norðurlöndin hefðu nokkuð sam- ráð um að vemda sameiginlega hagsmuni, þótt hvert ríki yrði auð- vitað að gæta sinna sérhagsmuna. „Aðild íslands að Evrópubandalag- inu er ekki á dagskrá," sagði for- sætisráðherra. „ísland mun ekki og getur ekki gefíð þumlung eftir af fiskveiðiréttindum sínum. ísland getur heldur ekki án takmarkana gerst aðili að sameiginlegum vinnu- markaði Evrópu." jákvæð áhrif á gang heimsmálanna. Ef við stæðum saman yrðu þó áhrif Norðurlandanna meiri en hvers lands fyrir sig. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra Steingrímur sagði að vegna þeirra miklu breytinga sem nú ættu sér stað í heiminum stæðum við íslendingar frammi fyrir því að Thor Vilhjálmsson á blaðamannafundi í Ósló: Verðlatin sem þessi geta verið mjög* gagnleg THOR Vilhjálmssyni voru í gær afhent Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs i Tónlistarhöllinni í Ósló. Hann er þriðji íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun, en áður hafa hlotið þennan heiður þeir Ólafur Jóhann Sigurðsson árið 1976 og Snorri Hjartarson árið 1981. „Verðlaun sem þessi geta verið mjög gagnleg," sagði Thor í samtali við Morgunblaðið. „Þáu hjálpa manni að ná til fleiri lesenda." Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA: Markvisst unnið að að- lögun að ínmi markaði EB ÁHRIF hins samræmda innri markaðar Evrópubandalagsins, sem stefnt er að árið 1992, á EFTA-ríkin fara eftir því hversu langt sú samræmingarvinna sem nú á sér stað milli bandalaganna, verður komin 1992, sagði Per Kleppe, framkvæmdastjóri EFTA í samtali við Morgunblaðið. Unnið væri að því að samræma staðla og annað þess háttar en einnig sagði Kleppe að líklega yrði nauðsy nlegt fyrir EFTA-ríkin að koma á meira frelsi í fjármagnsviðskiptum. „Ég tel ekki líklegt að Norður- iöndin muni gerast aðilar að Evrópu- bandalaginu á næstunni," sagði Per Kleppe, „en það er ómögulegt að segja til um hvað á eftir að gerast þegar litið er lengra fram í tímann." Hann sagðist telja að sú opinskáa umræða, sem hefði farið fram á Norð- urlandaþinginu um aðlögun að Evr- ópubandalaginu væri af hinu góða. Norðurlöndin væru í æ ríkari mæli að dragast inn í samstarf við Evrópu og við þyrftum að ræða málin út frá fyrri staðreynd. Kleppe taldi vissa hættu á því að menn myndu láta sér nægja að aðlagast EB og lagði áherslu á að norrænt samstarf gæti stuðlað að því að hjálpa Evrópu að finna lausnir á þeim vandamálum sem menn væru að glíma við þar. Sem dæmi nefndi hann það samstarf sem nýverið hófst á milli EB og EFTA á sviði umhverfísmála. Við þyrftum að komast að því hvemig best væri að koma umræðunni um þessi mál á Norðurlöndum inn í þessa samvinnu. Við gætum jafnvel verið frumkvöðlar á 'ymsum sviðum þar sem við værum komin lengra en Evrópubandalags- löndin. Kleppe sagði það vera mikil- vægt aó samræma þá umræðu sem nú færi fram á mismunandi vett- vangi. Okkar hlutverk væri að koma norrænu lausnunum á framfæri. Þegar Kleppe var spurður hvaða áhrif störf EB um innri markað aðild- arríkjanna árið 1992 myndu hafa á EFTA-löndin, sagði hann að nú færi fram samvinna á ymsum sviðum sem hefði það að markmiði að auðvelda viðskipti á milli EB og EFTA í fram- Per Kleppe tíðinni. Markmiðið væri fríverslun í Vestur-Evrópu með vörur og þjón- ustu. Það myndi þó taka verulegan tíma að ná því markmiði. Unnið væri að því að samræma staðla, og taka saman hvar ríkisstyrkir og niður- greiðslur væru til staðar með það að markmiði að draga úr þeim í framtið- inni. Kleppe sagði það líka óhjá- kvæmilegt að ræða um fijálsari fjár- magnsmarkað. I stuttu máli væri verið að vinna að því að fínna lausnir á þeim sviðum þar sem hætta væri á því að við yrð- um útundan þegar innri markaðurinn yrði að veruleika árið 1992. Áhrif atburðanna 1992 færu eftir því hversu langt við hefðum náð þegar þar að kæmi. Ekki væri rætt um neinn allsheijarsamning við banda- lagið heldur reynt að taka eitt skref í einu og fínna lausn á hveiju máli fyrir sig. Reuter Breskur sérfræðingur við sprengjuleit á Gíbraltar i gær. Thor Vilhjálmsson hélt í gær blaða- mannafund þar sem hann svaraði spumingum um ritverk sín, ffamtíð- aráform o.fl. Hann sagðist vera farinn að íhuga nýja skáldsögu en vildi ekki segja um hvað hún ætti að fjalla, hann vissi það varla sjálfur enn. Einn- ig væri hann að fara að semja óperu- texta er byggðist á skáldsögu Gunn- ars Gunnarssonar, Vikivaki. Tónlistin verður samin af Atla Heimi Sveins- syni. Thor sagði að mönnum þætti það mjög merkilegt hvað við íslendingar keyptum mikið af bókum og spyrðu hvort við læsum þær allar. Hann sagð- ist svara því þannig að jafnvel þær sem ekki væm auðlesnar væm lesnar og vitnaði til orða þýska skáldsins Hans Magnus Erzenbergers á skálda- stefnu í Bandaríkjunum í fyrra, að það væri sami fyöldi sem læsi alvarleg- ar bókmenntir í hvaða landi sem er, nefnilega 2.455 manns. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Þorgerður Ingólfsdóttir kynnti verðlaunahafann Þorgerður Ingólfsdóttir, fulltrúi íslands í þeirri nefnd er úthlutar tónlistarverðlaunum Norður- landaráðs, flutti ræðu fyrir hönd nefndarinnar, þegar finnska tón- skáldið Magnus Lindberg fékk verðlaunin i gær. Elsi Hötemáki- Olander tók við verðlaununum fyrir hönd tónskáldsins. í ræðu sinni minnti Þorgerður á þau orð Konfúsíusar, að sá sem vildi vita hvert þjóðfélagið væri að þróast ætti að hlusta á samtímatón- listina. f þeim fælist ástæðan fyrir því að norrænir stjómmálamenn ættu ekki aðeins að heiðra heldur einnig að hlusta á samtimalista- menn sína. Lýsti hún sfðan ferli verðlaunahafans sem er ekki enn orðin þrítugur og hefur búið í París sfðan 1981. Að baki verðlauna- verksins, sem heitir Kraftur, lægi gífurleg vinna. Það hefði tekið tvö ár að skrifa það en helmingur tímans hefði farið í að semja tölvu- forritið, sem sfðan mótaði tónverk- ið. IRA-menn felldir á Gíbraltar: Thatcher hvött til að fyrirskipa rannsókn London, Reuter. RÍKISSTJÓRN Margaret Thatch- er, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött til að láta fara fram opinbera rannsókn á tildrög- um þess að þrír óvopnaðir liðs- menn írska lýðveldishersins (IRA) voru skotnir til bana á Gíbraltar á sunnudag. Spænsk dagblöð hafa fordæmt verknaðinn en Sir Geof- frey Howe, utanrikisráðherra Bretlands, fullyrðir að IRA- mennimir hafi haft í hyggju að framkvæma hryðjuverk. Yfírvöld á írlandi hafa gagnrýnt bresku hermennina fyrir fljótræði og segja að nærtækara hefði verið að handtaka hryðjuverkamennina. David Owen, leiðtogi breskra jafnað- armanna, sagði f gær að rétt væri að Iáta fara fram opinbera rannsókn á málinu og bætti við að ótækt væri að ákveðnir menn hefðu „leyfí til manndrápa". Óeirðir brutust út í Belfast á Norð- ur-írlandi er fréttimar bárust og leið- togar stjómarandstæðinga tóku und- ir fullyrðingar talsmanna frska lýð- veldishersins þess efnis að fólkið hefði verið tekið af lífi. Spænsk dagblöð fordæmdu verkn- aðinn í gær og sagði dagblaðið El País að þetta framferði bresku her- mannanna stangaðist bæði á við lög og siðaboð mannlegs samfélags. Grunur um hryðjuverk gæti ekki réttlætt slíkan verknað. Dagblaðið Diario 16 sagði greinilegt að stjórn Thatcher hefði þá stefnu „að skjóta fyrst og spyija síðan spuminga".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.