Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Mdflaugaárásir Iraka á þrjár borgir í Iran Nikósíu, Reuter. ÍRAKAR skutu fjórum eldflaug- um að borgum í íran í gær og sagði útvarpið í Teheran að 12 manns hefðu fallið í þeim. Fjöidi manns hefur flúið Teheran vegna flugskeytárása íraka en rúmlega 40 eldflaugar hafa hæft borgina undanfama átta daga. Irakar kváðust hafaskotið tveimur eldflaugum að Teheran auk þess sem eldflaugum hefði einnig verið skotið að Esfahan, þriðju stærstu borg ír- ans, og hinn helgu borg Qom. Ut- varpið í Teheran sagði 12 manns hafa fallið og ótilgreindan flölda særst. Að sögn írana hafa rúmlega 300 manns fallið í árásunum í Iran og um 1.000 særst. íranir svöruðu þessum árásum með því að skjóta tveimur eldflaug- um að Baghdad, höfuðborg íraks. Ekki bárust fréttir af mannfalli. Út- varpið í Teheran sagði hins vegar að Iranir væru reiðubúnir til að láta af flugskeytaárásunum, sem sagðar voru til að fæla íraka frá frekari árásum, gerði óvinurinn slíkt hið sama. íranir sem komu til Lamaca á Kýpur í gær sögðu að fjölmargir íbú- ar Teheran dveldust utan borgarinn- ar á nætumar af ótta við árásir ír- aka. „Þegar skyggir eru götur borg- arinnar auðar og hún minnir helst á draugabæ," sagði einn þeirra í sam- tali við fréttamann Reuters-frétta,- stofunnar. Fréttir herma að skólum í borginni hafí verið lokað vegna ófriðarins. Þá bámst þær fréttir í gær að Svíar hefðu hvatt sendiráðs- lið sitt til að flytja frá Baghdad og Teheran. Sovétmenn hafa ákveðið að boða Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna saman til fundar til að ræða þróun mála í Persaflóastríðinu. Alexander Belonogov, sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á mánudag að hann vænti þess að Öryggisráðið samþykkti áskomn Félagsvísindamenn við belgiska háskóla létu fara frá sér í síðustu viku skýrslu um fótboltafólsku á leikvöngum í Evrópu. Samkvæmt niðurstöðum sérfræðinganna virðast boltaberserkirnir hafa með sér óformlegt samband. Það em helst berserkir á Bret- landi, í Hollandi og Belgíu sem virð- ast samræma ofbeldisverk sín. I skýrslunni kemur fram að óeirðir á áhorfendapöllum em yfirleitt skipu- sem beint yrði til írana og íraka um að hætta árásum á borgir í löndunum tveimur. Aðspurður hvort Sovétmenn væm reiðubúnir til að styðja bann við vopnasölu til ríkjanna tveggja sagði sendiherrann að ráðamenn eystra vildu binda enda á átökin hið fýrsta. Iranir hafa sakað Sovétmenn um að selja írökum eldflaugar og kom til mótmæla við sendiráð Sov- étríkjanna í Teheran um helgina sök- um þessa. lagðar fýrirfram af fólki sem stendur í óeirðum óeirðanna vegna. Sérfræð- ingar telja að í flestum tilfellum komi óeirðaseggimir úr menningarkimum sem einkennist af fátækt og fjand- skap við samfélagið, þeir séu ólæsir eða illa upplýstir. Þá vara sérfræð- ingamir, sem yfirheyrðu fótboltafól í þremur löndum, við því að á kom- andi sumri hyggist fólin standa fýrir óeirðum á knattspymumótum á meg- inlandi Evrópu, m.a. í Vestur-Þýzka- landi. Skýrsla um ofbeldi á knattspyrnuleikvöngum: Boltaberserkir með bræðralag Brussel. Frá Knstófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. t Reuter Divine látinn Divine, sem varð frægur fyrir leik sinn í hlutverki 140 kílóa kynskiptings, lést á sunnudag, 42 ára að aldri. Divine var hár- greiðslumaður og hét Harris Glenn Milstead áður en hann lék í nokkrum myndum bandaríska leikstjórans Johns Waters, þar á meðal Bleikum flæmingjum (Pink Flamingos) og Kvennaraun- um (Female Trouble). I nýjustu mynd Waters, Hárúði (Hair- spray), sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í febrúar, leikur Divine bæði í karl- og kvenhlutverkum. Hann mun hafa fengið hjartaáfall og látist í svefni. Myndin var tekin á næturklúbbi í New Vork árið 1985. Demókratar í valþröng þrátt fyrir ofgnótt frambjóðenda Reuter Eiginkona Michael Dukakis, Kitty, strýkur varalit af vanga hans, eftir að æstur aðdáandi.hafði smellt á hann kossi. ÞRÁTT fyrir að allt útlit væri fyrir að George Bush myndi bursta keppinauta sína í for- kosningunum í gær og rætt væri um að úrslit forsetakjörs- ins í nóvember réðist þar og þá, voru horfur meðal demókrata ekki jafnmikið á hreinu og ekki verður sagt að línur hafi verið skarpar fyrir. Upphaflega skipulögðu demókratar í Suð- urríkjunum forkosningarnar með það í huga að virkja íhalds- menn í sínum hópi, en sam- kvæmt öllum skoðanakönnunum virtust þeir Michael Dukakis, frjálslyndur norðanmaður, og Jesse Jackson, enn frjálslyndari og negri í þokkabót, ætla að skipta fuiltrúunum bróðurlega á milli sín, þveröfugt við ætlan „flokkseigendanna", sem telja vonlaust að slíkir frambjóðend- ur hljóti brautargengi almennra kjósenda þegar til alvörunnar kemur í nóvember. En hversu illa munu þessar margföldu for- kosningum, sem fóru fram í tuttugu ríkjum í einu, leika demókrata í Suðurríkjunum? „Svo illa, að við viljum ekki hugsa um það,“ hafði blaðamað- ur Daily Telegraph eftir einum þeirra. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að alls séu þeir sex, sem sækjast eftir út- nefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs, þá eru demókratar í mikilli valþröng og kann svo jafnvel að fara, að stokka þurfi upp í framboðsmál- um þeirra á landsfundinum í júlí — eigi demókratar að eiga nokkra möguleika á að vinna kosningamar. Upphaflega virtist það vera prýðishugmynd að halda tuttugu forkosningar einn og sama daginn. Aðaltilgangurinn var að svipta Iowa og New Hampshire þeim áhrifum, sem úrslit forkosning- anna þar hafa notið og gera þær að nokkurs konar „upphitunar- kosningum". I gær var valinn um þriðjungur þeirra landsfundarfull- trúa flokkanna, sem velja munu forsetaframbjóðendur síðla sum- ars. Gengi áætlunin eftir kynni flokkurinn e.t.v. einnig að hafa áhrif á vesturríki Bandaríkjanna, en þar hafa forsetaframbjóðendur demókrata nánast einskis stuðn- ings notið undanfama áratugi. Frá forsetakosningunum 1972 hefur hvert einasta vesturríki snú- ist á sveif með repúblikönum. I Suðurríkjunum sjálfum eru þeir dagar líka löngu fyrir bí þegar Franklin D. Roosevelt sigraði í öll- um ríkjunum tólf, fjórar kosningar í röð. íhaldsemi demókrata í Suðurríkjunum Þessu veldur margt. Suð- urríkjabúar virðast illa treysta frjáislyndum norðanmönnum — telja vænlegra að kjósa íhalds- mann, enda þótt hann sé repúblik- ani. Þegar Jimmy Carter bauð sig .fram, en hann var sjálfur Suð- urríkjamaður, fór hann með sigur af hólmi í öllum Suðurríkjunum nema Virginíu, svo ekki verður því um kennt að "menn séu alfarið á móti demókrötum þar syðra. Sú skoðun virðist hins vegar verða æ almennari, að demókratar séu upp til hópa fijálslyndir norð- anmenn — jafnvel Washington- búar, sem séu gjafmildir á annarra manna fé, en kunni ekki önnur ráð við öflun þess en aukna skatt- heimtu. Þá hafa menn litla trú á á demókrötum í stjóm efnahags- mála, enda hafa frambjóðendur þeirra fá svör gefíð við spumingum þess efnis. Jackson og Dukakis Þá er „flokkseigendafélag" demókrata ekki rórra vegna vel- gengni Jesse Jacksons — ekki ein- ungis vegna þess að hann er negri og því líklegur til þess að fæla marga hvíta demókrata frá flokkn- um — heldur einnig vegna þess að Bandaríkjamönnum gest mörg- um illa að því að prestur stefni í Hvíta húsið. Þrátt fýrir að Banda- ríkjamenn séu almennt trúaðri en til dæmis gerist í Evrópu er alger aðskilnaður ríkis og kirkju ennþá viðkvæmt mál þar vestra. Þar að auki eru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikill Suðurríkjamaður Jackson er. Því verður ekki á móti mælt að hann fæddist í Suðurríkj- unum, en hann býr fýrir norðan. „Jú, hann er að sunnan," segir Albert Gore til að mynda, en bæt- ir við: „Frá suðurhluta Chicago." Hins vegar nýtur hann stuðnings negra, en þeir eru um 30% skráðra kjósenda demókrata. Undarlegri þykja mönnum vin- sældir Michaels Dukakis, ríkis- stjóra Massachusettes, en undir eðlilegum kringumstæðum hefði honum tæpast verið spáð miklu fylgi í Suðurríkjunum. Dukakis er í hópi frjálslyndari demókrata, er Bostonbúi (en þá telja Suðurríkja- menn óhemju uppskrúfaða), menntaður í Harvard-háskóla og sem ríkisstjóri í Massachusettes stjómaði hann tæpast eins og íhaldssamir Suðurríkjabúar telja heppilegast. A hinn bógin nýtur Dukakis þess að hafa unnið í fyrri forkosn- ingum, sérstaklega í Texas þar sem hann hefur öðlast virðingu og styrk fyrir að vera fremstur í hópi jafningja. Þar að auki skaðar það hann ekki að hafa aflað sér auðs og áhrifa upp á eigin spýtur. Flokksforingjum demókrata lýst lítt á þessa þróun. Benda þeir á að báðir séu þeir Jackson og Duk- akis fulltrúar minnihlutahópa (Dukakis er af grískum ættum) og slíkt hafí ekki gefist vel til þessa. Nefna þeir til dæmis að John F. Kennedy, sem þó hafi ekki verið fulltrúi minnihlutahóps að öðru leyti en því að hann var ka- þólskur, hafi verið sá forseti Bandaríkjanna sem vann naumast- an sigur og með fæst atkvæði að baki sér. Uppstokkun í Atlanta? Enn einn vandi demókrata er sá að þeir stjórnmálamenn, sem þóttu vænlegastir í upphafi og kosningatilhögun gærdagsins átti að höfða til, þeyktust allir á fram- boði á síðustu stundu. Hér ræðir um menn eins og Sam Nunn, öld- ungadeildarþingmann Georgíu, Bill Clinton, ríkisstjóra Arkansas, og Charles Robb, fyrrum ríkis- stjóra Virginíu. Af þeim fer ágætt orð, þykja dugandi í starfi og næsta víst að framboð þeirra myndi vekja áhuga hins almenna kjósanda. Sam Nunn, sem er formaður hermálanefndar Bandaríkjaþings og nýtur velvilja í Evrópu vegna stuðnings hans við Atlantshafs- bandalagið, var sá sem líklegast tók í framboð, en áður en yfir lauk afþakkaði hann gott boð. Þó er talið að hann myndi fallast á fram- boð ef þess yrði farið á leit við hann á landsfundi demókrata í Atlanta, sem hefst hinn 18. júlí. Slíkt myndi þó kosta veruleg átök á fundinum og það kynni að skaða flokkinn enn frekar — og líkt og kosningamar í gær, leiða enn frek- ar í ljós flokkadrátt innan vébanda Demókrataflokksins. Samt sem áður kunna slík átök að vera eina leiðin til þess að finna hæfan frambjóðanda, sem sigrað getur repúblikana — ekki síst ef George Bush heldur áfram sigur- göngu sinni í krafti þeirrar ímynd- ar, sem honum (og aðstoðarmönn- um hans) hefur tekist að skapa honum. A.M. Heimildir: Daily Telegraph, The RepfíÉies og U.S. News and World
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.