Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 jóns hjá þessum ágæta framfara- manni hafí verið hinn besti skóii. Sigurjón var fljótur að tileinka sér allt sem leitt gæti til framfara og gagns, enda sagður vera mjðg bráð- þroska. Snemma gerðist hann manna kappasamastur og ber íþróttaferill hans honum gott vitni um góða ástundun. Verður síðar minnst á þann hátt, en fyrst vikið að starfsferli í grófum dráttum. Siguijón var verslunarmaður 1902—1915, sjálfstæður kaup- maður eftir það en 1915 brann stór hluti miðbæjarins í Reykjavík, þ. á m. „Vöruhúsið", vefnaðarvöru- verslun Th. Thorsteinssonar. Hóf Sigurjón þá verslunarrekstur með útgerðarvöru í Hafnarstræti 18, „Verslun Siguijóns Péturssonar". En 22. júlí 1917 keypti Siguijón þriðjung af eignum Alafoss í Mos- fellssveit. Hófst þá sá atvinnurekst- ur Sigutjóns sem tengst hefur einna nánast nafni hans síðan. Einar, bróðir Siguijóns, keypti annan þriðjung verksmiðjunnar nokkrum mánuðum síðar. Alafoss er elsta starfandi ullar- iðnaðarfyrirtæki landsins og átti framan af rétt eins og nú við mjög mikla erfíðleika að etja. Hér var um atvinnurekstur að ræða sem ásamt togaraútgerðinni má segja að hafí verið okkar iðnbylting, þó hún hafi fyrst náð sér á strik hér á landi eftir meira en 200 ára þró- un erlendis. Alafossverksmiðjan var beint framhald af þeirri tilraun sem Skúli landfógeti hóf með innrétting- unum svonefndu rétt upp úr miðri 18. öld. Norður í Þingeyjarsýslu voru settar upp tóvinnuvélar af Magnúsi Þórarinssyni á Halldórs- stöðum í Laxárdal 1883, en það gekk illa. 1889 var flutt frumvarp á Alþingi Islendinga varðandi stofn- un ullarverksmiðju sem ekki náði í gegn þar eð Alþingi treysti sér ekki til að taka af skarið með því að leggja út í þann kostnað fyrir land- sjóð sem nauðsynlegt var. Fyrstu áratugimir voru, svo sem fyrr var neftit, erfiðir í sögu Ála- foss. Einkum var fjármagn af skomum skammti sem og allt upp- byggingarstarf var oft örðugt. Mik- ill tími fór í að feta sig áfram, eig- endaskipti vom alltíð en trúlega hefur vantrúin verið stærsti drag- bíturinn. Hráefnísöflun var t.d. erf- ið, samgöngur nær óbreyttar frá því á landnámsöld. Talsvert var um það að bændur seldu betri ullina í verslanir (vömskipti) en létu léle- gustu uliina af hendi sem kaupmenn treystu sér ekki að kaupa. Jafnskjótt og Sigurjón tók við verksmiðjurekstrinum breytti hann ýmsu, aðlagaði reksturinn kröfum tímans, keypti nýjar vélar til vefn- aðar á fataefnum og dúkum, kom á fót saumastofu og seldi fram- leiðsluna í Reykjavík um allt land undir kjörorðinu: „Álafossföt best“! Tiltrú landsmanna á ullariðnaði jókst gríðarlega eftir að Siguijón Á Álafossi. Gömul mynd. hóf starf sitt að Álafossi. Hann keypti ull og borgaði í ullarbandi, fötum eða teppum. þar var einfald- asta og jafnframt fmmlegasta verslun sem til er, vömskipti, sem báðir höfðu gagn af, bóndinn sem og iðnrekandinn. Kreppuárin vom erfíð fyrir mörg fyrirtæki hér á iandi sem annars staðar. Fróðlegt er að lesa hvað Siguijón hafði til málanna að leggja þegar erfíðleik- amir vom einna verstir: „Mesti örðugleikinn, sem íslensk- ur iðnaður á nú að mínu áliti við að stríða, er skilningsleysi ríkis- stjómar og Alþingis á því, að iðnað- urinn er einn af höfuðatvinnuvegum okkar íslendinga, og að hann þarfn- ast lögvemdar. Tollalöggjöf vor á þessu sviði er í hinu mesta ólagi og er beinlínis til stórtjóns atvinnu- lífi þjóðarinnar ... 'löggjöf hvers lands verður að vera í samræmi við framleiðslukostnað þess eins hér á landi og annars staðar. Við verðum að greiða fyrir raforku, gas, vinnu o.fl. miklu hærra verð hlutfallslega við framleiðsluna en nokkur önnur þjóð. Þess vegna er okkur ókleift að reka hér iðnað, nema tollalög- gjöf okkar sé látin vera í samræmi við þennan óumflýjanlega kostnað." (Viðtal í Vísi 20. júní 1935.) Og ennfremur: „Hvaða vit er í því fyrir okkar litla þjóðfélag að reikna mannorkuna á dag svo mik- ið minna virði hjer á landi en t.d. er gjört í Ameríku? ... Á iðnaðinum hefír Ameríka orðið svo voldugt land, efnalega . .. Við getum aldrei neitt hjer á þessu landi, ef við ger- um okkur sjáifa fátæka." (Ritlingur Siguijóns Péturssonar: Hvað skeður 1943? Iðjan og gengið, R. 1928.) Varðandi erfíðleika íslenskra at- vinnuvega má yfírvega þessi til- færðu ummæli Siguijóns. Á milli- stríðsámnum voru að sjálfsögðu óskir um tollmúra og vemdun inn- lendrar framleiðslu miklu háværari en þau sjónarmið sem andstæð voru: að greiða sem best götu iðn- vamings sem framleiddur var á hagkvæmastan hátt, án tillits til hvar var framleitt. Hitt er svo ann- að mál að óvíða í Evrópu þarf at- vinnurekstur að greiða jafnmikið fyrir nauðsynleg aðföng svo sem rafmagn og hér. Ef í stað orðsins „tollalöggjöf‘ væri sett orð eins og „skattar", „gjöld“ o.s.frv. í þessum tilfærðu ummælum Siguijóns á lýs- ing hans vel við ástandið í atvinnu- rekstri á Islandi í dag. Launakostn- aður hér á landi verður mun hærri en þyrfti að vera, vegna launa- tengdu gjaldanna sem em legio og því töluverður tími, fyrirhöfn og fjármunir sem eyðast að óþörfu við að reikna það út; kostnaður sem kemur engum að gagni sem betur væri varið til að efla fyrirtækin og hækka launin. Félag íslenskra iðnrekenda var stofnað 1933 af Siguijóni og nokkr- um mönnum öðmm. Var hann formaður 12 fyrstu ár þess og 3 ár að auki í stjóm. Athyglisverð frásögn er höfð eftir Páli S. Páls- syni hæstaréttarlögmanni. Einn fé- lagi iðnrekendafélagsins vildi gjam- an gefa kost á sér til stjómarsetu. Páll, sem þá var framkvæmdastjóri félagsins, ráðlagði honum að færa þetta í tal við Siguijón. „Þegar Sig- uijón heyrði óskir félagsmanns stóð hann léttilega upp af stólnum í skrifstofu sinni, benti komumanni brosandi á stólinn og sagði: nGjörðu svo vel. Hér er sæti mitt. Eg skal beijast fyrir því að þú verðir kosinn í minn stað.“ Og hann stóð við orð sín þá sem endranær." (Mbl. 10. maí 1955.) í lifanda lífi varð Siguijon þjóð- sagnapersóna. Hann naut gríðar- mikilla vinsælda meðal starfsfólks síns. Meðan kreppan lagði efna- hagslíf Vesturlanda í Þymirósar- svefn var Siguijón ráðsnjall sem fyrr. „Hann fór á hveiju ári austur í sveitir og keypti fé á fæti og borg- aði með fataefni og gami. Þessu fé lét hann slátra heima á Álafossi og ketið var saltað í tunnur, sem hann flutti svo út og seldi í Noregi og víðar. Þannig aflaði hann rekstr- arfjár. Alla skapaða hluti reyndi hann að borga í fatnaði og vörum. Menn fengu föt í vinnulaun og oft bætti Sigutjón einum fötum við sem launauppbót til starfsmanna sinna“ og einnig: „ ... Hann eignaðist vin- áttu starfsmanna sinna nær undan- tekningarlaust og sleppti ekki af þeim hendinni, þótt þeir hættu vinnu hjá honum, heldur hélt vin- áttu við þá alla ævi.“ („Álafoss á tímum S.P.“ eftir Guðjón Hjartar- son frkvstj., _ pr. í afmælisriti 1896—1981, Álafossfréttir 5. ár, 1. tbl.) í upphafí þessarar aldar á dögum Ungmennafélaganna voru íþróttir í hávegum hafðar. íslenska glíman átti mikinn hug hjá landsmönnum og var Siguijón framarlega í þeim hópi sem lengst náði. „Siguijón var bjamsterkur maður, ágætur glímu- maður og vel þjálfaður og auk þess svo drengilegur andstæðingur að unun var að keppa við hann. En hann var svo háll átöku að hann smaug úr hveiju taki.“ Svo segir glímufélagi hans, Jóhannes á Borg (ævis. bls. 121). Siguijón var glímukappi íslands á árunum 1910—19, keppti á Ólympíuleikunum 1908 og 1912, hlaut fjölmargar viðurkenningar aðrar fyrir margskonar íþróttir. Hann gerðist frumheiji að stofnun íþróttasambands íslands 28. janúar 1912. Á Álafossi gekkst Siguijón fyrir sundkennslu og byggði sérstaka sundlaug í því skyni. Þá voru íþrótt- ir í hávegum hafðar og voru piltar „látnir drekka mikið af lýsi. Svo vom þeir látnir marséra eftir Faðir vorinu upp á fjall og til baka aft- ur“, svo sem Steinn Steinarr grein- ir frá (Við opinn glugga, bls. 19.). Mörg fræg tilsvör eru eignuð Siguijóni sem lýsir vel manninum. Sú saga er sögð af Siguijóni að eitt sinn er hann var á leið til Dan- merkur með gamla Gullfossi, festist skipið í ís úti á Eyrarsundi en þetta var að vetrarlagi. Siguijón hafði skauta meðferðis, setti þá undir sig og skautaði það sem eftir var til Kaupmannahafnar. Þar var hann spurður hvaðan hann bæri að. „Ég er að koma frá Islandi," svaraði kappinn að bragði. I slökkvistarfínu við brunann mikla 1915 er til dálitil frásögn prentuð af Sigurjóni: „Næst kom til mín vinur minn, Siguijón Péturs- son, glímukappi, og gekk nú slökkvistarfið heldur betur, því að hann var bæði stór og sterkur og ekki vantaði áhugann." (Himneskt er að lifa, endurminningar Sigur- bjöms Þorkelssonar, II. bd. bls. 265.) Til er fræg mynd sem teiknuð var síðar af þessum atburði. Eru þar mörg andlit sem síðar urðu þekkt í þjóðlífínu, þ. á m. af Sigur- jóni. Hann var mikill áhugamaður um heilsuvemd og var meðal stofnenda Náttúrulækningafélags íslands 1938. Um tíma var hann fráhverfur kjötneyslu og af því tilefni var við- tal við hann í blöðum á 4. áratugn- um: „Ekki bragðað kjöt í 16 ár,“ viðtal í Mbl. 23. sept. 1934 og „Heilsan er dýrmætasta eign manna, sund í sjó, frosti og krapi," viðtal í Mbl. 9. mars 1938 (á fimm- tugsafmæli Siguijóns.). Lengi áttu sálarrannsóknir hug hans allan enda var hann meðstofn- andi Sálarrannsóknarfélagsins 1918. Vandi landbúnaðarins varð til að hann hóf sjálfur athuganir hvað unnt væri að gera í þeim efn- um. Á 4. áratugnum komu upp al- varlegar fjárpestir með svonefndu karakúlkyni sauðfjár, sem flutt var hingað til lands. Var eðlilegt að ýmissa ráða væri leitað, meðul fiindin upp ef kveða mætti sóttir þessar niður. Mjög dýrar og tíma- frekar ráðstafanir voru fram- kvæmdar og þótti að sjálfsögðu ýmsum nóg um. Var landið girt þvers og kruss, varðmenn hafðir á fjöllum til að vama að sauðfé bland- aðist milli héraða. Síðari tíma fólki hættir því við að dæma hart þá sem beittu sér fyrir aðgerðum sem seinna hefur komið í ljós að hafi komið ef til vill að litlu eða jafnvel engu gagni. Siguijón kvæntist 1914 Sigur- björgu Ásbjömsdóttur, smiðs í Reykjavík, Olafssonar. Vom böm þeirra þau Sigríður húsfreyja í Borgarfirði og Ásbjörn sem rak Álafossverksmiðjuna um árabil ásamt bróður sínum, Pétri efna- verkfræðingi. Siguijón dó 3. dag maímánðar 1955. Guðjón Jensson Starfsmannafé- lag Landsbanka Islands 60 ára FÉLAG starfsmanna Lands- banka Islands hélt á mánudag upp á 60 ára afmæli sitt, en félagið var stofnað af 27 starfs- mönnum bankans 7. mars árið 1928. Stjórn FSLÍ heimsótti í gær útibú bankans í Reykjavík og fengu félagsmenn gjöf frá félaginu ( tilefni dagsins. Þá var viðskiptamönnum bankans boðið upp á hressingu. Fréttabréf starfsfólks Lands- banka íslands var helgað af- mælinu en það kom út á afmælis- daginn, Er þar að finna fréttir frá starfsmönnum víða um land og viðtöl við fyrrverandi og núver- andi íormenn. Formaður nú er Björg Ámadóttir og kemur fram í viðtali við hana í Fréttabréfínu að mikil uppbygging hafi farið fram á síðustu ámm á orlofssvæð- um Landsbankamanna. Sérstök fræðslu- og félagsmiðstöð hefur verið tekin í notkun í Selvík og búið er að kaupa landspildu í Lóni. Markmið FSLÍ hefur jafnan verið að vinna að hagsmunamál- um starfsmanna og efla þekkingu þeirra á bankamálum. Hefur fé- lagið jafnan átt gott samstarf við stjómendur bankans sem stutt hafa vel við ýmsa starfsemi þess. t vor er síðan ráðgert að halda sérstaka afmælishátfð. Forsíða Frétta- bréfs starfsmanna Landsbanka ís- lands þar sem rifj- uð eru upp atriði úr sögu félagsins. Morgunblaðið/Emilía Auðbjörg Helgadóttir (t.h.) tekur við gjöf frá FSLÍ úr hendi Þórunnar Þor- steinsdóttur trúnaðarmanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.