Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ1988 27 íslandskynning á ferðakaupstefnunni í Mílanó: Beint flug til Milanó vekur mesta eftírtekt Mílanó, frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. íslending-ar tóku í annað sinn beinan þátt í hinni árlegu ferðakaup- stefnu sem haldin var í kaupstefnuhöllinni í Mílanó. Kaupstefnan var haldin á um 3.000 fermetra svæði og skiptu þátttakendur þúsundum. Kaupstefnan var að þessu sinni frá 24. til 28. febrúar. Sóttu nærri 200 þúsund manns kaupstefnuna. Fyrstu dagana kom fyrst og fremst fólk í ferðaiðnaði frá öllum löndum í leit að nýjum viðskiptasambönd- um, en síðan voru almennir sýningargestir í meirihluta. Alls voru rúmlega 20 islenskir aðilar á kaupstefnunni frá níu fyrirtækjum. Aukning ítalskra ferðamanna til íslands hefur verið veruleg á síðustu árum og það sem án efa hefur vakið mesta eftirtekt ítala nú fyrir næsta sumar er beint flug Arnarflugs milli Keflavíkur og Mílanó. „Satt að segja kemur það mér á nýtum þetta flug til dæmis í tengsl- óvart hversu mikinn áhuga ítalskir ferðaaðilar og almenningur hafa sýnt þessu flugi,“ sagði Magnús Oddsson deildarstjóri hjá Arnarflugi er rætt var við hann á kaupstefn- unni. „Undanfarin ár hefur fjöldi ítalskra ferðamanna til landsins auk- ist mjög mikið og því þótti okkur eðlilegt að mæta kröfum þeirra með beinu flugi. Einnig hafa íslenskir ferðaaðilar sýnt mikinn áhuga á þessu flugi, sem hefst 24. júní næst- komandi. Ferðaskrifstofur á Italíu hafa látið útbúa glæsilega kynning- arbæklinga um Island þar sem sér- stök áhersla er lögð á beina flugið." Mikil samg’öngubót Þeir sem þekkja Ítalíu gera sér eflaust ljóst hversu mikil samgöngu- bót það er að hafa áætlunarflug til Mílanó, því borgin er miðsvæðis í Evrópu og því vel staðsett fyrir þá sem hafa áhuga á að ferðast sjálf- stætt um landið og jafnvel með við- komu í Sviss, Austurríki og Frakkl- andi. Þá er Mílanó ein merkasta verslunar- og menningarborg Ítalíu og ber þar fyrst að nefna Scala- óperuhúsið og hin ótal mörgu hönn- unarfyrirtæki. Verslanir í Mílanó eru með þeim glæsilegustu í Evrópu, enda er borgin ein helsta miðstöð tískuframleiðslu í heiminum. Frá Mílanó er stutt til Veróna, borgar- innar þar sem Rómeó og Júlía áttu leynilega og forboðna ástarfundi forðum, og þar er einnig hið skemmtilega fom-rómverska óperu- hús Arena, þar sem frægustu óperu- söngvarar heims syngja undir berum himni á sumrin. Feneyjar eru einnig skammt frá Mílanó og einnig Como- vatnið, borgin Asti sem fræg er fyr- ir freyðivínin sem þar eru framleidd og Parma, sem þekktust er fyrir parmesan-ostinn sem þaðan kemur. Þá er auðvelt að fara frá Mílanó á frönsku og ítölsku rivíeruna, til dæmis til Nizza, Cannes og Món- akó.„Þetta flug býður upp á nýja möguleika í ferðalögum Islendinga, auk þess að auðvelda ferðalög ítala til landsins," segir Hildur Jónsdóttir hjá Samvinnuferðum-Landsýn. „Við um við rútuferð um Evrópu, en auk þess er Mílanó mjög skemmtilegur ákvörðunarstaður fyrir þá sem vilja ferðast sjálfstætt." ítalir góðir ferðamenn „ítalski markaðurinn er sá sem aukist hefur mest á síðasta ári og ég reikna með að minnsta kosti 20% aukningu í ár,“ segir Dieter Wendler Jóhannsson forstöðumaður land- kynningarskrifstofu íslands á meg- inlandi Evrópu, en skrifstofan hefur aðsetur í Frankfurt. „ítalir eru flest- ir góðir ferðamenn. Þeir hafa efni á að dvelja á góðum hótelum og gera einnig miklar kröfur. Dieter sagðist vera afskaplega hrifinn af því hvern- ig ítalskar ferðaskrifstofur sem bjóða upp á íslandsferðir kynntu landið, bæklingar þeirra væru mjög vandaðir og til sóma. Þýðir ekki að skrifa bara ÍSLAND, ÍSLAND Þegar undirrituð var á kaupstefn- unni var þar einnig skemmtilegur svissneskur maður að nafni Beat Iseli, forstjóri Saga-reisen, ferða- skrifstofu sem um þessar mundir heldur uppá 10 ára afmæli sitt. Þessi ferðaskrifstofa hefur boðið uppá ferðir til íslands frá því hún tók til starfa og er bæklingur hennar um ísland hinn vandaðasti sem ferða- skrifstofan hefur látið gera, og er til fyrirmyndar. „Við höfum einnig átt samstarf við Saga film á Is- landi, sem gert hefur kvikmyndir um landið fyrir okkur, sem við notum í sjónvarpsauglýsingum í vor og sumar, því að minu mati er mikil- vægast að sýna fólki í Sviss hina stórbrotnu náttúrufegurð. Það þýðir ekki að skrifa bara ÍSLAND, ÍS- LAND, ÍSLAND með stórum stöf- um,“ segir hann ákafur og heldur áfram: „heldur verður fólk að sjá sýnishom með eigin augum áður en það ákveður að fara til landsins. Ég hef tekið eftir því hjá mörgum við- skiptavina minna að þeir hafa mjög rangar hugmyndir um landið og gera sér ekki grein fyrir hvað það er í raun stórkostlegt!" Hjólað í kringum landið Hildur Jónsdóttir deildarstjóri inn- anlandsdeildar Samvinnuferða- Landsýnar sagði að helsta nýjungin sem þau biðu uppá fyrir erlenda ferðamenn í sumar væru reiðhjóla- ferðir um hálendið. „Við byijuðum með þessar ferðir í fyrra og sáum að fólk var mjög ánægt. Þetta eru sérstök fjallareiðhjól, sem fólk leigir í ákveðinn tíma og hjólar síðan um landið. Flestir tóku hjól á leigu í tvær til fjórar vikur á síðasta sumri og fólk hjólaði hreinlega í kringum landið!" Þá sagði Hildur að Sam- vinnuferðir-Landsýn biði upp á vetr- arferðir fyrir útlendinga og svo- nefnda vpakka“ sem fælu í sér ferð- ir um lsland og Grænland. „Mér fínnst ítalir hafa sýnt mikinn áhuga á þjóðlífi íslendinga og menningu okkar, en við höfum einnig dagskrá sem felur í sér ýmiskonar skemmti- íslandsmyndir á sýningu í Sviss ZUrich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Svisslendingurinn Leonard- Pierre Closuit sýnir 300 ljós- myndir frá íslandi um þessar mundir í Ljósmyndatækjasafn- inu í Vevey í Sviss. Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson, sendiherra hjá fastanefnd íslands í Genf, var meðal 200 gesta þegar sýningin Pétur Jónasson leið- beinir og leikur á Höfn FIMMTUDAGINN 10. og föstu- daginn 11. mars heimsækir Pétur Jónasson gítarleikari Höfn í Hornafirði. Ferðin er styrkt af menntamálaráðuneytinu, en um skipulagingu sér Tónlistarskóli A-Skaftafellssýslu. Pétur mun leiðbeina nemendum í Tónlistarskólanum, halda skóla- kynningar í skólum sýslunnar og á fimmtudagskvöldið mun hann halda tónleika í Hafnarkirkju. Tónleikarn- ir heljast klukkan 20.30 og á efnis- skránni verða verk frá ýmsum tíma- bilum tónlistarsögunnar, jafnt íslensk sem erlend. Pétur lærði gítarleik hjá Eyþóri Þorlákssyni, Manuel López Ramos í Mexíkó og José Luis González á Spáni. Auk þess hefur hann sótt námskeið til margra þekktra kenn- ara, þ. á m. Andrés Segovia. Hann hefur haldið tónleika í mörgum löndum og gert sjónvarps- og út- varpsupptökur. Hann hefur hlotið marga styrki og viðurkenningar, Morgunblaðsins. var opnuð um miðjan febrúar. Hún mun standa til 17. apríl. Closuit tók myndimar á ferðum sínum um ísland fyrir nokkrum árum. Hann hefur áður sýnt þær opinberlega, til dæmis í Náttúru- gripasafninu í Genf í fyrra, og hyggst sýna þær í Neuchatel næsta vetur. Hann ætlar til íslands í sum- ar til að taka fleiri myndir. „Ég hef aðallega tekið landslagsmyndir hingað til, en nú langar mig til að bæta við í safnið myndum af íbúum landsins við leik og störf," sagði hann. Sýningin er opin alla eftirmið- daga nema mánudaga. Starfsmaður safnsins sagði að aðsókn að sýning- unni væri heldur dræm. Pétur Jónasson m.a. frá Sonning-sjóðnum í Kaup- mannahöfn. Silfurtúngl- ið frumsýnt á Akranesi í TILEFNI 10 ára afmælis Lista- klúbbs Fjölbrautaslcóla Vestur- lands á Akranesi frumsýnir lista- klúbburinn leikritið Silfurtúngl- lið eftir Halldór Kiljan Laxnes föstudagskvöldið 11. mars. Æfíngar á Silfurtúnglinu hafa staðið yfir undanfama tvo mánuði og er Stefán Sturla Siguijónsson leikstjóri sýningarinnar. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni þar af 25 leikendur og fjögurra manna hljómsveit. Símamynd/Brynja Tomer Frá ferðakaupstefnunni i Mílanó. Vinstra megin á myndinni eru Beat Iseli og ítalskur ferðajöfur sem ræða við Hildi Jónsdóttur full- trúa Samvinnuferða-Landsýnar. Standandi eru Magnús Oddsson frá Arnarflugi, Ingi Sveinsson frá Ferðabæ og Pétur Björnsson frá ferða- skrifstofunni Sögu. legan fróðleik um íslendinga og þjóðvenjur þeirra." Þeir aðilar sem tóku þátt í kaup- stefnunni á Italíu vom auk Ferða- málaráðs, Amarflugs og Samvinnu- ferða-Landsýnar eftirfarandi fyrir- tæki: Hótel Saga, Flugleiðir, Ferða- skrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, ferðaskrifstofan Saga, Ferðabær og ferðaskrifstofan Útsýn. Halldór Bjamason, deildarstjóri innanlandsdeildar Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að Ítalíu- markaðurinn stefndi upp á við. „Við vonumst til að aukin kynning á landinu eigi eftir að skila verulegri aukningu á ítölskum ferðamönnum til landsins. Þeir ítalir sem koma til íslands em yfirleitt vel stæðir fjár- hagslega og em því eftirsóknarverð- ir ferðamenn. Aðalumboðsaðili okk- ar á Ítalíu er ferðaskrifstofan Hot- ur, sem hefur kynnt íslandsferðir vel á undanfömum ámm. Þá hafa margir Italir dvalið á íslandi í stutt- an tíma á leið frá Lúxemborg til Bandaríkjanna, en Atlantshafsflug okkar er mjög þekkt í Evrópu. Ég tel að margir þeirra ferðamanna sem nú velja ísland sem ákvörðunarstað hafí fyrst kynnst landinu í gegnum þessi flug. Varðandi ferðir milli ít- alíu og íslands höfum við um árabil átt samstarf við SAS og Alitalia, og flogið þannig til Italíu í gegnum Kaupmannahöfn eða London." Fjallaferðir og útívist Ingi Sveinsson var fulltrúi yngstu ferðaskrifstofunnar sem tók þátt í kaupstefnunni í Mílanó. Hann var þar fyrir hönd Ferðabæjar, sem skipuleggur ferðir á Islandi og ferð- ir Islendinga til útlanda. „Þar sem skrifstofan opnaði síðasta vor skipu- lögðum við fyrst og fremst dags- ferðir síðasta sumar. Nú höfum við bætt við lengri ferðum um landið, til dæmis sérstökum fjallaferðum þar sem áhersla er lögð útivist, en meginhluti viðskiptavina okkar er ungt fólk. Þá höfum við samvinnu við breska ferðaskrifstofu um ferðir tij útlanda og eru möguleikarnir á utanlandsferðum því ótal margir. Pétur Björnsson framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Sögu var í Mílanó á kaupstefnunni og var hann fyrst spurður álits á aukningu ítalskra ferðamanna til Islands. „Þessu beina flugi til Ítalíu má líkja við hraðbraut milli landanna, því það er óneitanlega þægilegra að fara á milli nú þegar ekki þarf að skipta um flugvélar eins og áður. Enda höfum við í hyggju að nýta þetta flug einnig fyrir Islendinga á leið til Italíu. Mílanó er ríkasta borg Italíu og þar býr margt fólk sem ferðast hefur um allan heim, en á eftir að kynnast Islandi. Með beinu flugi er auðveldara að ná athygli ítalskra ferðamanna, en ég veit að ferðaaðil- ar á Italíu eru mjög hrifnir af landinu og áhuginn á íslandi eykst stöðugt. Við komum til með að bjóða upp á þrenns konar ferðir í tengslum við áætlunarflugið til Mílaó. í fyrsta Iagi skipulagðar hópferðir á strönd- ina Lido di Josola sem er nálægt Feneyjum og er önnur stærsta bað- strönd Ítalíu á eftir Rimini. Þá erum við með ferðir sem við nefnum Villa Italia og fela í sér flug, bíl og íbúð á mörgum ólíkum stöðum á Italíu, aðallega þó Forte dei Marmi sem er á Vesturströndinni skammt frá Pisa. Ferðamöguleikamir á Ítalíu eru svo ótal margir að ekkert annað land í veröldinni hefur upp á svo margt að bjóða. Við verðum einnig með ferðir til Garda-vatnsins á Italíu þar sem boðið er upp á flug, bíl og íbúð. Þessar ferðir höfða fyrst og fremst til fólks sem treystir sér til að ferð- ast sjálfstætt og er vant að ferðast í útlöndum," sagði Pétur Bjömsson að endingu. \ / wMa islenskar getraunir \ ■■■ íþróttamiöstööinniv/Sigtún -104 Reykjavik- Island ■ Sími84590 GETRAUNAVIIMNINGAR! 27. leikvika - 5. mars 1988 Vinningsröð: 1 XX-1 22-2X1 - X 1 X 1. vinningur kr. 641.904.48,- flyst yfir á 28. leikviku þar sem engin röð kom fram með 12 rétta. 2. vinnlngur 11 róttir, kr. 91.700.00,- 5186 47131 127315 Kœrufrestur er til mánudagsino 28. mars 1988 kl. 12.00 á hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.