Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 51 Reykjavíkurskákmótið: Jón tefldi leik- andi létt allt mótið Skák Bragi Kristjánsson Þrettánda Reykjavíkurskákmót- inu lauk sl. sunnudag. Mótið var mjög skemmtilegt fyrir þá íjöl- mörgu skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á Hótel Loftleiðir síðustu tvær vikur. Sigurvegari varð Jón L. Arnason með 8V2 vinning í ell- efu skákum. Jón tefldi leikandi létt allt mótið og sigurinn virtist fyrirhafnarlítill. Hann tapaði að- eins einni skák fyrir Grikkjanum Kotronias, en þá hafði Jón náð góðri forystu í mótinu. Sigurinn tryggði Jón svo með tveim örugg- um jafnteflum við sovésku stór- meistarana, Gurevitsj og Dol- matov. Jón sýndi með góðri tafl- mennsku á mótinu, að hann er að ná sér eftir þá lægð, sem hann hefur verið í undanfarið. í öðru sæti varð gríski alþjóða- meistarinn, Vasilios Kortonias, með 8 vinninga. Hann kom mjög á óvart með öryggri taflmennsku og náði áfanga að stórmeistarat- itli. Grikkland hefur hingað til ekki alið mikla skákmeistara, en verð- skuldaður árangur Kortoniasar á þessu móti sýnir, að þetta er að breytast. I 3.-6. sæti komu þeir Gure- vitsj, Dolmatov, Dizdar, alþjóðleg- ur meistari frá Júgóslavíu, og Margeir Pétursson með 7V2 vinn- ing hver. Sovétmennirnir eru varla ánægðir með útkomuna, en þeir náðu sér aldrei á strik á mótinu. Júgóslavinn er ungur maður á uppleið, sem á framtíðina fyrir sér. Margeir komst aldrei í gang í þessu móti. í byijun lenti hann í miklum vandræðum með ungu mennina, Guðmund Gíslason og Hannes Hlífar Stefánsson, en slapp með jafntefli í báðum skákunum. Það var aðeins í síðustu umferð, sem þekkja mátti taflmennsku Margeirs, en þá yfirspilaði hann Norðmanninn, Einar Gausel, eftir öllum listarinnar reglum. í 7.—10. sæti komu Helgi Ólafs- son, Walter Browne, stórmeistari frá Bandaríkjunum, Zsuzsa Polg- ar, skákdrottning frá Ungveijal- andi, og landi hennar, stórmeistar- inn Andras Adoijan, öll með . 7 vinninga. Helgi var með daufasta móti að þessu sinni. Hann tapaði illa fýrir „kollegum" sínum, Jóni L. og Margeiri, í miðju móti, og gat ekki unnið það upp. Zsuzsa Polgar sannaði enn einu sinni, að hún hefur náð stórmeistarastyrk- leika í skák á karlamælikvarða, en hún ber titil stórmeistara kvenna. Landi hennar, Adoijan, er mjög sterkur stórmeistari, sem hefur mikla kunnáttu og gótt hug- myndaflug. Hann nær þó mjög sjaldan að sýna getu sína, því taug- amar þola ekki harða keppni. Plestar skákir hans verða því stutt og viðburðasnauðjafntefli. Browne tefldi vel, en vantaði herslumuninn til að komast í efstu sætin. í 11.—17. sæti komu Einar Gausel (Noregi), Þröstur Þórhallsson, Lev Polugajevskíj, Halldór Grétar Ein- arsson, Karl Þorsteins og systurn- ar Zsofia og Judit Polgar, öll með 6V2 vinning. Norðmaðurinn, Einar Gausel, reyndist sterkari skákmaður en búist var við. Þröstur tefldi af miklum krafti í von um áfanga að stórmeistaratitli. Hann tefldi mjög vel á köflum, vann m.a. báða bandarísku stórmeistarana, Brow- ne og Christiansen. Þröstur eyði- lagði möguleika sína með óþörfum töpum í skákum við Gurevitsj og Kortonias. Hann getur þó vel við unað. Hann sýndi getu sína, þótt öryggið vanti enn. Hann er aðeins 18 ára gamall og á framtíðina fyr- ir sér. Polugajevskíj má muna sinn fífil fegri. Hann hefur verið einn sterkasti stórmeistari heims í tæp fjörutíu ár, en aldurinn er farinn að segja til sín og taugarnar að gefa sig. Halldór Grétar kom skemmtilega á óvart og var aðeins hálfum vinningi frá fyrsta áfanga að alþjóðlegum titli. Reyndar mun- ar svo litlu, að sjálfsagt er fyrir Skáksamband íslands að óska eftir viðurkenningu hjá Alþjóðaskák- sambandinu á áfanga fyrir Halld- ór. Karl tefldi ekki eins hann best getur á þessu móti og komst aldr- ei í snertingu við toppinn. Ekki verður svo fjallað um þetta mót, að ekki sé getið frammistöðu Polgar-systra. Sú elsta, Zsuzsa, hafnaði í 7,—10. sæti, og Zsofia (13 ára!) og Judit (11 ára!!) náðu 6V2 vinningi í ellefu skákum. Það er hreint ótrúlegur árangur, ekki síst fyrir þá sök, að þær tefldu af öryggi og voru vel að vinningum sínum komnar. Þær hafa þegar unnið sér inn mikið af alþjóðlegum skákstigum og líklega hefur marg- ur haldið, þegar mótið hófst, að þær hefðu of mörg stig. Þær sýndu þó svo ekki var um villst, að þær tefla í samræmi við stigafjöldann. Kórónan á glæsilega frammistöðu var sigur Judit á skákmeistara Noregs, Jonathan Tisdall, í síðustu umferð. Vonandi verður frammi- staða þeirra íslenskum skákkonum hvatning til meiri afreka. Um aðra keppendur er það helst að segja, að bandaríski stórmeist- arinn, Larry Christiansen, átti sitt versta mót í mörg ár. Daninn, Carsten Höi kom á óvart með góðri taflmennsku. Hann var allan tímann í toppbaráttunni, en töp í tveim síðustu skákunum gerðu vonir hans um stórmeistaraáfanga að engu. Hannes Hlífar Stefánsson náði áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli, og vantar hann nú aðeins einn til að hljóta titilinn. Hannes tefldi af miklu öryggi í mótinu og tefldi við sex af tíu stigahæstu mönnum mótsins. Hann tapaði aðeins einni skák, fyrir Gausel. Frammistaða Hannesar sýndi ljós- lega, að hann er í stöðugri framför og stefnir hátt. Jón Garðar Viðars- son, ungur Akureyringur, náði mjög athyglisverðum árangri á mótinu. Hann tefldi við mjög sterka andstæðinga og var nálægt áfanga að alþjóðlegum titli. Hann er mikið skákmannsefni, sem hefur alla burði til að komast í fremstu röð. Að lokum skulum við sjá þijár skákir frá mótinu. I þeirri fyrstu vinnur Zsofia Polgar snyrtilega sigur á Apol frá Færeyjum. í ann- arri skákinni sjáum við sigurvegar- ann, Jón L. Ámason, í miklum ham, og í þeirri þriðju vinnur Jud- it Polgar frægan sigur á Noregs- meistaranum, Tisdall. 1. umferð: Hvítt: Zsofia Polgar (Ungverja- landi) Svart: Luitjen Apol (Færeyjum) Sikileyjar-vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bc4 — Sú stutta bregður fyrir sig uppá- haldsafbrigði Fischers, en það hef- ur ekki átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár. 6. - e6, 7. Bb3 - Fischer tefldi alltaf á þennan hátt, en hvítur getur einnig leikið hér 7. a3 eða jafnvel 7. a4. Dæmi um síðarnefnda leikinn er skákin Kudrin-Chandler, Hastings 1986—’87: 7. - Rc6, 8. 0-0 - Be7, 9. Khl - 0-0, 10. Be3 - Dc7, 11. De2 - Bd7, 12. f4 - Hac8, 13. Ba2 — Ra5, 14. Hadl — Rc4, 15. Bcl - Hf38, 16. Hd3 — Bf8, 17. Bxc4 — Dxc4, 18. e5 — Rd5, 19. Re4 með mun betra tafli fyrir hvít. 7. - Be7 Svartur teflir byijunin of rólega. Best er að hefjast handa á drottn- ingararmi með 7. — b5, t.d. 8. 0-0 — Be7, 9. f4 - Bb7, 10. Be3 - b4, 11. Rd5!? - exd5, 12. e5 - dxe5, 13. fxe5 — 0-0! með flókinni stöðu (deFirmian — Helgi Ólafs- son, New York 1987). 8. 0-0 - Dc7, 9. Be3 - Rc6, 10. f4 - Bd7, 11. Df3 - Hc8 Svartur hefði betur komið kóngi sínum á öruggan stað með 11. — 0-0. 12. f5 - Rxd4 Eða 12. - Re5, 13. De2 - 0-0, 14. g4 - Rc4, 15. g5 - Re8, 16. g6 og svarta staðan hrynur. 13. Bxd4 - e5 Nú nær hvítur yfirráðum yfir d5-reitnum og þar með varanleg- um stöðuyfirburðum. Svartur hefði getað reynt 13. — exf5, 14. exf5 — Bc6, 15. Dg3 - 0-0, 16. Hael — Hfe8 og svartur hefur vamar- möguleika, þótt staðan sé ekki góð. 14. Be3 - Bc6 Svartur gat reynt að flækja tafl- ið með 14. - 0-0, 15. g4 - d5!?, . 16. exd5 — e4!?, 17. Rxe4 — Rxe4, 18. Dxe4 — Hfe8 og hann hefur nokkrar bætur fyrir peðin tvö. 15. Dg3 - Hg8 Ljótur leikur, en svartur tapar skiptamun bótalaust eftir 15. — 0-0, 16. Bh6 - g6, (16. Re8 17. f6 - Bxf6, 18. Hxf6 - Kh8, (18. — g6, 19. Hxg6+ — hxg6, 20. Dxg6n— Kh8, 21. Dh5 með vinn- andi sókn), 19. Hafl og svartur er varnarlaus), 17. Bxf8 o.s.frv. 16. Bg5 - b5 Eða 16. — Rxe4, 17. Rxe4 — Bxe4, 18. Bxe7 — Dxe7, (18. — Kxe7, 19. Dh4+ ásamt 20. Dxe4) 19. f6 - Dc7, (19. - Df8, 20. Dg4) 20. fxg7 — d5, 21. Hael með yfirburðastöðu fyrir hvít (hót- ar m.a. 21. Hxe4). 17. Bxf6 - Bxf6,18. Bd5 - Bd8? Svartur varð í lengstu lög að koma í veg fyrir að hvíti riddarinn leggi undir sig d5-reitinn. Hann hefði þvi átt að reyna 18. — Bd7. 19. f6 — g6, 20. Bxc6 — Dxc6, 21. a3 - Dd7, 22. Dd3 - De6, 23. Rd5 - Hc4, 24. c3 - Kd7, 125. a4! — Bc7, 26. axb5 — axb5, RÍKISÚTVARPIÐ hefur sent Reyni Hjartarsyni bónda á Brá- völlum í Eyjafirði bréf þar sem það átelur að hann skyldi misnota þáttinn Um daginn og veginn 22. febrúar síðastliðinn. í bréfinu kemur fram að þar hafí Reynir gert að umtalsefni ágreining meðal félaga í Landssambandi hesta- manna með þeim hætti að ekki sam- rýmist þeim ramma sem Ríkisútvarp- ið setur. Þá segir:„Að sjálfsögðu er mönn- um heimilt að láta í ljós skoðun sína á umdeildum málum í þessum þætti. En umfjöllun um innanfélagsdeilur á 27. Ha7 - Hb8 Hvítur hótaði 28. Rb6+. 28. h3! - Hvítur undirbýr fallega drottn- ingarfórn. 28. - li5 Eða 28. - De8, 29. Hfal - Dd8, 30. Hla6 og svartur er algjör- lega vamarlaus. 29. Dxc4! — bxc4, 30. Rx7 og svartur gafst upp, því hann tapar а. m.k. manni. Sannarlega fag- mannlega að verki staðið hjá 13 ára stúlku. 4. umferð: Hvítt: Jón L. Ámason Svart: Ralf Ákeson (Svíþjóð) Sikileyjar-vörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4,4. Rxd4 — a6, 5. Bd3 — g6 Mjög vandteflt afbrigði, sem Friðrik Ólafsson tefldi oft fyrir tíu árum. б. Rc3 - Bg7, 7. Be3 - Rc6, 8. Rxc6 — Venjulega er leikið hér 8. Rb3 — d5, 9. exd5 — exd5, 10. Bc5 — b6, 11. Ba3 - Rge7, 12. 0-0 - 0-0, 13. Hel — Ha7 með betra tafli fyrir hvít. 8. - bxc6, 9. Ra4 - Hb8, 10. 0-0 - d6, 11. Dd2 - Re7, 12. Hadl - 0-0, 13. Be2 - d5, 14. Ba7! - Hb7, 15. Bc5 - Hb8, 16. De3 - He8, 17. c4 - Bb7, 18. Dg3 - Da5 Síðustu tíu leikir hafa allir verið nokkuð eðlilegir og samt er svartur kominn með tapað tafl. Ætli þetta afbrigði sé teflandi fyrir svart? Hvítur hefur notfært sér vel góð tök á svörtu reitunum, eftir að svartur lét biskup sinn af skáklín- unni f8 — a3 (5. — g6,6. — bg7). 19. b3 - Bf8, Hvítur hótaði 20. Bxe7 — Hxe7, 21. Dxb8+ o.s.frv. 20. Bb6! - Db4, 21. Bd4 - c5 Hvítur hótaði 22. De5 og ekki gengur 21. — Bg7, 22. Bc5 — Da5, 23. Bxe7 - Hxe7, 24. Dxb8+ o.s.frv. 22. Bc3 - Da3, 23. Bb2 - Db4, 24. a3 og svartur gafst upp, því hann er glataður eftir 24. — Da5, 25. De5 — d4, 26. Bxd4 o.s.frv. (26. — cxd4, 27. Dxa5). II. umferð:- Hvítt: Jonathan Tisdall (Noregi) Svart: Judit Polgar (Ungverja- landi) Sikileyjar-vörn (breytt leikja- röð) 1. Rf3 - c5, 2. e4 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. g4 — Keres-afbrigðið, sem leiðir til flókinnar baráttu. ekki heima þar. Síst af öllu er til- hlýðilegt að veitast með stóryrðum að einstökum mönnum eins og þama var gert þar sem formaður Lands- sambandsins var sakaður um svik- samlegt athæfí og ósannindi". Ríkisútvarpið hefur einnig sent Leifí Kr. Jóhannessyni formanni Landssabmands hestamanna bréf þar sem það harmar þetta atvik. Þar segir: „Teljum við að Reynir hafi misnotað aðstöðu sína í þættinum með árásum sínum og svigurmælum þar sem hann veittist meðal annars að þér sem formanni Landssambands hestamanna." 6. — h6, 7. g5 — hxg5, 8. Bxg5 - Rc6, 9. h4 - a6, 10. Dd2 - Db6, 11. Rb3 - Bd7, 12. 0-0-0 - 0-0-0 13, f4 - Kb8, 14. Be2 - Hc8, 15. Kbl - Rh5! Hótar bæði 16. — f6 og 16. — Rg3. 16. f5 - Rg3,17. fxe6 - Bxe6!? Líklega hefðu margir komið í veg fyrir Rc3 — d5 í framhaldinu með 17. — fxe6. 18. Hhgl — Rxe2, 19. Dxe2 — Re5, 20. Rd5 - Erfiðleikar hvíts geta líklega skrifast á þennan leik. Hann hefði betur leikið 20. Be3 — Dc7, 21. Bf2 (með hótuninni De2 — e3), og síðan Rc3 — d5 við tækifæri. 20. - Bxd5, 21. exd5 - Ekki 21. Hxd5 — Dxgl+. 21. - Dc7, 22. Hd4 - Tisdall er kominn í vandræði, því hann getur ekki leikið 22. h5 vegna Dc4!, 23. Dxc4 — Hxc4, 24. h6 — g6 og svartur stendur mun betur. 22. - Be7, 23. Hb4 - Bxg5, 24. hxg5 — Kh8 Hvítur hótaði 25. Dxa6. Svartur stendur nú mun betur, því h-línan er unnin og hvíta peðið á g5 er veikt. 25. a4 - Hvað skal gera? 25. - Hh3, 26. He4 - Hch8, 27. a5 - Hh2, 28. Hg2 - Hvítur varð að leika 28. Ddl og vona það besta! 28. - Hhl+, 29. Ka2 - Dd7!, 30. Rd2 - H8h4!, 31. Rf3 - Skárst var 31. Hxh4 — Hxh4, 32. b3 þótti svartur hafí yfírburða- stöðu í því tilviki. Tisdall er kominn í mikið tímahrak og yfírsést snotur mátflétta. 31. - Rxf3, 32. Dxf3 - Ekki 32. He8+ - Ka7, 33, De3+ — Rd4, 34. c3? — Da4 mát. 32. - Hlh3!, 33. De2 - Ekki 33. Hg3 - Hxg3, 34. Dxg3 — Hxe4 o.s.frv. 33. - Da4+! og hvítur gafst upp, því hann verður mát eftir 34. Hxa4 -- Hxa4+, 35. Kbl — Hhl+ o.s.frv. Glaesilegur sigur 11 ára stúlku á reyndum alþjóðlegum meistara. Pldstkassar ogskúffur Fyrir skrúfur, rær og aöra smáhluti. Einnig vagnar og verkfærastatíf. Hentugt á verkstæðum og vörugeymslum. Ávaltt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEtLDVERSLUN BILDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 Átalið að þátturinn Um daginn og veginn hafi verið misnotaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.