Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 18
Reyktur silungur, rækjur og salat. Mjolkursamsalan Fegurðardrottning Reykjavfkur krýnd á fimmtudagskvöld Fegnrðardrottning Reykjavík- ur árið 1988 verður krýnd n.k. fimmtudagskvöld og fer athöfn- in fram á Hótel Borg. Að þessu sinni keppa sjö stúlkur um titil- inn. Stúlkumar sem keppa um titilinn eru Anna Bentína Hermansen, 19 ára nemi í Menntaskóalnum við Sund, Ásdís Sigurðardóttir, 22 ára og vinnur í Líkamsræktarstöðinni Kjðrgarði, Guðbjörg Gissurardóttir, 19 ára nemi í Verslunarskóla fs- lands, Guðný Elísabet Oladóttir, 19 ára nemi í Armúlaskóla, Guðrún Margrét Hannesdóttir, 20 ára og starfar hjá Smith & Norland, Ingi- björg Hannesdóttir, 21 árs sölu- maður hjá Mjólkursamsölunni og Þórdís Guðmundsdóttir, 18 ára og vinnur í Centrum í Kringlunni. Athöfnin hefst kl. 20.00 á fímmtudagskvöld með fordrykk, síðan eru skemmtiatriði. Á dag- skránni eru, auk krýningarathafn- arinnar, tískusýning. Þar sýna Mód- el ’79 samkvæmisklæðnað. Ríó mun syngja og þátttakendur í keppninni koma fram í samkvæmisklæðnaði og í sundfötum. Auk Fegurðardrottningar Reykjavíkur verður valin vinsælasta stúlkan og besta ljósmyndafyrir- sætan. Sigurvegari keppninnar fær að launum utanlandsferð frá Ferða- skrifstofu Reylq'avíkur og 50.000 krónur frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Auk þess fá stúlkum- ar allar snyrtivörur að gjöf. Þessi keppni er liður í landskeppni um titilinn Fegurðardrottning Islands 1988. Ingibjörg Hannesdóttir Þórdís Guðmundsdóttir Gjafir til Þjóðminjasafnsins Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Þvottheldní og styjr'deiki í iiámarkí. ÍSLENSKIR bókaútgefendur hafa minnst Þjóðminjasafnsins með þakklæti á 125 ára afmæli þess, enda telja þeir sig harla oft þurfa að leita þangað um marg- háttaðar upplýsingar, þegar bók um þjóðlegt efni er í smíðum. Safninu hafa til þessa borist veg- legar bókagjafír frá eftirtöldum útgefendum: Almenna bókafélag- inu, Ámastofnun, Bókmenntafélag- inu, Ferðafélagi íslands, Fomritafé- laginu, Iðunni, ísafold, Lögbergi, Máli og menningu, Menningarsjóði, Bókaforlagi Odds Bjömssonar, Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, Svörtu á hvítu, Sögufélaginu, Þjóð- sögu, Emi og Örlygi. Alls hafa borist um 500 bækur. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að gefa safninu myndband af sjón- varpsútsendingu afmælishátíðar- innar og fréttamyndum í tengslum við afmælið, svo og hljóðsnældur af fréttum og beinni útsendingu af sama tilefni. Ennfremur færir Ríkisútvarpið safninu myndbönd af þeim þáttum um „Muni og minjar", sem sýndir vom á fyrstu ámm Sjón- varpsins og enn em til, og þættina „Myndhverf orðtök", sem fmm- fluttir vom í Sjónvarpinu veturinn 1979-80. Fyrirtækið Morkinskinna gefur viðgerð á tveimur málverkum frá miðri 19. öld og nokkmm teikning- um Sigurðar Guðmundssonar mál- U3H3DU-BIX UÓSRITUNARVÉLAR ara. Vegna afmælishátíðarinnar í Háskólabíói gaf Vilhjálmur Knud- sen sýningarrétt á kvikmynd Ós- valds Knudsens frá uppgreftri í Skálholti. Listamennimir Baldvin Halldórsson, Gunnar Egilson og Sigurður Rúnar Jónsson, félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og leiktjaldasmiðimir Jón Ó. Magnús- son og Magnús Þórarinsson gáfu einnig framlag sitt ti hátíðarinnar. Em þá ótalin hundmð ógreiddra yfírvinnustunda, sem starfsfólk safnsins lagði af mörkum vegna afmælisins. Síðast en ekki síst hafa Þjóð- minjasafninu þegar borist afmælis- gjafír ásamt heillaóskum frá yfir 50 söfnum og öðmm aðilum í Aust- urríki, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kína, Noregi, Sviss, Svíþjóð, Austur- og Vestur-Þýska- landi. Þjóðminjasafnið vill fyrir sitt leyti þakka fyrir þann þjóðlega og al- þjóðlega hlýhug, sem í öllu þessu birtist. Gjafir em hins vegar enn að berast bæði innanlands og er- lendis frá. (Frá Þjóðmiiyasafni Íslanda) Rafveita Vestmannaeyja semur við Landsvirkjun SAMNINGAR milli Landsvirkj- unar, Rafmagnsveitna ríkisins og Rafveitu Vestmannaeyja um sölu á ótryggðu rafmagni frá Landsvirkjun til rafhitunar í Vestmannaeyjum voru undirrit- aðir fimmtudaginn 3. mars 1988. Er gert ráð fyrir sölu á allt að 60 GWst á ári miðað. við um 14 MW uppsett afl. Ekki er þó áætl- að að saian í ár verði meiri en 20 GWst, en fari siðan vaxandi og nái hámarki 1990, er hún verði á bilinu 50—60 GWst. Samn- ingar þessir gilda til 1. janúar 1991. Rafmagnsverð Landsvirkjunar gagnvart RARIK verður 24,5 au/kWst og hefur þá verið tekið tillit til 18% afsláttar af hálfu Landsvirkjunar, sem nemur 5,5 au/kWst. Smásöluverð Rafmagns- veitna ríkisins gagnvart Rafveitu Vestmannaeyja verður hins vegar 38,6 au/kWst og hefur þá verið tekið tillit til kostnaðar við nauðsyn- legar styrkingar á flutningskerfi Rafmagnsveitna ríkisins frá Búr- felli til Vestmannaeyja. Þessu til viðbótar greiðir Rafveita Vest- mannaeyja 11,0—16,0 au/kWst vegna flutningstaps eftir nánari útreikningum. Verð þessi taka sömu hlutfallslegu breytingum og gjaldskrá Landsvirkjunar. FÆRRI slys urðu í umferðinni í febrúar síðastliðnum en i sama mánuði í fyrra. Nú slösuðust 12, en þá 15. Hins vegar varð eitt banaslys í umferðinni nú, en ekk- ert í sama mánuði í fyrra. Útköllum lögreglunnar í Reykjavík vegna umferðaróhappa fjölgaði, þrátt fyrir að færri slösuð- ust. Útköll í febrúar 1897 voru Með samningum þessum eykst sala Landsvirkjunar á ótryggðu raf- magni til rafhitunar úr 80 GWst í allt að 140 GWstáári eða um 75%. Samkvæmt samningunum hefur rafmagn orðið fyrir valinu sem sá orkugjafí er kemur í stað hraun- hitaveitunnar í Eyjum, sem nú hef- ur verið starfrækt í rúman áratug. 544, en í síðasta mánuði voru þau 578. í þessum óhöppum komu 11 ölvaðir ökumenn við sögu og 5 sinn- um reyndust menn ekki hafa tilskil- in réttindi til aksturs. Líkur eru á að þessum útköllum fækki nú veru- lega, þar sem ökumenn geta sjálfir afgreitt minni háttar óhöpp á staðn- um, með því að fylla út tjónstilkynn- ingu. Lögreglan: Færri slys en fleiri útköll 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.