Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Vextir og verðbólg’a, verðlag og viðskipti eftir Gunnar Gunnarsson Miklar blikur eru á lofti í við- skiptamálum íslendinga. Við flytj- um inn fyrir milljarða umfram út- flutning, og höfum á þann háttinn að hver sem er má flytja inn næst- um hvað sem er, en hvað útflutning varðar, þá eru það hinar öfgamar, þar koma til leyfi, lög og allskonar reglugerðir. Verðlagi er þannig háttað að ekkert eftirlit er með vöruverði, og dæmið sett þannig upp, að millilið- imir hirða allt sitt á þurru, og ekki skorið við nögl. Lítið verður þá eft- ir framleiðandanum til handa. Hann berst í bökkum, ofurseldur vaxta- okri svo hrikalegu, að nálgast heimsmet. Verðbólgu, sem er að mestu leyti heimasmíðuð, með nokkurskonar skrú^'ámi, má segja. Síðast, en ekki síst, þá er fjár- magnskostnaður svo hár, að nálg- ast eignaupptöku, svo alvarlegt sem það er. Undir öllu þessu stendur framleiðslan, þrautpínd og merg- sogin. Svo hrópa menn. „Innlend framleiðsla er of dýr og óhagkvæm. Flytjum inn ódýra vöru.“ Er þessum mönnum sjálfrátt? Skilur fólk ekki lengur hver undirstaða innlend framleiðsla er? Er fólk svo skyni skroppið, að það telji okkur borgið hér með því að flytja allt inn sem þjóðin þarfnast, og allir geti starfað og lifað á slíkri verslun og viðskipt- um og þjónustu í sambandi við slíkt gerræði? Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra sýndi ekki mikla stjórnvisku í sambandi við heimboð forseta ís- lands til Rússlands, nú nýlega. Hann tefldi mjög ógætilega gagn- vart viðskiptahagsmunum þjóðar- innar. Stjómvöldum bar að meta þennan vinargreiða Rússa, og þiggja boðið, enda þótt tíminn væri knappur og dagsetning heimboðsins skammt undan. Við, þessi kvart- milljón sem hér býr, verður að skilja, að stórþjóðir, s.s. Rússar í þessu sambandi, líta kannske ekki svo ógurlega stórt til okkar, smæð- arinnar vegna, t.d., og telja vanda- laust fyrir okkur, — sem og var, — að koma á og þiggja þetta heimboð með svo skömmum fyrirvara. Flest- um hlýtur að vera í fersku minni frábær frammistaða hér með ör- skömmum fyrirvara, í sambandi við leiðtogafund stórveldanna, sem fram fór í Reykjavík, haustið 1986. Með það í huga verður að átelja mjög vinnubrögð ráðamanna í þessu máli, og ótrúlegt hvemig staðan er orðin með tilliti til vöru- samninga okkar og Rússa, sem nú eru í erfíðri stöðu, og er mikið hags- munamál þjóðarinnar, að vel fari. Að halda viðskiptahagsmunum ut- an við embætti forseta íslands, eins og sagt hefur verið, er ekkert nema rugl. Það er alveg sjálfsagt mál, að æðstu menn þjóðarinnar nýti gerla hvert eitt tækifæri sem gefst, og vinni ötullega að viðskiptahags- munum þjóðarinnar við erlendar þjóðir. Það verður bezt gert með því að heimsækja þær og halda við þær góðu sambandi. Fljótfærni, skilningsskortur og hroki olli því, hversu hörmulega tókst til í þessu máli. Útvarpið og það sem þar fer fram, er oft ofarlega í huga fólks, eðlilega. Þá ekki síður sjónvarpið, þulir og fréttamenn eru nánast sem heimamenn á heimilum. Ekki flokk- ast þeir þó allir undir einn og sama hattinn, og er e.t.v. vel. Mér finnst fréttamenn sumir dálítið frekjulegir og það fer þeim illa. Sérstaklega minnist ég sjónvarpsþáttar, er þeir ræddust við, Eggert Haukdal alþm. og Jón Sigurðsson, viðskiptamála- ráðherra, undir stjórn Helga Helga- sonar. Fleira mætti nefna, þótt það verði ekki gert hér. í þessum þætti sýndi stjómandinn það ljóslega hversu vanhæfur hann er að stjóma þætti sem þessum, með því að draga taum annars aðilans, og gera þetta samtal nánast að skrípaleik, vegna framítekta ráðherrans í óhófi. Helgi var ekki hlutlaus, og var áberandi hversu hann dró taum Jóns Sigurðs- sonar og leyfði honum að grípa fram í, í tíma og ótíma. Það var alveg hlægilegt. I slíka gryíju mega menn ekki falla frammi fyrir al- þjóð. Stjómandinn einblíndi svo á ráðherrann að líkast var sem hann liti þar eitthvert yfimáttúrlegt fyrir- brigði, ellegar, — en sleppum því. Umræðuefni þessa fundar voru verðbólgu- og vaxtamál, en Eggert Haukdal hefur skilning á því hver örlagavaldur hér er orðinn í íslensku þjóðlífi, og hefur flutt tillögu um lagfæringar þar að lútandi. Öng- þveitið í íslensku efnahagslífí er fyrst og fremst vegna hinna háu okurvaxta og lánskjaravísitölu. Þessa þróun verður að stöðva, taka vísitöluna úr sambandi, lækka vext- ina og hægja mjög á verðbólgunni, til þess að skapa fólkinu í landinu viðunandi gmndvöll í lífi og starfi. Þá er ekki síður þörf á að sam- ræma kaupið, þá ófreskju sem það er orðið, þegar sumir em á jafnvel tíföldu kaupi annarra. Það er bág- borin verkalýðshreyfing sem slíku óréttlæti hefiir komið á. Þegar fólk vitkast, sem vonandi verður, þá munu valdsmenn dagsins í dag fá harðan dóm fyrir stjómleysi, sem einkennist af ofstjórn, óstjórn og öllu þar á milli. Ráðleysi og skiln- ingsskorti á því sem þessu þjóð- félagi er nauðsynlegt. Innflutningurinn er sér kapituli út af fyrir sig. Á sl. ári fór hann marga milljarða fram úr útflutn- ingi, og á þessu ári stefnir í margra milljarða viðskiptahalla við útlönd. Og þetta_ er jafnvel talið gott og blessað. Á sama tíma grenja kaup- menn og heildsalar um meiri inn- flutning, á vamingi sem við getum framleitt hér heima, og gemm. Hverskonar vitfirringar emm við íslendingar? Emm við búin að tapa glómnni? var spurt í útvarpi fyrr í vetur. Lifum við í fíflaþjóðfélagi? var fyrirsögn í blaði nú fyrir skömmu. Skömmu fyrir jól kom ég inn á eina velmetna skrifstofu og þegar viðskiptamálin bámst í tal, þá sagði forstjórinn: Við emm fífl í dag. Við eyðum og spennum, sóum og brenn- um, og hugsum ekki einu sinni til kvöldsins, hvað þá fram á næsta dag. Við teljum allt betra, sem frá útlandinu kemur, bæði fínna og sér í lagi ódýrara, og fúlsum við inn- lendri vöru. En hvað er það sem ræður vömverðinu^ annað en okkar eigin ákvarðanir. I vömverðinu er alltof hár skattur til verslunarinnar, og þá ekki síður til bankanna, þess- ar einu stofnanir sem græða á ís- landi í dag. En gróska þeirra, já hver einasta króna, er komin á einn og annan hátt frá framleiðslunni í landinu, sem er mergsogin inn að beini. Svo er hrópað: Framleiðslan ber sig ekki. Það er allt á hausnum. Flytjum bara inn ódýra vöm. Ég held að þetta þjóðfélag verði að staldar við og hugleiða málin á raunsæjan máta, áður en það er um seinan. Það segi ég líka. Við verðum að taka okkur alvarlegt tak, koma málum okkar svo fyrir að vel fari, enda er það í raun vandalítið verk sé skynsemin höfð í fyrirrúmi. Við þurfum að skilja það, að auk ýmissa gæða sem þjóðin á, — heitt vatn, fallvötn, og fleira sem tína má til, þá er það fyrst og fremst fiskurinn í sjónum og jarðargróðurinn, sem stendur undir allri velmegun þjóðar- innar. Þaðan koma tekjur þjóðfé- lagsins, og skiptum þeim réttlátlega Gunnar Gunnarsson „Vöruverðið er alltof hátt. Milliliðakostnað- urinn er þar einn mesti meinvaldurinn. Banka- valdið og kaupmanna- valdið hirða alltof háan skatt af vörunni, svo háan að það gengur glæpi næst, hvað vexti varðar og álagningu.“ niður, svo fámennir hópar fleyti ekki tjómann ofan af en skiiji hina eftir með undanrennuna, eins og nú virðist áberandi um of. Ég tel að íslenska þjóðin, folkið í þessu landi, hafí þörf fyrir það að líta sér nær, taka sér tak og hugleiða stöðu sína, hver og einn, og þjóðfélagsins í heild. Við höfum um sinn látið reka á reiðanum, ras- að um ráð fram, og kunnum naum- lega skil á réttu og röngu. Við höf- um vaðið áfram í villu og reyk, vímu — með kröfugerð í fararbroddi, heimtað allt af öðrum, án þess að láta af hendi rakna á móti. Við höfum innleitt frelsi, algjört frelsi, án þess að gera okkur ljóst að svo er frelsið mest og bezt, að því fylgi nokkur höft. Án þeirra leiðir ótak- markað frelsi brátt til ófrelsis, ósjálfstæðið. Þetta er eitt af lögmál- um lífsins. Meðalhófið er það sem gildir, öfgamar leiða til ófamaðar. Við höfum vantrú á landinu, sumir segja að við búum á mörkum hins byggilega heims, telja allt betra sem frá útlöndum kemur, ódýrara og hentugra fyrir okkur heldur en eigin framleiðsla. Þetta er mjög alvarlegur hugsunarháttur, því þetta land er vissulega ekki á mörkum hins byggilega heims. í raun og veru er óvíða betra að vera, kynnum við aðeins að lifa í landinu, en þar skortir verulega á. Þetta land er auðugra að nátt- úrugæðum heldur en mörg önnur. Við eigum fengsæl fiskimið um- hverfís iandið, orku í ám og fossum, jarðvarma meiri en víða annars staðar, en fyrst og fremst eigum við þó óspjallað land, ómengað, og ónumið að ýmsu leyti. Þetta er svo gott landbúnaðarland, t.d., að hér er hægt að framleiða landbúnaðar- vörur fyrir milljónir manna í um- hverfí ómengaðrar náttúru, sem er að verða eitt með því dýrmætasta sem hver þjóð á. Ospillt náttúra í þessum tæknivædda gjörbyltingar- heimi verður eins og gullkorn á sandströnd. Gætum vel að okkur. Landbúnaðurinn hefur átt mjög í vök að veijast vegna skammsýni og skilningsleysis um sinn. Þjóðin virðist hafa lokað augunum fyrir gildi hans, og ýmsir hafa leyft sér að níða hann niður í ræðu og riti, og talið hann „ómaga", og „dragbít á hagvöxtinn“, eins og sagt hefur verið. Jafnvel heilir stjórnmála- flokkar skilja ekki gildi landbúnaðar og viss öfl í þjóðfélaginu og ábyrgð- arlausir skriffinnar, telja þessum atvinnuvegi allt til miska og gera hann tortryggilegan í augum neyt- enda. Slíkt er mjög háskalegt, — óþjóðholl starfsemi, að rægja bændastéttina svo sem gert hefur verið, — egna stétt gegn stétt. — Látum af slíku, íslendingar, og stöndum saman um velferð þjóðar- innar. Landbúnaðurinn er það fjöregg þjóðarinnar sem veitt hefur henni fæði sem klæði, og án landbúnaðar lifum við alls ekki í þessu landi. Svo einfalt er það. Hitt er svo annað mál, að með ýmsum mannlegum gerðum er svo komið sem komið er. Landbúnaður- inn, er mergsoginn, einsog allar aðrar framleiðslugreinar í landinu, og svo er hrópað, „þessar greinar bera sig ekki, lofum þeim að fara á hausinn." Erum við búin að gleyma skrifum unga mennta- mannsins í fyrra, í sambandi við málefni Lánasjóðs námsmanna, þegar hann sagði að það væri nær að leggja niður dauðvona atvinnu- greinar uppi á Islandi, s.s. sjávarút- veg og landbúnað, heldur en að skerða fé Lánasjóðsins. Að sjálfsögðu var þessari furðu- smíð svarað, enda þótt hún væri í rauninni ekki svaraverð, og þessum grunnhyggna námsmanni bent á, að væri enginn landbúnaður og sjávarútvegur á Islandi, þá væri heldur ekki til Lánasjóður náms- manna, af þeirri einföldu ástæðu að allt fé í þeim sjóði, sem og öðr- um, væri á einn eður annan hátt komið frá þessum undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar. Landnemarnir, forfeður okkar, settust hér að vegna þess fyrst og fremst, að þeir fundu að hér var gott undir bú. Hér „draup smjör af hveiju strái", og búpeningur gekk sjálfala, svo ekkert þurfti að heyja í beztu árunum. Fiskur uppi í landsteinum og allar ár fullar af matbjörg. Það eru framleiðslu-atvinnuveg- imir, landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður, sem standa undir allri velmegun á Islandi, þaðan kemur féð sem við höfum úr að spila. Milli- liðimir, verslunin og bankarnir og margvísleg þjónusta, skapa ekki verðmæti í sjálfu sér, þessar grein- ar allar lifa á framleiðslunni, og vandamálið er ofþensla þessara greina, og sú staðreynd að þær taka of stóran skerf til sín af hinni svokölluðu þjóðarköku. Það sjáum við gleggst á hinni geigvænlegu fjárfestingu verslunarinnar í landinu og hinu grimmilega vaxta- okri í þjóðfélaginu. Þetta em eins og tvær illkynja vörtur á þjóðarlíkamanum, sem eru að sliga allt athafnalíf landsins og gera þetta þjóðfélag ósjálfbjarga og vanmegnugt til að takast á við vandamálin. Það þarf að skera á þessi kýli, vextina og verslunar- hallimar, þá mun þjóðin uppskera laun sín ríkulega og dafna vel. Hér þarf vaska menn til verka, sem vilja og geta tekið á kaunun- um. Það þarf að jafna stöðu fólks í efnalegu og atvinnulegu tilliti. Við verðum að kunna fótum okkar for- ráð og sníða okkur stakk eftir vexti. Við verðum að horfa lengur en til líðandi stundar og láta af þeirri ósvinnu, að eyða fyrst og afla svo. Þetta þjóðfélag eyðir svo um efni fram, að nemur viðskipta- hallanum við útlönd. Hefur enginn gert sér grein fyrir því, að raun- verulega þurfum við að lækka kaup- ið um þá fjárhæð. Ekki láglauna- fólksíns, þess kaup verður að hækka, en hálaunafólkið verður að slaka á klónni. Launamisréttið, þetta ógurlega skrímsli sem skríður á þjóðarlíkamanum, verður að hverfa úr samfélagi okkar. Við verðum öll að sitja við sama borð, hvað það snertir. Mig setti hljóðan, þegar ég heyrði kröfu Hagkaupsmanna um inn- flutning á eggjum, og í framhaldi þess, kröfu bakara um sama. Eru menn búnir að tapa glórunni, að láta sér detta slíkt í hug í alvöru. Það var grátbroslegt að heyra Hag- kaupsstjórann segja það um daginn, að mestu og beztu kjarabæturnar væri innflutningur á ódýrri vöru frá meginlandinu. Það eru ekki traust- vekjandi menn sem slá slíku rugli fram. Það er vissulega annars þörf, íslensku efnahagslífi og fólkinu í landinu til farsældar, heldur en að flytja inn vaming sem við getum með góðu móti framleitt hér heima, á meðan vöruskiptajöfnuðurinn er svo óhagstæður, sem raun ber vitni. Það verður að vinna að því nú þeg- Valdimaría eftirÁrna Björnsson Það er vandasamara en margur hyggur að setja saman söngvabók svo að lj'öldanum henti. Mun auð- veldara er að gefa út söngbók handa afmörkuðum hóp eins og stúdentum, templurum, róttæklingum, skátum og ýmsum atvinnuhópum. Þegar öllu þessu ægir saman, ungum og göml- um, á árshátíðum, þorrablótum og ferðalögum, verður þeim einatt ráða- fátt, sem særður hefur verið til að stýra §öldasöng. Það reynist ósjald- an heldur tilbreytingarsnautt og leiðigjarnt að halda sér við „eitthvað sem allir kunna". Þá er mikið happ, ef handhæg og fjölskrúðug söngbók er í sem flestra höndum. í söngbók af því tagi þarf að velja með hliðsjón af fyrmefndum hópum og mörgum fleiri. Hún verður bæði að geyma alþekkta söngva og gefa mönnum færi á að læra sitthvað nýtt. Samt má hún hvorki vera þykk né stór um sig. Þess vegna hljóta einhveijir ætíð að sakna einhvers í slikri bók. Af ágætum vasasöngbókum, sem komið hafa út á síðari árum, má nefna „Tumma kukka" félags stúd- enta í íslenskum fræðum. Hún er rúmlega 200 bls. með yfir 300 söngvum, en nokkur hluti þeirra er öðru fremur sniðinn fyrir glaðbeitta skólamenn. Önnur er „Syngjum“, „Frá áðurnefndu sjón- armiði hefur lagavalið tekist harla vel, svo að þau tækifæri munu fá, þar sem ekki má f inna nógu marga viðeigandi söngva fyrir nokkrar kvöldstundir, hvort sem börn eða fullorðnir eiga íhlut.“ söngbók MFA, með álíka mörgum söngvum, en 400 bls. og bæði þykk- ari og stærri í sniði. Nú hefur Valdimar Ömólfsson fimleikastjóri, skíðagarpur o.m.fl. gefið út enn eina ágætisbók með yfir 400 söngvum á 320 bls. Söngva- val hans helgast af áratuga reynslu sem „söngvaleiðtogi" á samkomum og kvöldvökum, m.a. frá Skíðaskó- lanum í Kerlingarfjöllum. Hann hef- ur því mikla forsendu til að þekkja, hvað átt getur við margvísleg tæki- færi. Það kemur samt ekki á óvart, sem segir í formála, að hann hafi um tveggja ára skeið varið miklum hluta tómstunda sinna við bókina. Bókin skiptist í sex kafla:_Ætt- jarðarljóð og alþýðusöngva (84), Kerlingaifyallasöngva og vinsæl kvöldvöku-, dans- og dægurljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.