Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 29 Sovéska herliðið í Afganistan: Pakistanar krefjast af- sagnar leppstjórnarinnar Genf, Reuter. PAKISTANAR halda fast við þá kröfu sína að leppstjórn Sovétmanna í Afganistan verði að leggja niður völd skuldbindi Sovétmenn sig til að kalla inn- rásarliðið heim úr landinu. Við- ræður milli fulltrúa stjórnvalda í Pakistan og leppstjórnarinnar fara nú fram á vegum Samein- uðu þjóðanna í Genf í Sviss en Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi hefur gert heyrinkunn- ugt að brottflutningur herliðs- ins geti hafist 15. maí nái full- trúar Pakistana og Afgana samkomulagi um fyrirkomulag hans fyrir miðjan þennan mán- uð. Fulltrúar Bandaríkjastjórn- ar og Sovétríkjanna hafa einnig rætt þetta mál á sérstökum fundum. Zain Nooroni, utanríkisráð- herra Pakistans, sagði á blaða- mannafundi í Genf í gær að stjóm sín teldi myndun bráðabirgða- stjómar jafn mikilvæga og undir- ritun samkomulags um brottflutn- ing sovéska innrásarliðsins. Noor- oni var þá nýkominn til Sviss eft- ir að hafa ráðfært sig við ráða- menn í Pakistan. Aðspurður hvort eitthvað hefði miða í viðræðunum Reuter Abdul Wakil, utauríkisráðherra Afganistans (t.v.), við komu sína til Genf í Sviss á mánudag er ný lota viðræðna um brottflutning sov- éska innrásarliðsins frá Afganistan hófst þar í borg. Með honum á myndinni er embættismaður Sameinuðu þjóðanna. sagði Nooroni áð það væri undir fulltrúum Afgana komið hvort við- ræðumar skiluðu árangri. Pakistanar óttast að þær þrjár milljónir Afgana sem flúið hafa yflr landamærin til Pakistans og skæmliðahópar sem þar halda til neiti að snúa aftur til síns heima hafi bráðabirgðastjórn ekki tekið við völdum. Talsmaður eins skæruliðahópsins sagði á blaða- mannafundi á mánudag að þær friðartillögur sem kynntar hefðu verið þjónuðu fyrst og fremst hagsmunum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Lýsti hann yfir því að hann og menn hans myndu halda áfram að beijast tæki bráðabirgðastjórn ekki við völdum af kommúnistum í Kabúl, höfuð- borg Afganistans. Diego Cordovez, sendimaður Sameinuðu þjóðanna sem gegnt hefur hlutverki sáttasemjara í deilu Afgana og Pakistana, sagði í gær að.góður gangur væri í við- ræðunum. Hann varaði hins vegar við of mikilli bjartsýni og ráðlagði blaðamönnum sem safnast hafa saman í Genf til að fylgjast með viðræðunum að nota vikuna til skoðunarferða um borgina og ná- grenni hennar. Að sögn ónefndra embættis- manna átti Robert Peck, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðræður við fulltrúa Sovétstjóm- arinnar í Genf í gær og snerist fundur þeirra um brottflutning sovéska herliðsins og hvernig staðið yrði að honum. Fóstureyðingarpilla St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TILRAUNIR standa nú yfir með pillu, sem framkallar fóstureyð- ingu, að sögn breska sunnudagsblaðsins The Observer síðastlið- inn sunnudag. Ef tilraunirnar staðfesta öryggi pillunnar, má búast við, að hún verði sett á markað í Bretlandi á næsta ári, en þegar í næsta mánuði í Frakklandi. Pilla þessi, sem nefnd hefur verið RU 486, var gerð hjá franska lyfjafyrirtækinu Roussel. Pilluna á að nota á fyrstu átta vikum meðgöngu, og hefur hún reynst mjög örugg og án auka- verkana. Nú standa fyrir tilraunir í tíu löndum, þar á meðal í Bret- landi, Kina og Bandaríkjunum, til að kanna öryggi pillunnar. Eitt þúsund konur verða próf- aðar í Bretlandi. Fimm hundruð konur hafa þegar verið prófaðar, og eru niðurstöður kunnar úr at- hugun, sem gerð var í Ediborg og náði til fyrstu hundrað kvenn- anna. 95 þeirra fengu fullkomna fóstureyðingu, án nokkurra auka- verkana. Fimm urðu að leggjast inn á sjúkrahús, vegna þess að fóstureyðingin var ekki alger. Pill- an og prostaglandin-meðferð, sem fylgir, bundu enda á þunganir allra hundrað kvennanna. Samkvæmt breskum fóstureyð- ingalögum þarf samþykki tveggja lækna fyrir fóstureyðingu og hún þarf að fara fram á sjúkrahúsi eða annarri til þess bærri stofnun. Heimilislæknar gætu hins vegar hæglega gefið þessa pillu, en heil- brigðisráðuneytið þyrfti að breyta túlkun sinni á lögunum til þess að það væri mögulegt. Anthony Eaton, einn af fram- kvæmdastjórum Roussel, segir, að einn helsti kostur þessa lyfs sé, að konur, sem gangast undir fóstureyðingu, verði göngudeild- arsjúklingar, en þurfi ekki að leggjast inn á sjúkrahús. Ein af afleiðingum pillunnar ætti að vera að draga úr fóstureyðingum seint á meðgöngu, en margar þeirra kvenna, sem fá fóstureyðingu seint á meðgöngu í Bretlandi, hafa farið fram á aðgerðina, áður en þær voru gengnar tólf vikur. Sumir þeirra hópa, sem lagst hafa gegn fóstureyðingum í Bret- landi, segjast ekki vera mótfallnir þessu nýja lyfi að því tilskildu, að það verði ekki sélt hjá lyfsölum. Reuter Vetrarveðurí Vestur-Berlín Fannfergi var í Vestur-Berlín í gærmorgun eins og sjá má á hjólreiðamanninum á þessari mynd. Sjö stiga frost var í borginni í gær, þrátt fyrir að aðeins væru tvær vikur til vors. ítalskir síamstvíbur- ar deila sama líkama Mílanó. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TÆPLEGA fertug kona í litlu þorpi I grennd við borgina Nap- olí á Suður-Ítalíu fæddi í síðustu viku síamstvíbura, sem deila sama líkama. A líkaman- um eru tvö höfuð og þrír hand- leggir, en fyrir neðan axlir er sem um eina manneskju að ræða. Bæði höfuðin starfa eðli- lega, og heilsast börnunum eft- ir atvikum vel. Læknum á spítalanum í Napolí hafði verið kunnugt um það um nokkra hríð, að fóstrið væri ekki eðlilega skapað. Bömin vom tekin með keisaraskurði, og varð þá fyrst ljóst, hve alvarlegt ástandið var. Það er talið einsdæmi í sögu læknavísindanna, að síamstvíbur- ar, sem eru samvaxnir á slíkan hátt, fæðist lifandi. Enn sem komið er standa lækn- ar ráðþrota frammi fyrir þeirri spurningu, hvort reyna eigi að skilja bömin að. Þar sem líkaminn er aðeins einn, er það talið nánast útilokað, en eftir stendur, að börn- in virðast eiga alla möguleika á að lifa, og læknavísindin þurfa að gera þeim tilvemna bærilega. 0 Reuter íminningu þeirra sem fórust Ættingi, eins af þeim sem fórust er feijunni Herald of Free Ent- erprize hvolfdi á Ermarsundi á síðasta ári, kastar blómakransi í sjóinn í minningu hinna látnu. Þeir sem lifðu af slysið og ættingjar þeirra sem fórust héldu minningarathöfn um borð í Ermarsunds- ferju nú um helgina. AUK/SfA K95-46 Fryst I ora grænmeti FERSKT OG LJÚFFENGT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.