Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 15 Vönduð vinnubrögð Eddie Carbone (Þráinn Karlsson), Katrín (Erla Ruth Harðardótt- ir) og Beatrice (Sunna Bore). Katrin (Erla Ruth Harðardóttir), Eddie Carbone (Þráinn Karls- son) og Rudolpho (Skúli Gautason). Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag AJkureyrar Horft af brúnni eftir Arthur Miller í íslenskri þýðingu Jakobs Benediktssonar. Leikstjórn: Theodór Júlíusson Leikmynd og búningar: Hallmundur Kristinsson Lýsing: Ingvar Bjömsson Á Norðurlandi austan Trölla- skaga hafa á einni viku verið frumsýnd þrjú víðfræg leikrit eft> ir erlenda höfunda. Það hljóta að teljast andleg gestaboð ríkulegra veislufanga og ekki amalegt að eiga þess kost að ganga milli þeirra góðbúa, sem reiða fram listaverk eftir John Steinbeck, Brendan Behan og Arthur Miller. Að sjálfsögðu er framreiðslan með misjöfnum hætti og fer eftir að- stæðum, en alls staðar leggja veit- endur sig fram. Þeir gera sér glögga grein fyrir, að þeir eru með vandmeðfama dýrgripi í höndum. Tel ég mér til happs, að hafa notið verkanna í þeirri sömu röð og höfundanöfnin eru talin hér að framan. Því ráða þó alls ekki inntak og gæði skáldskapar- ins eða leikræn bygging verk- anna, heldur fyrst og fremst að- stæður til túlkunar. Gagnrýnandi hlýtur að sjá í gegnum fingur við misreyndan áhugamannahóp, sem notar stopular tómstundir frá brauðstriti til listiðkunnar. Hann leggur þá fremur áherslu á að tíunda það, sem vel er gert, en dæmir misfellur vægar. Sé ég ástæðu til að vekja athygli á því nú, þegar röðin er komin að at- vinnuleikhúsi. Þá hljóta kröfumar að verða vægðarlausari. Leikfélag Akureyrar hefur náð því marki að standa fyllilega jafn- fætis Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur í uppfærslu vandaðra sýninga. Frumsýningin sl. föstudag á leikritinu Horft af brúnni eftir Arthur Miller staðfestir þá fullyrð- ingu. Augljóst er, að unnið hefur verið af mikilli nákvæmni og list- rænni natni og árangurinn birtist í fágætlega vandaðri og glæsi- legri sýningu. Oft eru bandarísku leikrita- skáldin Arthur Miller og Tenn- essee Williams nefndir í sömu andrá sem fulltrúar þeirrar skáld- legu raunsæisstefnu, er greinir frá bláköldum vemleika, sem við þeim blasir, en draumar, þrár og minn- ingabrot þrengja sér eigi að síður inn í verkin og hefja þau yfír tíma og rúm. Báðir háðu þeir harða baráttu gegn því kaupsýsluleik- húsi á Broadway, sem helst setti á svið glæsilega og léttvæga gam- anleiki og íburðarmikla söngleiki. Þótt því sé haldið fram, að leikrit- ið Horft af brúninni sé í ætt við gríska harmleikinn, þá fer ekki á milli mála, að það og önnur verk Millers eru um fram allt þjóð- félagsádeilur í anda skáldsagna- höfunda íjórða áratugsins. Og ýmsum ber saman um að verk þessa síðasta lærisveins Ibsens í amerískri leikritun, séu rígbundin við líðandi stund, vanda og við- fangsefni, sem efst eru á baugi á mörkuðum tíma. Hins vegar búi þau ekki jrfir þeim skáldlega þrótti eða þeirri andagift, sem tryggt geti þeim varanlegan sess í, flokki sígildra leikbókmennta. Og víst er um það, að þegar borin eru saman verk þeirra þriggja skálda, sem hér hafa verið nefnd og við Norðlendingar eigum nú kost á að njóta, þá velkist ég ekki í vafa um, að bæði Steinbeck og Behan taka Miller fram sem skáld og að verk þeirra munu fremur standast tímans tönn. En enginn mun þó efast um, að hann hefur verið glöggskyggn á samtíð sína. Og nú nýtur Miller þess, að vel er að verki staðið í leikhúsinu á Akureyri. Og eins má ekki gleyma því, að þýðandi þessa leikrits, dr. Jakob Benediktsson, er enginn viðvaningur í meðferð íslenskrar tungu. Islensk þýðing hans er kjamgóð og dregur ekki úr áhrif- um verksins, heldur lyftir því miklu fremur í listrænar hæðir. Theodór Júlíusson hefur fram til þessa starfað sem fastráðinn leik- ari hjá LA, en sýnir nú, að hæfi- leikar hans liggja ekki síður á sviði leikstjómar. Hvergi verður hik í sýningunni, hraðinn eðlilegur frá upphafi til enda, og átök mjög spennumikil, en sönn. Þá hefur Hallmundur Kristinsson gert magnaða leikmynd þar sem and- blær biks og stáls og náttúrufírrt- ur hrikaleiki stórborgarinnar með gnæfandi skýjakljúfa í bakgmnni er alltaf í nánd fátæklegrar stofu hafnarverkamannsins. Hallmund- ur sannar með snjöllu verki sínu, að leikfélagið er ekki á flæðiskeri statt, er hans nýtur við. Og enn sem fyrr bregst Ingvari Bjöms- syni ekki bogalistin við nákvæma beitingu ljósa. Samvinna þeirra tveggja og leikstjórans við mótun réttrar umgerðar leiðir til frábærs árangurs og verður í samræmi við þann áhrifamikla leik, sem áhorfendur verða vitni að í þetta sinn. Leikaramir vinna saman að eftirminnilegum leiksigri. Þar ber hæst þau Þráin Karlsson í hlut- verki Eddie Carbone hafnarverka- manns og Sunnu Borg sem Be- atrice konu hans. Þráinn túlkar margbrotnar tilfinningaflækjur þessa geðríka erfiðismanns. Hon- um tekst að sýna glöggt það myrkur hugans, sem Alfieri lög- manni verður tíðrætt um, túlkar sálrænt hrun hans, fjörbrot þeirr- ar reisnar heiðarlegs verkamanns, sem flóki annarlegra tilfínninga og ástríðna fellir að lokum. Þráni fípast hvergi, heldur vinnur glæst- an listsigur. Og það sama verður sagt um Sunnu Borg. Leikkonan tjáir af fágætum næmleik vaxandi kvíða miðaldra eiginkonu, sem fínnur eiginmann sinn fjarlægjast sig og skynjar smám saman, að hann er að tapa fótfestunni. Og jafnframt birtast glöggt í leik hennar þau innri átök, sem leiða af sívaxandi tortryggni og fírr- ingu þeirra, sem hún lætur sér annt um og elskar. Sunna er mik- ilhæf skapgerðarleikkona. í hlut- verki Katrínar systurdóttur Be- atrice, sem þau Eddi hafa alið upp, er Erla Ruth Harðardóttir. Hún fer vel með það hlutverk, sérstaklega á átakastundum. Hina ólöglegu innflytjendur, bræðuma Marco og Rudolpho, leika þeir Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Jón tjáir mjög vel innibyrgða skapólgu ítalans, sem brýst út að lokum í magnaðri heift, og Skúli er eðlilega einlæg- ur, hrifnæmur og síðar ráðalaus í hlutverki hins glaðværa drengs, sem á sér bjarta drauma í hörðum heimi. Blæbrigðin í túlkun hans eru sönn. Marinó Þorsteinsson leikur Alfieri lögmann, sem rekur sögu harmleiksins. Hann sýnir yfírvegaða rósemi þessa reynda manns, en mætti óneitanlega auka á „dramatíska" tjáningu á þeim mikilvægu stundum, sem atburðarásin er rofín og ljóskeilan beinist að honum. Önnur hlutverk eru lítil, en vel af hendi leyst. Þau eru í höndum Péturs Eggerz, Halldórs Inga Ásgeirssonar, Jón- steins Aðalsteinssonar, Margrétar Kr. Pétursdóttur, Amheiðar Ingi- mundardóttur, Friðþjófs Sigurðs- sonar, Þorgeirs Tryggvasonar og Þórðar Rist. Auðfundið var á frumsýningu, að áhorfendur kunnu vel að meta vönduð vinnubrögð. Hér er um merkan listviðburð að ræða, sýn- ingu, sem óhætt er að mæla með. Piet Hein í ís- lenskum búningi Bókmermtir Jóhann Hjálmarsson Piet Hein: SMÁLJÓÐ. Auðunn Bragi Sveinsson islenskaði. Letur 1987. Smáljóð Danans Piets Hein hafa lengi vakið athygli. Þau eru hnyttin og fyndin, oftast góðlátleg. Þau miðla reynslu þroskaðs manns, viska þeirra er einföld, boðskapurinn skýr. Eitt þessara ljóða hljóðar svo i þýðingu Auðuns Braga Sveinssonar: Skynsemin er mjög skjaldséð vara. Allir sem eiga ’ hana , ættu að spara. Stundum eru Ijóðin meira en fjórar linur. Þá er Piet Hein mikið niðri fyrir eins og i eftirfarandi: Við vín og rósir má vífum líkja. Og sumar likjast rósum þá sumar er að vilga. En aldur litt á öðrum hrin; þær eldast likt og besta vin. Auðunn Bragi þýðir lipurlega og af hagleik. En það er vandi að ná einfaldleika frumtextans og tekst ekki alltaf. Yfirleitt eru vísurnar góð- Auðunn Bragi Sveinsson ar og gildar á íslensku, sumar að visu eilitið stirðlegar bomar saman við danska textann sem líka er að fínna í Smáljóðum. Um leið og Auðunni Braga er þökkuð bókin verður ekki komist hjá að vitna i Piet Hein eins oghann tjá- ir sig á móðurmáli sinu: Den som ved smaating hæfter sig lar sjældent det store efter sig. Morgunblaðið/Ámj Sæberg Myndin hér að ofan er frá athöfninni og sýnir Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóra Stýrimannaskól- ans ásamt nemendunum úr Varðskipsdeild, Kristjáni Marínó Önundarsyni, Halldóri Benóní Nellett, Ómari Erni Karlssyni og Einari H. Valssyni. Stýrimannaskólinn í Reykjavík: Skipstjórnarmenn brautskráðir STÝRIM ANN ASKÓLINN í Reykjavík útskrifaði á laugar- daginn fjóra skipstjórnarmenn með 4. stigs réttindi, svokölluð varðskipsréttindi. Einnig vom við athöfnina braut- skráðir 12 skipstjómarmenn með 200 rúmlestaréttindi af svokölluðu undanþágunámskeiði, hinu síðasta í röðinni. Frá því að undanþágun- ámskeiðin vöm heimiiuð með lögum númer 112/1984 hafa 178 skip- „stjómarmenn brautskráðst með 200 tonna réttindi samkvæmt þeim. Meðal viðstaddra við athöfnina voru Pétur Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón Magnússon lögmaður Landhelg- isgæslunnar, Þröstur Sigtryggsson skipherra og Gunnar Bergsteins- son forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.