Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 41 Morgunblaðið/Guðrún Lára Ásgeirsdóttir Málverk Hauks Dórs og höggmynd Prebens Boyes, Hinn upprisni. Mensk-dönsk sýn- ing í Gallerí Tiro Kaup mannahöfn. ÞRIÐJA sýning Hauks Dór í Gall- eri Tiro i Store Strandstræde var opnuð nýlega. Sýnir hann nú ásamt myndhöggvaranum Preben Boye Nielsen og eiga þeir hver sín verkin sjö. Hinum megin götunnar er hús Norrænu ráðherranefndarinnar og eru norrænar listsýningar tíðar í anddyri hússins. Geta má þess, að Bergljót Kjartansdóttir sýndi þar verk sín, sem hún nefnir „Post painting" í janúar og nú stendur þar yfír ljósmyndasýning Finnans Lauri Dammert, sem kvæntur er íslenzkri konu og þekktur í íslendinganýlend- unni hér í borg. Myndasýn- ing frá mið- hálendinu ÚTIVIST efnir til myndakvölds fimmtudagskvöldið 10. mars i Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109. Sýndar verða myndir frá mið- hálendinu og kynntir ferðamögu- leikar þar. Þ. á m. eru myndir frá Herðubreiðarlindum, Öskju, Öskju- gosinu 1961 og Kverkfjöllum.Einn- ig verða sýndar myndir úr Öræfa- ferð 1979, frá ferðum Útivistar í vetur og að lokum verða páskaferð- ir kynntar. Ferðaáætlun Útivistar 1988 liggur frammi. Myndakvöldið, sem er öllum opið, hefst kl. 20.30. Leiðrétting í GREININNI „Bjór böl eða btjóst- birta" eftir Margréti Þorvaldsdóttur sem birtist í sunnudagsblaðinu, misrituðust tölur á magni af hreinu alkóhóli í léttbjór seldum hér á landi á síðasta ári. Þar átti að standa 106.000 lítrar. Haukur Dór og Preben Boye hafa áður sýnt saman og var það í Ágall- eriet í Frederiksværk. Fékk sýning þeirra prýðilega dóma. Sagði m.a. í Vikublaðinu í Frederiksværk, að verk þeirra séu hin beztu listaverk, sem sýnd hafí verið í galleríinu. Málverk Hauks Dór láti engan ósnortinn og það sé einmitt aðalatriðið við lista- verk og persónulegur stíll Prebens Boyes eigi eftir að afla honum góðs gengis. Óþarft er að kynna Hauk Dór Sturluson fyrir íslenzkum lesendum, en nefna má skemmtilega grein Að- alsteins Ingólfssonar í Iceland Revi- ew um leirkerasmiðinn sem varð list- málari. Næsta sýning Hauks verður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Was- hington og mun hann sýna þar 35—40 listaverk. Haukur Dór bjó ásamt íjölskyldu sinni í Bandaríkjun- um 1981—83 og eignaðist þar marga vini og er það Gunnar Tómasson, sem hefur milligöngu um sýninguna. Listamaðurinn hefur verið búsettur erlendis um árabil, en verk hans minna þó á heimalandið og kraftur- inn í listtúlkun hans er alíslenzkur. Nú hafa fleiri litir bætzt í hóp þeirra hvítu, gráu og svörtu. Síðast hafði rautt komið til skjalanna, en nú er blátt áberandi og jafnvel vottar fyrir grænu leiftri f mikilúðlegum dráttun- um. Nöfn málverkanna benda líka heim, s.s. Vormynd frá Austurlandi og Nákvæmlega svona man ég land mitt. Preben Boye á marga kunningja og tengdafólk á íslandi, en hann er kvæntur íslenzkri konu, Auði Óskarsdóttur. Dvaldi Preben nær 4 ár heima, vann í danska sendiráðinu í Reykjavík og var matsveinn á Hót- el Borg og víðar. Höggmyndir hans eru úr granft og jade, sléttir og nán- ast mjúkir fletir skiptast á við grófan steininn og er útkoman hrífandi. Preben Boye hefur ekki stundað list- nám, en höggmyndir hans ná til áhorfandans í formi dýra og undar- legra vera og minna sumar á græn- lenzkar hefðir. Fer einkar vel á að sýna verk þess- ara norrænu listamanna saman og er tilhlökkunarefni að fylgjast með framhaldinu hjá þeim báðum._ — G.L. Ásg. I rósrauðum sjöunda himni Hutton og McGillis i myndinni Skapaður á himni. Kvikmyridir Arnaldur Indriðason Skapaður á himni („Made in Heaven“). Sýnd í Bíóborginni. Bandarisk. Leikstjóri: Alan Rudolph. Handrit: Bruce Evans og Raynold Gideon. Framleiðendur: Bruce Evans, Raynold Gideon og David Bloc- ker. Helstu hlutverk: Kelly McGillis, Timothy Hutton, Maureen Stapleton og Don Murray. Hvar er betra að verða ást- fanginn en í himnaríki? Skapaður á himni („Made in Heaven“), sem sýnd er í Bíóborginni, er háró- mantísk mynd um kærustupar sem hittist ekki á Borginni heldur á Himnum, sem er líka ek. skemmtistaður, en aðgöngumið- inn er nokkuð dýr. Það er lífið sjálft og þótt Lykla-Pétur standi ekki í dyrunum og rífí af, mundi hann sóma sér vel á þessum himni þar sem þú þarft bara að hugsa þér það sem þú vilt og það verður. Allir fara á þennan stað fyrr eða síðar. Timothy Hutton leikur ungan pilt sem fer að heiman einn góðan veðurdag og ætlar að lifa lífínu í Kaliforníu þegar hann drukknar og fer til himn- aríkis. Þar hittir hann Kelly McGillis og þau verða ástfangin. En sam- vera þeirra er stutt vegna þess að það er kominn tími til fyrir Kelly að fæðast á jörðinni. Þegar hún hverfur úr himnaríki fer Ti- mothy til þess sem ræður, að vísu ekki Guðs en nk. stjórnanda samt (Debra Winger frábær í karlmannshlutverki), og biður hann um að senda sig aftur á jörðina í snatri, hann ætlar að hitta Kelly þar aftur og halda ástaræfintýrinu áfram. Þau fæðast bæði nýir einstakl- ingar en Hutton fær 30 ár til að finna ástina sína, að þeim tíma liðnum verður hann kallaður aft- ur uppá efri hæðina og þau munu aldrei fá að njótast. Ef hann finn- ur hana munu þau lifa hamingju- söm það sem eftir er. Ef hann fínnur hana? Það er raunar aldrei spuming. En svona er lífið (og dauðinn) í þessum sjöunda himni af bíomynd þar sem himnasælan er böðuð viðeig- andi ljósrauðum bjarma. Hér er á ferðinni afar rómantísk en að sama skapi daufleg og furðan- lega óspennandi ástarsaga tveggja heima. Myndin er sann- arlega ekki litlaus í þeim skiln- ingi að skorti litadýrð og skraut- legt og fallegt umhverfi í himna- atriðunum sérstaklega; í því nýU ur sín vel ímyndunarafl leik- myndahönnuðar og höfunda. Það eru bestu atriðið myndarinnar. En sjálf persónusköpunin og frásögnin öll er dauðyflisleg og lítt áhugaverð. Myndin líður fram í lognmollu og eiginlega reiði- leysi þar til hinn fyrirsjáanlegi endir loksins kemur og allt er búið. Skapaður á himni er ein- faldlega ekki nógu kröftuglega gerð þótt metnaðinn skorti ekki til að gera vel. Sagan er heldur þunn fyrir það fyrsta og ró- mantíkin á milli Huttons og McGillis,'þótt hún sé nógu mikil til að stútfylla nokkrar bækur Barböru Cartlands, neistar aldrei og hrífur. Hin mikla ást sem kviknar í fyrri helmingnum og á að halda manni við efnið allan seinni helming myndarinnar þeg- ar við fylgjumst með skötuhjúun- um lifa sínum ólíku lífum þar til þau hittast aftur, vekur aldrei líf með manni frekar en myndin öll. Skapaður á himni er gerð í lágum, hljóðlegum tónum, sem hefði getað hentað mjög vel ódauðlegri rómantíkinni en und- irstrikar í þessu tilviki enn frekar átakaleysið í henni og rjómalogn- ið. Og að auki vottar ekki fyrir neinu sem hugsanlega mætti kalla gamansemi. Alan Rudolph („Trouble in Mind“) hefur gert bráðfallega mynd og oft vel leikna en því miður full átaka- lausa til að halda athyglinni. Deigtjárn Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: HEFNDARÆÐI - COLD STEEL Leikstjóri Dorothy Ann Puzo. Handrit Michael Sonye. Kvikmyndataka Tom Denove. Tónlist David A. Jackson. Aðalleikendur Brad Davis, Sharon Stone, Jonathan Banks, Jay Acavone, Adam Ant. Bandarísk. Cinetel 1987. 90 mín. Þó svo að kvikmyndagerðar- menn beri höfuðið hátt og nefni þetta kraftlitla afkvæmi sitt hvorki meira né minna en Kalt stál, væri Deigt jám, eða Mýra- rauði, frekar réttnefni. Þetta er nefnilega ein af þessum algjör- lega innihaldslausu hefndar- myndum sem kvikmyndahús- gestir hafa séð í tugatali (þó oftast skárri) en myndbanda- neytendur í hundraðavís. Hefndaræði hefst á að faðir söguhetjunnar, löggunnar Da- vis, er skorinn á háls á aðfanga- dagskvöld og reynist erfitt að hafa uppá ódæðismönnunum. Smám saman kemur í ljós að forsprakki þeirra er fyrrverandi lögreglumaður sem kvelst af hatri útí Davis og egnir fyrir hann með skrokkfagurri ljósku. Maður getur dregið þá álykt- un af Hefndaræði að skynsam- legast sé að sniðganga orðið myndir með Brad Davis. Hann er einn þeirra leikara sem virð- ast í stöðugri lægð eftir þokka- legt forskot (Midnight Express). Annað eftir því. Hér lullar allt eftir formúlunni og undir meðal- lagi. Efnið slitið, efnistökin ófrumleg, tónlistin innantóm. Og Adam Ant opinberar um- heiminum að hann er verri leik- ari en söngvari, og er þá mikið sagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.