Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Minning: Guðmundur „Muggur“ Jónsson Fæddur 25. september 1935 Dáinn 1. mars 1988 Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Hjartkær móðurbróðir minn og vinur Guðmundur Jónsson, Mugg- ur, er látinn. Hann lést á Sólvangi Hafnarfirði þriðjudaginn 1. mars sl. Hann var sonur hjónanna Sess- elju Magnúsdóttur og Jóns Gests Vigfússonar er bjuggu á Suðurgötu 5, Hafnarfirði. Hann var næst yngstur 13 bama þeirra. Hann ólst upp á Suðurgötunni og átti þar heima þar til amma andaðist í júní 1975. Minningarnar hrannast upp. Ég man eftir mér lítilli stelpu sem fékk að vera sumarlangt hjá ömmu og afa í Sléttuhlíð, en þar áttu þau sumarbústað og alltaf var Muggur nálægur. Það var mikill heiður að fá að skoða safnið hans af „pró- grömmum“ en hann safnaði þeim og hafði ótrúlega gott skipulag á safninu sínu, þekkti hvert „pró- gramm", vissi hvað leikaramir hétu og átti sína uppáhaldsleikara. Arið 1975 fór hann að koma til Isafjarðar á sumrin. Hann dvaldi þá hjá foreldrum mínum. Þetta varð síðan fastur þáttur í lífí hans í 10 ár og beið hann eftir að komast sem fyrst vestur þegar fór að vora. Það leið ekki langur tími þar til Muggur var búinn að eignast marga góða vini hér. Hann fór um á hjól- inu sínu, hjólaði í bæinn úr skógin- um, inn á flugvöll, þar sem honum var alitaf vel tekið. Hjólaði síðan á sína fostu staði í bænum að hitta vini sína. Á sunnudögum kom hann til okkar frændfólksins og fékk út- borgað og ekki spillti fyrir ef til var súkkulaðikaka. Litlu frændsystkin- um sínum var hann einstaklega ljúf- ur og ef eitthvað bjátaði á hjá þeim var gott að leita til Muggs. Oft sátu litlu frænkur hans og hlustuðu á plötur með honum, en hann hafði mjög gaman af að spila plötur og átti mikið af þeim, stundum þurft: að endumýja plötur þegar hann vai búinn að spila þær í gegn. Hann átti stundum til að koma með gott í poka úr bæjarferðunum og færa frænkum sínum. Það var mjög náið og gott sam- band milli hans og föður míns sem hann nefndi oft „Hermann póst- maður minn“. En eitt af því sem Muggur taldi til skylduverka sinna var að fara með honum í póstferðir á flugvöllinn. Muggur var einlægur og dyggur stuðningsmaður FH og fylgdist vel með sínum mönnum héðan að vest- an. Við aðstandendur hans á ísafirði þökkum öll því fólki hér er sýndu honum hlýhug og vináttu og gleymdu honum ekki þó að hann hætti að koma hingað. Síðustu árin átti Muggur heimili hjá bróður sínum og mágkonu í Hafnarfirði og leið mjög vel þar. Muggur var hvers manns hug- ljúfi og er það vissa mín að allir hafi komið meiri menn út úr sam- skiptum sínum við hann. Sl. nóvember heimsótti ég hann á Sólvang og var þá mjög af honum dregið. Það var samt þétt og hlýtt handtakið hans og ekki auðvelt að sleppa því, ég vissi að ég var að kveðja hann hinstu kveðju. En viss- an um að afi og amma hafí tekið á móti drengnum sínum er yfir lauk er mikils virði. Minningin um góðan dreng lifír. Við Kristján, Helga Bryndís og nafni hans þökkum honum fyrir allt. Ásthildur I. Hermannsdóttir { dag kveðjum við Mugg, góðan frænda og vin. Kornungur veiktist Muggur og komst ekki til fullorðins- þroska. Lán Muggs var, að hann fæddist inn í stóra og góða fjöl- skyldu — og Hafnarfjörð. Muggur var reglu- og snyrti- menni af bestu gerð, heiðursmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita og hélt málum sínum fram af hóg- værð, háttvísi og trúmennsku. Hann lét sig aldrei, þegar mál voru honum mikilvæg. í Hafnarfírði virtist Muggur eiga góða daga og hafa næg viðfangs- efni dag hvem. Hann umgekkst ótrúlega marga, átti marga vini og samskiptin við þá gerðu honum hvem dag mikilvægan og viðburða- ríkan, krefjandi og ánægjulegan. Hafnfírðingar reyridust Mugg ein- staklega vel, ræktarsemi þeirra við hann var alveg sérstök. Að það brygðist ekki, að meistaraflokkur FH í handbolta á keppnisferðalagi í útlöndum sendi póstkort til Muggs, var aðdáunarvert. Að Lúðrasveit Hafnarfjarðar heimsækti hann og spilaði í garðinum á fertugsafmæli hans, var hrífandi. Manni fannst, að það hefði verið einn af hápunkt- unum í lífí Muggs, að stjóma lúðra- sveitinni þama í garðinum. Ræktar- semi fjölda fólks í Hafnarfirði við Mugg var með fádæmum. Hann var þannig, að hann aflaði sér vina og vinsælda og eftir að hann fór að gista Isafjörð á sumrin, hjá systur sinni og mági, virtust ísfírðingar strax taka honum á svipaðan hátt. Ekki verður þessu góða fólki þakk- að hér. Því mun Muggur sjálfur hafa þakkað með tryggð sinni og tilvist. Hitt má þó vitnast, að hann gerði okkur öll, langt norðan við heiðar, að eindregnum stuðnings- mönnum FH og að aðdáendum Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Og af samfélagi manna í Hafnarfírði virð- ist mega draga þann lærdóm, að víst geti samfélagið skapað líf við hæfí. Þó ekki kveðji Hafnfírðingar einn frammámanna sinna í dag, rennir mann samt í grun, að með Mugg sé liðinn mikilsverður kafli í sögu Hafnarfjarðar. í dag trúum við því, að Hamarinn bergmáli með trega. Það var happ að kynnast Mugg og lífí hans. Það var happ að eiga hann að frænda og vini. Hann veitti meira en hann þáði. Muggur var drengur góður og minningin um hann mun lengi lifa. Addý, Árni, Áslaug, Ragnar Páll og Björn Magnús, Sauðárkróki. Stórkostlegur félagi og vinur okkar er horfinn yfir móðuna miklu. Guðmundur Jónsson, Muggur, FH- maður nr. 13, er dáinn og verður jarðsettur í Hafnarfirði í dag. Við fimmmenningamir úr FH urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga að félaga og vini hann Mugg. Við tilheyrðum þeim stóra hópi FH-inga sem Muggur umgekkst, en hann var alla tíð einn af hand- boltastrákunum í FH, þó svo hann spilaði ekki handbolta. Muggur fýlgdi FH-liðinu til leikja og á æf- ingar. Hann átti sinn fasta stað í búningsklefanum og á leikmanna- bekknum. Ef hann var ekki mættur þá vantaði eitthvað. Stundvísi var eitt af því sem Muggur lagði rfka áherslu á. Hann var alltaf mættur á réttum tíma hvar og hvenær sem mæta átti. Annað var það í fari Muggs sem verður að geta hér en það var hversu hreinlegur og snyrti- legur hann var og allt varð að vera í röð og reglu hjá honum. En það sem eftirminnilegast er í fari hans er hreinskilni hans og einlægni og ef fjöldinn hefði til að bera þessa kosti Muggs, þá væri veröldin betri og fallegri í dag. Muggur hafði þann skemmtilega sið að heimsækja okkur fímm á hverjum laugardegi þegar fært var um bæinn á hjólinu sínu og eins og áður sagði var stundvísi hans frábær. Við gátum næstum stillt klukkurnar okkár eftir komu hans til hvers og eins. í þessum heim- sóknum var að sjálfsögðu margt skemmtilegt gert. Kannað var hverjir væru bestir og það fór nú reyndar aldrei á milli mála. FH var alltaf best. Tekist var á til að fínna út hvort lýsið hans Muggs skilaði ekki árangri og margt fleira var gert sem aldrei gleymist. En skemmtilegast af öllu var að vera með Mugg eftir sigurleiki hjá FH. Hann var svo innilega glaður að allir hlutu að samgleðjast en eftir tapleiki þá leiddist honum ef menn voru daprir í búningsklefanum og reyndi þá sitt til að bæta úr því. Við félagarnir viljum nota þetta tækifæri til að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Mugg, FH-manni nr. 13, en það kallaði hann sig allt- af. Við erum sannfærðir um það að við erum betri menn af þeim kynnum. Það voru hrein forréttindi að fá að kynnast slíkum manni. Aðstandendum hans sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Mugg gleymum við aldrei. Minning- in um góðan vin mun ætíð lifa. Geir Hallsteinsson, Guðmundur Magnússon, Ingvar Viktorsson, Kristján Arason, Þorgils Óttar Mathiesen. Með þessum orðum langar okkur systkinin að kveðja elskulegan frænda og vin, hann Mugg. Hann sem með hjartahlýju sinni og vin- semd veitti svo mikið og á sinn sérstæða hátt þroskaði litlar sálir. Margar voru þær ánægjustundirnar sem við áttum með honum hjá afa og ömmu og við minnumsf þess hve gott var að sitja í herberginu hjá honum og spjalla og þegar hann var í önnum við vinnu sína við skrif- borðið. Ef tár komu á lítinn vanga rétti hann fram hönd sína og sagði, eins og hann einn gat, „svona svona vinur, ekki gráta“ með þeirri inni- legu hjartagæsku sem honum ein- um var af guði gefínn. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftamjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpunum er og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér: (Davíð Stefánsson) Þó sárt sé að sjá af kærum vini erum við þess viss að algóðir englar guðs taki honum í mót og varðveiti á hinni nýju vegferð. Megi elsku Muggur hvíla í friði um alla eilífð. Minning hans lifír. Guðrún Þóra og Jón Grétar Látinn er drengur góður, Guð- mundur Jónsson eða Muggur, eins og hann var oftast nefndur. Hann lést hér í Hafnarfírði þann 1. mars sl. á Sólvangi. Þar hafði hann dval- ið síðustu misserin og notið þeirrar góðu umhyggju sem þar er veitt. Muggur var fæddur hér í Hafnar- fírði þann 25. september 1935 son- ur hjónanna Sesselju Magnúsdóttur og Jóns Gests Vigfússonar sem nú eru bæði látin. Þau bjuggu allan sinn búskap á Suðurgötu 5 í Hafn- arfírði og þar lifði Muggur sína ævidaga meðal vina og kunningja. Það er óhætt að segja að þeir eru ekki margir sem hafa átt slíkan vinafjölda sem Muggur. Enda hefði annað verið óeðlilegt því framkoma hans var öll á þann veg að þeir sem gáfu sér stundar- korn með honum á einn eða annan hátt, fundu fljótt að frá honum staf- aði einungis einlægni og hlýja. Hann mat viðmót hvers manns á sinn hátt og þannig eignaðist hann stóran vinahóp Hann einfaldlega fann hvar hann var velkominn og það var víða áður en yfír lauk. Fyrir okkur sem höfðum dagleg samskipti við Mugg hafði þetta orð þroskaheftur enga sérstaka merk- ingu um hann, þó vissulega ætti það þar við. Hans góðlátlega fram- koma og glettnin í augunum, höfðu þau áhrif að slíkar hugsanir voru víðs fjarri. Muggur var oft snöggur að svara og stundum flugu frá hon- um hreinustu gullkom og mörg þeirra koma upp í hugann þessa dagana. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRIÐRIKA EGGERTSDÓTTIR, Ásvallagötu 59, verður jarðsungin frá Dómkirkjunnifimmtudaginn 10. marskl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á kvennadeild Slysavarnafélagsins. Sjöfn Jóhannsdóttir, Erna Jóhannsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Hrefna Jóhannsdóttir, Unnur Jóhannsdóttir, Bergrún Jóhannsdóttir, Gerður Jóhannsdóttir, barnabörn og Knútur Magnússon, Þór Birgir Þórðarson, Edda B. Jónasdóttir, Björgvin Bjarnason, JónGunnar Jóhannsson, Stefán Unnar Magnússon, Jóhannes Elíasson, langömmubörn. t Faðir okkar, JÓN EIRÍKSSON skipstjóri, frá Sjónarhól, Hafnarfirði, áður Austurgötu 33, lést að morgni 7. mars á Hrafnistu, Hafnarfirði. Eiríkur Jónsson, Anna M. Jónsdóttir, Svala Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, STEFÁN ÓLIALBERTSSON, Kleppsvegi 48, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. mars kl. 15.00. Blóm afbeðin. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Halldóra Andrésdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÓLAFSSON, Óðinsgötu 14, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 26. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrfður Sigursteinsdóttir, Birgír Gunnarsson, Margrót Guðmundsdóttir, Sigrún E. Gunnarsdóttir, Sigurjón Ragnarsson, Kristín Ó. Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Kristfn U. Sigurðardóttir, Sigursteinn Gunnarsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Ólafur Gunnarsson og barnabörn. t t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR JÓH ANNESSON húsasmfðameistari, Akurgerði 9, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. mars kl. 13.C0. Sigurvin J. Sigurgeirsson, Ólafur Sigurgeirsson, Auður Ingólfsdóttir, Ingigerður Sigurgeirsdóttir, og barnabörn. t ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hátúni 10 b, Reykjavfk lést í Landakotsspítala sunnudaginn 6. mars. Verður jarðsungin frá Nýju Kapellunni i Fossvogi mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda. Hansína Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.