Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Kirkjuvika í Ak- ur ey r arkirkj u Kórtónleikar á fimmtudagskvöld Kirkjuvika stendur nú yfir í Akureyrarkirkju. A fimmtudags- kvöld gengst kirkjukórinn fyrir tónleikum þar sem flutt verða tónverkin Stabat Mater eftir Pergolesi og Trauer-Kantate eft- ir Telemann. Þá stendur og yfir fjársöfnun til kaupa á kórorgeli til nota við tónleikahald og smærri afhafnir í kirkjunni. Að sögn Páls Bergssonar, tals- manns kirkjukórsins, er nú á ný orðin regla í starfi kórsins, eftir nokkurt hlé, að halda eina tónleika á ári þar sem tekin eru til með- ferðar kunnustu kirkjutónverk tón- listarsögunnar. Hann taldi þetta góða tilbreytni í kórstarfinu auk þess sem tækifæri til að hlýða á verk meistaranna væru ekki of mörg hér á landi. Að undanförnu hefðu orðið talsverðar mannabreyt- ingar í liði söngmanna, þeim hefði fjölgað og margir ungir söngvarar bæst í hópinn svo í kórnum væri nú nálægt hálfum ijórða tug manna. Páll sagði að kirkjan hent- aði að mörgu leyti vel til tónleika- halds, en eitt af því sem lengi hefði sárlega vantað við þess háttar sam- komur væri kórorgel, svokallað „positiv". Söngstjóri og organisti í Akur- eyrarkirkju er Bjöm Steinar Sól- bergsson, en hann stjómar auk þess kammersveit á tónleikunum. Bjöm sagði að ómögulegt væri að flytja kórverk með hljómsveit uppi á söngloftinu, þar kæmust einfald- lega of fáir fýrir. Þegar tónlist væri flutt í kórdymm kæmi hið stóra og prýðisgóða orgel því ekki að notum. Þess vegna væri ákaflega brýnt að fá meðfærilegt kórorgel sem kæmi auk heldur að góðum notum við ýmsar smærri athafnir í kirkjunni. Bjöm sagði um tónleikaskrána að Stabat Mater eftir Pergolesi væri eitthvert algengasta kirkjutón- verk allra tíma. Þetta verk er fyrir sópran, alt, strengi og orgel. Mar- grét Bóasdóttir og Þuríður Baldurs- dóttir syngja, Bjöm Steinar leikur á orgel og konsertmeistari er Lilja Hjaltadóttir. í Trauer-kantötu Telemanns syngur Kirkjukór Akureyrarkirkju og með honum einsöngvaramir Margrét Bóasdóttir, sópran, og Kristinn Sigmundsson, bassi. Orgel og kammersveit leika með og kons- ertmeistari' er Lilja Hjaltadóttir. Hljóðfæraleikarar em ýmist frá Akureyri eða fengnir utan af landi, bæði frá Reykjavík og Dalvík. Trau- er-kantatan mun ekki hafa verið flutt fyrr hér á landi. Morgunblaðið/Sv. Páll Tónleikar Kirkjukórs Akureyrar hefjast í kirkjunni á fimmtudag klukkan 20.30. í kvöld hefst föstumessa í kirkj- unni kl. 20.30. Altarisþjónustu ann- ast séra Birgir Snæbjörnsson. Með- hjálpari verður Heiðdís Norðljörð. Séra Svavar A. Jónsson á Ólafsfirði predikar. Jón Viðar Guðlaugsson les úr Píslarsögunni og kirkjukórinn syngur úr Passíusálmunum undir stjóm Jakobs Tiyggvasonar. Kirkjukórinn og hljóðfæraleikarar á æfingu í Akureyrarkirkju. A innfelldu myndinni er söngstjórinn, Björn Steinar Sólbergsson. Líf og fjör í eldhúsi VMA í síðustu viku var haldin þema- vika í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Oll hefðbundin kennsla féll niður en í staðinn fengu nemendur að sþreyta sig á ýmsu viðkomandi sínum námsbrautum. Meðfylgjandi myndir eru teknar er nemend- ur á matartæknibraut hús- stjórnarsviðs VMA héldu opið hús sl. fimmtudag milli kl. 14 og 18. Yfir hundrað gestir komu, en á matartæknibraut- inni eru hátt i 40 unglingar. Þeir fengu að spreyta sig á alls kyns vörukynningum, þau settu upp sjúkrafæði og kynntu námsbraut sína svo eitthvað sé nefnt. Þá gátu gestir og gang- andi fengið að smakka á hinum ýmsu réttum og fengið jafnvel uppskriftirnar. 22 millj. kr. aukafjárveit- ing til Verkmeimtaskólans? UPPI eru hugmyndir um að leysa húsnæðisvandræði Háskólans á Akureyri með því að hraða fram- kvæmdum við byggingu Verk- menntaskólans á Eyrarlands- holti. Slíkt væri þó eingöngu mögulegt ef fengist aukafjárveit- ing frá ríkinu til byggingarinnar. Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að taka upp viðræður við menntamálaráðuneytið um hugsan - lega aukafjárveitingu ti! þessa verks og hefur í því efni verið rætt um aukafjárveitingu upp á 22 milljónir króna svo mögulegt sé fyrir Verk- menntaskólann að rýma húsnæði tæknisviðs við Þórunnarstræti. Ef þessi aukafjárveiting fengist, myndi hún flýta framkvæmdum við ný- byggingu Verkmenntaskólann um eitt ár að minnsta kosti, að sögn STEFNT er að því að Giljahverfi verði næsti áfangi í uppbyggingu nýrra íbúðahverfa á Akureyri. Gert hefur verið ráð fyrir ein- býlishúsum að mestu í hverfinu hingað til, en nú telur skipulags- nefnd rétt að breyta áður áætl- aðri skiptingu húsgerða með til- liti til núverandi stöðu lóða- og byggingamála í bænum. Nefndin vill auka hlut fjölbýlishúsa í Gilja- hverfi á kostnað einbýlishúsa. Giljahverfi er það svæði sem ligg- ur á milli efri brúarinnar yfir Glerá og Síðuhverfis. Núverandi tillögur Sigurðar J. Sigurðssonar bæjarfull- trúa. Sigurður sagði að verkefnið yrði fýrst um sinn að byggja á íjár- munum frá ríkinu eingöngu þar sem bærinn hefði ekki bolmagn til fjár- Bæjarstjórn hefur falið bæjar- stjóra og hafnarstjórn að taka upp viðræður við forráðamenn Kaupfélags Eyfirðinga um framtíðarlóð fyrir skipaaf- greiðslu KEA, en fyrir skömmu var fyrirtækinu synjað um stækkun á vöruskemmu sinni á skipulagsnefndar gera ráð fyrir 172 einbýlishúsum miðað við 193 áður. Fjöldi íbúða í raðhúsum verði óbreyttur, alls 283, en íbúðir í fjöl- býlishúsum verði 205 miðað við 126 íbúða áætlun áður. I Giljahverfi er gert ráð fyrir um 2.000 manna byggð. Lóðir fyrir raðhús og fjölbýl- ishús eru orðnar af mjög skornum skammti í bænum og því þótti heppi- legt að taka Giljasvæði undir slíka byggð. Stefnt verður að því að vinna svæðið undir íbúðabyggð þannig að lóðir gætu komið til úthlutunar á árinu. veitinga að svo stöddu. Hinsvegar myndi Akureyrarbær vissulega greiða eðlilega hlutdeild sína í bygg- ingarkostnaði eins og lög gerðu ráð fyrir þegar létti til hjá bænum. hafnarsvæðinu á þeim forsend- um að stækkunin myndi þrengja verulega að umferðar- og at- hafnasvæðinu á mótum Togara- bryggju og Fiskatanga. Auk þess eru nú hafnar fram- kvæmdir við uppbyggingu fiski- hafnar á þessu svæði og vöruaf- gi'eiðsla er aðeins ráðgerð þarna ti! bráðabirgða, segir í umsögn hafnar- stjórnar til bygginganefndar. Bygg- inganefnd hefur erindið til af- greiðslu og hefur hún frestað end- anlegri afgreiðslu málsins þar til viðræður um framtíðarathafna- svæði skipaafgreiðslunnar hafa far- ið fram. Skipaafgreiðsla KEA er umboðs- aðili fyrir Sambandsskip og Ríkis- skip. Gert var ráð fýrir að KEA hefði aðstöðu fyrir skipaafgreiðslu sína á sama stað og Eimskip hefur sína aðstöðu við Strandgötu. Frafn- lengja átti þann kant, en ljóst er að nokkur ár eru í þá framkvæmd, að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar bæjarfulltrúa. A meðan sagði Sig- urður að "anda fyrirtækisins yrði að leysa, þar sem athafnasvæði þess nú væri fyrst og fremst fiski- höfn. Giljahverfi; Fjölbýlishúsum fjölgað KEA synjað um að stækka vöruskemmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.