Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 7 Áhrif verkfallsins í Vestmannaeyjum Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum: Mikið samfélagslegt áfall ef verkf öll dragast á langinn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Björgvin Arnaldsson verkstjóri og adstoðarframkvæmdastjóri Fisk- markaðs Vestmannaeyja við ufsann óseljanlega. Þessi kör átti að flytja til Reykjavíkur og freista þess að selja fiskinn þar. Fiskmarkaður Vestmannaeyja: Verð fellur og salan mun dragast saman Á Fiskmarkaði Vestmanna- eyja dregur daglega úr umsvif- um og sumar tegundir, t;d. ufsi, seljast þar ekki lengur, að sögn Björgvins Arnaldssonar verk- stjóra. Björgvin sagði eingöngn um að kenna ástandinu í vinnsl- unni, þar sem frystingin er löm- uð vegna verkfalls. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins kom á Fiskmarkaðinn í gærmorgun, var þar lítið að ger- ast. Kl. tíu átti að vera uppboð, en enginn fiskur barst og á gólfi voru kör með ufsa, sem ekki seld- ist á mánudag. Við'spurðum Björg- vin, hvemig salan hefði gengið síðustu daga. „Menn eru farnir að kippa að sér höndunum með sölu, það er eingöngu vegna ástandsins í vinnslunni. Við fengum meldingu frá trollbát á föstudag, hann dró til baka og setti í gáma. Á iaugar- dag var selt úr Suðurey, það var eðlileg sala, fengust 41,50 kr. fyr- ir kílóið af óslægðum þorski. í gær komu 50 tonn hingað úr tveimur bátum. Fyrir þorskinn fengust 35 kr. á kílóið og ufsinn seldist ekki. Annar báturinn lætur flytja ufsann til Reykjavíkur til að selja þar. í morgun kom enginn fiskur, en Suðurey ætlar að gera eina tilraun enn, á fjarskiptamarkaði í dag. Ef það gengur ekki, koma þeir ekki aftur á meðan verkfallið er. Eitt af því, sem háir okkur, er hvað hér eru fáir kaupendur, þrátt fyrir fjölda vinnslustöðva. Það er enn verra nú, þegar ástandið er svona. Það sem verður að gera, ef verkfallið dregst á langinn, er að opna flutningaléið héðan. Þ.e. að kaupendur uppi á landi geti boðið í og flutt fiskinn með Her- jólfi,“ sagði Björgvin Amaldsson. „Að mínu viti er þetta mikið samfélagslegt áfall,“ sagði Arn- aldur Bjarnason bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar í samtali við Morgunblaðið í gær, aðspurð- ur um áhrif verkfalls Snótar og yfirvinnubanns verkalýðsfélags- ins á bæjarsamfélagið. Þessar vinnudeilur í Vestmanna- eyjum standa yfír þegar vertíð er að komast á fullan skrið og Arnald- ur var spurður um, bvaða þýðingu það hefði fyrir Vestmanneyinga, ef deilurnar dragast á langinn. Hann sagði erfitt vera að mæla áhrif þess á fyrstu dögum verkfalls. „Eftir því sem það stendur lengur fer það að bitna á atvinnulífinu. Að mínu viti er það samfélagslegt áfall, mikið samfélagslegt áfall. Það er fólgið í þeim verðmætum sem tapast, þetta samfélag byggir á sjósókn og sjáv- arafla. Vertíðin er fengsælasti tíminn. Verkföll um vertíðina hér, þennan hábjargræðistíma, verða til þess að þau verðmæti verða ekki unnin hér,“ sagði Arnaldur. Hann vék síðan að samanburði á lífskjör- um og aðstöðu fólks á landsbyggð- inni miðað við höfuðborgarsvæðið: „Þetta auðveldar ekki að gera að- stöðu fólks hér svipaða og þar. Tekjur af útsvari minnka og erfið- ara verður að veita þjónustu. Eg held að það sé alveg ljóst, að ef fólkið sjálft er ekki reiðubúið til að standa vörð um hagsmuni síns sam- félags, þá gera aðrir það ekki, það er svo einfalt. Ef við skoðum okkar heildar verðmætasköpun, þá er það einmitt þessi tími sem skiptir sköpum, sem verkfall stendur núna. Við missum fram hjá okkur loðnuna og ef svo heldur fram sem horfir, mun þorsk- aflanum verða landað annars stað- ar. Það er alveg ljóst, að sá fiskur verður ekki unninn hér.“ Um áhrif vinnudeilnanna á bæj- arsjóð og starfsemi bæjarfélagsins, sagði Arnaldur m.a.: „Við höfum haldið að okkur höndum með að afgreiða fjárhagsáætlunina, m.a. vegna efnahagsráðstafana ríkis- stjómarinnar. Ég held að okkur hafi ekki órað fyrir því, að vandinn ætti eftir að brenna heitast á okkur Vestmannaeyjatogarar sigla vegna verkfalls: Getum ekki laudað hér heima - segir Hjörtur Hermannsson framkv.slj. Samtogs „Verkfall Snótarkvenna er þegar farið að hafa áhrif á okk- ar stöðu,“ sagði Hjörtur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Samtogs, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Við getum ekki landað hér heima, verðum að landa erlendis eða á öðrum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Hjörtur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Samtogs. stöðum. Eitt skip selur í Eng- landi á fimmtudag, annað á mánudag og þriðji togarinn setur í gáma hér og selur á Faxamark- aði.“ Samtog er togaraútgerð í eigu þriggja frystihúsa í Eyjum. Fyrir- tækið gerir út þtjá togara, Breka, Sindra og Klakk. Þeir leggja að jafnaði um 85% af afla sínum upp hjá þessum húsum og myndu gera svo, ef ekki kæmi til þetta verk- fall, sem nú stendur, að sögn Hjart- ar. Hann var spurður hvernig hon- um litist á áframhaldið, ef ekki semst fljótlega. „Markaðirnir hafa ekki verið neitt sérlega blómlegir undanfarið vegna mikils framboðs og eins að á þessum tíma er fiskurinn mjög veikur vegna ofáts á loðnu, hann þolir illa geymslu. Þýskalandsmark- aður er bókaður fram yfir páska og ef verkfalls fer að gæta uppi á landi yfirfyllast aðrir markaðir um leið. A þessu verður að vera jafn- vægi. Menn lifa ekki eingöngu á erlendum mörkuðum og fiskvinnsl- an ræður ekki við að táka á móti öllum afla, þarna getur hvorugt án hins verið. Fiskvinnsla verður að vera til staðar í landinu, fólkið barf Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri sjálfum, það er hálf öfugsnúið að afgreiða fjárhagsáætlun á næsta fimmtudag. Minnki útsvarstekjumar að ráði, er það áfall fyrir bæjarsjóð. Það var útlit fyrir að þetta yrði mikið fram- kvæmdaár. Þar sem ekki er hægt að draga úr rekstri, þá kemur það niður á framkvæmdum. Síðan kem- ur mikill óvissuþáttur inn í þetta, sem er staðgreiðslukerfið. Er fólk reiðubúið til að bæta sér upp tekju- missi með mikilli vinnu og horfa á eftir stórum hluta teknanna í skatta? Þau áhrif verða ekki mæld fyrr en að loknu fyrsta árinu með þessu kerfi. Verkföll koma allsstaðar við, ef þau em almenn og standa lengi hafa þau mjög víðtæk áhrif á annað atvinnulíf hér, ekki aðeins fisk- vinnslu og útgerð. Nú em félög út um allt land að fella samninga og mér sýnist stefna í mikið óefni í þessu landi. Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma kostum stöðugleikans. Það er eins og sjálfseyðingarhvöt hijái þessa þjóð. Á sama tíma og við emm að keppa við aðrar þjóðir, leyfum við okkur að nota aðferðir, sem em taldar úreltar. Það em verkföllin, sem em í raun og vem þegar upp er staðið öllum til tjóns," sagði Árnaldur Bjarnason bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. Bergur-Huginn sf: 011 skipin sigla vegna verkfallsins að fá mannsæmandi laun þó ég sjái ekki hvernig á að vera hægt að borga þau. Gengisfelling hjálpar ekki. Sem útgerðaraðili get ég ekki séð, að gengisfelling hjálpi, okkar skuldir em í erlendum gjaldeyri og hækka þess vegna við slíkar að- gerðir," sagði Hjörtur Hermanns- son framkvæmdastjóri Samtogs. ÖLL SKIP, sem útgerðarfyrir- tækið Bergur-Huginn sf. í Vest- mannaeyjum gerir út, veiða nú fyrir erlendan markað, að sögn Magnúsar Kristinssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Bergur-Huginn sf. gerir nú út fjóra togara og einn er i endur- byggingu í Póllandi. Togarar fyrirtækisins hafa að jafnaði lagt 70-80% af afla sínum upp í frystihús í Eyjum og sett afgang- inn í gáma. „Skip hjá mér sigla almennt lítið, nema þegar frystihúsin eiga erfitt með að taka við aflanum. Það getur gerst t.d. þegar vertíð og loðnu- frysting em í fullum gangi. Nú er það alfarið vegna verkfallsins,“ sagði Magnús í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann var spurður um, hvort hann héldi að aukið framboð á fiski frá Vestmannaeyjum gæti haft einhver afgerandi neikvæð áhrif á aðra markaði. „Ég held ekki að verkfall hér hafi afgerandi áhrif á erlendan markað. Ég marka það af því, að það er tregt nú fyrir vestan og Vestfirðingar hafa sent lítið á markað. Afli héðan dreifist líka á fleiri staði en erlendan mark- að, eitthvað er selt hér innanlands.“ Magnús kvaðst vera bjartsýnn fyrir hönd útgerðarinnar, hafa ekki ástæðu til að kvíða verðfalli, en vék að verkalýðsmálum: „Það virðist Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Magnús Kristinsson svo algengt í verkalýðsbaráttu hér í Vestmannaeyjum, að við lendum í ónæði á vertíð yfir hábjargræðis- tímann. Maður veltir því fyrir sér, hvað veldur þessu hér. Em atvinnu- rekendur svona tregir að semja, eða em kröfumar svo ósanngjarnar, að þeir geti ekki samið? Þarf heildar- samtök til að ná samningum hér? Baráttan virðist vera harðari hér í Eyjum en annars staðar,“ sagði Magnús Kristinsson að lokum. * I verkfalli vegna lágra launa ÉG vona að út úr þessu verk- falli komi það, að maður þurfi ekki að vinna myrkranna á milli til þess að hafa í sig og á,“ sagði Ása Hansdóttir, þegar Morgun- blaðið ræddi við hana á skrif- stofu Verkakvennafélagsins Snótar. Ása vinnur hjá FIVE í Vest- mannaeyjum og var, ásamt fleiri konum, að ræða stöðuna þegar okkur bar að. „Það em engin laun, að hafa rúmlega 5000 krónur á viku fyrir hálfs dags vinnu. Ástæð- an fyrir þessu verkfalli okkar er einfaldlega lág laun. Við fáum aðeins 185 krónur á tímann eftir fimm ára starf,“ sagði Asa. „Mér finnst vanta samstöðu, að félögin sem hafa fellt samningana boði verkfall. Það er ekki nóg, bara að fella samningana og gera svo ekki neitt meira,“ sagði Asa Hansdóttir að lokum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jonasson Ása Hansdóttir verkakona, með tveggja ára gamlan son sinn, Ólaf Þór. Ása vinnur hálfan dag- inn í fiski hjá FIVE í Vestmanna- eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.