Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 37 Jómfrúræða Vilhjálms Egilssonar: Milljarður frá landsbyggðinni til Reykjavíkur gegnum húsnæðiskerfið Hér fer á eftir jómfrúræða Vilhjálms Egilssonar (S/Nv). Herra forseti. Meginefni þessa frumvarps um breytingar á lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem ég mæli hér fyrir, er að útlán í helstu lánaflokk- um í Byggingarsjóði ríkisins skipt- ist í sama hlutfalli milli kjördæma og greitt er í lífeyrissjóði. Eg tel að þessi breyting sé nauðsynleg í ljósi þeirra miklu fjármagnsflutn- inga frá landsbyggðinni sem orðið hafa í skjóli húsnæðislánakerfisins. Ennfremur eru í frumvarpinu ákvæði um að Byggingarsjóð ríkis- ins megi varðveita í öðrum lána- stofnunum en Seðlabanka Islands, að fyrirtæki geti sótt um almenn húsnæðislán til byggingar leiguí- búða fyrir starfsfólk sitt, að auð- velda byggingar almennra leiguí- búða fyrir aldraða og að heimila að breyta kjörum á óhagstæðum eldri húsnæðislánum til samræmis við núverandi kjör. Milljarður frá Landsbyggðinni Mikil gagnrýni hefur komið fram á húsnæðislánakerfið frá íbú- STUTTAR ÞINGFRETTIR Vilhjálmur Egilsson (S/Nv) mælti í gær fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt Matthíasi Bjarnasyni (S/Vf) þess efnis, að húsnæðislánakerfið ávaxti fé sitt og hagi útlánum sínum eftir landshlutum, í hlutfallslegu samræmi við framlag lífeyris- sjóða einstakra kjördæma til húsnæðislánakerfisins (skulda- bréfakaup). Frumvarpið fékk jákvæðar móttökur þingmanna, er til máls tóku. Árni Johnsen (S/Sl) mælti fyrir þremur frumvörpum, sem hann flytur ásamt fleiri þing- mönnum: * 1) Frumvarp um lyfjafræðslu- nefnd, sem á m.a. að sporna gegn ofnotkun lyfja. * 2) Frumvarp um áfengis- fræðslu, sem byggja á upp skipulega áfengisvarnafræðslu. * 3) Frumvarp um búnaðar- málasjóð, sem fjallar um tekju- stofna fyrir búgreinasambönd. * * * Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, mælti fyrir stjómarfrumvarpi um aðgerðir í sjávarútvegi. Frumvarpið fjall- ar um endurgreiðslu söluskatts í sjávarútvegi eftir sömu reglum og giltu 1987. Hér er um ijár- magn að ræða sem er á bilinu frá 135-140 m.kr. Ingi Björn Albertsson (B/Rvk) og fleiri þingmenn flytja frumvarp til laga um sölu notaðra bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Frumvarpið er í þremur köflum: 1) Almenn ákvæði, 2) Réttindi og skyldur bifreiðasala, 3) Við- urlög. Samkvæmt frumvarjiinu fá þeir einir leyfi til verzlunar með notaðar bifreiðir sem fullnægja skilyrðum laga nr. 41/1968 um verzlunaratvinnu. Leyfishafi skal leggja fram tryggingu til að standa straum af hugsanleg- um skaðabótum. Leyfishafi og starfsmenn skulu og standast próf í samningarétti og skjala- gerð eftir reglum dómsmála- ráðuneytis. i um landsbyggðarinnar. Þessi gagnrýni hefur fyrst og fremst beinst að hinum mikla tilflutningi á fjármagni frá landsbyggðinni sem orðið' hefur í gegnum þetta kerfi. Staðreyndin er sú að til Reykjavíkur fóru 48,2% af úthlut- uðu fjármagni úr Byggingarsjóði ríkisins á þeim tíma sem úthlutað var á árunum 1986 og 1987, en til kjördæmanna utan Reykjavíkur og Reykjaness fóru 26,5% af út- hlutuðu Qármagni. Þessi hlutföll verður að bera saman við hversu stór hluti af greiðslum landsmanna í lífeyris- sjóði verður til í Reykjavík annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Reikna má með að 37,2% af þeim fjárhæðum sem greiddar eru til lífeyrissjóða komi frá Reykjavík en 38,4% komi frá kjör- dæmunum utan Reykjavíkur og Reykjaness. Þannig hefur mun stærra hlut- fall af úthlutunum Byggingarsjóðs ríkisins farið til Reykjavíkur en svarar til greiðslna í lífeyrissjóði og mun minna farið til lands- byggðarinnar en svarar til fram- lags hennar til þessara sjóða. Reiknað í krónum er þessi mis- munur um einn milljarður sem Reykjavík hefur fengið meira í úthlutanir en samsvarar greiðslum 5 lífeyrissjóði, Reykjanes stendur á sléttu og önnur kjördæmi hafa því lagt höfuðborginni þessa peninga til. Fjármagnsflutningurinn frá ein- stökum kjördæmum er þannig að frá Vesturlandi hafa farið 125 milljónir króna, frá Vestfjörðum hafa farið 132 milljónir króna, frá Norðurlandi vestra hafa farið 177 milljónir króna, frá Norðurlandi eystra hafa farið 237 milljónir króna, frá Austurlandi hafa farið 180 milljónir og frá Suðurlandi hafa farið 204 milljónir króna. Þessi tilflutningur á fjármagni sem er vissulega mjög alvarlegur var alls ekki með ásetningi gerður þegar lögin um Húsnæðisstofnun voru samþykkt í kjölfar febrúar- samninganna 1986. Mér er full- kunnugt um þau mál þar sem ég átti sæti í þeirri nefnd er samdi lagafrumvarpið í kjölfar febrúar- samninganna. Þá bjuggust nefnd- armenn við því að útlán myndu skiptast nokkuð eðlilega milli kjör- dæma og ekki væri þörf á því að gera sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja einhveija tiltekna réttl- áta skiptingu. Fjármagtiið haldist heima Hins vegar hefur það komið í Ijós eftir að nýja lánakerfið var farið í gang að þessar vonir hafa því miður gjörsamlega brugðist. Þess vegna verður að gera ráðstaf- anir í átt við þær sem hér er lagt til. Það eina sem farið er fram á er að íbúar landsbyggðarinnar fái sjálfir að nýta það fjármagn sem þeir skapa með framlögum sínum í lífeyrissjóði. Ef enginn Bygging- arsjóður ríkisins væri til og þessi mál alfarið í höndum lífeyrissjóð- anna sjálfra eins og mörgum þykir skynsamlegast væri þetta vanda- mál ekki til staðar. Þá væri lands- byggðin ekki að missa neitt frá sér. En við sitjum uppi með þetta kerfi og það hefur möguleika til þess að vera til nokkurrar fram- búðar ef rétt er á málum haldið. Nokkuð hefur verið talað um að skipting útlána milli kjördæma eins og lagt er til í frumvarpinu gagnist ekki því að fólk vilji ekki byggja á landsbyggðinni. Þetta er einfaldlega ekki rétt. Margt fólk vill byggja á landsbyggðinni og samkvæmt úttekt sem gerð var á áformum rúmlega 5.000 umsækj- enda hjá Byggingarsjóði voru rúm- lega 1.600 þeirra af landsbyggð- inni og af þeim ætluðu um 80% að byggja eða kaupa á lands- byggðinni. Með þessu frumvarpi er ekki verið að leggja til neina átthaga- fjötra á fólk. Heldur er verið að leggja til að fólk á landsbyggðinni fái að nota sína eigin peninga sjálft. Og þetta er fólk sem að meginhluta trúir á framtíðina í sinni heimabyggð og er tilbúið að fjárfesta þar í íbúðarhúsnæði. Eg ætla ekki að rökstyðja þetta mál með því að það vinni gegn þenslu á höfuðborgarsvæðinu. Eg sé í sjálfu sér engum ofsjónum yfir því að Reykvíkingum gangi vel. Mestu máli skiptir að upp- gangurinn hér í höfuðborginni sem annars staðar hvíli á traustum grunni og hann gerir það ekki meðan húsnæðislánakerfið virkar sem tæki til að flytja peninga frá landsbyggðinni. Slíkt fær einfald- lega ekki staðist. Það er einfald- lega réttlætismál að sjá til þess að það fólk sem skapar íjármagnið eigi rétt á að njóta ávaxtanna af því. Onnur gagnrýni sem fram hefur komið á húsnæðislánakerfið og reyndar á margt annað í peninga- legum ráðstöfunum opinberra aðila er sú tilhneiging að varðveita sem flesta sjóði í Seðlabanka íslands. Þetta er að ýmsu leyti óheppilegt og ætti að gefa meiri gaum að því að ávaxta féð í almennum lána- stofnunum. Þetta á e.t.v. ekki síst við um Byggingarsjóð ríkisins þar sem reiknað er með því að 500 milljónir verði í sjóði þar um næstu áramót. Ekki er óeðlilegt að þetta fé sé varðveitt sem næst þeim stöð- um þar sem þess er aflað. Þess vegna er lagt til að Byggingarsjóð- ur megi ávaxta í fleiri peninga- stofnunum en í Seðlabankanum. Almennar leigníbúðir á vegfurn fyrirtækja Fyrirtæki á landsbyggðinni standa oft frammi fyrir því að þurfa að ráða til sín nýtt starfs- fólk sem þarf að flytja á viðkom- andi stað. Þrátt fyrir alla umræð- una um að fólk sé að flytja frá landsbyggðinni er staðreyndin hins vegar oft sú, að húsnæðisskortur er víða tilfinnanlegt vandamál, sérstaklega skortur á leiguhús- næði. Þess vegna hafa mörg fyrir- tæki á landsbyggðinni fjárfest í íbúðarhúsnæði sem þau leigja starfsfólki, yfirleitt um skemmri tíma meðan fólk er að koma sér fyrir. Ástæða er til þess að auðvelda fyrirtækjum að komast yfir íbúðir í þessu skyni. Hæstvirtur félags- málaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp um kaupleigu sem var rætt hér í gær. Kaupleiguíbúðir munu vissulega gagnast ýmsum fyrirtækjum en ég tel að það sé ekki nóg. Kaupleiguformið kallar á visst, kerfi og getur orðið þungt í vöfum nema að fólk búi í kaup- leiguíbúðunum um lengri tíma. Það er oft sem fyrirtæki þurfa að ráða fólk með stuttum fyrirvara og geta því ekki farið í gegnum allan þann umsóknarferil sem fylgir kaup- leiguíbúðunum. Kaupleiguíbúðir henta líklega fyrst og fremst fólki sem þegar er komið á viðkomandi staði og hefur tekið ákvörðun um að setjast þar að um nokkurra ára skeið. Þær henta hins vegar ekki jafn vel því fólki sem ræður sig fyrst í nokkra mánuði. Þess vegna er nauðsynlegt að fyrirtæki geti byggt leiguíbúðir með almennum húsnæðislánum og leigt starfsfólki sínu um skemmri tíma þar sem sveigjanleiki er mikill í samningum og öllu fyrirkomulagi. Flest fólk sem flytur út á land á nýja staði þarf ekki slíkt leiguhúsnæði nema i sex mánuði til tvö ár. Þá er það búið að ákveða hvort það vill ílengj- ast á viðkomandi stað og búið að komast yfin eigið húsnæði ef það ætlar sér að vera til frambúðar. Tvö tiltektarmál Þá eru í þessu frumvarpi tvö tiltektarmál sem ég tel rétt að tek- ið sé á. Hið fyrra er að þeir sem byggja almennar leiguíbúðir fyrir aldraða eigi kost á hámarksláni. Eg reikna ekki með því að margir byggi slíkar íbúðir, en ef svo skyldi vera þykir mér rétt að þessi heim- iid sé til staðar. Seinna tiltektarmálið er að þeir sem hafa tekið lán á óhagstæðari kjörum en nú gilda eigi rétt á því að fá kjörunum breytt til samræm- is við nýju kjörin. Flér hef ég fyrst og fremst þá í huga sem á sínum tíma tóku hlutaverðtryggð lán þar sem 2/3 lánsins voru verðtryggðir með 9,5% raunvöxtum en hinn hlutinn var óverðtryggður. Nú hef- ur komið á daginn að þessi láns- kjör hafa reynst þyngri en þau kjör sem eru boðin nú þar sem eru 3,5% vextir ofan á fulla verðtrygg- ingu. Því þykir mér rétt að komið sé til móts við þetta fólk. Nefnd um heildar- endurskoðun Hæstvirtur félagsmálaráðherra hefur boðað nefndarskipan til þess að endurskoða húsnæðislöggjöfina í heild sinni. Þetta frumvarp sem hér er flutm297t er að sjálfsögðu innlegg í það starf. En ég tel samt líka rétt að hreyfa hér þeim atriðum sem í frumvarpinu eru þar sem nauðsynlegt er að þau fái sérstaka athygli háttvirtra þingmanna. Það er slíkt hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar að stöðva fjár- magnsflutningana að það verður að taka sérstaklega á því máli. Nefnd félagsmálaráðherra hefur ekki hafið störf og mér sýnist á öllu að árangurs af starfi hennar sé fyrst að vænta næsta haust og breytingar á lögunum fyrst um næstu áramót. Ég vil því biðja háttvirta þingmenn að íhuga vel hvort ekki sé þörf skjótari við- bragða við þeim vanda sem við er að glíma og íhuga vel hvort ekki sé rétt að breyta lögunum með þeim hætti sem'hér er lagt til meðan nefndin er að vinna upp sínar tillög- ur um frambúðarlausn. Nú nýlega hefur aftur hafist út- hlutun lánsloforða frá Húsnæðis- stofnun. Þessi loforð eru á öðru formi en áður. Ekki er tilgreindur sá tími sem lánið kemur til út- borgunar heldur er sagt að umsækj- andi verði látinn vita þegar um ár er í lánið. Ég tel að það þurfi því að bregðast skjótt við í þessum málum, vegna þess að það má ekki gerast að annar milljarður króna Vilhjálmur Egilsson til viðbótar flytjist frá landsbyggð- inni með því fé sem nú er verið að úthluta. Byggðamál í brennidepli Herra forseti. Byggðamál og byggðastefna hafa mjög verið í brennidepli á undanfömum árum. Stjómvöld hafa gert ýmsar aðgerðir til þess að rétta hag landsbyggðarinnar og byggja upp atvinnulíf þar. En í þessum aðgerðum hefur iðulega ekki verið gætt að því að atvinnulíf- ið á landsbyggðinni og hinar dreifðu byggðir hefðu skilyrði til þess að standa á eigin fótum. Þar kemur margt til, svo sem gengismál, inn- streymi af erlendu lánsfé og fleiri þættir sem hægt væri að hafa um langt mál en eiga ekki beint heima í þessari umræðu um þetta frum- varp sem hér liggur fyrir. Með hinu nýja húsnæðislánakerfí hefur hins vegar gerst slys sem þarf að bregðast við. Þetta slys er í því fólgið að lánin hafa runnið í mun ríkari mæli til Reykjavíkur en svarar til greiðslna í lífeyrissjóði úr því kjördæmi og munar þar um einum milljarði króna. Ekkert er hægt að gera við þá peninga sem búið er nú þegar að lofa einstakling- um úr Byggingarsjóði ríkisins. En það er ákaflega mikilvægt hags- munamál fyrir landsbyggðina og hreint réttlætismál að slysið endur- taki sig ekki með því fé seni nú er verið að úthluta. Því er nauðsynlegt að bregðast skjótt við og afstýra næsta slysi. í því skyni er þetta frumvarp flutt og ég vona að hátt- virtir þingmenn séu sammála mér um nauðsyn málsins og hversu brýnt það er. Ég legg til að frum- varpinu verði vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefndar. MÞHMI Albert Guðmundsson alþingismaður: Launabætur til lágtekjufólks Albert Guðmundsson (B/Rvk) sagði í umræðu á Alþingi um frumvarp Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur — um hækkaðan persónufrádrátt og greiðslu launabóta í tengslum við tekju- skattskerfið — að hér væri bent á færa leið til að draga úr laun- amisrétti í landinu. Þingmenn Borgaraflokks eru reiðubúnir, sagði Albert, að skoða aðrar tekjujöfnunarleiðir, ef fram verða færðar. FYumvarp þetta er flutt af reyndum forystumanni í verkalýðsmálum, sem helöur þvl fram, að verkalýðshreyfingunni hafi ekki tekizt, í 70 ára sögu hefð- bundinna samninga, að rétta hlut hinna lægstlaunuðu svo þeir geti lifað á 8 stunda vinnudegi og 5 daga vinnuviku. Þess vegna verði annað að koma til. Það er ekki hægt að kasta tillög- um af þessu tagi út um gluggann, sagði Albert. Alþingi verður að samþykkja þetta frumvarp eða benda ella á aðra betri leið í stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.