Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 47
Hann lagði einnig fram tillögur að lögum. Niðurstaða fundarins var að kjósa nefnd til þess að athuga tillögumar að lögunum, boða til stofnfundar og fá væntanleg stofn- félög til þess að kjósa fulltrúa og veita þeim umboð til að standa að stofnun sambandsins. Stofnfundur- inn fór svo fram 28. janúar. Mættu fulltrúar frá 7 félögum og stjórnir 5 félaga í Reykjavík og á Akureyri óskuðu aðildar. Kosin var stjórn. Stungið var upp á Siguijóni að taka sæti í stjóminni, en hann baðst undan vegna væntanlegrar dvalar sinnar erlendis, til þess að búa sig undir keppni í grísk-rómversku fangi í Ólympíuleikunum í Stokk- hólmi þá um sumarið. Skömmu eftir fundinn fór Sigur- jón úr landi áleiðis til Kaupmanna- hafnar. Vegna íslaga á dönsku sundunum kom Siguijón á skautum inn til Kaupmannahafnar. Danskir fangbragðamenn tóku Siguijóni vel, létu hann æfa og keppa með sér. Danir stóðu framarlega í fang- brögðum. Þeir töldu ávinning að fá Siguijón til viðfangs. Siguijón vann ytra að væntanlegri þátttöku ís- lands í leikunum og haifði um hana beint samband við undirbúnings- nefnd Svía. íslendingar i Kaup- mannahöfn vildu standa við bakið á Siguijóni og til þess að keppni í glímu fari frekar fram inni í leikun- um sjálfum, söfnuðu þeir fé til að láta smíða vandaðan bikar fyrir glímumennina að keppa um. Þetta tókst. Hallgrímur vann bikarinn en Siguijón gekk næstur honum. Þá fengu Siguijón og þrír aðrir að sýna fulltrúum Alþjóða Ólympíunefndar- innar glímuna. Meðal fulltrúanna var Pierre de Coubertin, höfundur leikanna. Jón Halldórsson keppandi okkar í 100 m hlaupi féll út úr keppninni í 8. riðli. Þau loforð voru svikin, sem Sig- uijón hafði fengið um sjálfstæði flokksins við inngöngu á leikvang- inn við setningu leikanna og skrán- ingu nafns islands aftan við nöfn íslensku keppendanna. Flokkurinn skyldi ganga í miðjum danska flokknum og við nöfnin stóð Dan- mörk (ísland). Flokkurinn gekk ekki inn við setningu en er þeir gengu inn til þess að heyja kapp- glímuna, báru þeir merkispjald þar sem á stóð ísland, gengu snúðugt, knálegir í fölgulum búningum. Þeg- ar keppendur í fangbrögðum voru boðaðar var dregin á stöng veifa með skammstafað heiti þjóðar og númer, t.d. var einkenni Siguijóns Dan. 1. Hvert sinn er Siguijón sá merkið, fylltist hann reiði. Á bijósti bar hann fálkamerkið, sem þá var skjaldarmerki íslands. Miðþyngdarflokkur B í grísk- rómversku fangi, sem Siguijón Pét- ursson keppti í voru 50 keppendur skráðir. Var þeim raðað í 5 riðla. Sá er tapaði tveimur viðureignum var úr leik. Hver lota 30 mín. Hvíld 1 mín. Samkvæmt frásögn félaga Siguijóns í blaðinu Þrótti 1918 er teikningin tii hliðar gerð: Siguijón og O. Wiklund komust í undanúrslit með öðrum átta. Keppendur í undanúrslitum urðu níu. O. Wiklund hætti, því að hann var þrekaður eftir viðfangið við Sig- uijón. í undanúrslitum var hver úr leik, sem tapaði viðureign. Siguijón fékk Bela Varga (Ungvl.) til við- fangs. Sá var meðal þekktustu fangbragðakappa Evrópu. Fyrir honum tapaði Siguijón eftir fræki- lega framgöngu. Bela Varga hlaut bronsverðlaun. Frammistaða Sigur- jóns var frábær og vakti athygli. Siguijón varð í 5.-9. sæti. Birtust greinar um fræknleika Siguijóns í sænskum blöðum og gátu þess að þeirra maður, Anders Ahlgren, mætti vara sig á honum. Á leiðinni heim var flokknum boðið að taka þátt í móti í Malmö. Glímd var kappglíma innbyrðis. Jón Halldórsson hljóp 100 m og Sigur- jón fékkst við öfluga fangbragða- menn í grísk-rómversku fangi og náði öðru sæti. Er heim kom var glímt um Grettisbeltið og hélt Sig- uijón því. Um haustið 1912 efndi Siguijón Pétursson til stofnfundar skátafé- lags í „Fjósinu", húsakynnum hins lærða skóla í Reykjavík (MR). Hann vildi efla útilíf og ferðalög meðal reykvískra drengja. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 I upphafi minningargreinarinnar er minnst á ritið Mín aðferð, sem Siguijón gaf út 1911. Þetta rit var mikið notað, svo að útgefanda varð að ósk sinni, að það yrði þeim, sem áhuga hefðu að æfa sig, þarfur kennari. Árið 1916 gaf stjórn ÍSÍ út kennslubók í glímu ásamt fyrirmæl- um um íslenska glímu. Siguijón var einn þeirra sem sömdu bókina. Kunnar eru margar myndir af glímubrögðum, sem Siguijón sýndi og voru teknar upphaflega vegna glímubókarinnar. Siguijón hélt áfram að æfa þær íþróttir, sem hér voru iðkaðar og þjálfa líkama sinn. Hann var löngum fræknastur allra. í fyrri heimsstyijöldinni lögðust íþróttaiðkanir að mestu niður hér í Reykjavík. Þegar leið frá lokum stríðsins og ekki hófust æfingar, boðaði Siguijón til aðalfundar í Ármanni og tók að sér formennsku meðan íþróttalífið komst í eðlilegt horf. Siguijón keppti sem beltishafí í Íslandsglímu 1919 og varð annar. Hann keppti síðast í glímu 1920 og þá um Armannsskjöldinn. Glímunni luku 14 glímumenn. Sig- utjón vann skjöldinn. Lagði alla og þar á meðal glímukappa íslands, Tryggva Gunnarsson. Þetta voru glæsileg lok á affarasælum og löng- um íþróttaferli. Árið 1924 stofnaði Siguijón íþróttaskóla á Álafossi, sem hann starfrækti að sumarlagi fyrir böm allt til 1942 að breski herinn tók húsakynnin til afnota. Fyrir skólann hafði hann látið reisa heimavistir, leikskála og yfirbyggða sundlaug. Leitt til hennar heitt vatn um 1.100 m leið. Margir, sem nutu íþrótta í þessum sumarskóla róma dvölina. Siguijón lagaði á Álafossi til fyrir fólk að sækja útihátíðir. Einnig sóttu reykvískir sundmenn sundæf- ingar um árabil í lónið ofan við stífluna í Varmá, og við það reisti Siguijón búningsherbergi. Af þessari upptalningu á ferli Siguijóns Péturssonar sem íþrótta- iðkandi margra greina,_ keppenda í þeim, afreksmanns á Ólympíuleik- um, íþróttafrömuðar, má ljóst vera að hann sé athyglisverðasti íþrótta- maður íslenskur á 20. öld. Við verslunarstörf og verkstjóm starfaði Sigutjón 1902—15. Starf- rækti eigin verslun til 1919, er hann keypti klæðaverksmiðjuna á Álafossi í Mosfellssveit, sem hann starfrækti til æviloka. Samhliða rak hann saumastofu og fataverslunina Álafoss í Reykjavík. Stofnaði 1933 Félag ísl. iðnrekenda. Var fyrsti formaður félagsins og í stjóm þess í 15 ár. Stofnandi Sálarrannsóknar- félags íslands 1918 og Náttúm- lækningafélags íslands 1938. Lét sig varða ýmis velferðarmál al- mennings, t.d. vatnsveitu, gatna- gerð, götulýsingu, að gasstöð var reist o.m.fl. Árið 1914 kvæntist Siguijón Sig- urbjörgu Ásbjömsdóttur trésmiðs Ólafssonar. Hún var virkur félagi í Umf. Iðunni og var í leikfími- flokki kvenna sem sýndi undir stjóm Bjöms Jakobssonar 1911 á Landsmóti UMFÍ. Hún fylgdi því manni sínum dyggilega í störfum hans að íþróttum. Segja má að þau hjón ættu tvö heimili. Annað við Þingholtsstræti í Reykjavík en hitt á Álafossi. Bæði þessi heimili bám myndarskap og hlýleika húsfreyj- unnar fagurt vitni. Sigurbjörg fæddist 31. mars 1892 og lést 8. júní 1975. Böm þeirra hjóna: Sigríður (f. 21. mars 1916) íþrótta- kennari, forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur og húsfreyja á Hurðar- baki, Reykholtsdalshr., Borgar- fjarðarsýslu. Pétur (f. 30. júlí 1918) efnaverkfræðingur, forstöðumaður Rannsóknarstofu iðnaðarins. Ás- bjöm (f. 26. mars 1926 — d. 7. júlí 1985) forstjóri og formaður Handknattleikssambands íslands. Siguijón var sæmdur Fálkaorðu 1932, sænsku Ling-orðunni 1939 og heiðursfélagi ÍSI var hann kos- inn 1932. Hvatning Siguijóns til sam- starfsmanna um hvert hans áhuga- mál, var sprottinn af eldlegum áhuga hans og heilhuga fordæmi, studd víkingslund hans og karl- mannlegu stolti. Þessa fékk íþrótta- félag hans, Glímufélagið Ármann, að njóta, og_ þá heildarsamtök íþróttamanna, ÍSÍ. Stór er þakkar- skuld þessara félagsstofnana við Siguijón Pétursson og því er hans í dag minnst að þeirra tilstilli. Þorsteinn Einarsson í dag, 9. mars, em 100 ár liðin frá fæðingu Siguijóns Péturssonar á Álafossi. Foreldrar hans vom Pétur Þórarinn Hansson, sjómaður og síðar formaður (1851—1907) í Skildinganesi suður við Reykjavík, og Vilborg Jónsdóttir (1859— 1943), bónda Einarssonar í Skild- inganesi. Er Pétur sagður hafa ver- ið sægarpur mikill og hinn ágæt- asti fískimaður. Ungur hóf Siguijón störf hjá Th. Thorsteinssyni, kaupmanni og út- gerðarmanni í Reykjavík. Thor- steinsson var tengdasonur Geirs Zoéga, eins ötulasta brautryðjanda stórútgerðar á íslandi. Th. Thor- steinsson var mikill framfaramaður og fullyrða má að hann hafi verið á ótrúlegustu sviðum langt á undan sinni samtíð. Hann kom á fót sér- verslunum, t.d. fata- og vefnaðar- vömverslun, veiðarfæraverslun og netagerð o.s.frv. Áhersla var lögð á snyrtilega og lipra umgengni við afgreiðslu viðskiptavina og hefur það átt dijúgan þátt í að efla versl- un hans. Hann hóf vélþurrkun á físki, sem og fískverkun í stómm stíl á Kirkjusandi um aldamótin. En það sem að sjómönnum sneri bætti hann útbúnað skipa og vistar- vemr. „Áhrif hans á unga menn, áhugi hans og vömvöndun urðu verslunar- og útgerðarmálum á margan hátt til eflingar. Hann var framfaramaður, snyrtimenni og drengskaparmaður," segir Vil- hjálmur Þ. Gíslason í Sjómannasögu sinni. Fullyrða má að starfstími Sigur- Rækju ostur Producc of Iccland enn meiri háttar OSTATILBOí) stendur til 19. mars nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka Rækju-, sveppa- og paprikuostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 329 kr., HÚ 250 líT.* 24% lækkun. Beikonostur Áður kostuðu 3 dósir ca. 3^7 kr., nú 285 Kr.* 24% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Beikon ostur produce of Iceland ostur Produce of Iceland JiSprfii;.'-..; 1 Produce of Iceland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.