Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Greinargerð frá dag- skrárstjóra Sjónvarps Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi frá Hrafni Gunn- laugssyni, dagskrárstjóra Sjón- varps: Til ritstjómar Morgunblaðsins. Þar sem bréf Gylfa Thorlacius, sem skrifað var fyrir hönd Lög- reglufélags Reykjavíkur, var birt í heild í blaðinu, leyfi ég mér að óska eftir að þessi tvö bréf verði jafn- framt birt í heild sinni. Ástæða þessa máls er þátturinn Maður vik- unnar, þar sem rætt var við Svein Jónsson sem handleggsbrotnaði niðri á lögreglustöð, og hafði Lög- reglufélagið óskað eftir því við Ut- varpsráð að umsjónarmaður þáttar- ins fengi áminningu. Þessu hafnaði Útvarpsráð. Kveðja, Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri. Bréf Hrafns Gunnlaugsson- ar Hr. framkvæmdastjóri Pétur Guðfinnsson. V/bréfs frá lögfræðingum Lög- reglufélags Reykjavíkur v/Manns vikunnar 27. febrúar sl. „Skamma stund verður hönd höggi fegin," segir hið fornkveðna og sýnist mér þau sannindi í góðu gildi. Að öðru leyti hef ég þetta um málið að segja — þátturinn var gerð- ur að minni ósk og með minni vit- und. Baldur Hermannsson á mitt fulla traust og hefur áður tekist á við viðkvæm og vandasöm verkefni, m.a. ræddi hann við skipbrotsmenn þá sem komust lífs af úr hörmulegu sjóslysi nýlega og tókst þar að taka á viðkvæmu efni af þeirri nærfæmi sem krefjast verður. Sama er í rauninni uppi á ten- ingnum, hvað þetta efni varðar — hér er um viðkvæmt efni að ræða: Unglingspiltur utan af landi er beitt- ur ofbeldi, vegna þess að ákveðnir menn taka lögin í sínar hendur og misbeita valdi sínu. Enda segist lög- reglustjóri hafa sjálfur vikið þeim frá störfum á meðan rannsókn máls- ins fer fram. Tilgangur þáttarins var ekki að sverta lögregluna sem starfsstétt, heldur að bregða ljósi á þennan unglingspilt, sem örlögin höfðu allt í einu leitt fram í dagsljó- sið á harkalegan hátt. í umfjöllun Baldurs var hvergi hallað réttu máli, enda ekki tilgang- urinn sá að kveða upp dóm, eða áfellast neinn í þessari umfjöllun. Það er ekki mitt að kenna Lög- reglufélaginu hvemig efla beri traust almennings til lögreglunnar — mér hefði hins vegar þótt stór- mannlegra, ef félagið hefði vítt þá menn sem komið hafa óorði á alla stéttina í stað þess að senda frá sér bréf sem leiðir ósjálfrátt hugann að því, hvort félagið sé að veija afglöp tveggja svartra sauða. Kær kveðja, Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri. Maður vikunnar — Sveinn Jónsson Helstu forsendur þáttarins voru þessar: 1. Hrakfarir Sveins Jónssonar og sú limlesting er hann sætti af hálfu lögreglunnar í Reykjavík er miklu alvarlegra mál, en venjuleg slags- mál milli óbreyttra borgara, því nú hjó sá er síst skyldi, nefnilega það þjóðfélagsafl sen> öllum er innrætt frá blautu barnsbeini að hlýðr.ast og virða. Limlesting þessi hefur að sjálfsögðu skapað ótvíræðan trún- aðarbrest milli lögreglu og almenn- ings, og sá brestur er þeim mun ógnvænlegri, sem frásögnum yfir- boðara lögregluliðsins ber alls ekki saman við handhafa ráðherravalds- ins. 2. Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði fengið tækifæri til þess að tjá sig um málið í Sjónvarpinu, en drengurinn ekki. Þátturinn stuðlaði að því að jafna þennan baggahalla. 3. Nöfn þeirra starfsmanna lög- reglunnar sem áttu hlut að limlest- ingunni, eru sveipuð dul, og sama gildir um konu þá hina tannhvössu, er geymir klæði gestkomandi manna á lögreglustöðinni. Þessi dul er ekki aðeins höfð við til þess að skýla, hún er einnig markviss aðferð til að kæfa umræðuna á frumstigi, eins og reyndar má lesa úr bréfi Gylfa Thorlacius, þar sem hann fjargviðr- ast út af einhliða umfjöllun. 4. Þannig var búið um hnúta að engin meiðyrði heyrðust í þættinum. 5. Mér var kunnugt um að dreng- urinn bar ekki þungan hug til lög- reglunnar almennt, þrátt fyrir lim- lestinguna, hann kvaðst treysta henni rétt eins og áður, en bæri vonlega beiskan hug til þeirra sem limlestu hann. Þetta mikilvæga at- riði lét ég koma skýrt fram í lok þáttarins, til þess að lífsreynsla hans leiddi okkur hin í vitneskju um þver- bresti lögreglunnar, en yrði þó ekki til þess að rýra traust lögreglunnar umfram það sem hún hefur gert sjálf nú þegar. 6. Eftir talsverða umhugsun kaus ég að láta frásögn hans hefjast þeg- ar kemur að hinni óleyfilegu hand-. töku, enda er það sem á undan gekk alls ekki kjarni málsins, og það verður með engu sanni sagt að þau tildrög hafi af nauðsyn knúið fram hina óleyfilegu handtöku og sársaukafullu limlestingu. 7. Hin óleyfilega handtaka og lim- lesting hins unga aðkomupilts, vöktu óskipta athygli þjóðarinnar, áhugi hennar beindist mjög að þol- andanum, sem ekki hafði fengið að segja sína sögu í Sjónvarpinu, og því var það nálega skylduverkefni að velja hann í þennan þátt, svo framarlega sem gætt væri þeirra takmarkana sem fyrr eru nefndar. Gylfi Thorlacius hefur ritað Út- varpsráði bréf um þátt þennan, dag- sett 1. mars ’88, og æskir viðbragða af hálfu ráðsins. Skylt er og skyn- samlegt að sundurgreina röksemda- færslu þessa bréfs, og kanna þann- ig hvort hún sé nógu heilsteypt og óyggjandi, til þess að knýja á um þau svör, er hann fysir að heyra. Mér er jafnan ljúft að skoða af sann- gimi, hvers konar gagnrýni á störf mín, hvort sem þau eru unnin á vegum sjónvarps, eða á öðrum vett- vangi, en það er mála sannast að bréf Gylfa er ekki til þess fallið að dýpka skilninginn, og þegar efni þess er vandlega kannað, stendur varla steinn yfir'steini. Ég geri ráð fyrir því að sá er þetta les hafi bréf Gylfa undir hönd- um og skal ég stikla á helstu atrið- um í málflutningi hans — frá upp- hafi bréfsins til loka þess — og sýna hve fráleit þau eru, en eftir hinum einstöku atriðum verður að dæma málflutninginn í heild sinni. 1. Gylfi segir á miðri fyrstu síðu, að þátturinn gefi í skyn að íslenskir lögreglumenn viðhafí samskonar harðneskju og þeir hermenn erlend- ir og lögreglumenn, sem sýndir voru í inngangi. Neðar á sömu síðu segir: „Allur inngangur að þættinum og kynning hans, er mjög ærumeiðandi fyrir lögreglumenn." Þessi staðhæfing á ekki við rök að styðjast, því að und- ir inngangsmyndum var lesinn texti um vaxandi harðneskju í þjóðlífínu, svo sem í verslun og viðskiptum, aðgerðum stjómvalda og framkomu opinberra stofnana. Lögregla eða lögreglumenn vom aldrei nefndir einu orði undir þessum inngangi. 2. Gylfi fremur skýlausa fölsun á miðri fyrstu síðu, þegar hann setur innan gæsalappa orð sem aldrei vom sögð í þættinum, og er þessi fölsun dæmigerð fyrir aðferð hans alla, en gæsalappir em samkvæmt ríkjandi hefð einungis hafðar til þess að sýna orðréttan texta. 3. Undarlegasta staðhæfingin á fyrstu síðu er þessi: „Þarna er því gefíð til kynna að lögreglan í Reykjavík hafi handleggsbrotið manninn." Hvað er Gylfi eiginlega að fara? Það er ekkert gefíð í skyn, heldur frá því greint með einföldu og auðskiljanlegu orðalagi, að lög- reglan í Reykjavík handleggsbraut Svein Jónsson, enda er það alkunn staðreynd, sem hvorki lögreglan í Reykjavík, né nokkur annar hefur vefengt. Heldur Gylfi kannski að lögreglan hafi fundið drenginn handleggsbrotinn á því heimili sem hann var á um stundarsakir, farið með hann limlestan niður á lög- reglustöð, til þess að láta hann dúsa þar yfir nóttina, en snúist hugur og farið með hann á sjúkrahús? Það er varla hægt að skilja hneykslun hans á annan veg. 4. Gylfi segir: „Þátturinn er fullur af rangfærslum og dylgjum sem ekki fá staðist, t.d. er hvergi í þætt- inum minnst á ástæðu fyrir hand- töku mannsins." 011 þessi málsgrein er hreinasta rökleysa, því hvemig má það flokk- ast undir rangfærslur, eða dylgjur sem fá ekki staðist (sic!), að tíunda ekki meir en þegar hefur verið gert í fjölmiðlum aðdraganda hinnar óleyfílegu handtöku? 5. Um líkur á örkumlum er það að segja, að þær eru vitanlega fyrir hendi, þótt ekki sé ljóst hvort þær eru litlar eða miklar, en í þættinum var enginn dómur á það lagður, hvort heldur væri. 6. Neðst á fyrstu síðu fer Gylfí hörðum orðum um orðalag mitt, varðandi fjárhagstjón drengsins af limlestingunni. Það má hver heilvita maður skilja, að drengurinn hefur nú þegar orðið fyrir tilfinnanlegu fjárhagstjóni af þessum völdum, því hann missti af vinnu, eigrar um atvinnulaus og getur ekki greitt skuldir sínar. Állt annað mál er svo það, að kannski verður honum ein- hvemtímann síðar bætt þetta tjón að ftillu. Ég fæ ekki annað séð en Gylfi skilji ekki muninn á þessu tvennu og fer þá nokkuð að förlast boðskap bréfsins. 7. Um einhliða staðhæfingu ann- ars málsaðila sem Gylfi nefnir á annarri síðu, er það að segja að drengurinn hafði fram að þessu ekki komið fram í Sjónvarpinu, en það hafði aftur á móti Böðvar Bragason. Nöfn hinna harðleiknu lögreglumanna og tannhvössu fata- gæslukonu em sveipuð dul og ekki um það að ræða að fá þau í þáttinn. 8. Um aðfinnslur hans í minn garð, fyrir að borga ferð Guðrúnar Sveinsdóttur til Reykjavíkur, er það að segja að við hefðum ella orðið að kosta ferð þriggja manna austur á Eskifjörð, með tilheyrandi dag- peningum, og aukalegum greiðslum til þess kvikmyndafyrirtækis sem annaðist gerð þáttarins. Við greidd- um aðeins fargjaldið fyrir Guðrúnu fram og aftur, allan annan kostnað tók hún á sínar herðar. Ég tel að þessi lágkúrulega að- dróttun Gylfa Thorlacius leiði úr skugga innræti hans sjálfs, og sé það síst til þess fallið að auka veg þeirra sem til hans leituðu. Það stendur ekki steinn yfir steini, ef tilskrif Gylfa er grannt lesið, en mér þykir líklegt að því sé einkum ætlað að hræða starfsmenn Sjónvarpsins frá frekari meðferð þessa máls og jafnframt að drepa því á dreif, með því að telja mönnum trú um að sjónvarpsþáttur um hina óleyfilegu handtöku og hrottalegu limlestingu skemmi æru lögreglu- manna meir en verknaðurinn sjálfur og missagnir ráðamanna um fram- vindu málsins. Varðandi hlutskipti Gylfa sjálfs fínnst mér hlýða að vísa til Brennu- Njálssögu og örlaga Eyjólfs Böl- verkssonar, sem hvorki rak mál sitt af réttlætiskennd eða góðgimi, held- ur fégræðgi einni saman. „Eyjólfur Bölverksson var lagður ógildur fyrir ójöfnuð hans og rangindi,“ segir höfundur Njálu og færi betur ef sú yrði einnig raunin um erindi Gylfa Thorlacius. Greinargerð þessa les ég í síma fyrir Halldóm Káradóttur að morgni 4. mars, og fel henni á hendur að rita það upp og dreifa fyrir fundar- menn í Útvarpsráði. Þar sem bréf Gylfa felur í sér grófan atvinnuróg, mun ég áskilja mér allan rétt til þess að sækja hann til saka á öðmm vettvangi, svo og að opinbera hvort tveggja í fjölmiðlum ef svo ber undir, bréf hans og andsvar mitt, en það er önnur saga. Egilsstöðum, 4. mars ’88. F.h. Baldurs Hermannssonar Halldóra Káradóttir Leiguvél á vegum Flugleiða: Tölvur til lands- ins og hestar út Keflavík. Fíutningaflugvél á vegum Flugleiða flutti 500 tölvur af nýjustu gerð til landsins á sunnudag. Eftir að tölvurnar höfðu verið teknar frá borði voru nokkrir tugir hesta settir um borð og að því loknu var ferðinni heitið til Svíþjóðar sem verður framtíðarheima- land hestanna. Öm Andrésson, sölustjóri hjá fyrirtækinu Enari J. Skúlasyni, sem flytur inn tölvumar, sagði að þessi flutningsmáti hefði ýmsa kosti. Mikið magn væri- keypt og flutt inn í einu og hægt að nýta flutningarými vélarinnar aftur til baka. Örn sagði að tölv- umar, sem em af tegnndinni Victor, hefðu komið frá Svíþjóð, en þær væru framleiddar í Jap- an. Hann sagði að fyrir væru um 2.900 vélar af þessari tegund í landinu og væri eftirspurn mik- il. Hestamir, sem eiga ekki aft- urkvæmt til landsins, vom seldir frá 80 þúsundum krónum upp í 300 þúsund krónur. Það var sænskur hestakaupmaður og hinn kunni tamningamaður og knapi, Aðalsteinn Aðalsteinsson, sem stóðu að útflutningi hest- anna. - BB Morgunblaðið/Biöm Blöndal Hestar leiddir uro borð í flug- vélina á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.