Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 49 Eiríkur Kúld Sig- urðsson — Minning Fæddur 17. september 1917 Dáinn 11. febrúar 1987 Hinn 18. febrúar síðastliðinn var borinn til hinstu hvílu Eiríkur Kúld Sigurðsson frá Skálanesi á Mýrum. Eiríkur háði harða baráttu síðustu þtjá mánuði. Eiríkur lést 11. febrúar. Kynni okkar Eiríks hófust fyrir fimm árum er ég gekk að eiga uppeldisdóttur hans, Dag- mar Ingu. Að eiga Eirík sem vin og félaga sannaði fyrir mér að ald- ursmunur skiptir ekki máli þegar um vináttu er að ræða. Þijátíu og tveggja ára aldursmunur hefur í för með sér ólíkar aðstæður í uppvexti og lífsviðhorf á líðandi stundu. Þessi atriði urðu að engu í samskiptum okkar Eiríks. Áhugi hans og um- hyggja fyrir því sem fólk hans var að fást við var ætíð í fyrirrúmi. Að hjálpa og ráðleggja okkur unga fólkinu, bömum, bamabömum og tengdabömum, var hann alltaf reiðubúinn. Eiríkur var fæddur 17. septem- ber 1917 að Seljum í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Foreldrar hans voru þau Sigurður Þórðarson, bóndi, og Guð- mundína Þorbjörg Andrésdóttir. Þau hjón fluttu að Skálanesi á Mýrum þegar Eiríkur var tíu ára. Þar ólst hann upp í stómm systkina- hópi. Á þessum árum var enginn heimilismaður undanþeginn að leggja sitt af mörkum við búskap- inn. Almenn sveitastörf styrktu unga fólkið fljótt til sálar og líkama. Stutt var til sjávar frá Skála- nesi, því var sjálfsagt að eiga bát- skel sem ýta mátti á flot er veður leyfðu. Þama komst seltan í blóð Eiríks. Sjósókn og allt sem að vinnslu sjávarafla laut var Eiríki hugleikið. Ekki hafði Eiríkur náð háum aldri þegar heimdraganum var hleypt. Fjórtán ára réðst hann í skipsrúm suður í Njarðvík. Vistað- ist hann hjá Finnboga Guðmunds- syni, útvegsbónda. Einhveijar ver- tíðir var hann hjá Finnboga. Eftir þá vist fór hann til Karvels Ög- mundssonar, þekkts athafnamanns þar syðra. Einnig var Eiríkur á strandferðaskipum. Sagði Eiríkur mér að sér hefði þótt eitthvað vanta á þá sjómennsku. Ungur lærði hann að draga afla úr sjó, hjá föður sínum og hefur trúlega vantað aflann að fást við. Vegna heilsuleysis varð Eiríkur að leggja sjómennskuna frá sér. En áfram varð að lifa og gerðist hann þá bifreiðarstjóri á vömbif- reið. Með því að keyra aflann frá bátunum gat hann verið í snertingu við sjóinn, sem átti hug hans. Síðustu árin vann Eiríkur hjá Reykjavíkurborg. Oft kom ég í birgðastöðina til hans. Umgengni hans á þeim vinnustað lýsti honum best. Umhyggjan og reglusemin hvert sem litið var. Eiríkur var tvíkvæntur. Átti fjög- ur böm með fyrri konu sinni. Þau Stína, Ella, Helgi og Siggi syrgja nú sárt ástkæran föður. Seinni kona Eiríks var Margrét Geirsdóttir frá Hallanda í Hraungerðishreppi og áttu þau saman tvö böm, Eygló og Margeir. Hjá mömmu sinni og Eiríki ólst líka upp konan mín og var hún ætíð sem eitt af börnum Eiríks. Eiríkur lifði að sjá öll sín börn vaxa til manns. Bamabörnin vom Eiríki til mikillar gleði og sakna þau nú sárt afa í Álfheimum. En minn- ingin um afa lifir. Samvemstund- imar í sumarbústaðnum „Engja- seli“, sem þau Eiríkur og Margrét reistu, koma til með að vekja upp t Þökkum innilega þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS SIGFÚSSONAR, Espigerði 2, Reykjavfk. Sérstaklega viljum við þakka forráðamönnum Landvéla, Hauka- bergs, Húsfélags Espigerði 2 og Kvöldvökukórnum sýnda virðingu við útför hans. Guð blessi ykkur öll. Emilia Böðvarsdóttir, Garðar Kóri Garðarsson, Erna Óladóttir, Ragnheiður Ólaffa Garðarsdóttir, Viðar Jónsson, Hreimur Heiðar Garðarsson, Sigrföur Ingólfsdóttir, Kristín Garöarsdóttir, Halldór Hreinsson, Ólöf Brynja Garðarsdóttir, Hildur Garðarsdóttir, barnabörn og langafabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SOLVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Ekkjufelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á Egilstöðum fyrir góða umönnun. Sigbjörn Brynjólfsson, Grétar Brynjólfsson, Þórunn Brynjólfsdóttir, Sigrún Brynjólfsdóttir, barnabörn Kristfn Jónsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Guömannsson, Sigurjón Gfslason, Ásdfs Þórðardóttir, og fjölskyldur. + Við þökkum innilega sýnda samúð og virðingu við andlát, EINVARÐS HALLVARÐSSONAR fyrrv. starfsmannastjóra. Vigdfs Jóhannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. LOKAÐ Lokað í dag vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR. Flóamarkaður Sambands dýravernd- unarfélaga íslands. ljúfsárar minningar. Þar sjáum við afa fyrir okkur nostrandi við bú- staðinn og gróðurinn. Við ástvinamissi eiga allir um sárt að binda. Tíminn græðir þau sár. Minningin um ástkæran eigin- mann, föður, afa, tengdapabba og síðast en ekki síst vin, lifir áfram með okkur. Fjölskyldan Árbæ Eg dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þgar ábati dauðinn er mér ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta’ er fundin. Eg ferðast og veit, hvar mín för stefnir á ég fer til Guðs himnesku landa, ég fer, unz ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðarsorgin má né annað neitt ástvinum granda. Ég lifi nú þegar í Drottni í dag, ég dey, svo að erfi ég lífið, ég ferðast mót eilífúm unaðarhag. Hví er þá mín sál ei með gleðibrag? Ég á þegar eilífa lífíð. (Stef. Thor.) Við kveðjum elskulegan bróður með söknuði, því hann er horfinn sjónum okkar og á ekki samleið með okkur lengur á þessu tilveru- stigi. Minningamar hrannast upp, einkum frá bemsku- og æskuárun- um. Eiríkur fæddist á heimili Elínar foðursystur okkar og Guðlaugs Jónssonar á Seljum í Hraunhrepp. Þar voru fyrir þijú hálfsystkini okk- ar sem þau hjón tóku í fóstur þegar móðir þeirra lést. Elsta systir okkar var í Laxárholti hjá frændfólki, en sú yngsta fór að Vogi og fluttist til Reykjavíkur með fósturforeldr- um sínum. Gamla fólkið á Seljum minntist oft fyrstu ára Eiríks. Hann var svo kátur, tápmikill og hraustur. For- eldrar okkar, Guðmundína Þorbjörg Andrésdóttir og Sigurður Þórðar- son byggðu sér lítinn fallegan bæ í túnjaðrinum á Seljum. Þar var gott að vera og margs að minnast frá þeim hugljúfu árum. Við vomm alin upp við trúrækni og hver dagur byijaði með lestri morgunbæna og endaði með kvöld- bænum, á sunnudögum var lesinn húslestur og sálmar sungnir. Elín og Guðlaugur tóku fóstur- son, Einar Pétursson, sem var á aldur við okkur. Hann varð mikill vinur okkar og félagi alla tíð ekki síst Eiríks. Fljótt kom í ljós hvert hugur Eiríks hneigðist, þáð urðu allir hlut- ir að bátum hjá honum. Snemma gat hann smíðað sína báta sjálfur og siglt þeim á sjó og pollum. Einn dagur bar af öðrum frá þessum tíma sem Eiríkur minntist oft á. Það var þegar pabbi keypti litla bátinn sinn, fjögra manna far og kom siglandi á honum inn eftir Seljavíkinni. Þetta var mikil happa- fleyta og átti eftir að færa okkur mikla björg í bú. Þegar Eiríkur var tíu ára fluttum við að Skálanesi sem var næsti bær. Þá var farið að stunda sjóinn á hveiju vori, fékk þá drengurinn að reyna sig við ár- ina og varð fljótt liðtækur og vel fiskinn. Oft komu þeir með hlaðinn bát að landi þegar líða tók á dag- inn. Einnig var stunduð hrognkelsa- veiði frá Skálanesi og þar var Eirík- ur mjög duglegur. Oft var hann sendur með í soðið á næstu bæi. Það var margt sem hreif hugann við sjóinn á vorin og við höfum oft talað um á liðnum árum, það var fuglalífið. Æðarfuglinn safnaðist saman í lendingunni þegar leið að þeim tíma að báturinn kæmi að landi. Lundaveiði var mikil í Skut- ulsey sem var skammt undan landi. Þar fékk Eiríkur að háfa lunda og fór þá einn á bátnum sem hann hafði nú lært að stjóma og haga seglum, og naut þess að sigla í góðum byr. Ekki var hann fullvaxinn þegar hann fór með öðrum veiðimönnum í Hvalseyjar en þar var legið við á hveiju vori um veiðitímann. Það var mikið lán fyrir foreldra okkar að elsti drengurinn þeirra var svona duglegur að afla matar fyrir fjöl- skylduna, en við urðum fímm systk- inin sem komumst á legg og faðir okkar orðinn fullorðinn, jörðin ekki stór og bústofn því lítill. Eiríkur fylgdi föður okkar að allri vinnu sem viðkom búskapnum, voru þeir mjög samhentir og kært með þeim. Einn góðan vin átti hann, Helga Gíslason í Tröðum, eyddu þeir mörgum frístundum saman, á skautum á vetuma og útreiðartúr- um á sumrin. Þegar Eiríkur var fjórtán fór hann í fyrsta sinn á vertíð, að Tjam- arkoti í Innri-Njarðvík til Finnboga Guðmundssonar. Eftir það var hann hvetja vertíð þar syðra fram að tvítugu en annan tíma heima. Eftir það fór hann að koma heim sem gestur og alvara lífsins tók við. Eiríkur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Oddsdóttir og áttu þau fjögur börn, Kristínu f. 1943, Helga Hermann f. 1944, Sig- urð f. 1949 og Elínu Ólöfu f. 1951. Seinni kona hans var Margrét Geirsdóttir og áttu þau tvö böm, Eygló Kúld f. 1963 og Margeir Kúld f. 1965. Tvær stjúpdætur eignaðist hann, Dagmar Ingu Kristjánsdóttur sem ólst upp hjá honum og móður sinni og var hon- um sem besta dóttir og gagnkvæm vinátta milli þeirra, yngri systirin er Geirrún Kristjánsdóttir sem einn- ig var einlæg í viðmóti við stjúpa sinn. Síðastliðið sumar áttum við ynd- grunnnamsi Margpætt, hagnýtt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun Macintoshtölva. Dagskrá: • Grundvallaratriði Macintosh • Teikniforritið MacPaint • Ritvinnsiukerfið WorRs • Gagnagrunnurinn Works • Töflureiknirinn Wori<s Helgar og kvöldnámskeiö Næstu namskeið hefjast 12. og 28. mars: Halldór Kristjánsson verkfræðingur ÖTolvu- ng iverkfræðiþjónustan VfSA Grensásvegi 16, simi 68 80 90 einnig um helgar J j islega helgi í Skálanesi þar sem við fórum mörg saman og gengum um hóla og víkur og rifjuðum upp löngu liðna atburði og borðuðum nestið í gömlu bæjarrústunum. Mannmargt var á sjötíu ára afmæli Eiríks síðastliðið haust, þar sem böm, bamabörn, langafaböm, systkini og vinir heimsóttu hann og áttu skemmtilega stund með honum. Eiríkur veiktist í nóvember og lá á Landakotsspítala í þijá mánuði. Þar naut hann umhyggju ástríkrar eiginkonu sem var hjá honum öllum stundum Einnig bömin hans sem komu og vöktu yfir honum og sýndu honum ást og þakklæti. Hjúkrun og umönnun fékk hann þá bestu sem hægt er að veita hjá starfsfólki sjúkrahússins og sendum við þeim kærar þakkir. Innilegar samúðarkveðjur til ástvina hans. Systkinin Ferskar dögum saman -énda í loftskiptum umbúðum. Mjólkursamsalan Veldu Kópal með gljáa við hæfí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.