Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 21 og innlenda ferðamenn á næstu árum. Ef Vestlendingar, Vestfirðingar og Norðlendingar ætla að selja erlendum ferðamönnum þjónustu sína og þá náttúrufegurð sem róm- uð er á þessum svæðum, verður að bæta samgöngumar frá Reylcjavík. Göng undir Hvalfjörð gætu orð- ið stór þáttur í því að laða ferða- menn vestur og norður. En einhveijir þættir gætu verið neikvæðir þegar metin eru áhrif á byggðina á Vesturlandi frá bætt- um samgöngum til höfuðborgar- svæðisins. Ef litið er til Suðurlands þá hafa ekki orðið byltingarkennd áhrif tengd hraðbrautinni austur fyrir fjall. Það er einkum í næsta ná- grenni svo sem á Selfossi og Hveragerði sem hefur orðið vera- leg uppbygging og fólksfjölgun. Af þeirri reynslu má draga þá almennu ályktun að bættar sam- göngur til höfuðborgarinnar hafí ekki veraleg áhrif til eflingar byggðar utan ákveðinna marka. Skýringar gætu legið í því að jafnhliða bættum samgöngum verður að eiga sér stað öflug at- vinnuuppbygging. Með bættum samgöngum til höfuðborgarsvæðisins hefur þess gætt að dregið hefur úr verslun t.d. allt vestur á Snæfellsnes þegar tíð er góð. Hörð samkeppni verslunarfyrir- tækja hefur gengið nærri fyrir- tækjum í útjaðri samkeppnissvæð- isins, t.d. á Vesturlandi. Þessi samkeppni getur að sjálf- sögðu verið neytendum til góðs. En einnig leitt til þess að verslun færist að veralegu leyti á höfuð- borgarsvæðið. Neikvæðir þættir bættra samgangna era vart telj- andi og í raun ekki til ef allt er skoðað. Ef dregin era saman megin at- riði úr hugleiðingum mínum má nefna þau í 6 liðum: 1. Jarðgöng undir Hvalfjörð munu án nokkurs vafa valda bylt- ingu á Akranesi. Bærinn kæmist nánast í þjóðbraut og gæti orðið mikilvæg þjónustumiðstöð ferða- manna og enn sterkari þjónustu- miðstöð fyrir kjördæmið en nú er. 2. Jarðgöng munu geta haft veraleg áhrif á atvinnulífið í Borg- amesi og í nærsveitum eins og á Akranesi með betri samgöngum við hinn stóra markað. 3. Á Snæfellsnesi og í Dölum mun áhrifa ekki gæta nema þar verði jafnframt gert sérstakt átak við að bæta samgöngumar innan svæðisins, sérstaklega á Snæfells- nesi. 4. Jarðgöngin, bættur vegur vestur á Snæfellsnes og tilkoma Breiðafjarðarfeijunnar mun auka mjög umferð til Vestíjarða. Fjölg- un ferðamanna, sem selja þarf þjónustu allt frá Akranesi norður og vestur um land, mun styrkja ferðamannaþjónustuna sem at- vinnugrein á stóra svæði. 5. Þessi samgöngubót gæti flutt hluta af versluninni af Vest- urlandi á höfuðborgarsvæðið. 6. Jarðgöng munu færa eftir- sótt frítíma- og útivistarsvæði nær borgarbúum og stækka þannig höfuðborgarsvæðið og hvíla íbúa borgarinnar frá Suðurlandsundir- lendinu og Þingvallahringnum. Jarðgöng era því ekki síður hags- munamál höfuðborgarbúa. Þær lauslegu áætlanir sem gerð- ar hafa verið um þessa framkvæmd benda til þess að um mjög arð- bært fyrirtæki sé að ræða. Hug- myndir um framkvæmdir sem gætu gefið beinan arð era ekki á hveiju strái í dag og þess vegna ber að vinna vel að þessu máli. Framkvæmdir á sviði sam- göngumála hafa orðið að víkja fyr- ir öðram framkvæmdum, sem oft gefa minni arð eða engan. Á þessu þarf að verða breyting. Meðal þess sem þarf að gera er að kynna djarfar tillögur um sam- göngubætur. Um þær þarf að skapa umræður og fá fram bestu lausnir í hveiju máli. Það þarf að vekja forystumenn í atvinnulífinu og þá sérstaklega í iðnaði til vit- undar um það hversu mikla þýð- ingu góðar samgöngur hafa fyrir eflingu atvinnulífsins. í harðnandi samkeppni verður að búa atvinnulífinu starfsskilyrði með bættum samgöngum svo að verkþekking geti betur nýst og til þess að framþróun verði víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem einkum hafa barist fyrir samgöngubótum era sveitar- stjómarmenn og þingmenn, sem oftar en ekki hafa verið gerðir tor- tryggilegir vegna þess að hug- myndir þeirra og tillögur era auð- vitað oft því marki brenndar að taka mest mið af þröngum staðar- hagsmunum. Með því að vekja forystumenn í atvinnulífinu og fjármagnseig- endur eða handhafa fjármagns til vitundar um mikilvægi samgangna fæst sá liðsauki, sem þarf til þess að hrinda slíkum verkum í fram- kvæmd. En hversu miklar líkur era á því að þessi framkvæmd, sem hér er kynnt, verði að veruleika? Göng undir Hvalfjörð era óumdeilanlega mjög mikið hagsmunamál margra eins og raunar allar samgöngubæt- ur, ekki síst á landsbyggðinni sem stendur núna mjög höllum fæti. Vegagerð og reyndar flestar sam- göngubætur ættu síst að verða fyrir niðurskurði. Við höfum samt heyrt boðskap utanríkisráðherra. Hann vill skera niður fjármagn til þeirra þátta, sem era núna mikil- vægastir fyrir okkur á landsbyggð- inni, þ.e. vegagerð og húsnæðis- mál. Skrifa mætti langt mál um þensluna á höfuðborgarsvæðinu og þingmenn, sem hlupu upp til handa og fóta til þess að bæta hag höfuð- borgarinnar með loforðum um sér- stakar aðgerðir í vegamálum borg- arinnar. Það er gert á sama tíma og borgin ræður sér ekki fyrir ríki- dæmi, sem er allt kostað af út- flutningsatvinnuvegunum sem era látnir standa undir þenslunni. En það þýðir ekki að skamma Davíð borgarstjóra. Hann vinnur fyrir sitt fólk. Þingmenn höfuðborgar- svæðisins virðast hafa alla yfir- burði og ráða flestu í þjóðfélaginu. Það hafa margir gleymt ræðum sínum fyrir síðustu kosningar um að samgöngubætur verði mikil- vægustu verkefni okkar til styrktar byggðinni í landinu. Þess vegna óttast ég, að göngin og jafnvel enn brýnni framkvæmd- ir verði látnar víkja fyrir nýrri öldu þenslu í höfuðborginni og ná- grannasveitarfélögum. Þenslan er kostuð af landsbyggðinni, með rangri gengisskráningu sem geng- ur mjög nærri sjávarútveginum, sem stendur mjög höllum fæti á sama tíma og þjónustugreinar blómstra á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar hagnast af öllu saman. Göng undir Hvalfjörðinn eða undirbúningur þeirra getur orðið prófsteinn á vilja þings og ríkis- stjórnar til þess að styrkja lands- byggðina og spoma við hinum gífurlega ofvexti, sem er hlaupinn í höfuðborgina með nýtt þinghús, nýtt ráðhús, nýtt Sambandshús og nýtt Framsóknarhús í undirbún- ingi. Höfundur er bæjarstjóri í Stykkis- hólmi. Gengist við rangfærslum eftir GeirH. Haarde „Vissulega var það aldrei mein- ing mín að snúa út úr orðum þing- mannsins eða vera með rang- færslur varðandi orð hans.“ Þann- ig kemst Sigríður Baldursdóttir, varaþingmaður Kvennalistans, m.a. að.orði í grein í Morgun- blaðinu sl. föstudag. Tilefnið er athugasemd mín í Morgunblaðinu vegna útúrsnúninga hennar í jóm- frúræðu á Alþingi á ummælum sem ég lét falla í beinni sjón- varpsútsendingu úr Múlakaffi fyr- ir sex vikum. Hin tilvitnuðu orð og annað yfirklór í greininni bera með sér að Sigríði er ljóst, að hún getur hvergi fundið þeim orðum stað, sem hún leggur mér í munn, þótt myndband af þættinum hafi eflaust verið skoðað fram og aft- ur. Tilganginum með athugasemd minni er þvi náð og mun ég þaraf- leiðandi engu við þetta mál bæta, þótt varaþingmaðurinn muni eflaust vaða elginn hér í blaðinu eitthvað áfram að sið þingmanna Kvennalistans. Tilgangur minn var ekki annar en að leiðrétta það sem mér var ranglega lagt í munn en ekki að taka upp orðaskak við Sigríði um launamál. En það leynir sér ekki að vara- þingmanni Kvennalistans líður ekki of vel yfir því að ég skuli hvergi hafa sagt það sem hún vildi að ég hefði sagt. Það er e.t.v. mannlegt og skiljanlegt, en stórmannlegra hefði nú verið að biðjast velvirðingar á rangfærsl- unni í stað þess að fárast yfir því að ég eða aðrir þátttakendur í umræddum sjónvarpsþætti hafi ekki svarað spurningum á þann hátt, sem varaþingmaðurinn „taldi víst“ að gera ætti. í lok greinar Sigríðar er reynt að drepa athugasemd minni á dreif með því að spytja hvert sé þá eiginlega viðhorf mitt til þess atriðis, sem áður var búið að gera mér upp skoðun á! Slíkar spum- ingar koma athugasemd minni ekkert við, þótt með þeim sé aug- ljóslega viðurkennt að varaþing- maðurinn fór í upphafi villur veg- ar. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir H. Haarde „Tilganginum með at- hugasemd minni er því náð og mun ég þaraf- leiðandi engu við þetta mál bæta, þótt vara- þingmaðurinn muni eflaust vaða elginn hér í blaðinu eitthvað áfram að sið þing- manna Kvennalist- ans.“ Miðvikudaginn 9. mars kl. 20 fiytur Dr. Morton Bard fyrirlestur á vegum Sálfræðingafélags íslands ikennslustofu Landspítalans á 2. hæð íhúsi geðdeild- ar. Fyrirlesturinn verðurflutturá ensku og nefnist: „Comparison of the psychological reactions to personal crime and to cancer". Dr. Bard er varaformaður bandaríska Krabbameins- félagsins. Aðgangur ókeypis. Heba heldur vió heilsunni Konur! Áhugafólk um holla hreyfingu Námskeið hefjast 9. mars. Þolleikfimi, músíkleikfimi við alira hæfi. Rólegir, almennir og hraðir tímar. Sér tímar fyrir þær sem þurfa að létta sig um 15 kg eða meira. Engin hopp. Vigtun og mæling — gott aðhald Megrunarkúrar. nuddkúrar, sauna og ljós. Innritun og upplýsingar í símum 42360 og 641309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, íþróttakennari. Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14. Kópavogi. 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jdrðarberja sítrónu. MYNDBANDSTÆKI ÍU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.