Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 fltrgmMfiMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Fjárstuðningur við Háskóla og stúdenta 36. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Alþjóðlegt samstarf má ekki ógna sam- starfi smáþjóða Háskóli íslands er eitt stærsta fyrirtæki lands- ins. Rekstur hans er kostaður af ríkissjóði en í ár er ráð fyr- ir því gert á fjárlögum, að 900 milljónir króna renni í rekstur skólans og um 170 milljónir til byggingaframkvæmda. Happdrætti Háskóla Islands skilar skólanum nú um 200 milljónum króna á ári. Happa- þrennan tvöfaldaði . fjárveit- ingar til Háskólans frá happ- drættinu. Með því að kaupa miða eða happaþrennuna leggur allur þorri almennings Háskólanum fjárhagslegt lið. Umræður um annars konar flárhagslegan stuðning við Háskólann eru meiri nú en áður. Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor, er eindreginn talsmaður þess, að samvinna Háskólans og fyrirtækja verði aukin, báðum til styrktar, fjár- hagslega og við hagnýtingu vísindalegrar þekkingar. Með margvíslegu móti hefur Há- skólinn lagt sig fram um að ýta undir áhuga almennings á því starfi, sem fer fram innan veggja hans. Um næstu helgi verður til að mynda kynning á flórum deildum skólans, einkum fyrir framhaldsskóla- nemendur og aðstandendur þeirra. Er það ómetanlegt fyr- ir þá, sem eru að velta fyrir sér framhaldsnámi og raunar alla, er hafa áhuga á háskóla- starfí, að fá þetta tækifæri, enda hafa opin hús í Háskólan- um jafnan mælst einstaklega vel fyrir. Hin hliðin á kynningu Háskólans er sú, sem háskóla- rektor víkur að í samtali við Vökublaðið nýlega, þegar hann segir: „Við höfum reynt að auka kynningu á starfínu í skólanum og í kjölfar þess höfum við sent ýmsum fyrir- tækjum beiðni um styrki eða samstarf en það verður að segjast eins og er að menn hafa verið fremur hlédrægir í okkar garð. Þó hefur náðst samstarf við nokkur fyrirtæki á sviði rannsókna sem hafa skilað okkur nokkru fé í rann- sóknasjóði." Þótt hægt hafi af stað farið heldur Háskólinn vafalaust áfram á þessari braut. Reynslan á eftir að leiða í ljós, að hér eins og annars staðar skilar nýting á þekk- ingu og rannsóknum arði í einni eða annarri mynd. An stúdenta væru engir háskólar og ekki er síður mik- ilvægt að auðvelda mönnum að stunda nám við Háskóla Islands en sjá til þess að unnt sé að halda uppi sæmilegri fræðilegri reisn innan hans. Fyrir 20 árum var Félags- stofnun stúdenta komið á fót í því skyni að annast félags- lega þjónustu fyrir stúdenta. Rekur hún stúdentagarða og bóksölu svo að dæmi séu tek- in. Stofnunin stóð að byggingu félagsheimilis við Háskólann, þar sem nú er aðsetur ýmissa þjónustufyrirtækja stúdenta. Þá beitti hún sér fyrir kaupum á húsum undir barnaheimili fyrir stúdenta og réðst í smíði hjónagarða upp úr 1970 og enn á ný fyrir fáeinum misser- um. Er ráðgert að fyrstu íbúð- imar í hinum nýju hjónagörð- um verði tilbúnar fyrir áramót. Samkvæmt reglum fjár- magnar húsnæðismálastjórn 85% kostnaðar við byggingu hinna nýju hjónagarða og hef- ur nú verið hafín fjársöfnun á vegum byggingarsjóðs^ stúd- enta til að brúa bilið. í grein hér í blaðinu í gær eftir fram- kvæmdastjóra og formann Stúdentaráðs kemur ekki fram, hve háar íjárhæðir er um að ræða. Á hinn bóginn er það síður en svo nýtt, að stúdentar snúi sér til almenn- ings og leiti eftir íjárstuðningi hans vegna stúdentagarða. Þannig runnu margar og veg- legar minningargjafir frá fyr- irtækjum og stofnunum um forsætisráðherrahjónin Bjama Benediktsson og Sigríði Bjömsdóttur . og dótturson þeirra, Benedikt Vilmundar- son, til fyrsta hjónagarðsins. Og við smíði fyrstu garðanna létu einstaklingar og fyrirtæki einnig fé af hendi rakna. Það er síður en svo sama hvemig staðið er að fjársöfnun eins og þeirri, sem nú er að hefjast á vegum byggingar- sjóðs stúdenta. Miklu skiptir til dæmis að gefendum sé sýnd ræktarsemi og þess sé minnst með viðeigandi hætti á hvern hátt og hvers vegna þeir hafi lagt framkvæmdum lið. Stú- dentar og Háskólinn njóta vel- vildar og vinsælda meðal alls þorra þjóðarinnar. Vonandi verður þannig haldið á Qáröfl- unarmálum vegna hjónagarð- anna, að þessi góði hugur skili sér í styrkjum til þessarar brýnu framkvæmdar. Hér birtist ræða Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra á fundi Norðurlandaráðs 8. mars 1988. Við lifum á tímum mikilla breyt- inga. Hátækni og upplýsingar eru það sem máli skiptir í dag og hafa mikil áhrif á viðskipti okkar og menningu svo ekki sé talað um varn- ar- og öryggismál. í öllu alþjóðlegu samstarfi blása nýir vindar. Með til- liti til þessa er ástæða fyrir okkur að vega og meta hvaða markmið á að setja norrænu samstarfi, þegar við horfum fram á veginn til nýrrar aldar. Við ráðum ekki miklu um rás atburða í tækniþróun eða alþjóðleg- um samskiptum. En við getum ráðið því hvemig við mætum þessari þró- un. Þau tengsl sem skapast hafa milli þjóða Norðurlanda eiga sér að sjálf- sögðu menningar- og sögulegar for- sendur, en þróun síðustu ára í sam- göngum og fjarskiptum hefur fært þjóðir okkar nær hver annarri og gert okkur auðveldara að fylgjast pieð málefnum í hveiju landi fyrir sig. Þessi þróun er að vísu ekki bund- in Norðurlöndunum einum. Hún er alþjóðleg. En í heimi þar sem al- þjóðleg menningaráhríf flæða yfir og þjóðleg menning og sérkenni eru víða á undanhaldi er þeim mun mikil- vægara að hinar smærri þjóðir, sem byggja á sameiginlegum uppruna og menningararfleið, hlúi sem bezt að sérkennum sínum og tungu, sam- eiginlega og hver fyrir sig. Eg lít því svo á að það verði eitt megin verkefni Norðurlandaráðs að efla norrænt menningarsamstarf. Alþjóðlegt samstarf má ekki ógna menningu og tungumálum smá- þjóða. Við eigum þvert á móti að hagnýta þann styrk, sem felst í nor- rænu samstarfi til þess að virða og verja menningu hverrar þjóðar. Hér fer á eftir ræða Matthías- ar Á. Mathiesen samgönguráð- herra á fundi Norðurlandaráðs í gær: í menningarlegum og félagsleg- um efnum má segja að Norðurlönd- in séu sem ein heild. Slíkt verður naumast sagt um þau landfræði- lega. Ef gripið er til líkinga getum við sagt að vest-norrænu löndin — Færeyjar, Island og Grænland, teygi sig í áttina til Vesturheims en Danmörk sé nokkurs konar tengiliður við Norðurálfu. Þessi samlíking á raunar vel við um þá undirstrauma sem eru hvað afl- mestir í stjómmálum samtímans og bera okkur stöðugt nær þeim þýð- ingarmikla degi, 1. janúar 1993, þegar markmiðið um sameiginlegan innri markað Evrópubandalagsins á að hafa náðst fram. Útlagar í Evrópu? íslenskar þjóðsögur og' ævintýri geyma margar frásagnir af útilegu- Smáþjóðimar þurfa að standa saman til þess að ná þessu markmiði. Ný áætlun um ef nahagssamstar f Norðurlandaráð hefur byggt upp traustan grunn fyrir framtíðarhlut- verk þess í menningarmálum með nýjum áherslum. Breyttar aðstæður í veröldinni hafa gert það að verkum að samvinnu Norðurlandanna hefur á undanfömum árum þróast æ meir í átt til verkefna á sviði efnahags- mála og í atvinnulífi. Löndin eru öll í harðri efnahagslegri samkeppni, sumpart hvert við annað eins og eðlilegt. er og æskilegt, en þó fyrst og fremst við iinnur og voldugri ríki. Við höfum gert okkur grein fyrir þessu og aukið samstarf okkar eftir föngum, m.a. með stofnun Norræna fjárfestingarbankans og fleiri nor- rænna samstarfsverkefna á þessu og tengdum sviðum. Síðasta stóra skrefið var hið samnorræna átak til eflingar atvinnu og hagþróun, sem Norðurlandaráð samþykkti á þingi sínu í Reykjavík fýrir þremur árum. í nýrri áætlun um efnahagssam- starf legg ég áherslu á eflingu út- flutningsstarfsemi og afnám við- skiptahindrana. Sérstaklega á það við um innflutningsgjöld og tálmanir á fiskafurðum. Mikla áherslu ber að leggja á rannsóknar- og þróunar- starfsemi svo sem norræna hag- rannsóknarstofnun, líftæknirann- sóknir og sameiginlegar rannsóknir á skynsamlegri nýtingu á fiskistofn- um. Við stöndum eftir sem áður frammi fýrir mikilli áskorun frá hin- um stóra heimi. Verkefnið er risa- vaxið og felst m.a. í því að reka í löndum okkar samkeppnishæfan þjóðarbúskap, sem býður þegnum okkar upp á lífskjör og félagslegt öryggi eins og það þekkist bezt í heiminum. í þessu sambandi koma mönnum. Svo kynngimagnaðar gátu þessar sögur verið, en um leið svo trúverðugar í hugum fólksins, að menn forðuðust þá staði, þar sem sagt var að útilegumenn ættu heima. Ýmsir rithöfundar hafa sótt efnivið í slíkar sögur og samið upp úr þeim ódauðleg leikverk. Eitt besta dæmi hér um er Skugga- Sveinn, sem lengi hefur notið mik- illa vinsælda íslenskra leikhúsgesta. „Gekk ég norður kaldan Kjöl, því kosta fárra átti ég völ,“ segir Skugga-Sveinn á einum stað, og stundum verður mér hugsað til þeirra orða þegar rætt er um Norð- urlöndin, Island og EB. Er ástæða til að óttast þau örlög jaðarríkja Vestur-Evrópu að þau hrekist í efnahagslega útlegð þegar innri markaður EB verður að veruleika eftir 1992? Vitaskuld er enn langt í land að áformin um sameiginlegan markað nái fram að ganga og áður höfum við orðið vitni að því að háleit mark- auðvitað upp í hugann hin mismun- andi samskipti þjóða okkar við Evr- ópubandalagið og þær breytingar sem verða kunna á aðstöðu okkar þegar og ef tekst að koma á laggirn- ar hinum sameiginlega innri mark- aði bandalagsins. í því efni er eðli- legt að Norðurlöndin hafi nokkurt samráð um að vernda sameiginlega hagsmuni, þótt hvert ríki verði auð- vitað að gæta sinna sérhagsmuna. Aðild Islands að bandaíaginu er ekki á dagskrá. ísland mun ekki og getur ekki gefið þumlung eftir af fiskveiði- réttindum sínum. Island getur heldur ekki án takmarkana gerst aðili að sameiginlegum vinnumarkaði Evr- ópu. En hér má bæta við til fróð- leiks, að tölur um utanríkisviðskipti íslands bera það með sér, að mikil- vægi Evrópubandalagsins og Japana í utanríkisviðskiptum okkar, eykst hraðfluga á kostnað EFTA-land- anna, Bandaríkjanna og Austur- Evrópu. En það er ekki einvörðungu á sviði efnahagsmála. eða viðskipta, sem við stöndum frammi fyrir nýjum aðstæðum og breyttum tímum. Þó svo að Norðurlöndin hafi mark- að sér mismunandi stefnu í öryggis- málum, hljótum við öll að fagna þeirri þróun sem orðið hefur í sam- skiptum risaveldanna og við vonum að framhald geti orðið þar á. Öll viljum við að sjálfsögðu eftirláta bömum okkar og bamabömum eins tryggt umhverfi að búa og alast upp í og nokkur kostur er, þótt reynslan kenni okkar að ftjálsir menn hljóta að vera tilbúnir að veija frelsi sitt ef á það er ráðist og er það raunar skylt. Þegar ný ríkisstjóm þriggja flokka tók við völdum á íslandi í júlí á síðasta ári blöstu við mörg og erf- ið viðfangsefni. Ríkisstjórnin hefur tekist af fullum þrótti á við það verk- efni að koma á betra jafnvægi í þjóð- arbúskapnum, draga úr ofþenslu, verðbólgu og halla í viðskiptum við mið í fjölþjóðlegu samstarfi náist ékki. En ýmislegt bendir til að raun- hæft sé að ætla að þessu sinni að mönnum sé alvara og að nú hylli undir að sá draumurupphafsmanna Evrópuhugsjónarinnar rætist, að landamæri hverfi og flutningar vöru, þjónustu og vinnuafls verði ftjálsir milli hinna 12 ríkja EB. Gagnvart okkur, sem fyrir utan stöndum, hlýtur spumingin að vera þessi: Mun markaðurinn standa okkur opinn eða munu ríkin 12 herða stefnu sína gagnvart „úti- leguþjóðunum“ og heimta aðgang að auðlindum í skiptum fýrir versl- unarfríðindi? Vitað er að ýmsar þjóðir EB vilja harða afstöðu gagn- vart utanaðkomandi ríkjum og einn- ig er vitað að ýmsar þjóðir EB vilja beita viðskiptasamningum af meiri hörku en norðlægari þjóðir EB, sem flestar hafa aðhyllst frelsi í milliríkjaviðskiptum um langan ald- ur. Spuming er hvaða sjónarmið ná yfírhendinni þegar fram í sækir. 0 Matthías A. Mathiesen, samgönguráðherra: íliugiim kosti og ókosti aðildar að EB MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 33 Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra. útlönd. Þessar aðgerðir eru ekki sízt ætlaðar til þess að gera atvinnuvegi okkar samkeppnishæfari. Umhverfismál framtíðar- verkefni Ljóst er að umhverfismál munu í vaxandi mæli verða sameiginlegt verkefni þjóða. Þau verða því váfa- laust framtíðarverkefni Norðurland- aráðs. Við íslendingar höfum verið blessunarlega lausir við mengun þá og umhverfisspjöll sem gjarnan hef- ur fylgt í kjölfar iðnvæðingar. Okkur er mikið í mun að varðveita landið okkar, menningu okkar og tungu. Og við viljum taka höndum saman við aðrar þjóðir um nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir mengun lofts og sjávar, sem engum. landamærum lýtur. Mengunar- vandamál kalla því á alþjóðlega sam- vinnu. Til þess að ná markmiðum okkar á þessu sviði dugar ekki það eitt að setja reglur. Menn verða að nota tækniþróunina til þess að leysa ýmis af þessum viðfangsefnum. Við íslendingar höfum til þessa átt erfitt um vik að hagnýta okkur í stórum stíl þær gríðarlegu orkuauð- lindir, sem fyrir hendi eru í landi okkar. Orku fallvatna okkarogjarð- hita hefur að sönnu verið unnt að breyta í rafmagn, en hins-vegar hefúr ekki til þessa verið markaður fyrir nema lítinn hluta alls þess raf- magns, sem_ hægt hefði verið að framleiða á íslandi með hagkvæm- um hætti, þó svo við höfum í nokkr- um mæli farið inn á þá braut að flytja orkufrekan iðnað til landsins. Nú hefur komið fram hugmynd, sem virðist geta orðið tæknilega fram- kvæmanleg í framtíðinni, sem sé að Matthías Á. Mathiesen I mínum huga er sú ósk heitust að frelsið verði höftunum yfirsterkara. Norrænt undirbúningsstarf Ekki verður annað sagt en að töluvert starf hafi farið fram að undanfömu á norrænum vettvangi, sem miðar að því að þjóðirnar verði viðbúnar þegar stundin stóra renn- ur upp árið 1992. Fyrir þessu þingi liggur t.d. áætlun, sem miðar að því að ryðja ýmsum hindmnum úr vegi, þannig að norræn fyrirtæki hafí að minnsta kosti sinn „norræna heimamarkað" að styðjast við í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Thor Vilh]álmsson, rithöfundur: Við þörfnumst skáld- skapar, við þurfum Ijóð flytja rafmagn með streng frá ís- landi til Skotlands á markað þar. Þetta er vissulega mál sem ekki er líklegt að komist til framkvæmda fyrr en að mörgum árum liðnum, en sýnir þó enn hve nauðsynlegt það er að hafa vakandi auga með fram- fömm og nýjum möguleikum. I þessu sambandi er það einnig mikil- vægt að útflutningur raforku með þessum hætti getur minnkað þörfina fýrir raforkuframleiðsiu með kjarn- orku og dregið úr þeim vandamálum, sem slíkri vinnslu fylgja. Það er kannski ekki sízt í þessum málum, sem við emm stundum ill- þyrmilega minnt á það að heimurinn er aðeins einn. Kjarnorkuslys og hættan sem af þeim kann að stafa minnir okkur á það að landamærin ein em engin trygging fyrir eðlilegu öryggi í þessum efnum. Fjölskyldan mikilvægust I þeim breytingum, sem nú eiga sér stað er ástæða til þess að huga sérstaklega að fjölskyldunni. Hún er og á að vera mikilvægust eining í hveiju þjóðfélagi. Þjóðskipulagið má ekki bijóta niður fjölskylduna. Fjölskyldan á þvert á móti að byggja þjóðskipulagið upp. Það er forsenda fyrir þróun hins fijálsa lýðræðislega þjóðfélags. Raunvemleiki dagsins í dag er sá að langflestir foreldrar vinna báðir utan heimilis og hlutverk skóla og uppeldisstofnana fer vax- andi. Samfélagið þarf að aðlagast þessum breytingum og stjórnvöld geta t.d. stuðlað að auknu valfrelsi fólks í þessum efnum með atbeina trygginga- og skattakerfis. Hinar norrænu þjóðir em tengdar sterkum böndum sameiginlegrar menningar og sögu. Og það varðar miklu að við skulum á vettvangi þjóðþinga og ríkisstjórna landanna efla samstarf okkar og samstöðu gagnvart umheiminum. Ekki varðar minnstu að almenningur í löndum okkar, hinn almenni borgari til sjáv- ar og sveita, eigi þess kost að kynn- ast lífsháttum og menningu hinna Norðurlandanna. Við getum mjög fagnað því á þessum vettvangi, hversu alhliða samskiptin milli landanna eru orðin og víðtæk. Ef einhvers staðar í sam- skiptum milli þjóða er unnt að tala um tengsl í „grasrótinni" þá er það milli Norðurlandaþjóðanna. Mikil- vægasta hlutverk Norðurlandaráðs felst þó ekki í því að efla tengsl ríkis- stjórna og þjóðþinga innbyrðis og gagnvart öðrum íjölþjóðasamtökum, heldur í því að örva samskipti og samvinnu einstaklinganna, fyrir- tækja þeirra og félaga, fólksins sjálfs. Önnur atriði sem unnið hefur verið að og að gagni mega koma er auk- ið samstarf á tæknisviðinu þar sem norræna tækniárið ber hæst nú um stundir. Tæknistig hverrar þjóðar hefur úrslitaþýðingu fyrir sam- keppnishæfni á alþjóðamarkaði og hvort sem okkur líkar betur eða verr mun sú samkeppni færast í aukana. Þess vegna er svo mikil- vægt að norræn fyrirtæki hafi með sér samstarf, ekki aðeins um tækni- mál, heldur og hvað snertir vinnslu- aðferðir, rannsóknir og þróunar- vinnu. Þá hafa Norðurlöndin eflt með sér samstarf í fíármálum þar sem Norræni fjárfestingabankinn er í fararbroddi og nýlega hefur verið ákveðið að stofna til Norræns þró- unarsamvinnusjóðs, sem ætti að geta greitt fyrir viðskiptum nor- rænna fyrirtækja við þróunarlönd- in. Sjóðurinn verður sjálfstæður lögaðili og mun hafa til ráðstöfunar fjárhæð sem svarar til um fimm milljarða íslenskra króna þau fimm ár sem gert er ráð fyrir að hann muni starfa til reynslu. Þetta fjár- magn verður ekki aðeins unnt að nota samhliða fíármögnun úr Norr- æna fjárfestingarbankanum heldur einnig samhliða öðrum fjölþjóðleg- um fjárfestingar- og lánastofnunum svo sem Alþjóða-bankanum og IDA. Mörg fleiri dæmi mætti auðvitað nefna um samstarf sem ætti að gagnast öllum sem undirbúningur fyrir þær breyttu aðstæður sem leiða munu af enn nánara sam- Hér birtist í heild ræða Thors Vilhjálmssonar, sem hann flutti í TónlistarhöIIinni í Osló i gær, eftir að hann tók við Bókmennta- verðlaunum Norðurlandaráðs. Við lifum á tímum hinnar upp- höfnu lágkúru. Hins íburðarmikla auvirðis. Öll skynjum við að við þörfnumst einhvers annars. Það kemur ekki mál við mig þótt menn séu að syngja eða láta syngja yfir sér, eða allir í kór: la det svinge — en mætti ég spyrja: hvað á að sveiflast og hvernig? Kannski fest upp á hæsta gálga, eða bara dingla eins og sprellikarl, eða hengilmæna með taktmæli? Hvers er okkur vant? Kannski meiri galdurs í tilver- una. Kannski vantar okkur fleiri víddir í okkar skammtaða skeiði á jörðinni. Með orðum má galdra. Þú getur hrært og hreyft við með orðum. Fólk, flutt fjöll. Þú getur notað orð til að tála við hestinn þinn. Held- urðu að hann skilji þig ekki? Það gerir hailn ef þig órar fyrir mætti þínum. Orðsins mætti. Við þörfnumst skáldskapar, við þurfum ljóð. Væri ég spurður má geta þess að á mínum heimaslóðum treystum við því að ljóðið megi sín enn nokkurs. Að orð megi ennþá magna galdri. En það er hægt að misnota orðin, vaki maður ekki yfir hveiju orði. Það er hægt að gelda orðin ef maður lætur þau sluddast fram sinnulaus líkt og síróp. Þá verður allt bara löðrandi í vellu og væmið. Við heyrum kveinstafi hvaðanæva, frá borg til borgar, landi til lands, um að bókin sé að fara til fjandans. Með hverri kyn- slóð sem sökkvi í gleymskunnar djúp fækki lesendum óðum. Ég treysti því að bókin standist. Lög- mál hennar eru allt önnur en ann- arra miðla, og áhrifin magnast að sama skapi sem stuðlað er að því að almenningur sé óvirkur og mat- starfi þjóða EB. En það má líka nefna dæmi um að ekki hafí náðst einhugur um atriði sem eru þýðing- armikil fyrir einstakar þjóðir. Þann- ig er það alveg ljóst að niðurfelling tolla og annarra hindrana í viðskipt- um með sjávarafurðir eru brýnt hagsmunamál fyrir okkur Islend- inga. Það yrði okkur til styrktar í viðræðum við EB ef þetta sjónar- mið nyti stuðnings allra ÉFTA- ríkjanna og ekki væri andstaða inn- an Norðurlanda við íslenskan mál- stað. , Nytt hugarfar Þótt þannig megi segja, að mikið starf sé unnið sem miðar að eflingu samstarfs og einingar Norðurlanda, og ætti að koma að góðu gagni í harðnandi samkeppni í alþjóðlegum viðskiptum, þá er þó ekki laust við að mér fínnist að við nálgumst ekki viðfangsefnið frá réttri hlið og með réttu hugarfari. Það er eins og þjóð- irnar hafi ekki gert það upp við sig hvort þær stefni i raun að aðild að EB, eða ættu að gera það, eða ímyndi sér að þær geti haldið þeirri stöðu að njóta kosta aðildar, en vera þó ekki í EB. Má ég varpa fram þeirri spurn- ingu hvort ekki sé tímabært að velta fyrir sér kostum aðildar og ókostum með opnu hugarfari og án fyrirfram gefínnar niðurstöðu, og vinna síðan út frá þeirri forsendu sem fæst eftir slíka skoðun? Væri það ekki sú nálgun við viðfangsefn- ið sem best tryggði að hlutskipti útlagans byði okkar ekki? Yrði nið- Thor Vilhjálmsson aður, sljóvgaður og svæfður með vaxandi lágkúru, þar sem svonefnd skemmtun felst í því að taka ráðin af viðtakendum með afmagnandi rausi og góli og tölvustýrðum skarkala, og öllu þessu ræður kaup- hneigð og óvirðing við mannssálina, mannfyrirlitning. Þessi fordjarfandi fégræðgi og niðurlægjandi lýð,- skrum. Bókin virkjar. Hún sviptir þig ekki sjálfsvirðingu. Hún eykur hlut- deild þína í lífinu. Bókin með sínum launhelgum. Bókin með hugsvölun, gleði og sorg eflir og brynjar ög leggur þér vopn í hendur, hafirðu rétta bók. Bókina sem fær hugsun- um og tilfínningum farveg, ber þig heim á vit sjálfs þín. Bókina sem er spegill, töfraspegill; og spegillinn getur orðið gluggi inn í fjarlæga heima, og löggildir flakkið allt. Og þau furðulegu fyrirbæri í djúpum vitundar þinnar sem geta skelft þig, þar til þau falla í goðsöguleg mynstur, svo þau verða þér bæri- urstaðan sú að kostir aðildar væru þyngri á metaskálunum væri lítið um það að segja en kæmi í ljós að ókostirnir væru fleiri við aðiid fyrir eitt ríki eða fleiri væri þó ekki ann- að um það sagt en að rannsókn hafí farið fram og menn orðið sátt- ir um þá niðurstöðu. Vinna mætti að slíkri athugun eða rannsókn með nánu samstarfi þjóðanna þar sem skipst væri á skoðunum og upplýs- ingum. I öllu okkar starfi verðum við þó að huga að einum þætti, en það er að kynna almenningi starfið, sem fram fer. I huga hins almenna borg- ara á Norðurlöndum er norræn samvinna meiri í orði en á borði, enda er öll kynning í lágmarki og ég hygg að ekki sé ofmælt þótt sagt sé að það starf sem ég vék að hér að framan sé ekki á margra vitorði almennt séð. Samt má full- yrða að almenningur í fámenninu, þ.e. á Islandi, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum, viti nokkuð meira um þetta samstarf, án þess þó að gera sér grein fyrir hversu viðfeðmt það er og í raun þýðingannikið fyr- ,ir öll löndin, en nýtist þó engan veginn til fulls ef ekki tekst að koma þeirri vitneskju til borgar- anna. Við verðum að átta okkur á mikil- vægi þeirra mála, sem hin nýju við- horf til EB skapa, og við verðum að koma okkur saman um með hvaða hætti við tökum á þeim úr- lausnarefnum sem þeim eru sam- fara. leg. Bókin sem elur og streymir með seiðandi tónum gegnum töfra- land, og þú hallast yfir flauminn til þess að vita hvort þú sjáir þitt eigið andlit birtast við flúð í fljótinu sem ærist freyðandi, og slítur vínviðarlaufið úr hári þínu, og það sveiflast og togast í flaumnum, eða slöngvast að augum. Þá má það sveiflast sem vill. Þú öðlast hlutdeild í lífinu. Þú ert virkur. Þú ert til. Þú ert sam- virkur; og kannski getjast eitthvað óþekkt í djúpum þinnar lundar, kannski hrökkva upp leynihólf með gleymdum gersemum úr sál þinni • sem er laus úr ánauð. Þú ert. Þegar þú sökkvir þér í bókina ertu leystur undan þessari kjass- andi afmönnun sem fjölmiðlar tíðka með sefjandi sálarleysi og bjóða þér af sömu hind svitaeyði, have a smile and the real thing, the gargl- ing orangutans frá Gstad, the G- string guttersnipes frá Vejle, the sniveling brass-knueclers frá Heklutindi, blygðunarsama stúlknamorðingjann á prestssetr- inu, Wagner eltist við valkyijur í Feneyjum og liggur Lorelei í Gon- dóla í 17. þætti, allt af létta um mister Hyde í leyndu líbídó Maó, ljóstrað upp í trúnaðarsamtali Pat Nixon og Nancy Reagan við arineld ásamt okkar manni á staðnum. Ég er maður sem eyðir ævi sinni í að setja saman bækur og því stend ég á þessu sviði í geisla kastljóssins sem strýkur skegg mitt og hár. Ég er svo rómantískur að þumbast við og treysta hlutverki skáldsins í mannlegu samfélagi, og að sjálf- sögðu hvílir mikil ábyrgð á skáld- inu. Ég fullvissa ykkur að við getum ekki lifað án listar og þess vegna verðum við líka að umbera lista- mennina. Listin sýnir hvað býr hið innra með okkur, sársaukann og gleðina, safnar saman öllu því sem við megnum að muna og velja til að magna hveija stund. Hún færir okkur æðstu og helgustu blekking- una um það sem var og stuðlar að því að espa upp þá logandi vitund sem helgar tilveruna, og færir ljós inn í tóm eilífðarinnar. Þegar ég hef uppi orð eins og ljóð eða list á ég við margslungið tæki, glöggskyggni og særingu, afhjúpun og galdur, list með öllum tilbrigðum og andstæðum, upp- byggingu og niðurrif, allt að því marki að spengja saman í ölvun geðklofans já og nei. List til þess að við getum kjörið okkur þær minningar sem hjálpa okkur að vera til, bæði með því að játa í trausti og trú og ógna með efanum hugmyndum sem við höfum aflað okkur og sært fram um það hver við séum, það sem við getum kallað tálsýn. Eða hugljómun. í listinni spyijum við þess hver við séum, og um leið og við biðj- umst undan vægð, grátbiðjum við í angist um staðfestingu að við sé- um orðin þau sem við þráðum svo heitt að við gætum orðið. Kannski hvíslum við að speglinum og mistr- um liann með nærgöngulum anda okkar: herm þú mér, herm þú mér, er ég ekki. . . Listin staðfestir hina eilífu mann- eskju, mig, Adam, þig, Evu. Hina ævafomu skepnu með goðsögurnar allar í skjóðu sinni, jafnframt því sem hún neyðir okkur til að verða ný: sá sem verður alltaf, og sá sem aldrei var, — fyrr. Við nefnum ljóð til að stytta ræðuna, og með ljóðinu ákveðum við hver við séum núna, og með ljóðinu ákveðum við hver við verðum á morgun, og með því að yrkja ljóð ákveðum við hver við vorum í gær. Þakkir, ég þakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.