Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 kr.245r Á NÆSTU SHELLSTÖÐ § Þú átt alltaf að aka með Ijósin kveikt. En ef þú gleymir að slökkva geturöu lent f vandræðum. Ýlupjakkur er örsmá en hávaðasöm ýla sem tengd er kveikjulás og bílljósum. Þegar lykillinn er tekinn úr kveikjulásnum heyrist hátt væl ef gleymst hefur að slökkva á Ijósunum. Isetning er einföld og leiöbeiningar fylgja. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN I V-ÞYSKALANDI Vona að úrslitaleikurinn. verði milli Englendinga og Ira - sagði Bobby Robson, landsliðsþjálfari Englendinga, á blaðamanna- ' fundi þar sem Evrópukeppnin í sumar var kynnt ÚRSLITAKEPPINIl Evrópu- móts landsliða í knattspyrnu, sem haldin verður í Vestur- Þýskalandi í sumar, var kynnt á sérstökum blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum (þrótta- vörufyrirtækisins Adidas í Herzogenaurach, skammt ut- an við Ntírnberg, á mánudag- inn. Adidas er helsti styrkta- raðili keppninnar og verður leikið með sérstökum bolta frá verksmiðjunum, Tango Europa 88. Afundinn, sem haldinn var í Adidas-hótelinu, voru mætt- ir landsliðsþjálfarar þátttökuþjóð- anna átta eða fulltrúar þeirra. Þama voru Franz Beckenbauer, þjálfari Vestur- Þjóðveija, Bobby Robson, þjálfari Jackie Charlton þjálfari íra, Miguel Munoz þjálf- ari Spánveija, Johnny Hansen frá Danmörku en hann lék á árum árum áður með Niimberg og Bay- em. Varð meistari 1972-74 og bikarmeistari 1971 með félaginu, og einnig Evrópumeistari 1974, 75 og 76 með Bayem. Þama var einnig Facchetti, fyrrum lands- liðsfyrirliði Ítalíu, Lev Yachin, fyrrum markvörður Sovétmanna og Rinus Michels þjálfari Holl- ands. Það er greinilegt á umræðum þama á fundinum að allir biða spenntir eftir keppninni og mikill áhugi er fyrir henni. 900.000 mið- ar em í boði og þegar hafa verið seldir 730.000 miðar. Þjóðunum var úthlutað ákveðnum fjölda miða, en það var ekki nema brot af því sem þær óskuðu eftir. Hol- lendingar báðu t.d. um 400.000 miða á keppnina og Danir vildu Steinþór Guöbjartsson skrífarfrá V-Þýskatandi Englendinga, 40.000 miða á hvem leik sinna manna en fá mun minna. Ritstjóri og sax blaóamenn frá fangelsisbiaói vildu kom- astálelkinal Á fundinum á mánudag voi-u blaðamenn frá öllum þátttöku- þjóðum úrslitakeppninnar og öll- um þjóðum þar sem umboðsmenn Adidas em. Það er einnig ljóst að mikill fjölda blaðamanna verð- ur á keppninni í júní. Beiðnir um aðstöðu komu víða að, m.a. frá fangelsi einu þar sem ritstjóri fangelsisblaðsins og sex blaða- menn að auki vildu fá aðstöðu á leikjum keppninnar! Áhyggjur af áhorfendum Beckenbauer og Robson hafa miklar áhyggjur af breskum áhorfendum, en þeir hafa oft ver- ið til vandræða. „Ég er að vísu bara þjálfari og aðrir verða að sjá um þetta mál, en ég veit að allt verður gert til að losna við vand- ræði. Ég vonast til að sem flestir breskir áhorfendur komi hingað og sýni að þeir geta hegðað sér vel,“ sagði Bobby Robson á fund- inum. Þegar hann var beðinn að spá í leikina sagði hann: „Menn sem spá um fótboltaleiki gera sig venjulega að fíflum. En ég get þó sagt að ég vonast til að úrslita- leikurinn verði mili Englands og íriands. Og ég segi þetta ekki vegna þess að ég varð samferða honum hingað og þarf að fara með honum til baka, heldur er ég á þeirri skoðun að öll liðin átta geti unnið." Það var mikið rætt um að áhorf- endur hefðu þau áhrif á að Þjóð- vetjar ynnu, þar sem þeir verða á heimaveili. Sovétmaðurinn Yac- hin svaraði því til að áhorfendur réðu ekki úrslitum heldur frammi- staða leikmanna á velli og það væri þeirra þáttur og þjálfarans sem gerði útslagið. Þá var hann spurður að því hvort margir sové- skir áhorfendur kæmu til að koma, en hann taldi svo ekki vera. Rinus Michels, þjálfari hollenska liðsins, sagði Hollendinga vilja leika öðruvísi en aðra. „Þess vegna höfum við lagt áherslu á hina svokölluðu „fijálsu knatt- spyrnu" eins og við gerðum þegar Cruyff var upp á sitt besta. Við komust ekki í úrslitakeppni HM í Mexfkó { hittifyrra vegna lélegrar markatölu, og af sömu ástæðu vorum ekki með ( síðustu úrslita- keppni EM. Hingað komum við því í sumar til að gera okkar besta eins og aðrir.“ Þvfekki sömu llð í urslitum ogáHM 1974? Hann vildi ekki spá nánar um gengi hollenska liðsins, en sagði þó: „Við lékum til úrslita { heims- meistarakeppninni 1974 gegn Vestur-Þjóðveijum hér í Vestur- Þýskalandi. Hvers vega skyldi sá leikur ekki verða endurtekinn í ár?“ Michels var einmitt landsliðs- þjálfari Hollands þá. Michels sagði ennfremur að end- urnýjun væri mjög mikilvæg hjá sterkum landsliðum og hún hefði gleymst hjá Hollandi á tímabili. „Gömlu mennimir héldu þeim yngri allt of iengi fyrir utan,“ sagði hann. Jackie Charlton sagðist mjög án- ægður með að írland skyldi vera í úrslitum og allt tal um að írland og England semdu um jafntefli í fyrsta leik væri út í hött því eng- inn yrði ánægðari en hann ef írar ynnu Englendinga, þó hann væri Englendingur sjálfur. „Það er ómögulegt að spá um úrslit og ef það yrði hægt þá værum við ekki hér. Þetta verður, eins og alltaf, spurning um dagsformið." Miguel Munoz: Eg er raunsær, og þó okkur hafi verið spáð góðu gengi í sumar þá verða menn að vara sig. Ég verð vitaskuld mjög ánægður ef ég fer í úrslit. Þjóð- veijar verða örugglega ofarlega, bæði vegna heimavallar og vegna þess að vestur-þýska knattspym- an væri það góð.“ Franz Beckenbauer sagði: „Það má ekki vanmeta neitt lið. Öll átta eiga möguleika á að sigra.“ Hvað þýska liðið varðar em vandamál fyrir hendi að hans mati. Aðallega, eins og undanfar- in 10-15 ár, í sambandi við ba- kverðina. „Þegar við hættum að spila með kantmenn þá hættum við að eiga bakverði Þetta er okk- ar veikleiki og hefur verið í tíu til fímmtán ár. Beckenbauer segir að það að leika með „sweeper" væri úrelt, þ.e. að leika með einn mann fyrir aft- an vömina, sem „sópaði" upp það sem hinir misstu. Bobby Robson sagði hins vegar að ef til væm leikmenn eins og Beckenbauer væri mjög gott að leika með „sweeper". „Það er gott að ieika með afturliggjandi mann, sem hægt er að senda knöttinn á, mann sem ryðst síðan fram völiinn og splundrar vöm andstæðing- anna, eins og Franz gerði.“ ítalinn Facchetti sagði ítalska lið- ið mikið breytt frá því á HM í Mexfkó, „en ef liðið leikur eins og það best getur þá óttast ég ekki úrslitin. Ég er þó á því að Vestur-Þjóðveijar séu sigur- stranglegastir," sagði Facheetti. Fulltrúi Dana, Johnny Hansen, vildi ekki mikið ræða um mögu- leika Dana í keppninni en hann sagði aðal vandamál liðsins að skora mörk. „Miðjuleikmenn og sóknarmenn hafa ekki staðið sig nægilega vel upp á síðkastið," sagði hann. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Halda Valsmenn í við FH-inqa? FIMMTÁNDU umferð 1. deild- ar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum í Laugardalshöll. Kl. 20.15 hefst viðureign Víkings og Breiða- bliks og strax að þeim leik lokn- um, kl. 21.30, leika KR og Valur. FH er nú i efsta sæti deildarinn- ar, hefur þriggja stiga forskot á Val, sem gæti með sigri enn átt von á að vinna íslandsmótið. Spennan er nú í hámarki, bæði um það hvaða lið hampar íslandsbik- amum og einnig um það hvaða lið fylgir Þór í 2. deild. Hér á eftir má- sjá hvaða leiki liðin eiga eftir: FH: Breiðablik (Ú), Víkingur (H) og Valur (Ú). VALUR: KR (Ú), Víkingur (H), Stjaman (Ú) og FH (H). VÍKINGUR: Breiðablik (H), Valur (Ú), FH (Ú) og Þór (H). BREIÐABLIK: Víkingur (Ú), FH (H), Þór (Ú) og ÍR (H). STJARNAN: KR (H), Valur (H) og Fram (Ú). KR: Valur (H), Stjarnan (Ú), Fram (H) og KA (U). FRAM: ÍR (H), KR (Ú) og Stjarnan (H)- . . KA: Þór (H), IR (U) og KR (H). ÍR: Fram (Ú), KA (H) og Breiða- blik (Ú). ÞÓR: KA (Ú), Breiðablik (H) og Víkingur (Ú). Það er ijóst að úrslitaleikurinn um íslandsmeistaratitilinn gæti farið fram að Hlíðarenda í síðustu um- ferðinni, miðvikudaginn 30.mars, en þá mætast Valur og FH. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lalklr u J T Mörk u J T Mörk Mörk Stig FH 15 6 2 0 230: 175 6 1 0 193: 153 423: 328 27 Valur 14 6 1 0 157: 115 4 3 0 148: 117 305:232 24 Vikingur 14 4 0 3 172: 155 5 0 2 184: 161 356:316 18 UBK 14 5 0 2 153: 150 3 1 3 151: 158 304:308 17 Stjarnan 15 2 1 4 162: 183 5 1 2 188: 182 350:365 16 KR 14 3 1 3 164: 160 3 0 4 140: 154 304:314 13 Fram 15 3 1 3 160: 167 2 0 6 191: 202 351:369 11 KA 15 2 3 2 148: 147 1 1 6 161: 186 309: 333 10 /R 15 3 0 5 175: 187 1 2 4 146: 169 321:356 10 Þór 15 0 0 8 151:201 0 0 7 138: 190 289:391 0 Morgunblaöiö/Bjarni Qeir Svelnsson, fyrirliði Vals, verður í sviðsljósinu í Höllinni í kvöld. Hann og félagar hans verða helst að leggja KR að velli ef þeir ætla sér að ná íslands- meistaratitlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.