Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 BUXUR STÍGANDI AFSLÁTTUR AF ÖLLUM STÖKUM BUXUM Helgi Hálfdanarson: Að skrifa eða skrifa ekki Fyrir skemmstu hripaði ég greinarstúf vegna söfnunar undir- skrifta, sem samtökin Tjörnin lifi hugðust gangast fyrir til mót- mæla gegn staðarvali undir ráð- hús. Þar benti ég á, að slík söfnun myndi aldrei sýna annað en ranga mynd af hug Reykvíkinga í því máli, og yrði vafalaust túlkuð samkvæmt því. Ég gat um þá raunalegu staðreynd, að hvort sem ástæða er til eða ekki, getur ýmsum virzt áhættusamt að setja nafn sitt undir mótmæli gegn því sem ráðamenn hafast að, ekki síður en hitt, að neita að skrifa undir stuðning við gerðir þeirra, einkum þegar heitt er í kolunum. Grein þessa, sem átti að vera mín síðustu orð um ráðhús, gerir Áslaug Ragnars að umtalsefni í Morgunblaðinu 5. þ.m. Þar hvetur hún eindregið til undirskriftasöfn- unar, sem hún kallar örþrifaráð „vegna þess frumstæða stjómar- fars sem birzt hefur í sambandi við þetta mál“. Auðvitað hafa slíkar aðgerðir ýmsar hliðar, og réttmætt er að meta gildi þeirra að nokkru eftir aðstæðum hverju sinni. Stundum geta þær jafnvel orðið skoplegar, eins og þegar dijúgur hluti lækna- stéttarinnar hóar sig saman til að skrifa undir kröfu um áfengan bjór. Það kátlega er ekki það, að mennina skuli langa í bjór, heldur hitt, að þeir skuli ekki heimta hann í nafni þorsta síns, heldur í nafni læknisfræðinnar, sem telji ólíklegt að við íslendingar förum allt í einu að „missa fótanna" í áfengismálum! En því miður er ekki alltaf gaman að undirskriftum. Mér þykir leitt, að Áslaug Ragnars skyldi blanda svo kölluðu VL- máli inn í þessa umræðu. Ég hefði haldið að bezt færi á að ræða sem minnst um það. Áslaug segir að margir telji, að sú undirskriftasöfnun sem þá fór fram, hafi verið „einn merk- asti stjómmálaviðburður hér á landi fyrr og síðar". Vissulega fer hún þar með rétt mál, að svo er af sumum talið. En hitt vitum við líka, að sú aðgerð er af ýmsum öðrum talin eitt skelfilegasta hneyksli íslandssögunnar. Þar á ég þó ekki við þann málstað, sem um var dejlt; hér er hann ekki til umræðu. Ég á einmitt við þá að- gerð að safna undirskriftum, svo sem þá var gert. Ég hygg að eng- inn sé í vafa um það, hvorum megin í þeirri deilu sá þjóðfélags- hópur stóð, sem öðrum fremur gat haft áhrif á örlög almenn- ings, afkomu hans og gjörvallan hag. Með söfnuninni tóku VL- menn þá augljósu áhættu, að ein- hveijir þættust þurfa á fleira að líta en málstaðinn sjálfan, áður en þeir neituðu að skrifa undir, hvort sem þeir hefðu til þess raun- verulega ástæðu eða ekki. Sjálfur vissi ég dæmi til þess, að menn settu nafn sitt á þessa lista ein- ungis vegna þess' að þeir töldu, að afkomu sinni og fjölskyldu sinnar væri teflt í tvísýnu, ef þeir neituðu að skrifa undir. Trúlegt þykir mér, að slík dæmi hafi ver- ið fleiri en mér var kunnugt um; og ekki er ólíklegt, að ýmsir þeirra sem urðu fyrir þeirri reynslu, hafi ósjálfrátt reynt að hnika viðhorfi sínu til samræmis við þennan verknað sinn, þó ekki væri til annars en að geta upp frá því litið í spegil. Það var ef til vill það sorglegasta um þennan gang mála. Þama er raunar sjálf megin- ástæðan til þess, að í meiri háttar deilumálum þykir einungis leyni- leg atkvæðagreiðsla marktæk í þjóðfélagi siðaðra manna. Áslaug Ragnars lítur svo á, að næstu alþir.giskosningar á eftir hafi síðan sýnt hið rétta um fylgi VL-manna. Ég tel að það sé mik- ill misskilningur. Um þetta mál fór aldrei fram nein allsheijar atkvæðagreiðsla. Alþingiskosn- ingar snúast um fjölmörg önnur stórmál. Og trúlegt þykir mér, að ýmsum hefði þótt það harðir kost- ir að geta ekki sýnt andúð sína gegn málstað VL-manna með öðru en því að kjósa tiltekna stjómmálamenn á þing. Við þykjumst þess fullviss, að mikill meirihluti Reykvíkinga sé mótfallinn ráðhúsi í 'Ijöminni. Hins vegar þætti mér það ekki með neinum ólíkindum, að þeir sem nú skipa meirihluta í borgar- stjóm, yrðu endurkjömir í næstu kosningum. Og ég veit að Áslaugu dettur ekki í hug að túlka þau hugsanlegu úrslit svo, að þau sýni meirihlutafylgi Reykvíkinga við Tjarnarráðhús, enda næði það engri átt. Pólitískt fylgi ræður kjöri borgarfulltrúa en ekki við- horfi kjósenda til ráðhúss úti í Tjöm. Grein mín á dögunum þarf eng- inn að skilja svo, að ég muni skirr- ast við að skrifa undir, ef söfnun undirskrifta skal þrátt fyrir allt hmndið af stað. Enda hef ég ekk- ert að óttast úr neinni átt. Og kannski hefur enginn ástæðu til að óttast neitt; það vona ég að minnsta kosti. En hitt er alveg víst, að ekki líta allir þannig á spilin; og það er það sem máli skiptir. Niðurstaða mín er því þessi: Það er óhugsandi að undirskrifta- söfnun geti sýnt annað en mjög skekkta mynd af viðhorfí bæj- arbúa; og það má telja víst, að niðurstaða hennar verði hraklega rangtúlkuð. Þess vegna ræð ég frá henni. En ef söfnun verður samt hafin, þá skora ég á sem flesta að taka þátt í henni, ef ekki í von um árangur, þá af kergju. Menntaskólinn á ísafirði: Þróttmikil sólrisuhátíð ísafirdi. Sólrisuhátíð Menntaskólans á ísafirði er orðin jafn árviss við- burður og að sólin byijar að skína á ný á bæjarbúa. Sólrisu- hátíðin er venjulega haldin um svipað leyti og sólin hefur náð að skína inn um gluggann hjá öllum íbúum bæjarins. Þó er sá munur á Sólrisuhátíð og sól- risunni sjálfri að sólrisan er hvert ár með sama styrkleika en Sólrisuhátíðin með misjöfnum. Þetta árið virðist þó sem styrkur- inn sé í meira lagi og stendur fjölbreytt dagskrá hvern dag til sunnudagsins 13. mars, en hátí- ðin hófst 4. marz. Menntskælingar hafa sett á stofn útvarpsstöð í tilefni hátíðarinnar og verður útvarpað daglega milli kl. 15 og 24, en allan sólarhringinn um helgar. Auk þess má nefna að Sigríður Ásgeirsdóttir myndlistar- maður sýnir unnin glerverk í Slunkaríki, Litli leikklúbburinn frumsýnir Sveitapiltsins draum eftir Guðjón Ólafsson og Pál Ásgeirsson í sal Menntaskóláns á sunnudag. Á miðvikudag heldur hljómsveitin Svart/hvítur draumur tónleika í Krúsinni og næsta kvöld á eftir verður Bubbi Morthens með tón- leika í sal menntaskólans. Anna Júlíana Sveinsdóttir og Lára Rafns- dóttir halda svo ljóðatónleika í sal frímúrara fimmtudagskvöldið 10. mars en seinni helgin í sólrisu hefst svo með jasskvöldi á föstudag í sal menntaskólans, þar sem Olafur Kristjánsson, Magnús Reynir Guð- mundsson, Vilberg Vilbergsson, Gunnar Hólm Sumarliðason og söngkonan Oktavía Stefánsdóttir leika og syngja jass og blús við kertaljós og huggulegheit eins og einn nemandinn komst að orði. Sama kvöldið verður sólrisudans- leikur í Glaumborg í Hnífsdal þar sem Stuðkompaníið frá Akureyri leikur fyrir dansi. Á laugardag verð- ur ráðstefna með Æskulýðssam- bandi vestfirskra safnaða í sal menntaskólans. Þar flytja erindi Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og dr. Hjalti Hugason lektor. Sunnudaginn 13. mars ætla nem- endur svo að nota til að kynna al- menningi húsnæði menntaskólans. Jafnframt ætla þeir að skemmta gestum með skíðadansi, gítar- og harmonikkuleik, gjömingum og ljóðalestri og leiksýningum. AFS verður með kynningu á skiptinema- starfsemi sinni og verða þar bæði ísfírsk ungmenni, sem farið hafa til námsdvalar erlendis á vegum samtakanna, og erlendur skiptinemi sem nú dvelur á ísafírði. Um kvöldið verður svo skálda- vaka á sal menntaskólans. Þar munu ísfirsk skáld koma og lesa úr verkum sínum en langt mun nú orðið síðan ísfirskir höfundar hafa látið til sín heyra opinberlega. Menningarviti hátíðarinnar, en það er sá kaliaður sem fer með forystu f málefnum Sólrisuhátíðarinnar, er Birgir Finnsson. - Úlfar Hárlos? Blettaskalli? Líflaust hár? Sársaukalaus hár- rækt með akupunkta- aðferð ásamt rafmagns- nuddi og köldum leiser- geisla. 890 kr. timinn (45-55 mín.). P.S. Varist kvalafulla, heilsuspill- andi okurgeisla. Laugavegi 92 Sími 11275 Forsíða fræðsluritsins. RNIC LÍÐUf i>4rí Hjartavernd gefur út fræðslurit FRÆÐSLURIT Hjartaverndar „Hvemig líður þér er komið út. Bæklingurinn er danskur að uppruna en hefur verið þýddur og staðfærður f samræmi við íslen- skar aðstæður. í bæklingnum er bent á leiðir til að halda góðri heilsu og meðal ann- ars spurt um fæðuval. Gerð grein fyrir innihaldi hverrar fæðutegundar og hvað ber að varast. Samkvæmt rannsóknum Hjartavemdar veikjast 2 til 3 af hveijum 100 íslendingum árlega af of háum blóðþrýstingi og eru í bæklingnum talin upp nokkur atriði, sem geta stuðlað að of háum blóðþrýstingi. Sem leið að betri heilsu er bent á að hreyfing er allra meina bót en fólk þyngist oft um 10 til 15 kg frá tvítugsaldri til fertugs eða fimmtugs. Þá er kafli um streitu, sem eykur blóðþrýsting ef ekki er brugðist rétt við vandanum. Spurt er nokkurra spuminga og eiga svörin að gefa vísbendingu um hvort hætta er á ferð- um. Bæklingurinn er prentaður í 10.000 eintökum og verður honum dreift endurgjaldslaust í framhalds- skóla, heilsugæslustöðvar og spítala auk annarra stofnana. (Úr fréttatilkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.