Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Jarðgöng undir Hvalfjörð Ahrif þeirra á byggðina á Vesturlandi eftirSturlu Böðvarsson Greinin er byggð á ræðu, sem flutt var á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi Vestlendingar hafa lagt mikla áherslu á bættar samgöngur og uppbyggingu vega í kjördæminu. Astæður eru einkum þær að nær allur flutningur að og frá svæðinu fer um vegina og þess vegna eru gerðar miklar og vaxandi kröfur um uppbyggingu þeirra, einkum í vesturhluta kjördæmisins. Framkvæmdum við vegagerð hefur miðað nokkuð vel, einkum í suðurhluta kjördæmisins. Fram- vinda vegagerðar í kjördæminu hefur til skamms tíma verið tengd fáum stórverkefnum (Borgarfjarð- arbrú, Ólafsvíkurenni, Holtavörðu- heiði), sem hafa dregið til sín mest- an hluta framkvæmdaflármagns- ins. Af þeirri ástæðu hefur miðað heldur hægt við aðrar framkvæmd- ir og ekki er áætlað að gera neitt sérstakt átak samkvæmt vegaá- ætlun. Það hlýtur því að vekja athygli manna þegar upp koma hugmynd- ir um nýstárlegar og í raun risa- vaxnar framkvæmdir á borð við það, að byggja brú eða leggja göng undir Hval§örðinn. Hugmyndir um brú eða göng undir Hvalijörð eru ekki nýjar. 1967 var samþykkt tillaga þing- manna Vesturlandskjördæmis, þeirra Jóns Ámasonar, Sigurðar Ágústssonar, Benedikts Gröndal, Ásgeirs Bjamasonar og Halldórs E. Sigurðssonar, um „alhliða rann- sókn á því,“ eins og segir í ályktun- inni, „hvemig hagkvæmast muni að leysa samgönguþörfina milli þéttbýlis í og við Reykjavík annars vegar og Akraness, Borgarfjarðar og til Vestur- og Norðurlands hins vegar." I kjölfar þessarar tillögu var síðan unnið nefiidarálit um sam- göngur um Hvalfjörð, sem var skil- að 1972. í þeim tillögum sem fram koma í áliti nefndarinnar er fjallað um göng undir fjörðinn. Síðan eru liðin 16 ár og margt breyst í þjóð- félaginu. Enn eru komnar fram tillögur um að brúa Hvalfjörðinn. Þær til- lögur em til umíjöllunar hér á þessum fundi en áður hafa þær verið ræddar á fundi Verkfræð- ingafélagsins. Ég mun §alla hér um hvaða áhrif þetta risavaxna samgöngu- mannvirki muni hafa á byggðina á Vesturlandi. Fram kemur í skýrslunni frá 1972 að göng undir Hvalfjörðinn muni hafa áhrif, ekki aðeins á Vesturlandi heldur einnig á byggð- ina sunnanvert við fjörðinn. Stórhöfuðborgarsvæðið má marka af Hafnarfírði að sunnan og Mosfellsbæ að norðan. Það teygir þjónustusvæði sitt upp í Borgarfjörð og allt vestur á Snæ- fellsnes, þar sem eru sumarbú- staðabyggðir borgarbúa. Sam- göngur við þessi svæði eru ekki síður mikilvægar fyrir borgarbúa á vissum tímum áirsins, en fyrir íbúa byggðanna á Vesturlandi, Vestfjörðum, Ströndum og Norð- urlandi. Tillögur og athuganir Vegagerð- arinnar, sem Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur, hefur kynnt, og hugmyndir ðlafs Bjamasonar, verkfræðings hjá VST, hafa vakið athygli margra og áhuga. Ekki síst tillögur um fyllingu út í fjörð- inn og forsteyptan vegstokk undir ^örðinn í fyllingunni. Áætlaður kostnaður er 1,5—2 milljarðar króna. Þingmenn Vesturlandskjör- dæmis hafa vakið athygli á þessum hugmyndum og flutt tillögu á þingi um nýja legu vegar um Hvalfjörð. Þingmenn Vesturlands mega ekki eigna sér þessa framkvæmd einir, hversu góð og mikilvæg sem hún annars er fyrir Vesturland. Afleið- ingamar gætu orðið þær að göng undir Hvalfjörð verði byggð fyrir fjármagn, sem ætti að ganga til vegakerfísins í Vesturlandskjör- dæmi. Það ættu menn að hafa lært af reynslunni. Þingmenn allra kjördæma eiga að taka þátt í að Sturla Böðvarsson vinna að þessu merkilega máli. Við uppbyggingu vegakerfisins í landinu hlýtur að vera uppi sú meginstefna að stytta allar aðal- leiðir svo sem mest má verða. Af þeirri ástæðu hlýtur það að vera æskilegt, svo framarlega sem um- ferðin er næg, að stytta sér leið undir eða yfír Hvalíjörðinn. Til þess að ná hámarks arðsemi af slíkri framkvæmd verður að skipuleggja aðra þætti samgöngu- kerfísins í kjördæminu út frá „brúnni" (göngunum). Ekki fer á milli mála að göng undir ijörðinn á þeim stað sem nú er rætt um munu valda byltingu fyrir Akranes. Göng við Laufa- grunn munu færa Akranes í þjóð- braut ekki síst ef þjóðvegurinn verður vestan Akrafjalls. Frá sjónarhóli Vestlendinga er það að öllu leyti mjög æskilegt. Margskonar samstarf byggðanna mun styrkjast og eflast og t.d. núverandi samstarf á sviði fram- haldsskólarekstúrs mun verða auð- veldara og kostnaðarminna vegna betri samgangna við Akranes, ef þjóðbrautin liggur þar um bæjar- hlaðið. Rékstur sveitarfélaga á lands- byggðinni er oft á tíðum erfíður vegna þess að þær stofnanir, sem þau reka, nýtast ekki sem skyldi vegna erfíðra samgangna. Bættar samgöngur, t.d. milli Akraness og Brú yfir Hvalfjörð, yfirlitsmynd. annarra staða á Vesturlandi, munu án efa styrkja þær þjónustustofn- anir sem á svæðinu eru og skapa möguleika á því að skipuleggja uppbyggingu þeirra með tilliti til þess, að stærra svæði njóti þjón- ustunnar og kosti hana. Fyrir atvinnuvegina hafa bættar samgöngur með göngum vafalaust mjög mikil áhrif. Atvinnusvæðið stækkar og einnig markaðssvæðið fyrir framleiðslufyrirtækin. Það er mikils virði fyrir framleiðslufyrir- tækin á svæðinu, t.d. á Akranesi og í Borgamesi, að stytta leiðina á aðalmarkaðssvæði landsins. Fyr- irtæki í byggingariðnaði og vinnslustöðvar landbúnaðarins, svo dæmi séu nefnd, sem stunda fram- leiðslu á sviði byggingariðnaðar og matvælaframleiðslu, eiga í erf- iðleikum með að keppa á Reykjavíkurmarkaðinum vegna mikils flutningskostnaðar. Stytting á leiðinni mun því án nokkurs vafa bæta samkepphis- stöðu fyrirtækja og fjölga atvinnu- tækifærum auk þess sem fyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu ættu frekar að geta keppt við fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu um vinnu- aflið. Fólk mun frekar sækja í búsetu á svæðinu og leita í störf á öllu Vesturlandi með bættum samgöngum. Bættar samgöngur um Hval- Qörð munu einnig hafa áhrif á byggðina í Snæfellsnesi og í Dölum og reyndar einnig á Vestfjörðum og Norðurlandi. Svo sem fyrr segir þá hafa slæmar vegasamgöngur mjög háð framþróun í vesturhluta Vestur- lands. í fyrstu munu göng undir Hval- §örð samt sem áður ekki hafa af- gerandi áhrif á byggðina á Snæ- fellsnesi og í Dalasýslu nema til komi jafnframt eða áður mjög miklar framkvæmdir í vegagerð innan þessara svæða. Þegar hafíst er handa við að skipuleggja svo stórfelldar fram- kvæmdir sem göng undir Hvalfjörð verður jafnframt að gera sér grein fyrir því á hvem veg aðrir hlutar vegagkerfísins á Vesturlandi verði byggðir upp. Nauðsynlegt er að raða fram- kvæmdum þannig að hver áfangi nýtist sem best innan svæðanna og tengi vaxandi umferð inn á stofnbrautir milli landshluta svo sem um göngin undir Hvalijörðinn. Ég gat þess fyrr að göng undir Hvalfjörðinn munu ekki hafa af- gerandi þýðingu fyrir okkur á Snæfellsnesi nema jafnframt verði gert sérstakt átak í vegagerð þar. Það sem ég á við er að jafn- framt eða áður verði unnið að upp- byggingu vegakerfísins milli bæj- anna á norðanverðu Snæfellsnesi og yfír Snæfellsnesfjallgarðinn. Yfír fjallgarðinn verður að koma vegur, sem halda má opnum alla daga að vetri undir venjulegum kringumstæðum. Þessar leiðir tengja síðan samgöngur til Vest- fjarða með Breiðafjarðarferjunni, sem mun he§a rekstur á næsta ári. Allar þessar framkvæmdir, jarð- göngin undir HvalQörð, vegur yfír Snæfellsnesfjallgarðinn og svo Breiðafjarðarfeijan, munu stór- auka ferðamannastrauminn allt vestur á Firði. Er þá komið að þeim þætti sem ekki er veigaminnstur þegar tínd eru til rökin fyrir þessari fram- kvæmd, en það er aukinn ferða- mannastraumur. Spáð er verulegri aukningu í ferðamannaþjónustu við erlenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.