Morgunblaðið - 09.03.1988, Side 20

Morgunblaðið - 09.03.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Jarðgöng undir Hvalfjörð Ahrif þeirra á byggðina á Vesturlandi eftirSturlu Böðvarsson Greinin er byggð á ræðu, sem flutt var á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi Vestlendingar hafa lagt mikla áherslu á bættar samgöngur og uppbyggingu vega í kjördæminu. Astæður eru einkum þær að nær allur flutningur að og frá svæðinu fer um vegina og þess vegna eru gerðar miklar og vaxandi kröfur um uppbyggingu þeirra, einkum í vesturhluta kjördæmisins. Framkvæmdum við vegagerð hefur miðað nokkuð vel, einkum í suðurhluta kjördæmisins. Fram- vinda vegagerðar í kjördæminu hefur til skamms tíma verið tengd fáum stórverkefnum (Borgarfjarð- arbrú, Ólafsvíkurenni, Holtavörðu- heiði), sem hafa dregið til sín mest- an hluta framkvæmdaflármagns- ins. Af þeirri ástæðu hefur miðað heldur hægt við aðrar framkvæmd- ir og ekki er áætlað að gera neitt sérstakt átak samkvæmt vegaá- ætlun. Það hlýtur því að vekja athygli manna þegar upp koma hugmynd- ir um nýstárlegar og í raun risa- vaxnar framkvæmdir á borð við það, að byggja brú eða leggja göng undir Hval§örðinn. Hugmyndir um brú eða göng undir Hvalijörð eru ekki nýjar. 1967 var samþykkt tillaga þing- manna Vesturlandskjördæmis, þeirra Jóns Ámasonar, Sigurðar Ágústssonar, Benedikts Gröndal, Ásgeirs Bjamasonar og Halldórs E. Sigurðssonar, um „alhliða rann- sókn á því,“ eins og segir í ályktun- inni, „hvemig hagkvæmast muni að leysa samgönguþörfina milli þéttbýlis í og við Reykjavík annars vegar og Akraness, Borgarfjarðar og til Vestur- og Norðurlands hins vegar." I kjölfar þessarar tillögu var síðan unnið nefiidarálit um sam- göngur um Hvalfjörð, sem var skil- að 1972. í þeim tillögum sem fram koma í áliti nefndarinnar er fjallað um göng undir fjörðinn. Síðan eru liðin 16 ár og margt breyst í þjóð- félaginu. Enn eru komnar fram tillögur um að brúa Hvalfjörðinn. Þær til- lögur em til umíjöllunar hér á þessum fundi en áður hafa þær verið ræddar á fundi Verkfræð- ingafélagsins. Ég mun §alla hér um hvaða áhrif þetta risavaxna samgöngu- mannvirki muni hafa á byggðina á Vesturlandi. Fram kemur í skýrslunni frá 1972 að göng undir Hvalfjörðinn muni hafa áhrif, ekki aðeins á Vesturlandi heldur einnig á byggð- ina sunnanvert við fjörðinn. Stórhöfuðborgarsvæðið má marka af Hafnarfírði að sunnan og Mosfellsbæ að norðan. Það teygir þjónustusvæði sitt upp í Borgarfjörð og allt vestur á Snæ- fellsnes, þar sem eru sumarbú- staðabyggðir borgarbúa. Sam- göngur við þessi svæði eru ekki síður mikilvægar fyrir borgarbúa á vissum tímum áirsins, en fyrir íbúa byggðanna á Vesturlandi, Vestfjörðum, Ströndum og Norð- urlandi. Tillögur og athuganir Vegagerð- arinnar, sem Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur, hefur kynnt, og hugmyndir ðlafs Bjamasonar, verkfræðings hjá VST, hafa vakið athygli margra og áhuga. Ekki síst tillögur um fyllingu út í fjörð- inn og forsteyptan vegstokk undir ^örðinn í fyllingunni. Áætlaður kostnaður er 1,5—2 milljarðar króna. Þingmenn Vesturlandskjör- dæmis hafa vakið athygli á þessum hugmyndum og flutt tillögu á þingi um nýja legu vegar um Hvalfjörð. Þingmenn Vesturlands mega ekki eigna sér þessa framkvæmd einir, hversu góð og mikilvæg sem hún annars er fyrir Vesturland. Afleið- ingamar gætu orðið þær að göng undir Hvalfjörð verði byggð fyrir fjármagn, sem ætti að ganga til vegakerfísins í Vesturlandskjör- dæmi. Það ættu menn að hafa lært af reynslunni. Þingmenn allra kjördæma eiga að taka þátt í að Sturla Böðvarsson vinna að þessu merkilega máli. Við uppbyggingu vegakerfisins í landinu hlýtur að vera uppi sú meginstefna að stytta allar aðal- leiðir svo sem mest má verða. Af þeirri ástæðu hlýtur það að vera æskilegt, svo framarlega sem um- ferðin er næg, að stytta sér leið undir eða yfír Hvalíjörðinn. Til þess að ná hámarks arðsemi af slíkri framkvæmd verður að skipuleggja aðra þætti samgöngu- kerfísins í kjördæminu út frá „brúnni" (göngunum). Ekki fer á milli mála að göng undir ijörðinn á þeim stað sem nú er rætt um munu valda byltingu fyrir Akranes. Göng við Laufa- grunn munu færa Akranes í þjóð- braut ekki síst ef þjóðvegurinn verður vestan Akrafjalls. Frá sjónarhóli Vestlendinga er það að öllu leyti mjög æskilegt. Margskonar samstarf byggðanna mun styrkjast og eflast og t.d. núverandi samstarf á sviði fram- haldsskólarekstúrs mun verða auð- veldara og kostnaðarminna vegna betri samgangna við Akranes, ef þjóðbrautin liggur þar um bæjar- hlaðið. Rékstur sveitarfélaga á lands- byggðinni er oft á tíðum erfíður vegna þess að þær stofnanir, sem þau reka, nýtast ekki sem skyldi vegna erfíðra samgangna. Bættar samgöngur, t.d. milli Akraness og Brú yfir Hvalfjörð, yfirlitsmynd. annarra staða á Vesturlandi, munu án efa styrkja þær þjónustustofn- anir sem á svæðinu eru og skapa möguleika á því að skipuleggja uppbyggingu þeirra með tilliti til þess, að stærra svæði njóti þjón- ustunnar og kosti hana. Fyrir atvinnuvegina hafa bættar samgöngur með göngum vafalaust mjög mikil áhrif. Atvinnusvæðið stækkar og einnig markaðssvæðið fyrir framleiðslufyrirtækin. Það er mikils virði fyrir framleiðslufyrir- tækin á svæðinu, t.d. á Akranesi og í Borgamesi, að stytta leiðina á aðalmarkaðssvæði landsins. Fyr- irtæki í byggingariðnaði og vinnslustöðvar landbúnaðarins, svo dæmi séu nefnd, sem stunda fram- leiðslu á sviði byggingariðnaðar og matvælaframleiðslu, eiga í erf- iðleikum með að keppa á Reykjavíkurmarkaðinum vegna mikils flutningskostnaðar. Stytting á leiðinni mun því án nokkurs vafa bæta samkepphis- stöðu fyrirtækja og fjölga atvinnu- tækifærum auk þess sem fyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu ættu frekar að geta keppt við fyrirtækin á höfuðborgarsvæðinu um vinnu- aflið. Fólk mun frekar sækja í búsetu á svæðinu og leita í störf á öllu Vesturlandi með bættum samgöngum. Bættar samgöngur um Hval- Qörð munu einnig hafa áhrif á byggðina í Snæfellsnesi og í Dölum og reyndar einnig á Vestfjörðum og Norðurlandi. Svo sem fyrr segir þá hafa slæmar vegasamgöngur mjög háð framþróun í vesturhluta Vestur- lands. í fyrstu munu göng undir Hval- §örð samt sem áður ekki hafa af- gerandi áhrif á byggðina á Snæ- fellsnesi og í Dalasýslu nema til komi jafnframt eða áður mjög miklar framkvæmdir í vegagerð innan þessara svæða. Þegar hafíst er handa við að skipuleggja svo stórfelldar fram- kvæmdir sem göng undir Hvalfjörð verður jafnframt að gera sér grein fyrir því á hvem veg aðrir hlutar vegagkerfísins á Vesturlandi verði byggðir upp. Nauðsynlegt er að raða fram- kvæmdum þannig að hver áfangi nýtist sem best innan svæðanna og tengi vaxandi umferð inn á stofnbrautir milli landshluta svo sem um göngin undir Hvalijörðinn. Ég gat þess fyrr að göng undir Hvalfjörðinn munu ekki hafa af- gerandi þýðingu fyrir okkur á Snæfellsnesi nema jafnframt verði gert sérstakt átak í vegagerð þar. Það sem ég á við er að jafn- framt eða áður verði unnið að upp- byggingu vegakerfísins milli bæj- anna á norðanverðu Snæfellsnesi og yfír Snæfellsnesfjallgarðinn. Yfír fjallgarðinn verður að koma vegur, sem halda má opnum alla daga að vetri undir venjulegum kringumstæðum. Þessar leiðir tengja síðan samgöngur til Vest- fjarða með Breiðafjarðarferjunni, sem mun he§a rekstur á næsta ári. Allar þessar framkvæmdir, jarð- göngin undir HvalQörð, vegur yfír Snæfellsnesfjallgarðinn og svo Breiðafjarðarfeijan, munu stór- auka ferðamannastrauminn allt vestur á Firði. Er þá komið að þeim þætti sem ekki er veigaminnstur þegar tínd eru til rökin fyrir þessari fram- kvæmd, en það er aukinn ferða- mannastraumur. Spáð er verulegri aukningu í ferðamannaþjónustu við erlenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.