Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 35 Brögð voru að því að ökumenn á leið suður úr borginni reyndu að flýta fyrir sér í Skógarhlíðinni með því að fara yfir á vinstri akrein á Óskjuhlíðarbrún og láta síðan hleypa sér inn á hægri akrein aft- ur á móts við „rennuna" niður á Kringlumýrarbraut. Þetta þótti þeim ökumönnum súrt í broti serh voru búnir að vera tuttugu mínútur á leiðinni þessa fáu metra. Strætisvagnabílstjórar áttu víða í erfiðleikum með að skila af sér og taka upp farþega þar sem bíla- lestir voru samfelldar. Lögreglan varð einnig að bregða á það ráð að aka upp á gangstéttir eða að fara út fýrir götur til að geta sinnt störfum sínum. INNLENT Gúrevitsj vann hrað- skákmótið í Garðaskóla MÍKHAÍL Gúrevitsj vann hrað- skákmót sem tímaritið Skák stóð fyrir í Garðaskóla á mánudags- kvöld. Gúrevitsj fékk 14'/2 vinn- ing en Helgi Ólafsson varð annar með 14 vinninga. Lev Pól- úgajevskíj varð þriðji með 13'/2 vinning. Alls tóku 60 skákmenn þátt í mótinu og tefldi hver þeirra tvær 5 mínútna skákir við 9 andstæðinga. í fjórða sæti á mótinu varð Ser- gei Dolmatov en í 5.-10. sæti með 12 vinninga urðu Judit Polgar, Zsuzsa Polgar, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Jón Garðar Viðarsson, Þröstur Þórhallsson og Ralf Áke- son. í 11.-12. sæti með IIV2 vinn- inga urðu Larry Christiansen og Einar Gauzel. Judit Polgar, sem er aðeins 11 ára, var í öðru sæti fyrir síðustu umferðina en þá tefldi hún við Helga Ólafsson og tapaði báðum skákunum. Hún tefldi einnig við alla aðra í efstu sætununum og vann Dolmatov og Christiansen U/2—V2, gerði jafntefli við Gúre- vitsj, 1—1, en tapaði 2—0 fyrir Helga og Pólúgajevskíj. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu á sunnudaginn um fyrirlestra dr. Montagues Ullmans um draum- arannsóknir og drauma misritað- ist tímasetning þeirra. í kvöld, miðvikudag, heldur hann fyrirlestur á vegum Barnageð- læknafélags íslands kl. 20.30 á barna- og unglingadeild Landspítal- ans, Dalbraut 12 og á morgun, fimmtudag, heldur hann fyrirlestur á vegum Geðlæknafélags íslands, fyrir meðlimi þess og aðra sérfræð- inga heilbrigðisstéttanna, kl. 20.30 á þriðju hæð geðdeildar Landspítal- HIK leitar umboðs til verkfallsboðunar: Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og Rögnvaldur Ólafsson, formaður Glímusambands íslands við undirritun samningsins. Flugleiðir og Glímusambandið: Saniningnr um eflingu glímunnar til 10 ára Glímusamband íslands og Flugleiðir hafa gert með sér samning um eflingu og kynningu íslensku glímunnar og er hann til 10 ára. Samninginn undirrit- uðu þeir Rögnvaldur Ólafsson, formaður Glímusambandsins og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Við undirritun samningsins þann 3. mars lýsti Rögnvaldur þeirri von sinni að hann yrði til að efla glímu- íþróttina en í samkomulaginu lýsa Flugleiðir því yfir að fyrirtækið vilji styðja glímuna bæði sem íþrótt og menningararfleifð. Flugleiðir munu gefa þrjá bikara í Bikarglímu ís- lands og skal keppnin hér eftir heita Bikarglíma íslands - Flugleiðamót- ið. Þá mun Glímusambandið kynna, eftir því sem frekast er unnt, stuðn- ing Flugleiða við glímuna. Kröfur kennara byggðar á loforðum stjórnvalda - segir Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK Anna Júlíana Sveinsdóttir Lára Rafnsdóttir Tónleikar á ísafirði: Nýtt tónverk frumflutt eftir Jónas Tómasson Samið sérstaklega fyrir Önnu Júlíönu Sveinsdóttur faafírði. ÞRIÐJU áskriftartónleikar Tón- listarfélags Isafjarðar verða haldnir nú á fimmtudaginn 10. mars í Frímúrarasalnum. Það eru þær Anna Júlíana Sveins- dóttir messósópran og Lára Rafnsdóttir_ píanóleikari sem heimsækja ísafjörð. Jónas Tóm- asson tónskáld hefur samið tón- verk sérstaklega fyrir Önnu Júl- íönu til að syngja á tónlistarhátíð í Bergen í vor en verkið verður frumflutt nú á þessum tónleik- um. Önnur tónskáld sem leggja til verk á tónleikunum hér vestra eru Eyþór Stefánsson, Sigvaldi Kalda- lóns, Atli Heimir Sveinsson, Dvor- ak, Dörumsgaard, Chopin og Szy- manowski. Mikil gróska er í starfi Tónlistar- félags ísafjarðar en félagið verður 40 ára á þessu ári. Til dæmis eru þetta fjórðu tónleikar félagsins á árinu. Úlfar. Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags hefur ákveðið að efna til allsherjaratkvæða- greiðslu meðal félagsmanna um verkfallsboðun hinn 13. apríl næstkomandi. Wincie Jóhanns- dóttir, formaður HIK, sagði á blaðamannafundi í gær að félag- ið byggði kröfugerð sína á tillög- um Starfskjaranefndar, _ sem skipuð var fulltrúm frá HÍK og menntamála- og fjármálaráðu- neytum, en ríkisvaldið hafnaði tillögum sem byggðar væru á skýrslunni. Mjög lítið hefði þok- ast í samkomulagsátt á þeim þremur mánuðum sem viðræður hefðu farið fram. Wincie sagði að samningafundur fulltrúa HIK og ríkisins í gær hefði engan árangur borið, en nýr fundur hefur verið boðaður á föstudag kl. 1:30. Wincie Jóhannsdóttir sagði að samninganefnd ríkisins hefði hafn- að umræðu um flest þau atriði sem snertu skólastarf. Ríkisvaldið hefði að vísu ljáð máls á lítilsháttar breyt- ingum á vinnutilhögun kennara, en þær breytingar hefðu ekki mátt kosta neitt. Fulltrúar HÍK hefðu lagt fram hugmyndir að breyttu launakerfi kennara í undirnefnd Umferðarþungi með mesta móti í ófærðinni: Hálfrar annarar klukku- stundar þæfingur í Garðabæ VEL kom í ljós I gær hversu umferðarþunginn í höfuðborg- inni getur orðið mikill. Færð var slæm, hálka mikil og sums stað- ar þó nokkur snjór. Voru öku- menn greinilega ekki undir slíkt búnir því margir bílar eru enn á sumardekkjum. Einnig var áberandi hve margir bílar voru illa hreinsaðir af snjó og byrgði það ökumönnum mjög útsýni. Morgunblaðið/Sverrir Samninganefnd HÍK, nýkomin af árangurslausum fundi við samn- inganefnd ríkisins, á fundi með fréttamönnum í gær. Standandi fremst á myndinni er Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. beggja samningsaðila, sem byggðar væru á skýrslu Starfskjaranefndar, en samninganefnd ríkisins hafði hafnað þessum tillögum HÍK. í greinargerð með kröfum HÍK, sem dreift var á blaðamannafundinum segir: „Þrátt fyrir þriggja mánaða samningaviðræður hefur Samn- inganefnd ríkisins virt að vettugi gefín loforð stjómvalda um bætt kjör og starfsskilyrði kennara sem leitt gætu til árangursríkara skóla- starfs." HÍK lagði fram kröfugerð sína í lok febrúar, en í henni er gert ráð fyrir sömu almennu hækkunum og svipuðum kauptryggingar- og end- urskoðunarákvæðum og í samningi VMSÍ við VSÍ og VSS. Einnig er þar að fínna kröfur um launaflokka- hækkanir til kennara sem starfa í dreifbýli, um álagsgreiðslur vegna sérstakra starfa eins og umsjón með bekkjardeildum, og um sér- staka gjaldskrá fyrir útlögðum kostnaði kennara, svo sem afnot af eigin húsnæði og tölvum. Þá er vitnað í tillögur Starfskjaranefndar um þrjú atriði í kröfum HÍK: að starfsaldurshækkanir komi fyrr en í núgildandi samningum, að vægi menntunar verði aukið í launaút- reikningum, og breyttri vinnutil- högun í skólum verði komið á í haust. Reiknað er með að gildistími samningsins verði til áramóta. Eins og áður sagði verður næsti fundur samninganefnda ríkisins og HÍK haldinn á föstudaginn kl. 1:30. Atkvæðagreiðsla um verkfallsheim- ild fer síðan fram eftir um 10 daga og ef ekki semst gæti komið til verkfalls HÍK þann 13. apríl. Um 1.100 félagar .eru í HÍK; um 300 í grunnskólum, en hinir í framhalds- skólum, og þar myndi kenrtsla þá leggjast algerlega niður. Blaðamaður þurfti að fara úr miðbæ Reykjavíkur í Garðabæ í gær um sexleytið. Ferðin sóttist seint þótt engjn óhöpp tefðu för hans. Það var einungis færðin og bílafjöldinri sem urðu þess vald- andi. Bílalestimar virtust óendan- lega langar og varla hreyfast úr stað. 1 Garðabæinn var komið kl. hálfátta eða einni og hálfri klukku- stund eftir að í ferðina var lagt. Morgunblaðið/Júlíus Ekki gekk umferðin óhappalaust fyrir sig. Hér hefur jeppi skollið aftan á strætisvagn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.