Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Guðrún A. Símonar óperusöngkona - Minning Fædd 24. febrúar 1924 Dáin 28. febrúar 1988 Sunnudaginn 28. febrúar síðast- liðinn lést Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona, á heimili sínu hér í Reykjavík, hafði hún þá nýlega fyllt sitt 64. aldursár. Hún var bor- in og bamfæddur Reykvíkingur, söngli'stin var ættarfylgja í hennar föðurætt og sjálf hiaut hún ríkulega af þeirri gáfu. Með Guðrúnu er horfin af sviðinu stórbrotinn listamaður og sterkur persónuleiki sem setti svip á samtíð sína. Hún var vel menntuð í sinni grein, nam í fyrstu söng hér heima og síðan um árabii erlendis við þekkta skóla á því sviði og í tímum hjá færustu kennurum. Guðrún hélt sjálfstæða tónleika víða um lönd, kom fram í útvarpi og sjónvarpi og söng inn á hljómplötur; á afreka- skrá hennar eru aðalhlutverk í heimsfrægum óperum. í hörpu sinni átti Guðrún marga strengi. En hvort sem hún söng vandmeðfama óperuaríu eða lítið dægurlag var hún lifandi og tilfinn- ingarík í túlkun sinni og hreif fólk með sér. Víst er að Guðrún Á. Símonar var elskuð og virt af fjölda manns en mér er þó til efs að fólk hafi almennt gert sér ljóst hvflíkur listamaður hún var, enda tækifærin fá hér á landi til að leiða það í ljós. Ein minning öðmm fremur or- sakar að ég sting niður penna við Iát Guðrúnar. Á haustdögum árið 1975 var mikið á seyði hjá íslensk- um konum. í undirbúningi var kvennafríið 24. október á stofndegi Sameinuðu þjóðanna og í tilefni þess að þær höfðu útnefnt árið 1975 alþjóðlegt kvennaár. Um allt land vom konur önnum kafnar við að skipuleggja hvemig dagurinn gæti orðið sem eftirminnilegastur og í Reykjavík var í uppsiglingu útifundur á Lælqartorgi. Undirbún- ingshópur fundarins fór þess á leit við Guðrúnu að stjóma þar söng, hún tók tilmælunum fagnandi og kom heilshugar og af öllum sínum krafti inn í starfið. Um hríð sótti hún nú undirbún- ingsfundina og yfirskyggði með nærvem sinni einni saman allar bollaleggingar um vinstri og hægri, pólitískt jafnvægi og annað álíka smávægilegt. Hún lét okkur heyra hvaða lög hún teldi að best færi á að syngja á útifundinum, flutti þau í mismunandi tóntegundum og tempói, og við tókum undir þar sem hún hafði hugsað sér fjöldasöng. Sat hópurinn nú þama syngjandi nokkra fundi á meðan Guðrún mót- aði söngdagskrána. Mátti ljóst vera að þó eitthvað kynni að fara úr- skeiðis varðandi kvennafríið myndi söngurinn í það minnsta heppnast, svo yrði Guðrúnu fyrir að þakka. Ég býst við að fáum, sem sóttu útifundinn á Lækjartorgi þennan eftirminnilega dag, muni úr minni líða þegar Guðrún Á. Símonar steig fram á sviðið, hóf upp raust sína og söng. Hún opnaði hug sinn og hjarta, gaf af sér með gleði og af ejnlægni og uppskar samstillingu og samhug þúsundanna sem þama voru. í íjöldasöngnum var hún stór- veldi sem allir lutu,_ hetjusöngvari sem flutti viðlagið „Áfram stelpur" af þeim krafti og sannfæringu að það hljómaði ekki einungis sem hvatning heldur bein fyrirmæli. Einhveijar eru ef til vill enn að hlýða því kalli líkt og hún sjálf sem jafn- an fór ótrauð áfram sinn veg. Mynd Guðrúnar og af syngjandi mannhafinu flaug heimshomanna á milli, henni tóku síðan að berast úrklippur úr ólfklegustu áttum og vel mátti finna að hún hafði gaman af. í þessu samstarfi á haustdögum fyrir þrettán árum var ógleyman- legt að kynnast Guðrúnu og hennar skerfur í velheppnaðri atburðarás má ekki gleymast. Þar var enn stað- fest að listamenn af Guðs náð á borð við Guðrúnu Á. Símonar eru ævintýrinu líkastir í lífi eyþjóðar. Megi minning hennar lifa. Björg Einarsdóttir Þegar ég nú tek mér penna í hönd, til þess að minnast Guðrúnar Á. Símonar óperusöngkonu, reikar hugurinn nokkra áratugi aftur í tímann. Við vorum ekki ýkjamörg sem höfðum stundað söngnám að ráði þegar leikstarfsemi hófst í Þjóðleikhúsinu árið 1950. Sennilega hefur ekkert okkar grunað þá að að strax árið eftir yrði byijað að flytja ópemr á sviði Þjóðleikhúss- ins. Svo varð þó og þótti takast það vel að áfram var haldið og nokkur næstu árin gátu leikhúsgestir búist við óperu eða óperettu á hveiju leik- ári. Guðrún kom þar fyrst á svið árið 1952 í óperettunni „Leðurblak- an“ eftir Johann Strauss. Oftar átti hún eftir að gleðja leikhúsgesti með söng sínum og leik á því sviði, og mér er sérstaklega minnisstætt samstarf okkar í tveimur óperum eftir Puccini, „La Bohéme" og „Tosca“. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að við, sem tókum þátt í þessum óperettu- og óperuflutn- ingi fyrstu árin, höfum verið þakk- lát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera með í þeirri starfsemi sem þá hófst hérlendis í nokkurri al- vöru. Guðrún var framarlega í flokki þeirra söngvara sem þarna lögðu hönd á plóginn. Það er ánægjulegt að minnast þess að þetta var óvenju samheldinn hópur, sem var laus við ríg eða öfund, sem sagt er að stundum skjóti upp koll- inum í flokkum listafólks. Þvert á móti samglöddust menn þegar ein- hveijum félaganna gekk vel. Guðrún Á. Símonar varð skjótt ein vinsælasta söngkona þjóðarinn- ar, enda var hún gædd frábærri rödd og framkoma hennar á sviði var hressileg og fijálsleg. Vel man ég ferð okkar um Norðurland vetur- inn 1955—56. Þá var hópur hljóð- færaleikara og söngvara á vegum Ríkisútvarpsins með „List um landið" og fluttum við þá m.a. óper- una „Ráðskonuríki“ eftir Pergolesi. Ekki var færðin alltaf auðveld við- ureignar, snjóskaflar á landi og haugasjór þegar farartækið var mótorbátur. Á hveiju sem gekk skipti Guðrún aldrei skapi, þó við karlamir yrðum stundum svartsýnir á að við næðum leiðarenda á réttum tíma. Guðrún var stöðugt með gamanyrði á vör- um, hversu svart sem útlitið var. Allt fór þó vel að lokum, og það var ánægður hópur sem sneri heim að lokinni vel heppnaðri ferð. Þegar árin færðust yfir sneri Guðrún sér meira en áður að söng- kennslu, sem hún stundaði meðan heilsan leyfði, og raunar kannske lengur. Ekki var það ætlunin með þessum línum að rekja ættir Guð- rúnar eða söngferil hennar heima og erlendis, heldur aðeins að riíja upp örfáar minningar af ótal mörg- um úr samstarfi okkar fyrr og síðar. Þegar nú Guðrún hefur skilað góðu ævistarfi og farsælu, er það eitt eftir að þakka henni ánægjuleg kynni og langt og gott samstarf um áratuga skeið. Einkasyni Guð- rúnar, Ludvig Kára Forberg, votta ég innilega samúð mína. Guðrúnu bið ég Guðs blessunar á eilífðarvegum. Guðmundur Jónsson Ein hreyfing, eitt orð - og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum Þær ljóðlínur í kvæði Einars Benediktssonar, Einræður Starkað- ar, sem ég kann að vitna í, þegar ég nú að leiðarlokum rifja upp kynni mín og Guðrúnar Á. Símonar, þekkti ég ekki þegar þau kynni hófust úti í London á haustdögum 1945. Við vorum bæði við listnám, hún í söng, ég í leiklist. Með okkur tókst vinátta, sem hélst, þótt stundum væri sú vinátta allstormasöm. Við vorum nefnilega bæði fiskar, fædd sama daginn, 24. febrúar, með tveggja ára millibili. Eitt vakti strax athygli þeirra, sem kynntust Guðrúnu á námsárun- um, en það var heiðarleiki hennar gagnvart þeim, sem hjálpuðu henni og styrktu til náms. Hún leit ekki á slíka aðstoð sem sjálfsagðan hlut heldur vott um þá trú, sem þetta fólk bar til hæfileika hennar. Slíku trausti brást Guðrún aldrei, hún var þannig manneskja, óhóf, bruðl og sýndarmennska voru henni fram- andi hugtök. Umfram náms og nauðþurftir eyddi Guðrún ekki peningum nema í einstaka úrvals hljómleika og leik- húsferðir og réttlætti þá útgjöldin með því, að ferðin stuðlaði að þroska hennar sem listamanns. Ég man við fórum eitt sinn sem oftar á eina slíka tónleika, það voru Guðrún Á. Sfmonar (Floria Tosca söngkona) og Guðmundur Jónsson (Scarpia lögregiustjóri) f óperunni Tosca. fyrstu tónleikar hinnar frábæru norsku Wagner-söngkonu, Kirsten Flagstad, í London að stríðinu loknu. Hrifning Guðrúnar var mikil og hún sagði: „Slíkri fullkomnun stefni ég að.“ „Ætlar þú að verða önnur Flagstad?" spurði ég, „þú hefur stærðina til þess.“ „Nei,“ svaraði Guðrún með sinni háu og hvellu rödd, „ég ætla alltaf að vera ég sjálf, Guðrún Á. Símonar, fyrsta, ekki nein önnur.“ Þessu markmiði náði hún í list sinni og hún var sjálfri sér samkvæm allt sitt líf. Hún var heiðarleg í listinni og hisp- urslaus í lífinu, sjálf kallaði hún það að koma til dyranna eins og hún var klædd. Guðrún var kröfuhörð jafnt við sjálfa sig sem aðra og þoldi aldrei meðalmennsku í listum. Það er ekki mitt að fella dóm um söngkonuna Guðrúnu Á. Símonar, ég minnist aðeins manneskjunnar. Dæmum varlega fólk af umtali og afspum — reynum að sjá í gegnum yfirborð- ið, sem margur hjúpar sig — skyggnumst undir skelina, og við munum komast að raun um, að undir hijúfu yfirborði slær oft vænt hjarta viðkvæmrar sálar. Guðrún Á. bar sterkar tilfinning- ar í bijósti, slíkt fólk særist gjaman illa, eins og fallegt blóm, sem frost- harkan bítur á einni nóttu, það fell- ur og deyr. Ég lýk þessum minningum um Guðrúnu Á. Símonar með að vitna í kvæðið, sem ég nefndi í upphafi, nú skynja ég margt í því mikla kvæði mun betur en oft áður. Það smáa er stórt i harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir fliki. — En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og fétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. þakkarskuld við frú Guðrúnu og núna fyrir stuttu kom til tals að gera hana að fyrsta heiðursfélaga Kattavinafélagsins. Með virðingu og þökk er hún kvödd hinstu kveðju. Fyrir hönd Kattavinafélags ís- lands, Ingibjörg Tönsberg Kynni okkar Guðrúnar Á. Símon- ar lágu saman í gegnum hennar stóra áhugamál og hugsjón: dýra- vernd. Ég leitaði til hennar fyrir mörgum árum, er ég var að taka saman nokkrar einfaldar leiðbein- ingar um meðferð katta, og bað hana að gefa mér góð ráð. Hún bauð mér inn á heimili sitt og kynnti mig fyrir köttunum sínum og við áttum okkar fyrsta samtal um ketti, önnur heimilisdýr og dýra- vemd almennt. Og hún veitti mér fúslega og af eldmóði af allri þeirri þekkingu um meðferð katta, sem hún hafði aflað sér á lífsleiðinni. Upp frá þeim degi höfðum við oft samband hvor við aðra. Við rök- ræddum dýravemdunarmálin fram og til baka, vorum stórorðar og þungorðar og langt frá því alltaf sammála. En við virtum sjónarmið hvor annarrar og vorum ævinlega sammála um markmiðið: að ekki væri farið illa með dýr. Ég mun aldrei gleyma því að hún sýndi mér það traust að lofa mér að annast dýrin sín eitt sinn er hún fór til útlanda. Við ævilok Guðrúnar Á. Símonar hafa margir misst mikið og ekki síst dýravemd á íslandi. Ég sendi syni hennar, Ludvig Kára Forberg, öðmm ættingjum og vinum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jórunn Sörensen formaður Sambands dýra- verndunarfélaga Islands. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt lif eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Blessuð sé minning mætrar konu, megi Guðrún Á. Símonar hvíla í friði og megi hið eilífa ljós lýsa henni. Gunnar H. Eyjólfsson Nú þegar frú Guðrún Á. Símon- ar, ópemsöngkona, er kvödd, vill Kattavinafélag íslands minnast hennar með þakklæti. Þakklæti fyr- ir þann mikla áhuga, sem hún sýndi málefnum félagsins, hjálp við sýn- ingar og framlag á skemmtikröftum við þau tækifæri. Guðrún var löngu orðin lands- kunn sem kattavinur og hélt hún fyrstu kattasýninguna, sem haldin hefur verið hér á landi. Það var árið 1975. Félagið stendur í mikilli Vinkona mín Guðrún Á. Símonar er látin aðeins 64 ára að aldri. Hún átti viðburðaríka ævi og glæsilegan söngferil, en hin síðari ár hafði hún átt við versnandi heilsufar að stríða. Mér finnst sem allt detti í dún og logn við fráfall hennar, svo litrík og sterk var hún í lifanda lífi. Þeg- ar ég lít til baka, finnst mér hug- rekki og hreinskilni hafa einkennt allt hennar lífshlaup. Við Guðrún kynntumst sem ung- ar stúlkur í vesturbænum í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar vom hjónin Ágústa Pálsdóttir og Símon Þórðarson. Gott var að koma á heimili hennar og tók Ágústa okkur krökkunum alltaf ljúflega, hvenær sem bankað var uppá. Guðrún gerði æskuár okkar að endalausum uppá- komum með ríku hugmyndaflugi sínu. Mér em sérstaklega minnis- stæðar gönguferðir út í Örfirisey, þar sem hún dreif allar vinkonur sínar með. Þama úti á granda hélt hún sína fyrstu tónleika með fugla- kvakið sem undirleik. Sorgin sótti fjölskylduna heim á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.