Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 Sig-urjón Pétursson á meðal Pétur Sigfússon sem var með Sigurjóni í Ólympíuförinni. Hann segir um þessa glímu í ævi- sögu sinni: „Ég tók þátt í þessari glímu og var raunar sendur til höfuðs Sigur- jóni vini mínum Péturssyni í trausti þess, að ég kynni ef til vill að koma honum á stað í „leik“, og tækist þá kannski að krækja hann niður, eins og mér hafði margsinnis auðn- ast fyrr meir og hann hlegið að. Þetta tókst nú ekki, því að „leikur“ var hvorugum í hug sunnanmanna, þótt hvorugur níddi og fóru þeir báðir með fullkomnum glímu- mannssóma af þeim vettvangi." Guðmundur lagði alla viðfangs- menn sína og vann því Grettisbeltið og varð Glímukappi íslands. Sigur- jón tapaði fyrir Guðmundi og hlaut önnur verðlaun. Þetta sama sumar tekur Siguijón þátt í Islandssund- inu, sem fór fram við Skildinganes- Qöru í tengslum við að Hannes ráð- herra Hafstem vígði sundskála ung- mennafélaganna þar. Siguijón stofnaði sundfélagið Gretti, sem stóð fyrir sundkeppni á nýársdagsmorgni milli bryggja í Reykjavíkurhöfn. Fyrst var keppt á - nýársdag 1910 og var Sigurjón meðal keppenda. Nýárssund fór síðast fram 1923. Sigurjón var oft þátttakandi. í júní 1910 vinnur Sig- uijón í fyrsta sinni Grettisbeltið. Viðfangsmenn hans urðu 8 og þeirra á meðal félagar hans Guð- mundur Glímukappi íslands og Hallgrímur Benediktsson. Siguijón lagði alla keppinautana. Um vetur- inn sigraði hann í 500 m, 1500 m og 5000 m skautahlaupum, og vann þar með svonefndan Braunsbikar. Skjaldarglímu Ármanns vann hann þá fyrsta sinni eftir að hafa orðið að fást við Guðmund og Hallgrím tvisvar. Árinu áður höfðu þeir félag- amir þrír orðið að glíma þrisvar, en þá vann Hallgrímur skjöldinn. Um sumarið geystist Siguijón fyrstur í mark á Austurvelli af sjö víðavangshlaupurum sem ræstir voru af stað við Árbæ. Einn af stofnendum íþróttasambands Reykjavíkur var Siguijón 1910, en formaður Ólafur Bjömsson ritstjóri Isafoldar. Sambandið vígði 11. júní 1911 fyrsta nýtískulega íþróttavöll- inn hérlendis. Skömmu síðar fór fram á þessum velli annað Lands- mót UMFÍ. Siguijón vann í því móti: glímukeppni í 1. flokki, grísk- rómverskt fang í þyngsta flokki, göngu V2 mílu, hlaup bæði */2 og 'A mílu, knattkast, kúluvarp, önnur verðlaun í langstökki, þriðju í 100 m hlaupi. Á þessu ári varði hann handhafarétt sinn að Grettisbeltinu, Glímukappi íslands varð hann fimm sinnum (1910—1914), en 1919 varð hann annar, tapaði fyrir Tryggva Gunnarssyni. Ármannsskjöldinn vann Siguijón 1911 og alls sex sinn- um. Vann hann til eignartvo skildi. Þetta sumar í ágústlok vildi Sig- uijón reyna á þrek sitt. Hann var á þessum ámm afgreiðslumaður í verslun og dómur margra að ekki fyndist í Reykjavík betri búðar- þjónn. Það var laugardagur er Sig- uijón bjó sig til langrar göngu. Um klukkan 23 lagði hann af stað frá Reykjavík og stefndi yfir heiðar til Þingvalla. Eftir stutta hvíld þar lagði hann kl. 5 upp með Þingvalla- vatni austanverðu niður að Sogs- brú. Tók hann sér þar hvíld í 40 mín. Fór þaðan kl. 15.20 og kom í hlað á Kolviðarhóli kl. 22. Matast þar og sefur, en leggur upp til Reykjavíkur kl. 3 og kom til Reykjavíkur kl. 7.45, svo að hann rétt slapp að mæta á réttum tíma að búðarborðinu. Gönguleiðin nem- ur rúmlega 150 km. Á göngu var hann í rúmlega 20 klukkustundir og fór að jafnaði 7 og 8 km/klst. en hvíldist tæplega í 13 klst. Þetta var þörf prófraun undir álagið sumarið 1912. Á haustmánuðum 1911 tók Sig- uijón að undirbúa stofnun samtaka íþróttafélaga. Til undirbúnings- fundar boðaði Siguijón 18. janúar 1912. Urðu fundarmenn 30 frá 9 félögum. Siguijón skýrði tilgang samtaka íþróttafélaga og nauðsyn. 100 ára minning: Sigurjón Péturs- son á Alafossi Fæddur 9. mars 1888 Dáinn 3. maí 1955 I dag, 9. mars, eru hundrað ár liin frá fæðingu Siguijóns Péturs- sonar í Skildinganesi úti við Skeija- Qörð. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Vilborg Jónsdóttir, bónda Einarssonar í Skildinganesi og Pét- ur, formaður Hansson. Ríkidæmi var ekki fyrir að fara hjá þessu vinnusama alþýðufólki, sem sótti afkomu í búskap og útveg. Bræður tvo átti Siguijón, Ólaf (1889—1938) og Einar (1892—1961). Siguijón kynntist fljótt að svara kalli og verða að liði. Sú viðleitni átti sinn baga. í formála bókarinnar Mín aðferð eftir J.P. Múller, sem Sigur- jón fékk dr. Bjöm Bjarnason frá Viðfirði til þess að þýða, en hann kostaði sjálfur útgáfu á 1911, tekur hann þetta fram um æsku sína: „Þegar ég var um fermingu var ég í rauninni allra mesti aumingi, hjartveikur, boginn í baki, kulvís, næmur fyrir öllum farsóttum og kunni hvorki að ganga, hlaupa né synda. Ég fann mjög til þess að vera svona mikill væskill; mig sár- langaði til að verða heilsuhraustur og ásetti mér því að gjöra allt til þess. Ég fann að það var gleði- snautt líf að vera svona lasburða, og óskaði þess oft að einhver vildi koma og segja mér, hvemig ég ætti að fara að því að verða hraust- ur. En því fór fjarri að nokkur yrði til þess. Þá átti hreystin sér engan vakandi vin. Ef maður gjörði eitt- hvað í þá átt að herða sig, t.d. að glíma, þá voru það kölluð heimsku- læti. Þesskonar ummæli heyrði ég oft þjóta mér um eyru og heyri enn í dag, ef maður sést ganga á ilskóm á götum bæjarins og berhöfðaður. En það læt ég mig engu skipta. Ég kenni í bijósti um þessar kveif- ir.“ ^ Siguijón fluttist unglingur inn til Reykjavíkur og átti þar heima upp frá því og á Álafossi í Mosfells- sveit. í Reykjavík komst hann þeg- ar í kynni við íþróttir. Að vor- og sumarlagi sótti hann sund í sund- laugar Laugamess hjá Páli Erlings- syni og að vetrinum í glímu hjá Pétri Jónssyni blikksmíðameistara í Glímufélaginu Ármanni. Fundar- gerðarbækur Ármanns eru til frá 1906. Eldri bækur glötuðust við flutninga eins úr stjóm félagsins til Kanada, því sést eigi hvenær Siguijón verður félagi, en 1907 er hann kominn í stjóm félagsins og Hallgrímur Benediktsson er þá for- maður. Þeir verða stórvirkir félags- málamenn og glímu stunda þeir af kostgæfni, fyrst hjá Pétri Jónssyni og síðar hjá Guðmundi múrara- meistara Þorbjömssyni. Góða glímuiðkendur átti Glímufélagið Ármann, t.d. Guðmund Stefánsson. Aukna fæmi aflaði Hallgrímur sér með iðkun leikfimi en Siguijón sótti forsögn um æfíngar og þjálfun í fræði J.P. Múllers. Einnig iðkaði hann fleiri íþróttir, sund, skauta- hlaup, skíðagöngu, grísk-rómverskt fang og lyftingar. Eitt af því sem var á dagskrá á Þingvöllum í ágúst 1907 til þess að gera Friðrik VIII konungi dvöl hans á sögustaðnum hátíðlega var keppni í glímu. Keppni þessarar hafði verið beðið í mikilli eftirvænt- ingu frá því að fréttist að Jóhannes Jósefsson á afmælisfundi Umf. Akureyrar í janúarbyijun 1907, flutti heitstrengingu um að ganga sem sigurvegari af glímufundi, ef til hans yrði efnt á Þingvöllum við komu konungs þangað næsta sum- ar. Á þessari Konungsglímu á Þing- völlum vakti Siguijón, þá 19 ára, mikla athygli, er hann lagði Jóhann- es í aðalkeppninni og varð þriðji að vinningum, jafn Jóhannesi. Sig- uijón og félagar hans í Ármanni elfdust mjög við að Hallgrímur vann Konungsglímuna og Guðmundur Stefánsson varð annar. Félag þeirra hafði frá 1889 árlega gengist fyrir verðlaunaglímu, bændaglímu eða glímusýningu og lagt til glímumenn á hátíðar, t.d. samkomur verslunar- manna í ágústbyijun. Árið 1908 festu þeir eitt slíkt mót í sessi með því að efna til glímukeppni milli reykvískra glímumanna um skjöld úr silfri, sem stjóm Ármanns lét gera og var því mótjð nefnt Skjald- arglíma Ármanns. íþróttasögulega er mótið markvert. Það gengur næst því elsta, Íslandsglírmmni, að aldri móta og Ármannsskjöldurinn Grettisbeltinu (1906) en hvað varð- ar þróun glímu, og að allir keppend- ur (10) klæddust samfestingi bols og leistarbróka, mittisskýlu og höfðu á sér glímuólar, en svo var glímubelti fyrst kallað, þ.e. ól um hvort læri, sem með höftum tengd- ust mittisól. Ármenningar kynntust slíkum ólum hjá glímumönnum frá Akureyri, sem 1904 og 1905 heim: sóttu þá á æfíngar og í keppni. í fundargerðum Ármanns gefur að lesa að þeir glímufélagar lögðu sig mjög fram við að hanna hentuga glímubúninga og glímubelti, sem þeir kölluðu ólarnar. Kennari þeirra Guðmundur Þorbjömsson sagði í blaðaviðtali 40 árum seinna, að mestu framfarirnar í glímu hefðu legið í tilkomu glímubeltisins. í fundargerðarbókum stjómar Ármanns frá þessum árum sést að þeir félagar hafa mikinn hug á að komast til Akureyrar og blanda sér í glímu þeirra ungmennafélaga og annarra þar nyrðra. Þeir höfðu heyrt óminn af alvarlegum mein- ingamun um glímureglur og lesið blaðaskrif í norðanblöðum. Einnig höfðu þeir fengið sendar reglumar til umsagnar, skipað í málið nefnd, rætt nefndarálit og sent álit norður til stjórnar_ Grettisfélagsins, sem stóð fyrir Íslandsglímunni og lét gera Grettisbeltið. I öllu þessu lifði Siguijón og hrærðist af áhuga. Ólympíuleikar skyldu haldnir í London 1908. Heitstrenging Þór- halls prentara Bjamasonar á ársaf- mæli Umf. Akureyrar 1907 var að undirbúa sæmdarvænlega þátttöku í Ólympíuleikum. Ekki endilega 1908, en hugurinn og félagshyggj- an voru svo lifandi, að hann og Jóhannes, sem þá var sambands- stjóri hins nýstofnaða UMFÍ ruddu öllum hindrunum úr vegi fyrir sjö knálegum og vel æfðum glímu- mönnum inn á vettvang Ólympíu- leika. Jóhannes var stjómandi og keppti _auk þess í grísk-rómversku fangi. í hópnum voru Siguijón og félagi hans Hallgrímur Benedikts- son, tveir Akureyringar og þrír Þingeyingar. I ævisögu Jóhannesar á Borg segir frá Siguijóni og þjóni sem bar honum fúlegg. Siguijón kallaði á þjóninn, sem sinnti honum ekki: „ ... reis Siguijón á fætur af sinni þjóðkunnu röggsemi, sótti manninn, leiddi hann að borðinu þar sem eggið var og sagði: Come, look, smell!“ Pétur Sigfússon var einn Þingey- inganna og iýsir í ævisögu sinni Ólympíuförunum: „Og svo rekur lestina Siguijón Pétursson, stór maður og karlmenni mikið, einkennilega mjúkur í hreyf- ingum og og sveigjanlegur, kunni mörg brögð og hafði glímuna gjam- an að leik, hló mjög, er hann féll fyrir sér minni mönnum og var kátur félagi og einlægur. Hann taldi ég fjölhæfastan íþróttamann okkar félaga, að Jóhannesi frátöldum, og hans félagsskapar saknaði ég mest er hópurinn sundraðist." Pétur var tveimur árum yngri en Siguijón. Þessar tvær frásagnir um Siguijón tvítugan em merkilegar að því leyti að þær lýsa Siguijóni svo vel. Hann var ekki að tvínóna við að framkvæma hugsun og að íþrótt var honum gleðileikur. Þátttaka Jóhannesar í grísk- rómverska fanginu hefur líkast til hvatt Siguijón til að keppa í þeirri íþrótt á Ólympíuleikum 1912. Flokkurinn sýndi glímu tvisvar á samkomum, sem tengdust leikun- um. Skotsilfur flokksins var fátæk- legt, svo að hann réð sig á skemmtistað til að sýna glímu og bauð þeim úr áhorfendahópnum að reyna sig í glímu, sem hug hefðu til þess. För þessi varð örlagavaldur að minnsta kosti í þrennum skiln- ingi. Jóhannes kynntist viðskiptum við sýningar íþrótta á skemmtistað. Siguijón varð þess áskynja að kom- ast mætti langt í keppni í grísk- rómversku fangi með færni í glímu að grundvelli. Hallgrímur og Sigur- jón, sem voru stjórnendur íþróttafé- lags utan samtaka ungmennafé- laga, fundu í þeim átökum fyrir leikana, er flokkurinn var kominn utan og koma skyldi á stall þátt- töku Jóhannesar í keppni, sýningum flokksins, að keppni kom eigi til greina og þá ekki hvað síst að ganga inn á leikvanginn við opnun leikanna sem íslendingar var ekki leyfð heldur sem Danir. Þeim skild- ist að til þess þurfti að stofna sam- tök hreinna íþróttafélaga, sem kæmi á sambandi við Alþjóða Ólympíunefndina. Þeim Reyk- víkingum óx ásmegin við að sigra Konungsglímuna 1907 og að kynn- ast Jóhannesi í Ólympíuför. Þeir leggja sig meir fram við æfíngar. Veturinn 1908—09 ræddi stjóm Ármanns iðulega um að senda til Akureyrar þátttakanda í íslands- glímu. Fjárráð eru þröng og óvenju- legt að eytt sé tíma í landshomaráp og sumir eru að koma undir sig fótunum, en eftir rekur að heyrst hefur að Guðmundur Stefánsson fyrirhugi för til Kanada. Siguijón tekur sem oftar af skarið og býðst til að halda til glímufundar á Akur- eyri með Guðmundi fótgangandi. Komu þeir félagar norður tímanlega fyrir Íslandsglímuna, sem háð var 17. júní 1909. Keppni hófu 13. Af þeim var einn Akureyringur. Jó- hannes beltishafí var farinn erlend- is í heimsreisu að kynna glímu. Ætlaði að vera að heiman í tvö ár en varð nær tuttugu. Eyfirðingar voru tveir en Þingeyingar sjö, þeirra 1. Sigurjón Pétursson (Dan. 1)—r- 2. Gústaf Lennart Lind (Finnl.) —I 3. Johann Kustaa Salila (Finnl.) heimsmeistari 4. ? 1) Sigurjón vann ---- í 2. lotu Salila vann 5.0. Viklund (Finnl.) 6.? ]—O. Viklundvann 7. August Rajala (Finnl.) 8. ? ------------------------ ]—A. Rajala vann 9. Ekki mætt 10. Ekki mætt — 2) Sigurjón---- vann í 1. lotu 3) O. Wiklund vann í lok 3. lotu 4) Sigurjón vann eftir 2 mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.