Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.03.1988, Blaðsíða 53
53 Það kom fyrir að hann hafði frá einhverju miklu að segja og gat verið mikið niðri fyrir en skorti svo allt í einu orð. Þá steinþagnaði hann og leit þannig á mann að maður sá í svip hans að hann skynjaði van- mátt sinn, svo fjaraði þessi vonleys- issvipur smá saman út og hann fór að ræða um allt aðra hluti. Þá var ekki hægt að koma fyrri umræðu aftur af stað. Oft óskaði maður þá að geta lesið hugsanir hans. Muggur lifði hamingjusömu lífi í foreldrahúsum ásamt stórum systkinahóp en hann var næst yngstur 13 systkina. Þegar aldur færðist yfir foreldra hans og gerði þeim erfiðara að annast aðdrætti til heimilisins, var eins og hann gerði sér sínar skyldur ljósar. Upp frá því fór hann að annast öll dag- leg smærri innkaup, fyrst með skrifaðan miða, en svo þurfti þess ekki með og þetta gerði hann alltaf á sama tíma dags. I framhaldi af þessum skyldu- störfum þróaði hann svo sinn fulla vinnudag, það fór ákveðinn tími í heimsóknimar á hjólinu, það þurfti að raða prógrömmunum, spila allar plötumar og svo þurfti að skrifa. Hann skrifaði mikið, hafði jafna og fallega rithönd en gallinn er sá að það kann enginn að lesa þessa skrift, það kunni hann einn. Suma dagana var meira að gera en aðra eins og gengur og þá var bara að lengja vinnudaginn. Það gat orðið nokkuð snúin staða ef æfingamar hjá FH og lúðrasveitinni lentu á sama tíma en sem betur fer gerðist það nú ekki oft. FH-maður númer þrettán, áhugasamari liðsmaður hefur varla fundist í þeirra hóp. Þó hann væri ekki læs á okkar ritmál var Mogganum flett síðu fyrir síðu og leitað að stöfunum FH. Þegar það fannst, sem var nokkuð oft, þá klippti hann viðkomandi grein út úr blaðinu og geymdi, og þær em orðnar margar í dag. Aldr- ei var þó klippt út úr blaðinu á fyrsta degi, það var oft erfitt og það hafði þá verið einhver alveg sérstakur leikur ef slíkt henti. Það vom líka mikil tilþrif þegar þurfti að stjóma heilli lúðrasveit, það gat einnig skeð, þá var maður enginn smá karl. Það var því oft þreyttur en hamingjusamur maður sem lagðist til svefns eftir slíka daga. Um tíu ára skeið var fastur liður á hveiju sumri að fara til ísafjarðar og þar dvaldist hann nokkrar vikur í senn hjá systur sinni og mági. Á þessum ámm kom enn einu sinni í ljós hve afskaplega auðvelt hann átti með að eignast vini. Muggur kom alveg ókunnugur til ísafjarðar en eftir stuttan tíma átti hann íjölda vina og kunningja á staðnum sem urðu honum mikils virði og það sást best á því hve oft hann talaði um þá. Þá tókust sterk vinabönd milli þeirra máganna og var oft fjör þegar þeim tókst best upp Muggi og „póstmanninum hans“. Síðustu níu árin bjó Muggur hjá bróður sínum og mágkonu, Jóni Gesti og Rósu á Lækjarkinn 4 í Hafnarfirði og undi hann þar hag sínum vel í ömggu og hlýju um- hverfi. Þaðan var auðvelt að hjóla á alla þá staði sem þurfti að fara á dag hvern. Ekki er víst að nokkur einn viti hve margir þeir vom, en þeir vom margir. I ljós kom líka hve gott var að vera í Lækjarkinninni þegar árin fóm að færast yfir, þá fóm ýmsir sjálfsagðir hlutir að verða erfiðir. Oft var erfitt að skilja sumt sem hafði verið leikur einn áður og elli kerling var tiltölulega fljót að ná á honum tökum. Þá var gott að vita af Rósu á sínum stað og ef hún gat ekki bjargað málum eins og hann sagði, þá var það varla hægt. Enda kom það á daginn að síðasta árið mátti Rósa ekki af hon- um líta og ef hún var ekki nálæg sem ekki skeði oft, þá var tilveran í hættu stödd. En Rósa skynjaði vandamálin best af öllum, jafnvel bara af svipbrigðunum, enda varð nú æ erfiðara að gera sig skiljanleg- an á venjulegan hátt, en hún skildi líka þakklætið í augunum hans. Við vomm þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga hann sem daglegan gest í fjórtán ár og eigum mjög MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 góðar minningar um Mugg sem aldrei munu gleymast. Og koma til með að ylja okkur um hjartarætum- ar um ókomin ár. Nú þegar leiðir skiljast finnum við fjölskyldan, hve mikils virði það var að eiga slíkan frænda og vin sem Guðmund Jónsson. Okkur er það fyrir löngu ljóst að það hafði þroskandi og bætandi áhrif að alast upp við hlið slíks manns. Við, ijölskyldan Fögmkinn 7, Ilafnarfírði, þökkum honum sam- vemna. Gréta, Erling, Hermann, Þórður og Hildur. Mig langar til í fáum orðum að láta í ljósi þakklæti okkar systkin- anna til allra þeirra sem hér em og um leið til allra þeirra, nær og fjær, sem fyrr og síðar hafa sýnt Mugg nærgætni og góðvild og auk- ið honum lífsfyllingu á hans annars fábrotnu ævil Allt frá barnæsku þá hefir hann notið velvilja og góðvildar hvar sem hann hefir komið og er þá mikið sagt, því víða hefir hann farið. Það er óþarfi fyrir mig að fara að lýsa æviferli Muggs fyrir ykkur, því mörg ykkar þekkið hann að líkindum mun betur en ég geri, þrátt fyrir skyldleikann. Eitt er víst að marga þekkir hann sem ég veit hvorki haus né sporð á, enda hefir hann verið á faraldsfæti frá fyrstu tíðu Ekki veit ég þó til þess að hann hafi orðið fyrir áreitni eða stríðni eins og þó mætti ef til vill búast við, ekki hvað síst í bernsku þegar hann í óvitaskap sínum gerði eitt og annað sem ekki allir vom sáttir við. Aftur á móti em þær ótaldar gjafirnar, og það margar hverjar stórgjafir, sem honum hafa borist um ævina, bæði á tyllidögum og eins að litlu tilefni frá alls óskyldu fólki, einstaklingum, starfshópum og félögum. Verður aldrei fyllilega þakkað fyrir það. Það er ógerningur fyrir mig að fara að þakka hveijum og einum sem hér hafa átt hlut að máli, en ég vona að ég styggi engan þótt ég nefni FH. FH er hans hálfa líf — við hin erum hinn helmingurinn. Ég get ekki stillt mig um að árétta þessi orð mín með smásögu, sem nokkurs konar sannindamerki: Þegar Muggur kemur heim af kapp- leik sem FH hefir tapað, þá læðist hann inn til sín án þess að nokkur verði var við og segir ekki orð, en þegar FH hefir unnið, þá er annað uppi á teningnum. Þá er skellt hurð- um og hrópað: „Hvar er allt fólki, er enginn heima?“ Ég hygg að ekk- ert félag eigi einlægari aðdáanda en hann er FH, enda með ólíkindum hvað þeir gera fyrir hann. Ég vil ekki skilja við þetta án þess að færa mágkonu minni, Rósu og Donna bróður sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og natni við Mugg allt frá því að hann varð að fara úr foreldrahúsum. Ég ætla ekki að hafa þessi orð mín fleiri. Ég hef aldrei málgefinn verið, en á svona stundum, tekur þó steininn úr. Ég endurtek þakklæti okkar allra sem að Mugg standa til allra þeirra, sem hafa glatt hann á liðinni ævi og ekki hvað síst til þeirra, sem hafa gert honum daginn í dag ógleymanlegan unaðsdag. Ef allir þeir sem ekki ganga heil- ir til skógar, nytu annarrar eins góðvildar og Muggur hefir notið, þá væru íslendingar menn að meiri. Ofanritað var flutt á afmælisdegi Muggs þegar hann varð fímmtugur þ. 25. sept. 1985. Nú þegar hann er horfinn héðan þá standa þau enn í fullu gildi og má segja að hápunktur ævi hans hafí verið sá dagur. Sóttur heim af vinum sínum í lögreglunni og ekið niður í íþróttahús í lögreglubíl með blikkandi ljósum í fylgd mótor- hjólamanna, einnig með blikkandi ljósum, mannijöldi á tröppum húss- ins og lúðrasveitin fyrir innan leik- andi honum til heiðurs, og áhrifa- mikil var sú stund þegar hljómsveit- arstjórinn rétti Mugg tónsprotann og lét hann stjórna sveitinni við síðasta lagið. Það er rétt eins og að sá sem öllu ræður, hafi viljað veita einum af sínum minnstu bræðrum frest til þess að geta upplifað þessa stund og leyft honum að taka út fyrirfram af lífsorku sinni, því fljótlega upp úr þessum tímamótum þá fór hon- um að hraka. Heilsan og áhugamál- in fjöruðu smám saman út uns hann lést á Sólvangi að morgni þriðju- dagsins fyrsta þ.m. en þar vistaðist hann síðasta afmælisdaginn sinn, 25. sept. sl. Megi minningin um Mugg lifa í hjörtum okkar og vera okkur hvatn- ing til aðstoðar og uppörvunar ein- hveijum af þeim mörgu „Muggum" sem eru á vegi okkar. Guð blessi alla vini og velunnara MuggS‘ Systkini Eitt af því sem skiptir mestu máli hjá hverju íþróttafélagi er að eiga góða stuðningsmenn. Fim- leikafélag Hafnarfjarðar hefur ekki farið varhluta af þessu, hefur eign- ast stóran og dyggan hóp stuðn- ingsmanna, en ekki er á neinn hall- að þó fullyrt sé að dyggasti stuðn- ingsmaður FH undanfarna áratugi hafi verið Guðmundur Jónsson eða Muggur, eins og hann var alltaf kallaður í okkar hópi. Muggur mætti á alla leiki hjá FH sem hann mögulega gat og gilti þá einu hvað íþróttagreinin hét, en lengstum fylgdi hann handknattleiksliði fé- lagsins og þar var litið á hann sem einn af liðsmönnum félagsins og umfram allt var litið á hann sem jafningja. Öllum FH-ingum hefur alla tíð þótt vænt um Mugg og víst er að ekkert þótti honum vænna um en FH og FH-inga. Þegar leik- ið var í 1. deild í handboltanum var Muggur ætíð mættur á réttum tíma enda stundvísi honum í blóð borin. Einkennilegur hefði sá leikur verið hjá FH meðan Muggur var enn heill heilsu, ef hann hefði ekki ver- ið mættur á leikstað, það hefði verk- að á leikmenn eins og boltann hefði vantað í leikinn, svo ríkur þáttur var Muggur í leikjum meistara- flokks karla í FH. Sá dagur gleym- ist aldrei þegar einhverra hluta vegna var lagt af stað til Reykjavík- ur í leik og Muggur gleymdist. FH-ingar vildu ekki upplifa það að sjá Mugg jafn leiðan og hann var í það skiptið. En gleði Muggs yfír unnum leik var stórkostleg, hún var svo fölskvalaus og einlæg að þó ekki hefði fengist annað út úr leiknum en að fá að samfagna með Muggi, þá var mikið fengið. Allir hrifust með honum. Það hefur verið FH mikill styrkur í gegnum árin að eiga slíkan stuðningsmann og Mugg en — ekki aðeins sem stuðningsmann. Muggur hefur kennt okkur FH- ingum að mannkostir mælast ekki einungis með prófum og einkunn- um, heldur með einlægni og hrein- skilni í hinni barnslegu gleði, en allt þetta átti Muggur í ríkum mæli. Hann kenndi okkur að þeir sem dagsdaglega eru kallaðir minnimáttar í þjóðfélaginu eru jafn mikils virði og allir hinir, ef bara er litið á þá sem jafningja og kom- ið er fram við þá eins og aðrir vilja láta koma fram við sig. Það að gera sér grein fyrir þessu er mikils virði og við FH-ingar eigum Muggi mikið að þakka að hafa gert okkur þetta ljóst. Það er stórt uppeldislegt atriði sem gert hefur FH-inga að betri félögum og látið þeim þykja vænna um félagið sitt. Á 50 ára afmæli FH gaf Muggur handknattleiksdeild félagsins bikar sem kallaður er Muggsbikarinn og afhentur er árlega þeim leikmanni sem fram úr skarar í meistaraflokki karla á ári hverju. Sú stund þegar Muggur afhenti bikarinn í afmælis- hófinu, verður öllurn er viðstaddir voru, ógleymanleg og önnur eins fagnaðarlæti hafa sjaldan eða aldr- ei heyrst. FH hefur hlotið marga titla og viðurkenningar í gegnum tíðina, en kannski hefur engin viðurkenning verið félaginu meira virði en sú er systkini Muggs og afkomendur þeirra veittu FH, sem þakklætisvott fyrir umhyggju og ræktarsemi sem félagið hafði sýnt Mugg. Sú viður- kenning var á við marga íslands- meistaratitla. Að lokum vill stjórn FH þakka fyrir hond félagsins fyrir að hafa fengið að þekkja og eiga að vin slíkan mann sem Muggur var og vottar skyldmennum hans innileg- ustu samúð og þakkar um leið þeirra þátt í • því að Muggur var jafn innilegur FH-ingur og raun varð á. Fimleikafélag Hafnarfjarðar Handknattleikur er vinsæl íþrótt hér á Islandi og á sér marga aðdá- endur og hin ýmsu félög eiga sér dygga stuðningsmenn. Það er áreið- anlega ekki á neinn hallað þó sagt sé að dyggasti stuðningsmaður eins liðs hafí verið Guðmundur Jónsson eða Muggur, eins og hann var allt- af nefndur. Muggur fylgdi FH-liðinu í mörg ár til allra þeirra leikja sem kostur var á. Hann var eins og einn úr liðinu á varamannabekknum og fylgdist með leiknum af sinni al- kunnu ró og tók þátt í sorg og gleði leikmanna FH og aldrei gleymdu FH-ingar að láta Mugg njóta gleð- innar eftir sigurleik í klefanum. Það hlýtur að hafa verið félagi eins og FH geysilegur styrkur að eiga að vin og stuðningsmann annan eins félaga og Muggur var og víst er að þeir kunnu að meta hann. Sam- band Muggs við handknattleikinn á íslandi ætti að gera hvern hand- knattleiksunnanda stoltan. Muggur var sannur í hrifningu sinni af hand- knattleik og aldrei bar skugga þar á, þar sem Muggur skipti aldrei skapi og þess vegna þótti öllum vænt um hann. Handknattleikssamband Islands vill með þessum orðum votta Muggi virðingu og sýna honum þakklæti fyrir það sem hann gerði fyrir hand- knattleikinn og votta um leið að- standendum hans og FH-ingum samúð. Handknattleikssamband íslands Leiðrétting í minningargrein hér í Morgun- blaðinu hinn 26. febrúar síðastliðinn um Gunnar L. Guðmundsson, bónda á Steinsstöðum, féll niður nafn fimmta barns hans og Guðríðar Guðmundsdóttur, konu hans, en það er Sigurður, bóndi í Ási í Mela- sveit. Kona hans er Guðmunda Runólfsdóttir frá Gröf í Skilmanna- hreppi. Gunnari og Guðríði varð 9 bama auðið, eins og kemur fram í greininni. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting Leið mistök urðu í minningar- grein hér í blaðinu á sunnudag. I fyrirsögn á kveðjuorðum um Guð- rúnu K. Benediktsdóttur stóð að hún væri frá Sauðakoti. Hér átti að standa Suðurkoti. Það kom reyndar fram í greininni. Suðurkot er í Vatnsleysustrandarhreppi hér á Suðumesjum. Blöma- og W skreytingaþjónusta w ™ hvertsemtilefnióer. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álftieimum 74. sími 84200 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GEIRLAUG KRISTINSDOTTIR húsmóðir, Gnoðarvogi 20, Reykjavík, er lést 3. mars í Landspítalanum, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju í Reykjavík föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigríður Davíðsdóttir, Grímur Daviðsson, Jóhann Davíðsson, Hjördís Davíðsdóttir, Ósk Davíðsdóttir, Hólmfríður Davíðsdóttir, barnabörn og Gylfi T raustason, Svanhildur Sigurf innsdóttir, Laufey Ósk Guðmundsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Guðmundur I. Kristófersson, Sigurður Eiriksson, barnabarnabörn. t Eiginkona mín, KRISTÍN JENNÝ JAKOBSDÓTTIR formaður Póstm.fél. íslands lést mánudaginn 7. þ.m. á heimili okkar Neðstabergi 7. GunnarÁ. Ingvarsson. t Útför eiginmanns mins og föður okkar, ÓSKARS KJARTANSSONAR gullsmiðs, er lést 3. mars sl. fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim er vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd aðstandenda. Herdis Þórðardóttir, Hilmar Þór Óskarsson, Sólveig Lilja Óskarsdóttir, Davíð Þór Óskarsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.