Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 18

Morgunblaðið - 09.03.1988, Síða 18
Reyktur silungur, rækjur og salat. Mjolkursamsalan Fegurðardrottning Reykjavfkur krýnd á fimmtudagskvöld Fegnrðardrottning Reykjavík- ur árið 1988 verður krýnd n.k. fimmtudagskvöld og fer athöfn- in fram á Hótel Borg. Að þessu sinni keppa sjö stúlkur um titil- inn. Stúlkumar sem keppa um titilinn eru Anna Bentína Hermansen, 19 ára nemi í Menntaskóalnum við Sund, Ásdís Sigurðardóttir, 22 ára og vinnur í Líkamsræktarstöðinni Kjðrgarði, Guðbjörg Gissurardóttir, 19 ára nemi í Verslunarskóla fs- lands, Guðný Elísabet Oladóttir, 19 ára nemi í Armúlaskóla, Guðrún Margrét Hannesdóttir, 20 ára og starfar hjá Smith & Norland, Ingi- björg Hannesdóttir, 21 árs sölu- maður hjá Mjólkursamsölunni og Þórdís Guðmundsdóttir, 18 ára og vinnur í Centrum í Kringlunni. Athöfnin hefst kl. 20.00 á fímmtudagskvöld með fordrykk, síðan eru skemmtiatriði. Á dag- skránni eru, auk krýningarathafn- arinnar, tískusýning. Þar sýna Mód- el ’79 samkvæmisklæðnað. Ríó mun syngja og þátttakendur í keppninni koma fram í samkvæmisklæðnaði og í sundfötum. Auk Fegurðardrottningar Reykjavíkur verður valin vinsælasta stúlkan og besta ljósmyndafyrir- sætan. Sigurvegari keppninnar fær að launum utanlandsferð frá Ferða- skrifstofu Reylq'avíkur og 50.000 krónur frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Auk þess fá stúlkum- ar allar snyrtivörur að gjöf. Þessi keppni er liður í landskeppni um titilinn Fegurðardrottning Islands 1988. Ingibjörg Hannesdóttir Þórdís Guðmundsdóttir Gjafir til Þjóðminjasafnsins Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Þvottheldní og styjr'deiki í iiámarkí. ÍSLENSKIR bókaútgefendur hafa minnst Þjóðminjasafnsins með þakklæti á 125 ára afmæli þess, enda telja þeir sig harla oft þurfa að leita þangað um marg- háttaðar upplýsingar, þegar bók um þjóðlegt efni er í smíðum. Safninu hafa til þessa borist veg- legar bókagjafír frá eftirtöldum útgefendum: Almenna bókafélag- inu, Ámastofnun, Bókmenntafélag- inu, Ferðafélagi íslands, Fomritafé- laginu, Iðunni, ísafold, Lögbergi, Máli og menningu, Menningarsjóði, Bókaforlagi Odds Bjömssonar, Sagnfræðistofnun Háskóla Islands, Svörtu á hvítu, Sögufélaginu, Þjóð- sögu, Emi og Örlygi. Alls hafa borist um 500 bækur. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að gefa safninu myndband af sjón- varpsútsendingu afmælishátíðar- innar og fréttamyndum í tengslum við afmælið, svo og hljóðsnældur af fréttum og beinni útsendingu af sama tilefni. Ennfremur færir Ríkisútvarpið safninu myndbönd af þeim þáttum um „Muni og minjar", sem sýndir vom á fyrstu ámm Sjón- varpsins og enn em til, og þættina „Myndhverf orðtök", sem fmm- fluttir vom í Sjónvarpinu veturinn 1979-80. Fyrirtækið Morkinskinna gefur viðgerð á tveimur málverkum frá miðri 19. öld og nokkmm teikning- um Sigurðar Guðmundssonar mál- U3H3DU-BIX UÓSRITUNARVÉLAR ara. Vegna afmælishátíðarinnar í Háskólabíói gaf Vilhjálmur Knud- sen sýningarrétt á kvikmynd Ós- valds Knudsens frá uppgreftri í Skálholti. Listamennimir Baldvin Halldórsson, Gunnar Egilson og Sigurður Rúnar Jónsson, félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og leiktjaldasmiðimir Jón Ó. Magnús- son og Magnús Þórarinsson gáfu einnig framlag sitt ti hátíðarinnar. Em þá ótalin hundmð ógreiddra yfírvinnustunda, sem starfsfólk safnsins lagði af mörkum vegna afmælisins. Síðast en ekki síst hafa Þjóð- minjasafninu þegar borist afmælis- gjafír ásamt heillaóskum frá yfir 50 söfnum og öðmm aðilum í Aust- urríki, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kína, Noregi, Sviss, Svíþjóð, Austur- og Vestur-Þýska- landi. Þjóðminjasafnið vill fyrir sitt leyti þakka fyrir þann þjóðlega og al- þjóðlega hlýhug, sem í öllu þessu birtist. Gjafir em hins vegar enn að berast bæði innanlands og er- lendis frá. (Frá Þjóðmiiyasafni Íslanda) Rafveita Vestmannaeyja semur við Landsvirkjun SAMNINGAR milli Landsvirkj- unar, Rafmagnsveitna ríkisins og Rafveitu Vestmannaeyja um sölu á ótryggðu rafmagni frá Landsvirkjun til rafhitunar í Vestmannaeyjum voru undirrit- aðir fimmtudaginn 3. mars 1988. Er gert ráð fyrir sölu á allt að 60 GWst á ári miðað. við um 14 MW uppsett afl. Ekki er þó áætl- að að saian í ár verði meiri en 20 GWst, en fari siðan vaxandi og nái hámarki 1990, er hún verði á bilinu 50—60 GWst. Samn- ingar þessir gilda til 1. janúar 1991. Rafmagnsverð Landsvirkjunar gagnvart RARIK verður 24,5 au/kWst og hefur þá verið tekið tillit til 18% afsláttar af hálfu Landsvirkjunar, sem nemur 5,5 au/kWst. Smásöluverð Rafmagns- veitna ríkisins gagnvart Rafveitu Vestmannaeyja verður hins vegar 38,6 au/kWst og hefur þá verið tekið tillit til kostnaðar við nauðsyn- legar styrkingar á flutningskerfi Rafmagnsveitna ríkisins frá Búr- felli til Vestmannaeyja. Þessu til viðbótar greiðir Rafveita Vest- mannaeyja 11,0—16,0 au/kWst vegna flutningstaps eftir nánari útreikningum. Verð þessi taka sömu hlutfallslegu breytingum og gjaldskrá Landsvirkjunar. FÆRRI slys urðu í umferðinni í febrúar síðastliðnum en i sama mánuði í fyrra. Nú slösuðust 12, en þá 15. Hins vegar varð eitt banaslys í umferðinni nú, en ekk- ert í sama mánuði í fyrra. Útköllum lögreglunnar í Reykjavík vegna umferðaróhappa fjölgaði, þrátt fyrir að færri slösuð- ust. Útköll í febrúar 1897 voru Með samningum þessum eykst sala Landsvirkjunar á ótryggðu raf- magni til rafhitunar úr 80 GWst í allt að 140 GWstáári eða um 75%. Samkvæmt samningunum hefur rafmagn orðið fyrir valinu sem sá orkugjafí er kemur í stað hraun- hitaveitunnar í Eyjum, sem nú hef- ur verið starfrækt í rúman áratug. 544, en í síðasta mánuði voru þau 578. í þessum óhöppum komu 11 ölvaðir ökumenn við sögu og 5 sinn- um reyndust menn ekki hafa tilskil- in réttindi til aksturs. Líkur eru á að þessum útköllum fækki nú veru- lega, þar sem ökumenn geta sjálfir afgreitt minni háttar óhöpp á staðn- um, með því að fylla út tjónstilkynn- ingu. Lögreglan: Færri slys en fleiri útköll 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.