Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C í 11' STOFNAÐ 1913 147. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð: Heilsuleysi eykst á vinnustöðum Stokkhólrai, frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. SVÍAR verða heilsulausari með ári hveiju, að minnsta kosti aukast fjarvistir vegna veikinda á vinnustöðum jafnt og þétt. Breytingar sem gerðar hafa verið á sjúkratryggingakerfinu hafa aukið útgjöld ríkisins verulega. Tvö stærstu verkalýðsfélög Svíþjóðar hafa snúið sér til ríkis- stjómarinnar og beðið um að sér- stök könnun verði gerð á því hvers vegna fjarvistir vegna veikinda hafa aukist svo mjög. Frá árinu 1976 til ársins 1983 minnkuðu flarvistir vegna veikinda úr að meðaltali 23 dögum á ári í 18 daga á ári. Eftir 1983 hefur þróunin snúist við og nú er svo komið að flarvistir af vinnustöðum era að meðaltali 22,5 dagar á ári. Fyrir hvem dag sem meðaltalið hækkar um aukast út- gjöld sjúkratryggingakerfísins um einn milljarð sænskra króna (svarar til um sjö milljarða ísl. kr.). Síðastliðið ár var reglum um greiðslur í veikindum breytt í Svíþjóð. Nú fær starfsmaður greitt fyrir hveija klukkustund sem hann er frá vinnu í stað þess að fá greitt fyrir hvem vinnudag eins og áður var. Fyrir þá sem vegna heilsu- brests geta ekki unnið fullan vinnu- dag er þetta réttmætara. Finnland: Þingmeim öl- kærir um of ? Helsinki, Reuter. FINNSKUR þingmaður lagði það til á miðvikudaginn að komið yrði fyrir ölvunarmælitækjum í þinginu til að hamla gegn þjóri þingmanna. í bréfi til þingfor- seta iagði hann til að tækin yrðu við allar dyr fundarsalanna. „Ef mælitækið sýnir meira áfengismagn í blóði þingmanns en ökumönnum leyfíst að hafa geta þingverðir varnað honum inn- göngu,“ segir í bréfínu frá þing- manninum sem jafnframt er rit- stjóri og prestur. Hann sagðist hafa ritað forsetanum vegna þess að drykkja þingmanna hefði verið með mesta móti áður en sumarleyfí hófst. Samhliða þessum breytingum var tekið upp „verðlaunakerfí" fyrir við- vera. Hver sá sem er tvær vikur í vinnu án þess að veikjast fær sér- stök verðlaun. í stað þess að virka vinnuhvetjandi hefur þetta orðið til þess að ef fólk er veikt í nokkra daga mætir það ekki til vinnu fyrr en eftir tvær vikur. Þá fær það borguð full laun frá sjúkratrygging- unum og hefur hvort eð er misst af verðlaununum. Reuter Jeltsín sigur- viss Borís Jeltsín, sem fyrrum gegndi stöðu flokksformanns í Moskvu, sést hér ræða við leikritaskáldið Míkaíl Sjatrov að loknum öðrum degi flokksráðstef nunnar í Moskvu. Jeltsin sagði fréttamönnum að þeim forystumönnum sem bæru ábyrgð á mistökum fyrri tíma bæri að vikja úr starfi. Upplýst hefur verið að Jeltsín sé í hópi rösklega 200 fulltrúa sem eru á mælendaskrá en aðeins 24 hafa enn tekið til máls. Sovétríkin: Fulltrúi á flokksráðstefnunm krefst afsagnar Gromykos Gorbatsjov heimtaði að óhæfir forystumenn yrðu nafngreindir Moskvu, Reuter. HEITUM umræðum var fram haldið á ráðstefnu sovéska kommúnista- flokksins í gær og voru helstu ræðuefnin efnahagslegar og pólitískar umbætur, frelsi fjölmiðla og samskipti einstakra þjóða i Sovétríkjun- um. Flokksformaður frá Sibiriu sagði að Gromýko forseti og fleiri núverandi forystumenn bæru ábyrgð á mistökum fyrri tíma og ættu þeir að segja af sér. Annar ráðstefnufulltrúi varði forsetann og sagði hann pjóta virðingar og ástar þjóðarinnar. Verkamaður i stáliðjuveri í Úral-fjöllum uppskar fagnaðarlæti er hann kvartaði undan vöru- skorti i verslunum og framleiðslukröfum sem ekki væri hægt að fuU- nægja. Verkamaðurinn, Venjamín Jarin, sagði það einnig valda óánægju að fólk vissi ekki hvemig verkaskipt- ingin væri milli einstakra fulltrúa í stjómmálaráðinu, valdamestu stofn- un ríkisins en í því era 13 fulltrúar. „Allir eiga að vita þetta. Þá getum við þakkað þeim sem starfa vel og skammað þá sem standa sig ,illa,“ sagði Jarín. Hann sagði einnig að verkamenn væra famir að spyija hvar umbótastefnan væri eiginlega niður komin, allt væri við það sama, vöraskortur mikill og tekjur færa minnkandi. Vladímír Melníkov, flokksfor- maður í Komi-héraði í Síbiríu, sagði að þeir sem áður hefðu borið ábyrgð á stöðnuninni gætu ekki haldið stöð- um sínum nú þegar umbótastefnan hefði haldið innreið sína. „Allir verða að bera persónulega ábyrgð," sagði Melníkov. Þa greip Gorbatsjov flokksleiðtogi fram í og sagði: „Þú getur kannski gert beinharðar tillög- ur, nefnt nöfn. Við sitjum héma Sársaukafull sinnaskipti LIÐHLAUPAR úr kínverska kommúnistahemum hafa oft iátið húðflúra á sig slagorð eins og „Berjist gegn kommúnism- anum“, „Beijið á Rússunum11 og „Drepið Mao Tse-tung“. Margir þeirra láta nú fjarlægja flúrið á sjúkrahúsum á Taiwan þar sem þá langar til að heim- sækja ættingja sina á megin- landinu sem þeir urðu að yfir- gefa árið 1952 er 14 þúsund hermenn flúðu frá megin- landinu til Taiwan. Dagblaðið China Post á Taiwan hefur sagt frá orðrómi þess efnis að menn- irtiir eigfi á hættu að týna lifinu í Kina ef húðflúrið uppgötvast þar. Á myndinni sjást læknar fjarlægja minningar eins her- mannsins með hnifum sinum. Reuter uppi og vitum ekki hveija þú ert að tala um.“ Melníkov svaraði að hann hefði m.a. í huga þá Gromýko for- seta og Míkaíl Solomentsev, fyrram forsætisráðherra Sovét-rússneska lýðveldisins. Sovéskur embættismaður, Georgíj Kijútskov, sagði fréttamönnum að margir hefðu bragðist hart við um- mælum Melníkovs en ekkert var sagt um viðbrögð Gorbatsjovs. Krjútskov sagði að ekki mætti búast við þtfi að nokkur missti stöðu sína vegna yfirlýsinga Melníkovs. Hann sagði að seðill með undirskrift eins ráðstefnufulltrúans hefði verið les- inn upp á ráðstefnunni. Þar hefði verið sagt að Gromýko nyti „virðing- ar þjóðarinnar og flokksins. Hann hefur helgað líf sitt starfi fyrir okk- ur. Þjóðin og flokkurinn lögðu nýjar byrðar á herðar honum. Nú virðist það aftur í tísku að kenna leiðtogum um allt sem illa gengur ... Félagi Gromýko er orðinn aldraður. Hann hefur gegnt skyldum sínum og göf- ugt starf hans mun lifa meðal þjóð- arinnar." 7!ASS-fréttastofan og Krjútskov vora sammála um að vöminni fyrir Gromýko hefði verið ákaft fagnað af ráðstefnugestum. Jefrem Sokolov, flokksformaður frá Hvíta-Rússlandi, heimalandi Gromýkos, sagði að eng- inn hefði risið upp til vamar Solo- mentsev, Afanasjev, ritstjóra Pröv- du, og Georgí Arbatov, sérfræðingi I málefnum Bandaríkjanna, sem einnig urðu fyrir harðri gagnfyni. „En ráðstefnunni er ekki lokið enn,“ bætti Sokolov við. Hann er talinn dyggur stuðningsmaður Gromýkos. Það hefur vakið athygli að Pravda hefur birt orðréttar ræður ráðstefnu- fulltrúa án þess að fella niður ákveðnar athugasemdir eins og TASS-fréttastofan géfði i skeytum sínum. Vajno Vaelas, nýr flokksleiðtogi í Sovét-Eistlandi, sagði fréttamönn- um í gær að hann styddi nýstofnaða Þjóðarhreyfíngu í lýðveldinu en bætti því við að fjölflokkakerfí yrði ekki komið á fót. Vaelas fer fyrir sendinefnd eistnesku flokksdeildar- innar á ráðstefnunni. í Sovétríkjunum er einsflokks- kerfi. Svo mun verða framvegis en það kemur ekki í veg fyrir pólitíska fjölbreytni,“ sagði Vaelas. Sjá síðu 27: „19. flokksráð- stefna kommúnista.1* Kaþólska kirkjan: Lefebvre íbann London, Reuter. Kaþólskir kirkjuleiðtogar um alla Evrópu iýstu í gær hryggð sinni vegna þeirrar ákvörðunar Marcels Lef- ebvres erki- biskups að vígja fjóra bisk- upa í trássi við bann Jóhannes- ar Páls páfa. Kirkjulög valda þvi að erkibiskupinn var umsvifa- laust lýstur i bann vegna vigslunnar og er þvi fyrsti klofn- ingur rómversk-kaþólsku kirkj- unnar i meira en öld nú stað- reynd. I yfírlýsingu páfastóls um bannið í gær var sagt að gefín yrði út til- kynning í dag um hveijar afleiðing- ar bannsins yrðu fyrir presta og söfnuði Lefebvres. Ráðstefna ítalskra biskupa lýsti því yfír í gær að Lefebvre ætti sök á klofningnum og Karl Lehmann, leiðtogi vestur-þýskrar biskupa- stefnu, líkti Lefebvre og stuðnings- mönnum hans við hina hægrisinn- uðu Þjóðemisfylkingu le Pens í Frakklandi. Hann bætti því við að andóf Lefebvres myndi skaða kirkj- una afar mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.