Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 9 NINA RICCI snyrtlvöru vcrslun la uga vegl 61 s 2 3525 Nina Ricci vörukynning í dag, föstudag l .7 ’88, frákl. 13.00-18.00. RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST Kodak Bafhlaða M Ólympiuloikanna 1988 Kodak 099 UMBOÐID Ath: Stígvélin eru breið og með góðu innleggi. 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs TOE^ VELTUSUNDI 1 21212 KBIMeNM Sími: 689212 Fimmtudagur 30. júní 1988’ , GARRI ii’ CUA COLA Af hmja tafai cfcki kúbndar bmir a» Irfa DagbteSt- og krml»- - ^ „ - - viö rít nynm að notfvra sír þi Ivaimnl >D btlta sé »<*n» Ixv «ð ►»! ■fito 6br)6U«di nönleiki Km hér cnl B,tólkla 4 «yo «r. «»oi UÚSU kort«b*n, i•« «ii6ll I söh. <bykkjarv»r» - þ.c. ef þ*r S^fir þ»8 rj* ddd .jálfl »9 hji ** ^ ctau|b en rftl m»rka«»un»r of þjéí, arm knpir 25 ^q|6atr ktra W “">> “ yx" mtfk dýrar -1 sUS þem >ö frcj'tu af^opraul tyrir n þaSbil^MO “^Bef.wird^kUrí4..í__. KINNOCK í KLÍPU Neil Kinnock, ieiötogi breska Verkamannaflokksins á I erfiöum málum þessa dagana. Slðan hann lók viö forystu ...........1 "|not m i k IP áhorol. ‘ í , Kinnocks-klípa og Cua-Cola Bæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur vóru stofnaðir árið 1916. þeir eru því komnir tvö ár á áttunda áratuginn. Jónas Jónsson frá Hriflu kom við sögu stofnunar þeggja flokkanna. Hann er þó ekki umræðuefni málgagna þeirra í gær. Alþýðublað- ið talar um Kinnock kratahöfðingja í Bretlandi og sjálfskaparvíti hans í sinni forystugrein. En Garri Tímans hefur fundið nýjan stórasannleika, eina ferðina enn. Hann heitir að þessu sinni CUA-COLA! Staksteinar glugga í herlegheitin, enda er það oft gott sem gamlir kveða. „Hann tók llka tappannúr kerinu“! Forystugrein Alþýðu- blaðsins i gær var svo- hjjóðandi: „Neil Kinnock, leiðtogi brezka Varkamanna- flokksins á i erfiðum málum þessa dagana. Síðan hann tók við for- ystu flokksins hefur hann lagt mikla áherzlu á endurskoðun stefnunn- ar. Hann hefur reynt að laga flokkinn að raun- veruleika Thatcherism- ans, að viðurkenna mikil- vægi markaðarins í nútíma, vestrænu sam- félagi, að losa um tengsl flokksins við verkalýðs- félög, sem búa við dvínandi vinsældir, og síðast en ekki sízt, að breyta vamarstefnu hans, sem krefst einhliða kjamorkuafvopnunar Breta. Öðm hveiju hefur hann virst nálgast tak- mark sitt. Hann hefur afneitað herskáum vinstri sinnum og sagt andstæðingum i verka- lýðssambandinu strið á hendur. Hann lýsti þvi nýlega yfir, að Moskvufundur stórveldanna sýndi að leiðin til afvopnunar fæl- ist i gagnkvæmum samn- ingum en ekld einhliða aðgerðum. Þar með tók hann af skaríð um að flokkurínn skyldi endur- skoða stefnuna. En hann tók líka tap- pann úr kerinu þar sem hann hefur reynt að halda sér á floti. Andstæðingar hans hafa sakað hann um ein- ræðishætti og svik við flokkinn. Þeir sem hafa ekki stutt hann, en af- boríð hann i nafni flokks- einingar, hafa lýst von- brigðum og efasemdum um leiðtogahæfileika hans. íhaldsflokkurinn fitn- ar hins vegar eins og fjóspúkinn. Á sama tíma og bilið eykst milli vinn- andi og vinnulausra, rikra og fátækara, Norð- lendinga og Sunnlend- inga, húseigenda og hús- lausra, situr eini alvöru stjómarandstöðuflokk- urinn og rifur sig á hol innan frá. Enginn veit hver örlög Kinnocks verða. Hann mun trúlega leiða flokk- inn í næstu kosningum. Gengi hans þá mun ráð- ast af þvi hversu góðum tökum hann nær á hinum sundurleita flokki sínum.“ Það ama var aldeilis Alþýðublaðsleiðarinn. Cua-Cola Orð Garra í Tima töluð vóm þessi: „Segir það sig ekki sjálft að hjá þjóð, sem kaupir 25 miljjónir Iftra af ropvatni fyrir um það bil 3.000 miljjónir króna á ári, hlýtur það að vera eitthvað annað en pen- ingaleysi sem dregur saman nýólkursöluna — ekki sizt þegar haft er í huga að 43 miljjónir litra af mjólk kosta ekki nema 2.380 miljjónir króna. Og liggur það ekki i augum uppi að eitthvað annað en 92% verð- hækkun hefur dregið úr mjóikursölinni á árunum 1984-1987 úr því rop- vatnssalan rauk upp úr öllu valdi með 130% til 140% verðhækkanir á sama tímabili . . Síðan bregður Garri undir sig kimni-fæti, sem hann á tíl, þrátt fyrir allt, og segir: „Af hvetju taka ekki kúabændur við sér og reyna að notfæra sér þá éþijótandi möguleika sem hér em í sölu drykkjarvara, það er ef þær em einungis rétt markaðssettar og nógu dýrar, í stað þess að treysta endalaust „sveité" hagfræðinga- klíku og uppgjafabænd- um i Melahöllinni i Reykjavík fyrir markaðs- málum sinum. Stæðu „the Icelandic cowboys" rétt að málum og breyttu um stíl í „The Milk Producing Plant" á Bitruhálsi, framleiddu þar tíl dæmis: Cerry Flavour Milk, Mint Milk og Super diet Milk — og umfram allt pakkað i ál- dósir — þá sýnir reynslan að þeir ættu að geta selt alla sina itijólk og meira tíL“ Hér gerir Garri góð- látlegt grin að markaðs- setningu drykkjarvara, neyzluveiyum landans þegar vökvi er annars- vegar, enskuskotinni nafngift vömtegunda á falenzkum markaði og raunar umfjöllun fjöl- miðla um búvörumál, — en yfir vötnum svifur þó napurt kul ádeilunnar, mjög háði blandað, á sölutækni og starfshæfni milliliðanna i búvöm- kerfinu, eða hvað? Er ekki tímabært að Garri fjalli um arðsemi í samvinnuverzlun með Cua-cola aðferðinni? Bankabréf Landsbankans eru gefm út af Landsbankanum og aðeins seld þar. Bankabréf eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og árs- ávöxtun er nú 9,75% umfram verðtryggingu. Endursölutrygging bankans tryggir ávallt örugga endursölu. Bankabréf Lands- bankans eru eingreiðslubréf, til allt að fimm ára, og eru seld í 50.000,-, 100.000,- og 500.000,- króna einingum. Gjaldfallin bankabréf bera almenna sparisjóðsvexti þar til greiðslu er vitjað. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskipt- um, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.