Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 ^ ^ Reuter Kohl íknattspyrnu Helmut Kohl, kanslarí Vestur-Þýskalands, spyrnir knettí ein- beittur á svip og eiginkona hans fylgist stolt með. Kanslaralijón- in héldu sina árlegu knattspyrnuhátíð fyrir börn i garði kanslara- bústaðarins í Bonn í gær og þúsundir bama komu á hátíðina. Hvita húsið: Starfsmönnum refsað fyrir fíkniefnaneyslu Noregur: Yonir um olíuauðlindir í Barentshafi brostnar Ösló, Reuter. Washington. Reuter. ÞRÍR ðryggisverðir í Hvíta hús- inu hafa verið leystir frá störfum um stundarsakir og tvœr konur, sem stðrfuðu sem ritarar hjá Þjóðaröryggisráðinu, reknar fyrir fikniefnaneyslu í starfi. Öryggisverðimir voru í sveitum Noregnr: Stórt mynt- safn keypt Lundúnum, Reuter NORSKUR maður keypti norrænar myntir fyrir átján milljónir dala (810 miiy. isl. kr.)i Lundúnum á miðvikudag. Það var myntsalinn Jan Olav Aamlid sem keypti mjmtimar sem voru 100.000 talsins. Bresk- ir myntsalar segja að enginn ein- staklingur hafi áður keypt jafn stórt mjmtsafn. Mjmtimar eru ekki allar sjaldgæfar en í mjög góðu ásigkomulagi. Talið er að þær hafi komið til Bretlands sem greiðsla á láni í heimsstyijöldinni síðari. írland: Endur í lög- reglufylgd Dyflinni. Reuter. HALTRANDI önd og þremur eftirlifandi ungum hennar var á miðvikudag veitt lögreglufylgd frá írska þinghúsinu í Dyflinni á verndað svæði í miðborginni. Öndin, sem á hveiju ári liggur á eggjum á flötinni fyrir framan þing- húsið, hefur að öllum-líkindum andað léttar þegar hún kjagaði í fylgd lög- regluþjóna um miðborg Dyflinnar því að vistin á flötinni hafði að þessu sinni ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Hún missti þijá unga sína í hend- ur skjóa og kattar sem leið áttu um flötina, og sjálf varð hún fyrir þvi að bifreið einhvers þidgmannsins ók á hana. Ekki f$r sögum af því hvemig ferð andarflölskyldunnar og lög- regluþjónanna gekk en ekki er ólík- legt að andamamma hugsi sig tvi- svar um áður en hún ákveður að setjast að á þinghúsflötinni að nýju. bandarísku leyniþjónustunnar er sinna öryggisvörzlu í Hvíta húsinu og sendiráðum Bandaríkjanna í er- lendum ríkjum. Rannsókn á fíkniefnamisferli starfsmanna Hvíta hússins stendur yfir, að sögn talsmanns stjómar Ronalds Reagans, forseta. Forset- inn fylgist með rannsókninni og mun Ekiwin Meese, dómsmálaráð- herra, skera úr um hvort mál verð- ur höfðað á hendur starfsmönnun- um. Embættismenn sögðu í gær að ekki væri talið að fleiri starfsmenn Hvíta hússins væru viðriðnir málið. Ekki væri heldur talið að öiyggi hefði verið misboðið. Ritarar Þjóð- aröryggisráðsins voru konur. Málið kemur upp á sama tíma og sljóm Reagans íhugar nýja og herta lagasetningu gegn fíkniefna- neyslu. Suður-Afríku- menn sakaðír um tilefnis- lausa árás Havana, Kúbu. Reuter. HERSTJÓRN Kúbu sakaði Suð- ur-Afríku í gær um að hafa á sunnudag ráðist tilefnislaust á kúbverskar hersveitir í Angólu. Jafnframt neituðu Kúbumenn þeirri fullyrðingu stjórnar Suð- ur-Afríku að mikið mannfall hefði orðið í kúbverska hernum. Á miðvikudag tilkynnti her Suð- ur-Afríku að hann hefði felit rúm- Iega 300 kúbverska og angólska hermenn í bardögum á mánudag við Calueque-stífluna skammt fyrir innan landamæri Angólu. Stjóm- völd í Pretóríu segja að her Kúbu- manna og Angólumanna hafí ráðist á hermenn sem gættu stíflunnar og tekið fyrir vatnsveitu til svartra þjóðflokka á svæði sem hafí orðið illa úti í þurrkum. Kúbumenn sögðu hins vegar í gær að þeir hefðu á mánudag ráðist á herflutningalest frá Suður-Afríku í hefndarskyni fyrir árás á sunnudag. í Angólu em 50 þúsund kúb- verskir hermenn sem aðstoða þar- lend stjómvöld í baráttu við UN- ITA-skæruliða sem njóta stuðnings Suður-Afríku og Bandaríkjanna. VONIR Norðmanna um að mikl- ar auðlindir fyndust í Barents- hafi hafa brugðist. Norska rikis- olíufyrirtækið sagði frá því í gær að áætlanir um olíumagn í út- hafsskorpunni hefði verið lækk- aðar um tvo þriðju hluta, eftir nokkurra ára árangurslitla olíu- leit. Talsmaður norska ríkisolíufyrir- tækisins, Jan Hagland, sagði í gær að út frá niðurstöðum sem fengist Nýfundnaland: Danskt skíp í árekstri við togara Marystown, Nýfundnalandi. Reuter. DANSKT flutningaskip lenti i árekstri við kanadískan togara í svartaþoku suðvestur af St. Mary’s-höfða á Nýfundnalandi í fyrrakvöld. Flutningaskipið heitir Snowdrop og er heimahöfn þess í Kaup- mannahöfn. Kanadíski togarinn heitir Atlantic Peggy. Að sögn talsmanna kanadísku strandgæzlunnar komu göt á bæði skipin en þar sem þau voru ofan við sjólínu var engin hætta á ferðum og komust skipin til hafnar fyrir eigin vélarafli. hafa við tilraunaborunum á Bar- entshafi hefði áætlun um að 1,5 milljarðar tonna (10,5 milljarðar tunna) af olíu myndu finnast verið lækkuð í hálfan milljarð tonna af olíu (3,5 milljarða tunna). Jarðfræðingar hafa sagt að á Barentshafí væri hugsanlega að finna auðugustu ónýttu olíulindir jarðar. „Flest bendir nú til að á Barentshafi sé einungis að finna gaslindir," sagði Hagland. Norð- menn hófu olíuleit árið 1981, fram til þessa hafa aðeins fundist jarðgös á hafsbotninum. „Brejftingin þýðir ekki að hætt verði að leita olíu á Barentshafi, en við erum ekki jafnbjartsýnir og í upphafí," sagði Hagland. Noreg- ur, er mesta olíuframleiðsluland í Vestur-Evrópu ef Bretland er und- anskilið. Norðmenn dæla upp um einni milljón tunna á dag úr olíulind- um þeirra á Norðursjó. Númer 8.000 Víetnamskur drengur horfir kvíðafullur í linsu myndavél- arínnar. Mynd- in var tekin í Hong Kong i gær og sagði i texta með henni að drengurinn værí áttaþús- undasti flótta- maðurinn, sem fluttur hefði verið frá Græ- ney við Hong Kong til nýrra flóttamanna- búða í brezku nýlendunni. borginni Hong Kong frá 3. mai. Reuter Tíbetbúar þrá sjálf- stæði og að menn- ing þeirra dafni Rætt við leiðtoga Tíbeta á blaðamannafundi í Sviss ZUrích, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarít- ara Morgunblaðsins f Sviss. DALAI LAMA, þjóðar- og trúarleiðtogi Tíbet, snerí um helgina aft- ur til Indlands, þar sem hann hefur búið í útlegð síðan 1959, út nokkurra vikna Evrópuferð. Hann sagði fáeinum blaðamönnum, sem hann tók á móti í Genf, að ferðin hefði veríð ópólitísk. „Nema í Strassborg,“ sagði hann. „Það kynnti ég afstöðu mína til deilumála Kina og Tíbet.“ Hann flutti ekki ræðu um þau í Evrópuþinginu af tillitssemi við vináttu Kina og Evrópuþjóða en dreifði ávarpi meðal þingmanna svo að þeir gætu kynnt sér afstöðu hans. Dalai Lama er jákvæður maður, það tístir í honum eða hann hlær við hvert tækifærí, og lét það ekki á sig fá þótt Evrópumenn vilji helst ekki að hann boði pólitískan boðskap f ferð sinni. „En ef þið hafði áhuga á honum þá fer ég milliveginn og svara spumingum," sagði hann og hló sínum smitandi hlátrí. Dalai Lama vill að Tíbet fái lýð- ræðislega heimastjóm en haldi tengslum við Kína og stórveldið fari áfram með helstu utanríkismál þjóðarinnar. Hann vill að landið verði friðarvin í HimalajaQöllum þar sem menn og dýr lifi í sátt og sam- lyndi við sjálf sig og umhverfið. „Ég hef orðið var við mikinn áhuga á Tíbet erlendis," sagði hann. „Fjöldi fólks vill ferðast þangað. Tíbet á að verða ferðamannastaður fyrir alla. Þannig væri hægt að afla mik- illa tekna án þess að fbúar Tíbets þyrftu að leggja allt of mikið á sig.“ Hann leggur til að Tíbetar annist sjálfir ferðamál og reki eigin ut- anrfkismálaskrifstofu sem sjái um alþjóðasamskipti í trúmálum, við- skiptum, menntun, menning, tækni, íþróttum og öðrum ópólitískum málum. Dalai Lama hvetur Kínveija til að hefja samningaviðræður um framtíð Tíbets og hætta fólksflutn- ingum þangað strax. Hann sagði að stjómvöld í Kína hefðu ekki enn brugðist við hugmyndum hans. Hann hló við þegar hann var spurð- ur hvaða viðbrögð hann mjmdi álíta jákvæð og sagði: „Já er jákvætt, nei er neikvætt.“ Hann vill að stjóm landsins grundvallist á stjómarskrá og forseti landsins og tveggja deilda þing verði kosin á lýðræðislegan hátt. Sjálfur segist hann ekki ætla að taka þátt í stjóm landsins. „En ég mun halda áfram eins lengi og þörf er á að vinna eftir fremsta megni að velferð og hamingju íbúa Tíbets." Kínveijar hertóku Tíbet 1949. Dalai Lama flúði land eftir uppreisn sem var gerð árið 1959. Tíbetbúar eru um 6 milljónir talsins en 100.000 em í útlegð. Dalai Lama er 53 ára. Hann fannst árið 1937 nokkrum árum eftir að forveri hans lést. Hann var þá tveggja ára. Hann þekkti heilaga hluti sem Dalai Lama hafði átt og hafði örlagarík ör á líkamanum. Samkvæmt tíbetskri búddatrú endurfæðist æðsti Lama, eða munkur, aftur og aftur og nú- verandi Dalai Lama er hinn 14. í röðinni. Kínversk stjómvöld hafa sagt síðan 1979 að hann sé velkom- inn til landsins, en hann sagðist ekki hafa í hyggju að fara þangað. „Ástandið í landinu er slíkt að ég tel ekki rétt að fara þangað," sagði hann. „Ég veit að eldri Tíbetbúar vilja að ég komi sem fyrst en yngra fólk er raunsærra og veit að það væri ekki rétt að ég færi þangað eins og stendur." Kínveijar hafa reynt að bæla niður búddatrú og samlaga tíbetsku þjóðina Kínveijum. Þetta hefur ekki tekist og aðstoðarmaður Dalai Lama sagði að fylgismönnum hans í Tíbet hefði frekar fjölgað en hitt á undanfömum árum. „Fólk á fer- tugsaldri var ekki komið til vits og ára þegar Tíbet missti sjálfstæði sitt,“ sagði hann. „Þetta fólk þráir að þjóðin fái sjálfstæði aftur svo að menning hennar og Búddatrú fái að blómstra." Hann sagði að það væri oft erfítt að skilja afstöðu Evrópuþjóða til deilna Kína og Tfbet. „Þær tala iðulega um mann- réttindi Austur-Evrópuþjóða en virðast engan ^huga hafa á réttind- um Tíbetbúa vegna vinfengi þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.