Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 15 Kristján Jóhanns- son syngur til heið- urs Gianni Poggi Frá Simone Mambriani Fyrir nokkrum mánuðum var Kristján Jóhannsson ráðinn að Scalaóperunni í Milanó. Hann er fyrsti íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að syngja við þess virtustu óperu heims. Nú sem stendur er Kristján að syngja við aðra fræga óperu i Palermo „Teatro Masssimo". Nafn þessa mikla tenórs er baðað frægðarljóma um þessar mundir en aðeins eitt símtal þurfti þó til þess að fá hann til að koma fram í Piac- enza í litlum sal sem rúmar aðeins rösklega tvö hundruð áheyrendur. Þann 30. apríl var hátíðardagskrá í leikhúsinu Santa Maria í Torricella til heiðurs fyrrverandi kennara Kristjáns og vini hans Gianni Poggi. Félagssamtök söngvina í Piacenza sem nefnast „La Tampa Lirica" hafa látið gera upp þetta litla leikhús. Þar hefur lengi verið starfræktur kór og með honum hafa ýmsir frægir söngv- arar hafið feril sinn. Nægir þar að nefna baritónsöngvarann Piero Campolonghi og sjálfan Gianni Poggi. Ákveðið var að setja Toscu á svið þetta kvöld þar sem hún er uppá- haldsópera Poggi. Það var því talið' vel við hæfi að biðja Kristján Jó- hannsson að syngja til heiðurs þess- um fræga tenór sem á hátindi ferils síns söng með Maríu Callas og Re- nötu Tebaldi. Fyrir tólf árum kom íslendingurinn ungi til Piacenza til þess að ljúka söngnámi sínu undir leiðsögn Poggi. Síðan hefur gagn- kvæm vinátta og virðing einkennt samskipti þeirra og nú þegar heilsa læriföðurins er tekin að bila, kemur nemandinn, þó frægur sé, til að votta honum sína dýpstu virðingu. Tosca var aðlöguð hinum þröngu salarkynnum. Aðeins aðalhlutverkin voru sungin við pianóundirleik. Auk Kristjáns Jóhannssonar sungu hin ungu sópransöngkona Donatella Saccardi og baritónsöngvarinn Fran- co Piva sem er gömul stjama frá Scala og enn býr hann yfir einstak- lega líflegri og tilþrifamikilli söng- rödd. í lok hvers þáttar glumdi við dynjandi lófatak í salnum. Enn ein rósin í hnappagat Kristjáns Jóhanns- sonar sem nú vinnur hvem listasigur- inn á fæti öðrum. Gianni Poggi var í sjöunda himni og þakkaði nemanda sínum í viðurvist áheyrenda og geðs- hræringin leyndi sér ekki í rödd hans. Kristján Jóhannsson og Donatella Saccardi á sviðinu i Santa Maria í Torricella Hið íslenska náttúrufræðifélag: Náttúruskoð- unarferðir Sunnudaginn 3. júlí verður farið í dagsferð á vegum félagsins frá Akur- eyri. Lagt verður af stað kl. 10 frá Umferðarmiðstöðinni og ekið áleiðis til Ólafsfjarðar. Á leiðinni verður m.a. skoðaður sjávarfitjagróður hjá Gásum, votlendis- og vatnagróður í nágrenni Hrísatjamar í Svarfaðardal og jökulmenjar á Ufsaströnd. Afangastaður er Ólafsfjarðarmúli. í Múlanum verður gróður kannaður, en hann er dæmigerður fyrir hinar snjóþungu útsveitir Norðurlands. Leiðsögumenn verða þeir Hörður Kristinsson grasafræðingur og Halldór Pétursson jarðfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Norðurlands. Fólk hafi með sér dagsnesti. Ferð á Snæfellsnes 8.—10. júlí Snæfellsnes hefur löngum verið rómað fyrir náttúrufegurð en í ferð- inni verður leitast við að kynna þátt- takendum jöfnum höndum fjölskrúð- ugt gróðurfar þess og dýralíf svo og fjölbreytilega jarðfræði. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík föstudags- morgun kl. 8.30. A leiðinni vestur er að mörgu að hyggja og má m.a. nefna jarðlög og fomskeljar frá lok- um ísaldar í Melabökkum. Við Brúar- foss í Hítará má sjá dæmi um svörf- un fallvatna. Rauðhálsar er ung eld- stöð í Hnappadal og verður hugað nánar að henni og öðmm eldstöðvum á þessu svæði sem og frægustu og vatnsmestu ölkeldu landsins, Rauða- melsölkeldu. Þá verður komið við í Lýsuskárði ogþar skoðað djúpberg. Við Búðir verður slegið upp tjöld- um til tveggja nátta. Þar er verslun og hótel, sem landsþekkt er fyrir góðan mat. Náttúrufegurð er mikil að Búðum og þar er ein mesta skelja- sandsfjara á Islandi. Á laugardagsmorgun verður farið í gönguferð um Búðahraun og litið til grasa. Síðan verður ekið út á Amarstapa og hin sérkennilega strönd skoðuð. Þaðan er haldið að Lóndröngum og Þúfubjargi J>ar sem bjargfuglar verða skoðaðir. A leiðinni milli Amarstapa og Hellissands má sjá fjölda eldstöðva. Þá verður komið við á Svörtuloftum en þau em mestu sjófuglabyggðir á Snæfellsnesi. í Ólafsvíkurenni verður athugað sér- kennilegt móberg. Á þriðja degi ferðarinnar verður ekið frá Búðum um norðanvert Snæ- fellsnes og Heydal til Reykjavíkur. Meðal annars verður hugað að jarð- lögum frá fyrri hluta ísaldar i Bú- landshöfða, leitað að hnyðlingum í Berserkjahrauni og skoðaðar skriður Drápuhlíðarfjalls. Þátttakendur þurfa að leggja sér til viðlegubúnað (tjöld) og mat. Þeim sem eiga sjónauka er bent á að hafa hann með sér og svo flóm- og fugla- bók. Fólk er beðið um að skrá sig í ferðina á Náttúmfræðistofnun í síma 29475 (fyrir hádegi) sem allrafyrst. (Frá Hinu ísl. Náttúrufræðifélagi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.