Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l-. JÚLÍ 1988 21 / ísabrot (1953) við þessi tímamarkandi kaflaskil í íslenzkri listasögu. Kaflaskil, sem áttu eftir að hafa áhrif á líf og þroska hvers einasta framsækins ungs listamanns á næstu árum og valda deilum og umbrotum. En það sem verður manni helst að íhugunarefni, er hve skjótum þroska Svavar náði þrátt fyrir til- tölulega lítið skólanám og að hann skyldi einmitt þroskast til óhlutlægs myndmáls á tímum hemáms Þjóð- veija í Danmörku, en þeir bann- færðu hvarvetna allt í þá áttina. Er hann hélt þessa eftirminnilegu sýningu í Listamannaskálanum, var ekki nema rúmur áratugur síðan hann hélt utan, en hann kemur þó heim sem fullþroskaður listamaður, er hafði málað nokkur lykilverk á ferli sínum. Þar á meðal hina rammgöldróttu mynd „íslandslag", er hann málaði árið 1944 og ávallt verður talin meðal sérstæðustu verka, er frá honum komu. Astæðulaust er að líta framhjá því, að Svavar kom til Danmerkur á tímum, er mikil gróska og stór- hugur var yfir menningarfram- kvæmdum þar og listir og íþróttir blómstruðu. Það voru mikil gró- mögn í lofti þrátt fyrir kreppuna og íslenzkir listamenn létu hrífast með, enda tóku þeir út mikinn þroska og voru margir að hasla sér völl, er styijöldin skall á og batt enda á framaferil, er vísaði þráð- beint upp á við. En á þessum sömu árum var Svavar að þreifa fyrir sér, enda lagði hann óvenju seint út á lista- brautina, var orðinn 25 ára, er hann hélt utan og hafði þá ekki í lista- skóla komið áður né notið beinnar tilsagnar. En hann kynntist fljót- lega góðum félögum, sem héldu saman og skiptust á skoðunum og hér kom fram dijúgt sjálfsnám í „fjelagsskap útvalinna listamanna og annarra frjálslyndra og fordóma- lausra manna", eins og hann sagði sjálfur frá. Og þessir útvöldu listamenn reyndust vera ýmsir þeir, er mynd- uðu kjamann í nafnkenndasta lista- hópi er norrænir málarar hafa tekið þátt í, „Cobra", COpenhagen, BRuxelles, Amsterdam. Ekki minnist ég þess að hafa séð fyrstu sýningu Svavars, sem þó má vera, villtist þó inn á eina og eina sýningu fyrir forvitni sakir á þeim árum frekar en beins áhuga, og eru þær mér lítið minnisstæðar utan sýningin í Garðyrkjuskálanum við Garðastræti árið 1942. Tengist sú sýning einnig sjálfskipuðum hús- og dyraverði, sem var Óli Magga- don. En mér er í ljósu minni sýning Svavars og danskra félaga hans í Listamannaskálnum árið 1948. En fyrsta einkasýning á list Svavars, sem greypst hefur í minni mitt, er sýning á vatnslitamyndum í sýning- arsalnum Athenæum við Kna- brostræde í miðri Kaupmannahöfn. Það var fyrsta vetur minn í borg- inni og ég man ennþá af hve mik- illi ánægju ég skoðaði sýninguna í þeim virta sýningarsal og las hina lofsamlegu dóma um ianda minn, sem fylltu mig gleði. Ein af mynd- unum á sýningunni rataði svo seinna upp á vegg hjá húsráðendum mínum á Nordre Frihavnsgade á Austurbrú, þeim Steinunni Ólafs- dóttur og Þórði Jónssyni, yfírtoll- verði, sem átti stórafmæli um vorið og fékk þá myndina að gjöf. Hékk hún þar uppi á heiðursvegg alla tíð þótt þau mætu hjón næðu ekki fullu sambandi við hana þrátt fyrir góðan vilja og húsið fullt af eldri mynd- verkum íslenzkra myndlistar- manna, sem þau kunnu betur að meta. Svavar bjó þá einnig á Austurbrú en í nágrenni Oslo-Plads, og kom ég einu sinni á vinnustofu hans, er ég var í heimsókn hjá íslendingi, er leigði hjá þeim hjónum, en ég kynntist honum ekki í það sinnið eða seinna í Kaupmannahöfn. En við vissum vel hvor af öðrum og ég kynntist honum fljótlega laus- lega, er ég kom alkominn heim. Náið kynntist ég honum þó ekki fyrr en ég var formaður sýningar- nefndar FÍM í tvö ár og hann var kosinn í nefndina. Var ég aðvaraður á því hve erfíður og fylginn sér hann væri, enda sagður hafa sprengt fleiri listamannasamtök úti í Kaupmannahöfn. En raunin varð sú, að þótt hann reyndist í senn ákveðinn og fylginn sér, var mjög gott að vinna með honum og var hann m.a einn þeirra er eyddi heilli dymbilviku og páskum í undir- búning að sýningu Norrænna lista- bandalagsins að Kjarvalsstöðum árið 1972. Var þó ekki skiiding upp úr því að hafa. Það sem laðaði trúlega fólk að þessum manni, sem var í senn ein- þykkur og fylginn sér auk þess að vilja í engu þræða troðnar slóðir, var öðru fremur það hve samkvæm- ur sjálfum sér og sannur hann var, kjarnyrtur og skemmtilegur í hópi vina. Hann mun hafa kunnað ógrynnin öll af sögum frá heima- slóðum sínum í Homafírði og sagði þær á svo rammri íslenzku, að jafn- vel Nóbelskáldið okkar var stór- hrifið af, en þeir Svavar voru mæt- ir vinir. Svavar var þannig íslendingur út og í gegn í lífsháttum, fram- komu, viðræðum og list sinni. Mál- verk hans voru Island, eins og maður skynjar það og hlustar með augunum. Engir fegraðir uppdrætt- ir, heldur safarík gróðurmoldin, fjöllin, jöklamir, fuglar himinsins, veðráttan, skáldskapurinn og ljós- vakans flölþættu töfrar. Þá gat hann samið magnþrung inn skáldskap er byggðist meira á hrynjandi tungunnar en skiljanleg- um orðum, enda héldu útlendingar að hér væri komin fom-íslenzka og vora stórhrifnir af. í fjárhagslegri klípu úti í Belgíu á hann að hafa sett saman ljóðabálk og selt blaða- manni nokkram fyrir góðan skilding og á ég hann undir höndum ein- hvers staðar. Minnir mig, að hann byiji sem svo: „Dreirr aura ára anglía sen/ feirr forar fára foldar men/ grabunda bríta, bassnulla biss/ sasunda sisa sammoníss". Það fylgdi sögunni að blaðamaðurinn hafí látið heillast af þessi mögnuðu þjóðtungu og viljað fleiri sýnishom handa lesendum sínum! En aldrei vildi hann að slíkur kveðskapur birtist á íslandi, þótt eftir væri gengið og er hann þó óborganlega magnaður í sínum launkímna undirtóni. Svavar var ávallt hreinn og sann- ur, hataði þýlyndi og tröllsótta svo sem sannur íslendingur, fylgdi því óhikað eigin sannfæringu, þótt hún mætti andróðri og þætti bera vott um sérvisku og skort á samstöðu — en hann hafði einfaldlega ósjaldan rétt fyrir sér, eins og þegar hann ásamt þeim, er hér ritar, stóð á þeirri sannfæringu sinni, að FÍM ætti að hagnýta sér lóðina á Mikla- túni án annars en óbeinnar sam- vinnu við borgaryfírvöld — ella myndi félagið fyrr eða síðar missa húsnæðið úr höndum sér en það gekk eftir. Áður í afmælisgrein hef ég vikið að því, að Svavar fómaði frægð og frama með því að flytjast til íslands og endurtek ég það ekki hér. Danir gleymdu honum aldrei og sýndu honum mikinn sóma og heiðraðu á ýmsan hátt m.a. með sýningu í Kunstnerforbundet í Kaupmanna- höfn auk þess að bjóða honum að útfæra stór verkefni í Danmörku. Einnig buðu þeir honum í virtustu listamannasamtök landsins „Grönn- ingen", sem aðeins einn íslendingur hefur verið í áður, Jón Stefánsson. Þótti það jafnan mikill listviðburður í Kaupmannahöfn, er Svavar tók þátt í árlegum sýningum samtak- anna á Charlottenborg, enda seldi hann iðulega allt sem falt var. Ógleymanleg verður mér sýning Svavars og Ásgerðar Búadóttur í Nicolai-kirkju í Kaupmannahöfn sumarið 1984, en það er magnað- asta sýning á vatnslita- og krítar- myndum Svavars sem ég hef séð, enda var hlaðið á hana lofi og salan var eftir því. Islendingar sýndu honum einnig ýmsan sóma m.a. með því að halda þijár sýningar í sölum listasafnsins og var hann heiðurslistamaður ríkisins hin síðari ár. En það má vera skiljanlegt að hann hafnaði eindregið áð gerast heiðursmeðlim- ur FÍM, er honum var boðið það. Það sem Svavar vissi alltaf og allir sannir listamenn vita er, „að mál- verk getur orðið fáranlegt sé það meðtekið með nákvæmum, vísinda- legum rökum — slíkt skyggir á óræði yndislegrar mannlegrar tján- ingar, upphafna náttúralega kennd. Innri vitund og skynjanir geta verið í fullkominni mótsögn við raun- hæfar staðreyndir". Með Svavari Guðnasyni er horf- inn af sjónarsviðinu sá, er einna fyrstur gerði sér grein fyrir því hérlendis, að fullkomlega óhlutlægt málverk gæti einnig tjáð djúpa mannlega lifun, gleði, sársauka og samkennd með náttúrunni og síkvikulum grómögnuin hennar. Bragi Ásgeirsson. SVAVAR GUÐNASON Morgunblaðið hefur fengið leyfi Halldórs Laxness til að birta grein hans um Svavar Guðnason sjötugan 1979, og fer hún hér á eftir. Útför Svavars er gerð í dag. Við skulum þykjast vera stödd á Höfn í Homafírði.. Almanna- skarð og Lónsfjöllin úr blágrýti og gabbró loka bygðinni austan- megin, en í norður gnæfír Vatna- jökull með undirfellum sínum við himin. Nesin og Nesjasveitin era dregin í boga sólarmegin við jök- ulinn; en dagleið í vestur hverfur jökullinn útí bláinn, þar sem falla um svarta sanda, í sjó fram, nokk- ur illfærastu vatnsfoll sem um getur. Nesin, þessi kyrláta græna sveit við Homafjarðarós virðist á björtum degi hvfla í sjálfgleymi undir himni sem ræður yfír blæ- brigðum bjartra lita meiren ann- arstaðar — ef ekki er þoka. Vatna- jökull er háveldi þess skæra ljóss sem auðkennir austanvert Suður- landsundirlendi, og sú birta ræður yfír þeim sem þar búa — aftur, ef ekki er þoka. í þessari sveit, Nesjum, er grænkan á grasinu geingin í ein- hverskonar samband við skærgul- an lit sólar, ásamt bláma Óssins og Þveitarinnar, sem mig minnir þetta vatn heiti þama í miðri sveitinni. En virði maður fyrir sér litróf Svavars Guðnasonar verður ekki betur séð en þar ráði samt sem áður furðuleg blæbrigði af rauðu, sem þó er ekki sérstakur litur Homafjarðar. Þegar Svavar Guðnason var spurður hvaðan alt það rauða kæmi í myndum hans, svaraði hann á dönsku, með radd- blæ einsog undir dymbli, og einn- ig er sérstakur fyrir Vatnajökul: Mon ikke det er kærligheden. Það er vissulega ekki einlægt sólskin í málverki Svavars Guðna- sonar, en allir sem sjá vilja, undr- ast hvflík birta býr í litrófi hans, kanski hinn hreini sannleiki lit- anna, og sker sig oft úr sem nokk- urskonar andstæða, næstum mót- vægi, við list sýníngarfélaga hans, vanalega útlendínga. Og út- lendíngar segja stundum þegar þeir sjá þennan litblæ Svavars sem greinir sig frá öðram mynd- um: þetta er birta íslands. Ásgrímur Jónsson landslags- meistari okkar rammaði góðu heilli á leiðina til Hornafjarðar snemma á ævi, meðan hann enn festi á léreft sín, af rökvísi svefn- geingils, bláma þess íslands sem á heima í draumi sögunnar — þeirri döggvamótt sem Jónas Hallgrímsson yrkir um: Hægur er dúr á daggamótt; og Hannes Hafstein þegar hann kvað: Land mitt, þú ert sem órættur draumur. Andi listarinnar í persónu Ás- gríms Jónssonar sveif ekki hjá án vitnisburðar um sig í konúngsríki Vatnajökuls. Úngir sveinar úr sveit og kaupstað vissu ekki fyren þá fór að lánga til að lifa sveitina sína í þeirri birtu sem lýsti heim Ásgríms. Sá sem hér les fyrir kyntist §óram mönnum úr hérað- inu sem iifðu undir töfrum gests- ins. Þrír þeirra fóra útí heim og breyttu lifí sínu í málverk. Sá flórði varð að vísu kyr heima af skyldurækni, en fór að mála sér til hugarhægðar; og litróf Ásgríms gests lýsti einnig honum alla ævi síðan.' Það eru ónýtar postulatölur að hólfa listamenn niður eftir „stefn- um“, einum á kostnað annars, einsog títt er í krítíkinni. Sumir boðberar hafa ekki vflað fyrir sér að skera við trog alla list, og kalla hana klessuverk, ef hún haslar sér völl utan útsirklaðrar spegil- myndar af náttúra. Ófáir áhorf- endur gripu til sleggjudóma 'haustið 1945 þegar Svavar Guðnason kom að utan í stríðslok og festi upp myndir sínar á þiljum gamla listamannaskálans við Kirkjustræti. Þar kom fram stefíia í málverki risin á endumýun grandvallaratriða í skynjun hlut- arins. Þessir nýu landvinníngar báru oft í sér teingsl við tilraunir listrænna sértrúarhópa sem fram höfðu komið í Suðurevrópu, undir ýmsum signatúram alt frá momi aldarinnar, og vakið hroll og við- bjóð hjá lærdóminum aungusíður en almenníngi á þeim tíma. List af þessu tæi mátti heita sein- sprottinn gróður, og tók ekki við sér að marki fyren nasistar vora búnir að vera, og fór nú einsog oftar þegar framvinda tekur kipp í einhverri grein, þá beygir al- menníngur sig fyrir henni og tek- ur upp merki hennar orðalaust. í Danmörku náðu tilraunir þessara iistamanna sér á strik í einángrun stríðsins. Hreyfínguna nefndu danimir Cobra, og átti hún eftir að verða sigursæl, og teingjast öðram nýúngum Evrópu, óðar en álfan laukst upp á nýaleik. Þá var farið að gaumgæfa norræna land- vinnínga í mjmdlist, og brautin fyrir skandínavíska listamenn var rudd suðrí Evrópu. Cobra var fyr- en varði orðið heimsnafn í list og jafnvel síðkomnir hópar sem ekki höfðu verið til meðan Cobra var í blóma sínum í Kaupmannahöfn á stríðsáranum, þeir komu nú til skjalanna og báðust inngaungu í þennan danska hóp eftir fordæm- inu: ailir vildu Lilju kveðið hafa. Svavar Guðnason hafði verið einn framherja í Cobra, og var nú kom- inn í hóp sem talinn var í farar- broddi meðal listamanna álfunn- ar. í þessum upprunalega hóp, eða réttara sagt grúppu, var einn maður kominn úr hinu torsótta ríki Vatnajökuls, einum ótilkvæm- asta enda veraldar, og flutti með sér furður af ókunnri birtu um leið og sérkennilegt átak í sjálfum uppdrættinum. Myndir hans stúngu í stúf. Bæði lagði hann til sérstakt litróf og myndsköpun sem ekki var auðfundin annar- staðar. 1979 Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.