Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 Ekkí farið á svig við stefnu ríkis- sljórnarinnar - segir Þorsteinn Pálsson um gjald- skrárhækkun Landsvirkjunar ÞORSTEINN Pálsson, forsœtis- ráðherra, segir að með ákvörðun Landsvirkjunar um 8% hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins, hafi í engu verið farið á svig við stefnu ríkisstjómarinnar nm aðhald í verðlagsmálum og þvi sé ekkert tilefni til upphlaups um þetta mál. Staðreyndin sé sú að iðnað- arráðherra hafi gert Landsvirkj- un að leggja gjaldskrárhækkun- ina fyrir trúnaðarmenn ríkis- stjómarinnar í verðlagsmálum, sem fari yfir allar hækkunar- beiðnir ríkisfyrirtækja, þrátt fyrir að Landsvirkjun sé að hálfu í eigu bæjarfélaga. Þorsteinn sagði að iðnaðarráðherra hefði að sjálfsögðu borið þessa máls- meðferð undir sig áður. „Við munum hafna öllum kröfum um að steypa rfkisfyrirtækjum út í NM í brids: íslendingar enn efstir ÍSLAND vann Noreg í opna flokknum á Norðurlandamót- inu í brids í gærkvöldi með sautján stigum gegn þrettán. íslendingar eru nú i efsta sæti fyrir síðustu umferðina, sem spiluð verður í dag klukk- anll. Önnur úrslit urðu þau að Svíþjóð vann Finnland og Danir unnu Færeyinga. íslendingar eru nú með 163 stig, Svíar með 160 og Danir með 158. ísland spilar við Danmörku í síðustu umferð. Sjá bridsþátt á síðu 33. erlendar lántökur til þess að falsa verðskrár. Vinstri stjómimar gerðu þetta að aðalsmerki efnahagsstefnu sinnar og það er sama hversu oft Framsóknarflokkurinn fer fram á þetta, þessum kröfum verður ekki sinnt. Astandið er nógu slæmt og það er nógu erfítt fyrir þjóðarbúið að aðlaga sig versnandi ytri aðstæð- um, þó ekki séu teknir upp þessir úreltu stjómarhættir vinstri stjóma," sagði Þorsteinn. „Þetta upphlaup allt er hreinn flumbru- skapur og virðist eingöngu til þess ætlað að veikja ríkisstjómina án þess að tilefni sé til.“ Þorsteinn var spurður út í orð Steingríms Hermannssonar í Morg- unblaðinu { gær um að það hefði verið rætt í stjóminni að ákvæði bráðabirgðalaga um gjaldskrár- hækkanir næðu til Landsvirkjunar. „Það var rætt við setningu laganna að Landsvirkjun færi í gegn um sama eftirlit og ríkisfyrirtæki og það var gert,“ sagði Þorsteinn. Hann benti á að þrátt fyrir þessa hækkun lækkaði verðskrá Lands- virkjunar að raungildi um 9% á þessu ári. Það væri til merkis um að það væri raunhæft ráð til þess að draga úr verðbólgu að gera ríkis- fyrirtækjum skylt að vera ábyrg í fjármálum sínum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Reynir Hinriksson á Sörla frá Norðtungu sem varð efstur í keppni gæðinga í B-flokki. Sörli sigraði 1 B-flokki gæðinga Frá Ásdfsi Haraldsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsina i Kaldármelum. FYRSTI dagur fjórðungsmóts hestamanna á Vesturlandi á Kaldár- melum var I gær. Keppt var í B-flokki gæðinga og varð Sörli frá Norðtungu þar efstur með einkunina 8,48. Auk þess var keppt í yngri flokki unglinga og kynbótahross voru dæmd. Annar í B-flokki gæðinga varð hólmi á Funa frá Ytri-Kóngsbakka. Óðinn frá Berserkseyri með ein- kunnina 8,44 og þriðji varð Frami frá Brúarlandi með einkunina 8,38. í yngri flokki unglinga sigraði Halldór Kristjánsson frá Stykkis- Hlaut hann meðaleinkunina 8,12. Jóhannes Kristleifsson er efstur eftir forkeppni 1 tölti. Hann keppti á Gusti frá Úlfsstöðum og hlaut 78,40 stig. Fimm hestar keppa til úrslita í tölti í kvöld. Áhöfnogút- gerð Ólafs Bekks sátt um fiskverð Sanmingar náðust seinnipart- inn í gær á milli áhafnar togar- ans Ólafs Bekks ÓF og Útgerð- arfélags ólafsfjarðar hf. um fiskverð. Samningamir eru á þá lund að farið er eftir fisk- verði Verðlagsráðs auk 6,65% hækkunar á þorskverði í stað 5%, eins og útgerðin hafði boðið skipveijum. Ólafur Bekkur hélt á veiðar á ný klukkan 20.00 í gærkvöld. Forsaga máls þessa er sú að skipveijar á ólafí Bekki neituðu að halda til sjós í fyrrakvöld vegna ágreinings um verð við útgerðarfé- lagið. Skipveijar töldu munnlegan samning, sem áhöfnin gerði við útgerðina sl. haust, hafa einhliða verið felldan úr gildi af útgerðinni 1. júní sl. þegar nýtt fískverð var ákveðið. Útgerðarfélag Ólafsfjarð- ar hugðist reikna þijá síðustu túra samkvæmt fískverði Verðlagsráðs auk 5% hækkunar á þorski. Skip- veijar voru hinsvegar ekki sam- mála þessu og töldu þeir hinn munnlega samning, sem gerður var á tímum fijáls fískverðs, enn í gildi. o INNLENT Vextir af skyldusparnaði hækka Á FUNDI ríkisstjórnarinnar á þriðjudag var samþykkt tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra um að vextir af skylduspamaði til Byggingar- sjóðs ríkisins yrðu hækkaðir úr 3,5% í 7% auk verðtryggingar. Að sögn Láru V. Júlíusdóttur, aðstoðarmanns Jóhönnu Sigurðar- dóttur, er með þessari hækkun vaxtanna reynt að koma til móts við skyldusparendur, þar sem skylduspamaður er ekki lengur frá- dráttarbær til skatts eftir að ný skattalög voru sett. „Við erum með þessu að reyna að keppa við fíjálsa markaðinn," sagði Lára. Samkvæmt nýjum lögum um skylduspamað, sem sett vom í vet- ur. er nú hæet að revma skvldn- spamaðinn áfram eftir að 26 ára aídri er náð. Undanfarin ár hefur lítið innstreymi verið í Byggingar- sjóð umfram útstreymi skylduspari- flár, þar sem mikið er um að náms- menn og gift fólk nýti sér heimild- ina til þess að taka út inneign sína. Menntamálaráðherra um stöðuveitinguna í HÍ: Háskólinn hefði átt að stokka dómnefndina upp Ekki ástæða til að draga hlutleysi dóm nefndar í efa, segir Háskólarektor „ÞESSI niðurstaða byggir ein- göngu á faglegu mati og þeirri staðreynd að Hannes Hólmsteinn er best menntaði umsækjandinn,*1 sagði Birgir tsleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, er hann var inntur eftir ástæðunni fyrir þvi að Hannes H. Gissurarson var skipaður í stöðu lektors f stjóm- málafræði þrátt fyrir að dóm- nefnd hafí ekki talið hann að fullu hæfan til að gegna stöðunni. Ráð- herra segir að öll saga málsins hafi gefíð tilefni til þess að ráðu- neytið skoðaði það sérstaklega, enda skjóti það skökku við að í dómnefndaráliti væri eini um- sækjandinn með doktorspróf f greininni talinn óhæfur til að kenna undirstöðuatriði stjóm- málafræði. Háskólarektor segir stöðuveitinguna hins vegar geta skaðað samskipti Háskólans og menntamálaráðuneytisins, enda sé ekki ástæða til að draga hlut- leysi dómnefndar f efa. Rektor segir að það sé alvarlegt mál að skipa f kennarastöðu mann, sem ekki hafí fengið ótvfræðan hæfn- isdóm, og segir einnig að með skipan dr. Hannesar sé brotin sú hefð sem menntamálaráðherrar hafi hingað til virt, að deildir Háskólans vefji sjálfar kennara sfna. Þórólfur Þórlindsson, forseti félagsvfsindadeildar, telur stöðu- veitinguna vantraust á deildina. Menntamálaáðherra segist telja að Svanur Krisljánsson og Gunnar Gunnarsson hefðu átt að segja sig úr dómnefnd um hæfni umsækjenda er gagnrýni hafði komið fram á skip- an nefndarinnar frá lögmanni Hann- esar Hólmsteins og átt hefði að stokka nefndina upp. Háskólinn hefði hins vegar ekki gripið til þess ráðs, heldur bætt tveimur lögfræðingum við nefndina. Það hefði síðan tekið nefndina heilt ár að vinna störf sín. „Öll saga og meðferð málsins í Háskólanum gaf sérstakt tilefni til þess að málið fengi sérstaka skoðun hér í ráðuneytinu," sagði Birgir. Hann sagðist þó hafa átt gott sam- starf við Háskólann og taldi hann vinna mál sín faglega, einkum hvað varðaði stöðuveitingar, en þetta mál hefði orðið undantekning þar á. Birgir sagðist telja nauðsynlegt að skipan dómnefnda í Háskólanum yrði endurskoðuð. „Eins og nafíiið gefur til kynna eru þetta eins konar dómstólar, sem taka að sér að dæma einstaklinga og verk þeirra," sagði Birgir. „Ég tel brýnt að setja skýrar reglur um til dæmis tengsl manna við umsækjendur þá, sem þeir eiga að dæma. Það eiga að gilda svipaðar reglur um þessa dómara og dómara í almennum málum fyrir dómstólum. Það má aldrei leika neinn vafí á því að dómendumir séu hlutlausir." Menntamálaráðherra sagði að ráðning dr. Hannesar ætti eftir að hafa góð áhrif fyrir Háskólann. „Há- skólinn verður að gæta sín á þvi að inni í deildum hans lokist ekki menn, sem allir hafa sömu eða svipuð sjón- armið. Það er ekki neinn vafi á því að Hannes hefur að sumu leyti önnur sjónarmið en helstu málsvarar fræði- greinarinnar í Háskólanum nú og mér fínnst að það eigi að tryggja fjölbreytni og fíjálsa samkeppni hug- mynda innan Háskólans," sagði menntamálaráðherra. Gæti skaðað samstarf Háskóla og ráðuneytis „Það eru auðvitað nýmæli að menntamálaráðherra skuli skipa mann í kennarastöðu sem ekki heftir hlotið ótviræðan hæfnisdóm," sagði Sigmundur Guðbjamason Háskóla- rektor. Hann sagði að þessa væru ekki dæmi í allri sögu Háskólans frá því dómnefndir fóm að dæma um hæfni umsækjenda árið 1942. „Ég er mjög ósáttur við þetta, því að með dómnefndunum er reynt að tryggja faglegt mat á hæfni manna,“ sagði rektor. Hann sagðist ekki telja ástæðu til að draga hlutleysi dóm- nefndarinnar í efa. Einn dómnefnd- armanna, Ólafur Ragnar Grimsson, hafi vikið úr henni er seta hans í nefndinni var gagnrýnd, og í hans stað hafi komið maður sem ekki hafí þótt aðfínnsluverður. Rektor sagði það erfítt að finna menn utan Háskólans til að skipa faglega dómnefnd. Því hefði stund- um verið gripið til þess ráðs að leita eftir erlendum fræðimönnum til sam- starfs. „Við emm hins vegar ósáttir við að leitað sé til einhverra erlendra yfírdómara eftir á. Það væri þá nær að skipa slíka menn í dómnefnd," sagði rektor. Rektor sagðist þó vera þeirrar skoðunar að breyta þyrfti reglum um skipan dómnefnda, til dæmis á þann veg að umsælqendur fengju að gera athugasemdir við dómnefndarmenn áður en nefndimar tækju til starfa. Rektor sagði einnig að fram til þessa hefðu menntamálaráðherrar virt tillögur deilda um ráðstafanir á kennarastöðum. „Samstarf mennta- málaráðherra og háskólamanna hef- ur verið mjög gott i áranna rás og því hef ég af þessu áhyggjur. Þetta mál getur brugðið skugga á það sam- starf,“ sagði Sigmundur. „Það skað- ar ekki Háskólann en getur skaðað samskipti Háskóla og ráðuneytis." Vantraust á deildina og dómnefndina „Þetta er i fyrsta lagi vantraust á dómnefndina," sagði Þórólfur Þór- lindsson, forseti félagsvísindadeildar. „Það hefur enginn annar betri að- stæður til þess að kynna sér verk umsækjenda og kveða upp yfir þeim faglegan dóm. Nefndin hefur farið í gegnum öll verk umsækjenda, en þessi ákvörðun ráðherra hefur verk hennar að engu. í öðru lagi komst deildin að nánast einróma niðurstöðu um að staðfesta bæri dómnefndar- álitið, og ráðherrann hefur einnig þá niðurstöðu að engu.“ Þórólfur sagð- ist á þeirri skoðun að dómnefndar- álitið væri mjög faglega unnið og ekki ástæða til að draga það í efa. „Kjami málsins er sá að dómnefnd telur að framlögð verk Ólafs Þ. Harð- arsonar skipi honum í efsta sætið. Hún álítur einnig að vinnubrögð þess sem hlýtur stöðuna standist ekki þær kröfur sem gera verður til faglegra vinnubragða," sagði Þórólfur. Hann sagði að það yrði einnig að hafa í huga að staðan hefði verið auglýst sem staða á þremur sérsviðum stjómmálafræðinnar, en verk Hann- esar féllu að verulegu leyti utan þeirra. „Það má líkja þessu við það að við höfum beðið um fyrsta vél- stjóra en fengið kokk,“ sagði Þórólf- ur. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn að segja til um hver áhrif ákvörðun ráðherra myndi hafa i félagsvísinda- deild. „Ég get ekki sagt annað en það að mér er eftirsjá í Olafí Harðar- syni,“ sagði Þórólfur. Svanur Kristjánsson, formaður dómnefndar Háskólans, sagðist ekki vilja tjá sig um stöðuveitinguna eða túlka dómnefndarálitið á nokkum hátt fyrr en það hefði þá birst í heild opinberlega og menn gætu metið það í heild. Svanur sagðist raunar telja að það ætti menntamálaráðherra eða aðrir ekki heldur að gera. Sjá einnig greinargerð mennta- málaráðuneytisins á síðu 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.