Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 56
.56 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 1. JÚLf 1988 KNATTSPYRNA / TOMMAMOTIÐ Morgunblaöið/Vilmar Þátttakendur f Tommamótinu ganga í skrúðgöngu, á eftir lúðrasveit, mótsstað. Dómgæsla Grýlu var mjög hlutdræg Þegar hún dæmdi opnunarleikTommamótsins í Eyjum Lúðrasveitin blés og á eftir fylgdu milli sex og sjöhundruð krakkar. Ævintýrið Tommamót knattspyrnufélagsins Týs og Tommahamborgara var hafið í fimmta sinn. Eins og áður hófst mótið á miðvikudegi og stend- ur fram á sunnudag. Auk þess að spila fótbolta linnulítið þessa daga munu krakkarnir upplifa rútuferð um eyjuna, siglingu um eyjarnar, kvöld- vöku, knattþrautakeppni og margt margt fleira. Greiðslur almennings fyrír læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 22. júní 1988) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 165 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 300 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Vitmar Pétursson skrífar frá Eyjum ótssetningin var á miðviku- dagskvöldið og fór þá fram allsérstæður knattspymuleikur. Stjömulið Ómars Ragnarsonar mætti til leiks og beið mótherja sinna ásamt dómaranum sem var engin önnur en Grýla sjálf. Úr fjöllunum komu þá streymandi fiíður flokkur jólasveina albúnir að mæta stjömuliðinu. Eftir spennandi leik bám Ómar og félagar sigur úr býtum með 3 mörkum gegn einu enda er keppnistímabil jólasveina ekki byijað. Dómgæsla Grýlu var mjög hlutdræg enda vom synir hennar að spila og gerðu hún allt sem í hennar valdi stóð til að þeir ynnu. í lok leiksins kom listflugvél fljúgandi yfir svæðið og tók nokkr- ar dýfur og veltur en ekki nóg með það heldur dreifði hún karamellum yfir leikvöllinn sem á augabragði fylltist af krökkum í karamelluleit. Það vom því ánægðir og eftirvænt- ingafullir knattspymukrakkar sem lögðust til svefns í Gmnnskólanum í Vestmannaeyjum á miðvikudags- kvöldið því þeirra bíða dýrðlegir dagar. 2- Grciðslur fyrir sérfræöilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu 550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram- haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Greidslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Ranns./ Röntg.gr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá sérfræðingi Svæfing/deyfing hjá sérfræðingi Dæmi 1 165 550 Dæmi 2 165 385 Dæmi 3 165 550 550 Dæmi 4 165 550 0 Dæmi 5 165 550 0 550 Dæmi 6 165 550 0 550 0 550 Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur 550 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling I röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 1 2 greiðslum á sérfræði- - Jæknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyí________________________________ 440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfjabúð fást ákveðinn lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdömum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. ‘^Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1988. JÐ TRYGGINGASTOFNUN Ml RÍKISINS Morgunblaöið/Vilmar Hart barlst í leik Fram og Vals. Mörg mjög góðlið ámótinu KEPPNIN á Tommamótinu í Eyjum hófst í gær og var leikið frá því kl. 9 um morguninn og fram á kvöld. Samtals voru leiknir 84 leikir í gær og var mörgum sigrum fagnað en jafn mörg töp líka grátin því þannig er fótboltinn nú einu sinni. Hvert félag sendir tvö lið til mótsins og er keppt í fjórum riðlum A- og B-liða. Hvert lið lék tvo til þtjá leiki í gær og eru menn hér í Eyjum farnir að velta fýrir sér möguleikum hinna ýmsu liða út frá árangri þeirra þennan fyrsta keppnisdag. Sennilega hafa liðin þó sjaldan ver- ið eins jöfn á mótinu og einmitt nú og því er erfítt að segja fyrir um hveijir standa uppi sem sigurvegar- ar. Enda skiptir það ekki öllu máli því í þessu móti fremur en öllum öðrum er aðalatriðið að vera með og taka þátt í ævintýradögunum í Eyjum. Mörg félög eiga mjög góð lið á mótinu og má þar nefna ÍR, FH, Fylki, Víking, KR og Þór Vest- mannaeyjum. í dag verður innanhússmót auk þess sem keppnin utanhúss heldur áfram. Kvöldinu lýkur síðan með kvöldvöku í íþróttahúsinu. ■ Úrslit á bls. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.