Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 24
24____________________________.___________MOÉGUNBLAÐÍÐ, FÓSTÚDAGUR l. JÚU 1988 Hannes Hólmsteinn Gissurarson skipaður lektor í stjómmálafræði; Æskilegt að ólíkar skoðanir eigi sér mál- svara í Háskólanum Greinargerð menntamálaráðu- neytisins vegna stöðuveitingarinnar ólafur Magnússon Frá mektardögum Matardeildarinnar Matardeild SS í Hafnarstræti lokað Var stofnuð árið 1908 Einni elstu matvöruverslun í Reykjavík, Matardeiid SS í Hafnar- stræti hefur verið lokað. Öllu starfsfólkinu var sagt upp, en boð- in störf í öðrum verslunum SS. Lokun Matardeildarinnar er liður í þeirri stefnu stjórnar SS að draga úr rekstri smásöluverslana. Það voru hjónin Anna Karlsdóttir og Erlendur Erlendsson, eigend- ur Austurstrætis 17, sem keyptu Matardeildina og hyggjast þau ekki reka þar matvöruverslun. Menntamálaráðherra hefur í dag skipað dr. Hannes H. Gissurar- son lektor í stjómmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands frá 1. ágúst 1988 að telja. Vegna ítrekaðra fyrirspuma Qölmiðla um stöðuveitingu þessa, svo og vegna umfjöllunar i fjölmiðl- um sem á köflum hefur verið vill- andi, þykir ráðuneytinu rétt að gera grein fyrir þeim rökum sem þessi ákvörðun er byggð á. Umrædd lektorsstaða var aug- lýst laus til umsóknar fyrri hluta siðasta árs með umsóknarfresti til 6. apríl 1987. Auglýsingin (Lög- birtingarblað nr. 26, 1987) var svohljóðandi: „Lektorsstaða í stjómmálafræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Umsækjandi skal vera hæfur til að annast kennslu í undirstöðugreinum í stjómmálafræði og kennslu og rannsóknir á a.m.k. einu af eftir- farandi sviðum íslenskra stjóm- mála. 1. Ákvarðanaferli og stofn- anaþróun innan stjómkerfísins. 2. Hegðun og viðhorf kjósenda. 3. Samanburðarstjómmál." Umsækjendur vom fímm: Bjöm S. Stefánsson, Gunnar H. Kristins- son, Hannes H. Gissurarson, Ólaf- ur Þ. Harðarson og einn sem ósk- aði nafhleyndar. Dómnefíid var skipuð 27. apríl 1987 og sátu í henni dr. Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor, dr. Svanur Kristjánsson, dósent, og Gunnar Gunnarsson, stjómmála- fræðingur. í bréfí dags. 29. maí 1987 mót- mælti Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, í umboði dr. Hannesar H. Gissurarsonar öllum þremur dómnefndarmönnunum, þar sem ætla mætti að þeir gætu ekki fj'allað um umsókn dr. Hann- esar af fyllstu óhlutdrægni. Bent var í því sambandi á mjög nið- randi ummæli sem einn dómnefnd- armanna hafði látið falla í blaða- grein um dr. Hannes. Þá var bent á tengsl annars dómnefndarmanns og eins umsækjenda um stöðuna. Krafa lögmannsins var ekki tekin til greinar. ðlafur Ragnar Grímsson óskaði fljótlega eftir að láta af störfum í nefndinni og í hans stað var Sig- urður Líndal, lagaprófessor, skip- aður. Einnig var Jónatan Þór- mundsson, lagaprófessor, skipaður í nefndina sem fulltrúi háskóla- rektors, að tillögu félagsvísinda- deildar. Tekið skal fram að dómnefnd þessi var ekki skipuð samkvæmt ákvæðum háskólalaga með aðild menntamálaráðunejdisins, heldur starfaði hún eingöngu á vegum Háskóla íslands. Er hún var sett á laggimar var ekki lögskylt að skipa dómnefndir vegna lektor- sembætta, þótt svo sé nú eftir breytingu á reglugerð Háskóla ís- lands. Að mati ráðuneytisins gefa deil- umar um dómnefndina tilefni til þess að fram fari sérstök athugun á reglum um skipan dómnefnda um kennaraembætti við Háskóla íslands. Verður háskólarektor og háskólaráði innan skamms sent sérstakt erindi þar að lútandi. Niðurstaða dómnefndar var kynnt umsækjendum, sem í náðist, að kvöldi 28. apríl sl., ári eftir að nefndin tók til starfa. Daginn eft- ir, 29. apríl, var dómnefndarálitið kynnt deildarfundi félagsvísinda- deildar, sem þegar tók afstöðu til þess. Dómnefndarálitið og niður- staða deildarfundar vom send há- skólarektor, sem framseldi þau til menntamálaráðherra 9. maí sl. Einn umsækjenda um stöðuna, Bjöm S. Stefánsson, hefur í bréfí til menntamálaráðuneytisins gagn- rýnt hve fljótt var gengið til at- kvæða um dómnefndarálitið. Að mati ráðuneytisins er ástæða til að deildarfundur hafí ekki gefíð sér nægan tíma til að huga að álita- efnum í niðurstöðum dómnefndar. Niðurstaða dómnefndar var eft- irfarandi: Bjöm S. Stefánsson var ekki talinn hæfur til að gegna stöð- unni eins og hún var auglýst. Gunnar Helgi Kristinsson var tal- inn hæfur til að gegna stöðunni. Ólafur Þ. Harðarson var talinn vel hæfur til að gegna stöðunni. Um- sækjandinn, sem óskaði nafnlejmd- ar, sendi engin ritverk með umsókn sinni og var því ekki hægt að kanna hæfni hans. Hannes H. Gissurar- son var talinn hæfur til kennslu og rannsókna á tilgreindu sérsviði, þ.e. samanburðarstjómmálum, en nefndin taldi að ekki væri hægt að ráða það af námsferli hans né heldur hefði hann sýnt fram 4 það með ritverkum sínum, að hann hefði þá þekkingu á helstu kenn- ingum og rannsóknaraðferðum í stjómmálafræði að hann teldist hæfur til að kenna undirstöðu- greinar hennar. Við atkvæðagreiðslu á deildar- fundi félagsvísindadeildar hlaut Gunnar Helgi Kristinsson 1 at- kvæði og Ólafur Þ. Harðarson 15 atkvæði. Einn seðill var auður. í auglýsingu um lektorsstöðuna vom tilgreindar tvenns konar hæfniskröfur. í fyrsta lagi hæfni til að annast kennslu í undiretöðu- greinum stjómmálafræði. í öðm lagi um hæftii til að annast kennslu og rannsóknir á íslenskum stjóm- málum innan þriggja tilgreindra sérsviða stjómmálafræði. Hæfni í þessum greinum er talin felast í því að hafa á valdi sínu alla þætti rannsókna: kenningar, val rann- sóknaaðferðar, gagnasöfnun, úr- vinnslu og greinargerð. Menntamálaráðuneytið getur ekki fallist á þá niðurstöðu dóm- nefndar um dr. Hannes H. Gis- surarson, að hann hafí ekki sýnt fram á hæfni til að kenna undir- stöðugreinar stjómmálafræði. Maður sem lokið hefur doktors- prófí í stjómmálafræði hlýtur að teljast hæfur til að kenna byijend- um almenn atriði fræðigreinarinn- ar. Doktorspróf Hannesar er frá einum virtasta háskóla veraldar, Oxford-háskóla á Englandi, þar sem ritgerð hans fékk lofsamlega dóma. Til að fá fullvissu um þetta at- riði leitaði menntamálaráðuneytið til dr. Johns Grays, kennara í stjómmálafræði við Oxford- háskóla, en hann var leiðbeinandi dr. Hannesar meðan hann stundaði nám við skólann. í svarbréfi dr. Grays segir orðrétt í íslenskri þýð- ingu: „Ég er fullfær um að stað- festa að hann (þ.e. Hannes H. Gis- surarson) er hæfur til að kenna stjómmálaheimspeki (political tho- ugt) og stjómmálafræði (empirical poiitical science) bæði byijendum og þeim sem lengra eru komnir. Hann hefur einstaka hæfíleika og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann er fyllilega undirbúinn undir þá stöðu sem um ræðir." Menntamálaráðuneytinu hefur einnig borist bréf frá Norman P. Barry, prófessor í stjómmálafræði við Buckingham-háskóla á Eng- landi, en hann var um tíma einnig kennari dr. Hannesar. Norman P. Barry kveður dr. Hannes færan um að annast kennslu stjómmála- fræði á öllum stigum. Þess má geta að Barry er höfundur inn- gangsrits um stjómmálafræði, An Introduction to Political Theory, sem nýtur almennrar viðurkenn- ingar. Þess er ennfremur að geta að ráðuneytið hefur undir höndum ýtarlega umsögn um hæfni dr. Hannesar H. Gissurarsonar til að gegna lektorsstöðu í stjómmála- fræði frá dr. Gunnari Pálssyni, stjómmálafræðingi, en hann er einn fárra íslendinga sem lokið hafa doktorsprófí í fræðigreininni. Dr. Gunnar telur dr. Hannes tvímælalaust hæfan til að annast kennslu og rannsóknir á háskóla- stigi og kveður hann vel undirbúinn til að takast á við umrætt lektor- sembætti. Dr. Hannes H. Gissurarson er hinn eini í hópi umsækjenda sem lokið hefur doktorsprófí í stjóm- málafræði. Þá er hann einn um- sækjenda sem gefíð hefur út heilt fræðirit á sviði stjómmálafræði. Er þar um að ræða doktorsritgerð hans, sem kom út árið 1987 hjá kunnu bandarísku forlagi, Garland í New York, sem sérhæfír sig í útgáfu fræðirita fyrir háskóla. Stjómmálafræði er tiltölulega ung fræðigrein og um eðli hennar og hlutverk hefur ekki skapast sú samstaða fræðimanna, hvorki hér né erlendis, sem einkennir flestar aðrar greinar vísinda og fræða. Það kemur glögglega fram í áliti dómnefndar og öðrum gögnum málsins að skoðanir núverandi kennara í stjómmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar em um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla ís- lands. í félagsvísindum er sér- staklega mikilvægt að tryggja fjöl- breytni og ftjálsa samkeppni hug- mynda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er 35 ára að aldri. Hann lauk BA-prófí í heimspeki og sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1979 og cand.mag.-prófí í sagnfræði frá sama skóla 1982. Hann hlaut dokt- orsgráðu (Politics) frá félagsvís- indadeild Oxford-háskóla 1985 fyrir ritgerðina „Hayek’s Conser- vative Liberalism". Hann var gisti- fræðimaður við Hoover-stofnunina í Stanford í Kalifomíu 1983, 1984 og 1986 og sumarfélagi í Institute for Humane Studies (George Mas- on-háskólinn í Virginíu) 1984 og 1986. Hann hefur verið stunda- kennari í viðskiptadeild og heim- spekideild Háskóla íslands frá jan- úar 1986. Þá var hann rannsóknar- lektor í heimspekideild frá septem- ber 1986 til ársloka það ár. Frá 1983 hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Stofnunar Jóns Þor- lákssonar og frá 1985 ritstjóri rannsóknarrita stofnunarinnar. Hann er aðstoðarritstjóri ritsafns F.A. Hayeks, sem gefíð verður út á næstu árum. Menntamálaráðuneytið, 30. júní, 1988. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri vissulega tregabland- ið að hætta rekstri Matardeildar- innar, en breyttar aðstæður köll- uðu á breyttar áherslur og sú ákvörðun hefði verið tekin á síðasta aðalfundi SS að draga úr rekstri smásöluverslana. Hann vildi þakka viðskiptavinum Matar- deildarinnar góð viðskipti í 80 ár. Matardeild SS var opnuð í Hafnarstræti 19, Kolasundi, árið 1908 og var í því húsnæði þar til í ágúst 1930 þegar flutt var í Hafnarstræti 5. Að sögn Guðjóns Guðjónssonar, markaðsfulltrúa hjá SS, sem hóf störf hjá Matar- deildinni 1947, var verslunin stærsta matvöruverslun bæjarins á þeim tíma og nefndi harin sem dæmi um fjölda viðskiptavina að fyrir jól hefðu vanalega selst um 6000 ijúpur. Guðjón sagði þjón- ustuna hafa verið mjög persónu- lega á þessum árum, mikið um heimsendingar og margir í reikn- ingsviðskiptum. í útkeyrslunni hefðu oftast tveir farið saman og skipt með sér verkum á þann hátt að annar tók sendingar í Hjá Granda hf. verður unnið í allt sumar og er þetta breytta fyrir- komulag tilkomið eftir að starfs- fólki var fækkað vegna hagræðing- ar auk þess sem reynt verður að nýta betur þorskaflan, sem berst að landi yfír sumarmánuðina. Þá heftir verið samið við starfs- mannafélagið um að það reki versl- húsin öðru megin götunnar meðan hinn tók að sér húsin handan hennar, slíkur hefði fjöldi við- skiptavinanna verið. Það hefði verið unnið dag og nótt, öll vinnsla kjöts hefði farið fram á staðnum og heitur matur verið á boðstólum í hádeginu. Árið 1954 hefði verið tekið upp kjörbúðarform í Matar- deildinni og með tilkomu stærri verslana hefði afkomu verslunar- innar smám saman hrakað. Guð- jón hefur unnið hjá SS síðan 1947 og horft upp á lokanir margra verslana þeirra, en hann sagðist aldrei hafa Séð eftir nokkurri þeirra eins og Matardeildinni nú. „Það er sjónarsviptir að þessari verslun", sagði Guðjón að lokum. Hjá Önnu Karlsdóttur, öðrum hinna nýju eigenda, fengust þær upplýsingar að ekki væri ráðið hvað gert yrði við húsnæði Matar- deildarinnar, en ákveðið væri að þar yrði ekki matvöruverslun. Anna og eiginmaður hennar Er- lendur Erlendsson keyptu verslun Víðis í Austurstræti 17 í mars sl. og sagði Anna að ekki væri grund- völlur fyrir rekstri tveggja mat- vöruverslana á svo litlu svæði í miðbænum. anir með léttar veitingar í hádeginu og meðlætimeð kaffínu, frá og með 1. ágúst þegar mötuneytið verður lagt niður. Jafnframt hefur félagið tekið að sér að sjá um þvotta á búningum starfsfólks og þjónustu, meðal annars afgreiðslu á vinnu- sloppum og umsjón með salemum og fataskápum. MORGUNBLAÐIÐ/BAR Einn af síðustu viðskiptavinunum verslar í Matardeildinni í gær Unnið í Granda hf. í sumar GRANDI hf. lokar ekki vegna sumarleyfa í ár eins og undanfarin tvö sumur, segir í nýútkomnu fréttabréfi Granda. Þar kemur einnig fram að samið hefur verið við starfsmannafélagið um að reka litlar verslanir með létt fæði í Norðurgarði og Grandagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.