Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 27 Æft fyrir setningarhátíð Suður-kóresk kona með blævæng dansar á æfingu fyrir setningar- hátíð Olympíuleikanna í Seoul, sem verður 17. september næst- komandi. Bandaríkin: Hjúkrunartæknar ráðmr í stað hjúkrunarfræðinga Chicago, Reuter. MIKILL skortur er á hjúkrunar- fræðingum í Bandaríkjunum og þvi hefur verið ákveðið að ráða aðstoðarfólk með aðeins tveggja mánaða þjálfun að baki til þess að hlynna að sjúkum. Bandaríska læknafélagið sam- þykkti á miðvikudag að Ieyfa ráðn- ingu svokallaðra „hjúkruna- rtækna" sem hefðu einungis tveggja mánaða þjálfun að baki, til starfa á sjúkrahúsum. Þessi ákvörðun hefur mætt mikilli and- stöðu hjá hjúkrunarfræðingum, sem segja að leiðin til að bæta úr hjúkrunarfræðingaskorti sé að hækka laun þeirra. Hlutverk „hjúkrunartæknanna" væri til að mynda að skipta á rúm- um sjúklinga, flyija þá, aðstoða við fataskipti og að sjá um lyfja- gjöf að hluta til. Læknafélagið gerir ráð fyrir að ungt fólk sem er áhugasamt um hjúkrun, geti þannig fengið starf við sitt hæfí án þess fara í dýrt nám. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir „Ég mun halda áfram eins lengi og þörf er á að vinna eftir fremsta megni að velferð og hamingju ibúa Tíbets,“ sagði Dalai Lama. við Kína. Búddatrúarmenn eiga erf- itt með að skilja slíka tvöfeldni." Dalai Lama leggur ríka áherslu á mannréttindi í tillögum sínum um framtíð Tíbets. Hann vill að mál-, funda- og trúfrelsi ríki í landinu. Ríkisstjómin á þó að hlúa að og styrkja búddatrú af því að hún er óaðskiljanlegur hluti af menningu þjóðarinnar. Hann vill ekki kalla landið, sem hann vonar að fái aftur ■ sjálfstæði sem fyrst, búddaríki. „Það væri ekki rétt að nefna Tíbet slíku nafni,“ sagði hann. „Stærstur hluti þjóðarinnar er búddatrúar en ekki allir og þess vegna er ekki hægt að kalla landið búddaríki. Menn búa til slfk nöfn, í þeim fel- ast ákveðnar reglur, það á ekki við mig. Það á ekki að gera hlutina of flókna. Menn þurfa ekki að vera trúræknir, þeir þurfa ekki einu sinni að vera trúaðir. Aðalátriðið er að þeir lifí í sátt og samlyndi hver við aðra. Framtíð mannkynsins er und- ir því komin." 19. flokksráðstefna sovéskra kommúnista í Moskvu Ráðherramir dregnir sundur og saman í háði Moskvu. Reuter. „EF ég mætti ráða setti ég þá alla á músaveiðar og hýrudrægi þá ef þeir veiddu ekki neitt,“ sagði einn ræðumanna á ráðstefnu sové- skra kommúnista, maður við aldur og heldur lotlegur að sjá, og langflestir fulltrúanna veltust um af hlátri í sætum sínum og klöpp- uðu Vladimir Kabaídze verksmiðjustjóra lof í lófa. „Raunar vildi ég helst vera laus við þá alla, það er engin þörf á þeirn," hélt Kabaídze áfram og nú máttu sumir ungu mennimir til með að þurrka tárin ú.r augunum meðan þeir biðu eftir næstu holskeflu frá verksmiðjustjóranum. Enginn vafi lék á, að Kabaídze var stjaman á miðvikudag, á öðmm degi ráðstefn- unnar, en sá, sem varð fyrir barðinu á gamansemi hans, rússneski ráð- herraskarinn, virtist ekki vera allt of sæll á svipinn. Skriffinnskan að eyðileggja iðnaðinn Kabaídze, sem er yfirmaður véla- verksmiðju í vefnaðarborginni Ivanovo, sagði, að skriffínnamir í ráðuneytunum væri að eyðileggja sovéskan iðnað og hann talaði enga tæpitungu. „Þessar umbætur okkar," sagði hann, „verða nú ekki aldeilis hristar fram úr erminni og þær em ekki sérlega vel undirbúnar, eða hvað? Og hveijum skyldu þær koma mest á óvart? Að sjálfsögðu ráðuneytun- um og það veit guð á himnum, að hvergi í víðri veröld em þau fleiri en hér.“ Gaman eða alvara? Jafnvel Níkolaj Ryzhkov forsæt- isráðherra hló með og klappaði þeg- ar Kabaídze þjarmaði að hans eigin undirsátum, ráðhermnum, en Moskvuútvarpið útvarpaði ræðunni. Vissu hlustendur varla hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir heyrðu hana og vom margir vissir um, að verið væri að flytja gamanleikrit. „Tökum dæmi af pappírsflóð- inu,“ sagði Kabaídze og beindi nú geiri sínum að skrifræðinu al- mennt. „Ég legg til, að við hættum að beijast við skjölin og skjótum heldur mennina, sem skrifa þau. Það er kominn tími til, að við fömm að vinna eins og menn. Það er eins komið fyrir okkur og lama mannin- um og við forsvarsmenn í verk- smiðjunum verðum að taka okkur betlistaf í hönd til fá það, sem til þarf. Það er niðurlægjandi að betla og nú ættum við að fara að læra að vinna fyrir því, sem við viljum." Fallegir dollarar Ræða Kabaidze var þó ekki bara eintóm svartsýni: „Ef einhver hefði sagt mér fyrir fímm ámm, að ég ætti eftir að geta skipt beint við erlend ríki, hefði ég ekki trúað honum. Nú get ég sjálfur átt þátt í afla erlends gjaldeyris. Fyrir aðeins tveimur klukkustundum hringdi einn sam- starfsmanna minna í mig frá Vest- ur-Þýskalandi. Hann var nýbúinn að gera samning, sem færir okkur tvær milljónir fallegra dollara. Ég býst við, að ráðherra vélaiðnaðarins láti sér fátt um þessa hungurlús fínnast en þótt ég fengi ekki nema helminginn ..." Nagorno-Karabakh: Armenar ræða tíllög- ur um málamiðlun Moskvu, Reuter. LEIÐTOGAR Armeniu og Nagorno-Karabakhs í Azerbajdzhan ræða nú þijár tillögur um bráðabirgðalausn á deilunni um Nag- omo-Karabakh. Lagt er til að héraðið tilheyri annaðhvort Stavrop- ol-héraði, þar sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi fæddist, eða Rússlandi, ellegar lúti það stjórn Æðstaráðsins í Kreml. Fulltrúar Armeníu á flokksráð- stefnunni í Moskvu kynntu þessar málamiðlunartillögur á blaða- mannafundi í gær, en íbúar Nag- omo-Karabakhs hafa krafíst þess að héraðið verði sameinað Arm- eníu. Leiðtogar Armeníu hafa stutt þessar kröfur en Azerbajdz- hanar hafa lagst gegn þeim. „Þessar tillögur eru til umfjöll- unar í Armeníu og í Nagomo- Karabakh," sagði Edúard Dzhrba- sjan, yfirmaður bókmenntadeildar Vísindaakademíunar í Armeníu. Annar fulltrúi á flokksþinginu, Gergej Ambartsumjan, sagði að Æðstaráðið í Moskvu gæti valið úr þessum tillögum án samþykkis Azerbajdzhana því þær væm að- eins bráðabirgðalausnir. Ambartsumjan sagði að um- mæli Gorbatsjovs í setningarræð- unni um að þær þjóðir sem krefð- ust breytinga á landamærum væm að nota „lýðræðislegan rétt sinn í andlýðræðislegum tilgangi" ættu ekki við um Armeníu. Hann sagði að leiðtogar Armeníu hefðu ekki krafíst þess að Nagomo-Karabakh yrði sameinað Armeníu, heldur hefðu þeir aðeins stutt kröfur Armena í héraðinu. „Stórkostlegt - ég heyrði ráðamann tekinn á beinið“ Moskvu. Reuter. MIÐALDRA maður, tekinn að hærast og með frakkann heldur ólögulega á öxlunum, veifaði passanum sínum og flýtti sér inn, augljóslega ákveðinn í að missa ekki af of miklu af umræðunum. „Þvi miður, ég hef ekki tíma til segja eitt eða neitt. Ég er orðinn of seinn og vil ekki missa af meiru,“ sagði hann um leið og hann hvarf inn í húsið. Þetta var dæmigert fyrir fuli- trúana á hinni einstæðu flokksráð- stefnu sovéskra kommúnista, sem nú er haldin í Moskvu. „Þetta er hreint út sagt stórkostlegt — ég heyrði ráðamann tekinn á beinið," sagði velklæddur Hvit-Rússi og nokkur hópur fulltrúa, sem rætt var við fyrir utan, kvaðst ekki hafa misst af einni einustu mínútu. Á miðvikudag hófst dagurinn §'órum mínútum fyrir tilsettan tíma enda salurinn þá löngu setinn af eftirvæntingarfullum fulltrúum. Fundarstjórar segja, að mælenda- skrá sé ekki ákveðin fyrirfram, heldur verði menn að leggja fram skriflega beiðni. Komast miklu færri að en vilja en einn fulltrú- anna sagði, að umræðumar héldu áfram fram á nótt í ráðstefnuhús- inu, á hótelum og annars staðar í borginni. Er boðið upp á veiting- ar I ráðstefnuhúsinu og sagði einn fulltrúanna, að þær væru nú ekk- ert slor — „pylsur, kökur, kjöt og samlokur, alls kyns góðgæti". Fulltrúarnir eru nærri 5.000 talsins og þar af 1.638 iðnverka- menn, 866 landbúnaðarverka- menn og 182 forstjórar sa- myrlgubúa. Rúmur fjórðungur fulltrúanna er konur. Fjölmennt lögreglulið er á verði við Kreml . Reuter Rauða torgið hefur verið girt af vegna flokksráðstefnunnar og lögreglumenn eru viða á vappi. Andrúmsloftið er samt mjög afs- lappað nema í sjálfum ráðstefnu- salnum þar sem hver stóryfirlýs- ingin rekur aðra. og varalið er til taks í nálægum götum. Rauða torgið hefur verið girt af en andrúmsloftið er samt mjög afslappað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.