Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 -f Lítil aðsókn það sem af er sumri - segir Stefán Benediktsson þj óðgarðs vörður í Skaftafelli „STARFIÐ leggst vel í mig,“ sagði Stefán Benediktsson, sem tók við starfi þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli um áramótin, í sam- tali við Morgunblaðið. Stefán á settir að rekja í Skaftafeil og er Mörk þjóðgarðsins í Skaftafelli eru þessi: Að vestan ráða landa- mörk Núpsstaðar og Skaftafells, sem jafnframt eru sýslumörk Vestur- og Austur-Skaftafells- sýslu, frá Súlutindum og suður að „sýslusteini". Frá „sýslu- steini“ liggja mörkin í beina línu í merki við Gömlutún, en þaðan til austurs i fremstu nöf Hafra- fells og áfram í beina línu í landa- mörk Svínafells og Skaftafells á Svínafellsjökii. Mörkin fylgja síðan síðastnefndum landamörk- um til norðurs. Á jökli að austan og norðan ráða vatnaskil. Mörkin eru sýnd á uppdrættinum. bróðursonur Ragnars Stefáns- sonar fyrrverandi þjóðgarð- svarðar. „Amma mín, Jóhanna Jónsdótdr, var Skaftfeliingur, en afi kom úr Suðursveitinni. Ég var hér mikið fram á fuilorðinsár og því er breytingin ekki svo mikil fyrir mig að flytjast hing- að.“ „Það hefur sannast sagna verið frekar lítil aðsókn í þjóðgarðinn það sem af er sumri, óvenjulítil," sagði Stefán aðspurður hvort ferðamenn- imir væru famir að hópast á stað- inn, „en það er kannski ekki skrítið með tilliti til veðursins undanfarið, því þegar suðvestanáttin er sterk nær hún auðveldlega til okkar." í þjóðgarðinum era sex starfs- menn og segir Stefán það vera nægan mannafla við allar venjuleg- ar aðstæður. En kallað er til fólk við verklegar framkvæmdir. Nú er verið að stækka veitingaaðstöðuna Stefán Benediktsson, þjóðgarðs- vörður í Skaftafelli. í þjónustumiðstöðinni, sem er sam- eign Náttúravemdarráðs og Kaup- félags Austur-Skaftfellinga. Stefán sagði það vera nauðsynlegt þar sem hópar ferðamanna stoppa gjaman í Skaftafelli til að næra sig. „Það er fátt sem gefur tilefni til stórframkvæmda, það er frekar að viðhalda því sem þegar er komið,“ sagði Stefán að lokum. STYG ■m Morgunblaðið/Ámi Sæberg Við morgunverðarborðið á Bölta. Erlendu ferðamennirnir tóku daginn snemma og nutu vel morgun- verðarkrásanna hjá Guðveigu. F.v. Christine Schubnel, Marie Paule Schubnel, Alain Graff og Jean Luc Dumet, öU frá Frakklandi, ónefndur svissneskur ferðalangur. Við höfum gaman af því að blanda geði við gestina segja Jakob og Guðveig á Bölta BÆINN Bölta í SkaftafeUi þekkja fiestir og gildir einu hvort þeir hafi komið í Skaftafell eður ei. Ástæðan er þekkt ljósmynd eftir Rafn Hafnfjörð þar sem bærinn blasir við í hæðinni fyrir ofan sandana en Óræfajökuli skartar sínu fegursta í bakgrunni. Á Bölta, sem þýðir hjalli eða brekka, búa þau Jakob Guðlaugsson og Guðveig Bjarnadóttir og reka þar gistiheimili fyrir ferðamenn, sem er opið allt árið. Þegar Morgun- blaðsmenn gistu á Bölta nýlega var fullt hús hjá þeim hjónum, mest útlendingar, og stúlka ein svaf meira að segja á stofugólf- inu. „Við höfum pláss fyrir 10-13 manns og höfum opið allt árið. Það hefur færst í vöxt að fólk gisti héma á vetuma og undanfarin jól hefur fólk meira að segja gist héma hjá okkur. Síðastliðinn jól vora héma Dani og Þjóðveiji. Við buðum þeim að snæða með okkur jólamáltíðina, en þau voru treg til héldu vísast að þau væra með átroðning. En við höfum gaman af því að blanda geði við gestina sögðu þau,“ Jakob og Guðveig. Auk gistingar er hægt að fá morg- unverð og kvöldverð hjá Guðveigu og fólki er einnig frjálst að elda ofan í sig sjálft. Það ríkir sannkallaður heimilisandi á Bölta og streituþjáðir ferðalangar úr þéttbýlinu era ekki lengi að ná sér niður í Skaftafelli. Gönguleiðir era margvíslegar í Skaftafelli en vinsælast er að ganga eftir stígum, sem liggja meðal ann- ars upp að Svartafossi, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara þegar dvalið er í Skaftafelli. „Þetta er oft sama fólkið sem kemur ár eftir ár, mikið útlendingar og mestu sambandi höldum við við ítali og Þjóðverja. Þetta er mjög skemmtilegt starf og við höfum ver- ið heppin með gesti," sögðu þau Jakob og Guðveig. Þau fluttu að Bölta árið 1958 frá Reykjavík og vora með fjárbúskap þar til Skafta- fell var gert að þjóðgarði. Þau hafa tekið gesti inn á heimilið nærfellt frá þvi þau fluttu, en auk þess sér Jakob um að slá tjaldstæðin í Skafta- felli og eyða sorpi, sem fellur til í þjóðgarðinum, og tvisvar í viku sæk- ir hann póst að Kirkjubæjarklaustri og _keyrir hann út um sveitina. Á Bölta gistu meðal annarra fjór- ir franskir ferðalangar, Jean Luc Dumet, Alain Graff og systumar Christine og Marie Paule Schubnel. Þau höfðu sneitt hjá útsynningnum á Vesturlandi með því að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar. Þaðan lá svo leiðin um Mývatn og Austfirði til Skaftafells. Þaðan ætluðu þau svo til Reykjavíkur með stoppi í Vík í Mýrdal. Þau létu nokkuð vel af dvöl sinni á íslandi, en kvörtuðu yfír verð- laginu eins og margir aðrir útlend- ingar, sem hingað koma. Þá höfðu þau pantað gistingu á Edduhótelum, sem sum hver var ekki búið að opna þegar þau komu á staðinn. Eins höfðu þau ekki áttað sig á að rútur ganga ekki allar daglega milli áfangastaða og því þurftu þau að eyða lengri tíma á stöðum, sem þeim þóttu ekki mjög áhugaverðir. Þrátt fyrir þessar umkvartanir vora þau sammála um að mjög gaman hefði verið á þessu ferðalagi þeirra um landið og undu sér vel f Skaftafelli. STYG Guðveig með gestabækurnar. Þar má finna ljóð og spakmæli á hin- um aðskiljanlegustu tungum og margar listilega vel gerðar mynd- skreytingar, eins og sjá má af myndinni af Svartafossi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jakob Guðlaugsson og Guðveig Bjarnadóttir fyrir utan Bölta, en á bænum reka þau gistiheimili fyrir ferðamenn árið um kring. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.