Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐEÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 m Helgi Hálfdanarson: AÐ DEYJA UNGUR í Morgunblaðinu 21._þ.m. birt- ist grein eftir Daníel Ágústínus- son, Orðtakið notað írangrí merk- ingv, og fjallar um hinn fræga talshátt „Þeir deyja ungir, sem guðimir elska". Telur hann að þetta merki: Þeir sem guðimir elska, deyja sem ungir séu, hversu mörg ár sem þeir lifa, og að sú merking ein skuli í orðin lögð, enda beri að skilja einungis á þann veg samsvarandi grískt orð- tak. Ekki er ástæða til að þrátta um skilning á grísku orðalagi, enda er augljóst að vel má skilja þessi íslenzku orð á þann veg sem D.Á. leggur til, og það getur hver gert sem vill. Hitt er þó jafn- augljóst, að sá skilningur, sem að jafnaði er í þau lagður, liggur ekki síður beint við og _er öllum heimill. Og mér þykir D.Á. veitast að Þorsteini skáldi frá Hamri með helzt til freklegum þjósti fyrir að viðhafa þessi ummæli um Kristján veslinginn Fjallaskáld í sjónvarps- mynd. Hann lætur ekki við það sitja að benda á þann skilning, sem hann sjálfur telur hinn eina rétta, heldur heimtar hann að sjónvarpið klippi „vitleysu þessa" úr kvikmyndinni um Kristján, áð- ur en hún verði sýnd oftar; og hann skorar á Morgunblaðsmenn að birta aldrei orðtak þetta í minn- ingargreinum „með öfugu for- merki", sem hann svo kallar. Nú er sá galli á málflutningi D.Á., að hann rangtúlkar í ógáti þann skilning, sem jafnan er í orðtakið lagður, þegar það er við haft í minningargreinum. Hann segir. „Þetta er sett fram sem huggun til vandamanna. Svo góð- ur hafí sá framliðni verið, að guð hafi talið sér (leturbr. mín) nauð- synlegt að taka hann til sín, þótt æviskeiðið væri rétt að byija. [...] Hann var svo góður og guði þóknanlegur að hann þurfti strax á honum að halda.“ _Ofan á þessa túlkun sína bætir D.Á. síðan þeirri athugasemd, að það nálgist guðlast, þegar orðtakinu sé „snú- ið upp á hinn eina sanna guð og hann gerður svo eigingjam og grimmur að geta ekki unnt ungu fólki að lifa lífí sínu með eðlilegum hætti." . Hér er fyrst þess að geta, að orðtaki þessu, sem líklegt er talið að gríska skáldið Menander sé höfundur að, hefur aldrei, svo ég viti, verið snúið upp á hinn eina sanna guð. Þar hefur fleirtalan, „guðimir“, ævinlega haldið sér. Og svo er eigingimin og grimmd- in háð því, að svo ranglega sé túlkað sem D.Á. lejrfír sér að gera. En þá mætti ef til vill spyija, hveijum allt mannlegt böl sé að kenna, að öllu þessu „guðlasti" slepptu. Er það eigi að síður sök hins eina sanna guðs? eða eiga guðir Grikkja ef til vill að bera ábyrgð á því? eða kannski Þor- steinn frá Hamri? Ég efast um að margir aðrir en D.Á. skilji orðtakið líkt og hann, heldur eins og beint liggur við: Svo mjög elska guðimir suma unga menn, að þeir vilja hlífa þeim við því mæðusama lífí sem að jafnaði tekur við, þegar hið indæla vor æskunnar er bliknað. Og að sjálfsögðu er þá átt við heiðna guði foma í táknrænu og skáldlegu tali, sem vísar til þess guðdóms eða þeirrar forsjónar sem kristnir menn dýrka og kenna umfram allt við kærleika. Á því þarf enginn að hneykslast. Um Fjallaskáldið verður víst ekki sagt, að æskan hafí verið ýkja björt, þó efalaust hafí skáld- gáfan veitt á sinn hátt marga dýrmæta stund. En svo sem kom- ið var fyrir Kristjáni Jónssjmi áður en yfír lauk, vom sízt horfur á því, að framundan væri farsælt líf. Svo tilvitnun Þorsteins frá Hamri tel ég að verið hafí sérlega vel til fundin. Og það hefði D.A. mátt vita, að svo gott skáld og einstaklega málvfs maður, sem Þorsteinn, myndi vita hvað hann er að segja og ekki fara með aðra eins smekkleysu og D.Á. ætlar honum, þegar hann leyfír sér hvað eftir annað að kalla orð hans „rugr. Eg sagði hér í upphafí, að sá skilningur, sem D.Á. kallar grískan, að „ungir“ merki „sem ungir", geti vel staðizt; augljóst er það. Og þó verður ekki sagt að hann sé beinlínis nærtækur. Á islenzku verður hann að teljast fremur langsóttur, þegar annað liggur beint við. En hvað höfðu Grikkir hinir fomu að segja um æskuna og það æviskeið sem við tekur af henni? Um það jrrði öll alhæfíng vitaskuld varasöm. En heyra má hvað skáld leggja til málanna. Fomgríska stórskáldið Sófó- kles segir í einu sinna frægustu verka, að hið marklausa líf dauð- legra manna sé sem skugginn af ekki neinu; auðnan veiti þeim ein- ungis sýndar-gengi sem sé jafn hverfult og kvöldroðinn á himni. (Ödípús konungvr.) í öðra verki kallar hann heimskulegt að biðja um langt líf, því árin fylli forða- búr sín af böli fremur en sæld. Hann segir, að bezt sé að hafa aldrei fæðzt, en næst því bezta sé að hverfa þá leið til baka. Því þegar hraðfleyg æskan sé liðin hjá, taki við þungstíg mæða, feng- sæl á slys og kvöl. (Ödípús íKól- ónos.) Með hvaða hugarfari skyldi hann fara með orðtakið „Þeir deyja ungir, sem guðimir elska"? En það hafa fleiri skáld en Þorsteinn frá Hamri vitnað í þessi orð. Rómverska skáldið Plautus, sem margt hafði til Menanders að sækja, tekur svo til orða: „Sá sem guðimir elska, dejrr ungur", og hann skýrir það svo, að guðim- ir telji það manninum farsælast að deyja þegar hann er enn hraustur, næmur og vitur, helzt ekki eldri en tíu eða tuttugu ára, áður en hann verði að úrhraki, öllum til ama. (Bacchides.) Og tveim árþúsundum síðar segir Bjron af meiri alvöra: „Þeir sem guðimir elska, deyja ungir, var sagt að fomu.“ Og ekki fer milli mála hvemig hann skilur; því sfðan segir hann, að fýrir bragðið komist þeir hjá mörgum dauða, þeir sleppi við dauða vina sinna, og það sem jafnvel sé enn verra — dauða vináttunnar, ástar- innar, æskunnar; og alla hæfí skyttan gamla að lokum; ef til vill hafi gröf hinna ungu, sem grátið sé yfír, verið ætluð til bjarg- ar. (Don Juan.) Bjron skilur sem sé orðtakið alls ekki eins og Dan- íel Ágústínusson, heldur nákvæm- lega eins og Þorsteinn frá Hamri. Ég vona að sjónvarpið láti ekki það hneyksli henda sig að fremja spjöll á prýðilegri ræðu Þorsteins skálds frá Hamri. Og ég trúi því ekki að Morgunblaðsmenn fari að láta haldlausan misskilning rugla sig í ríminu. Það er sárt, að svo mætur maður sem Daníel Ágústfnusson skuli freistast til þessarar harka- legu atlögu. Mér þykir ljóst, að hún sé með nokkram hætti sprott- in af vangá. Hitt er svo annað mál, að orðtakið, sem hér um ræðir, mun vera gróflega ofnotað í eftirmælum. Morgunblaðið/Einar Falur Sigríður Sverrisdóttir og Steindór Erlingsson hlakka til að takast á við ný verkefni i Eþíópíu. Rauði Kross íslands Tveir sjálfboða- liðar til Eþíópíu TVEIR ísienskir sjálfboðalið- ar halda i dag, föstudag, til starfa i Eþiópíu á vegum Rauða Kross íslands. Þau , Steindór Erlingsson og Sigriður Sverris- dóttir, ætla sér að vinna í Goj- jam-héraði í minnst hálft ár við vatnsvemdunarverkefni Rauða Krossins. Helsta verkeftii Sigríðar og Steindórs er að sjá til þess að því fé sem Rauði Krossinn hefur safn- að hér á landi sé varið til vemdun- ar vatnsbóla. Aðsetur þeirra verð- ur ’i borginni Bahir Dar í Gojjam- héraði, en þar búa þrjár milljónir manna. Steindór og Sigríður sögðu í samtali við Morgunblaðið að í fyrstu hefði það verið ævintýraþrá sem rak þau til að sækja um að komast á námskeið hjá Rauða Krossinum. Á námskeiðunum hefðu þau gert sér ljóst að í Eþíópíu væri mikið verk að vinna í mannúðar- og þróunarmálum. Þau munu meðal annars starfa með ungliðahreyfíngu Rauða Krossins í héraðinu'að vatnsvemd- unarverkefninu og sjá til þess að þvi fé sem íslendingar hafa látið af hendi rakna sé vel varið. Þau sögðust bæði hlakka til dvalarinn- ar, enda um spennandi verkefni að ræða. Steindór er nemandi í líffræði við Háskóla íslands, en Sigríður stundar nám í hjúkruna- rfræði þar. Einn íslendingur, Stefán JÓn Hafstein, er nú staddur á vegum Rauða Krossins í Gojjam-héraði og mun hann starfa með Sigríði og Steindóri. Amitsubishi Myndbandstækl Skipholti 9. Simar 24255 og 622455. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks ins heimsækja öll kjördæmi í SUMAR munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ferðast um öll Igðr- dæmi landsins og halda fundi með trúnaðar- og forystumönnum flokksins á hverjum stað. Einnig verða ráðherrarnir með viðtalstima fyrir almenning á þeim stöðum sem þeir staldra við á. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði aðspurður að þama væri ekki um nein kosningaferðalög að ræða, heldur lið f almennu starfí flokks- ins. „Það era náttúrulega engar kosningar yfírvofandi á næstu mán- uðum, þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf tilbúinn að leggja störf sín í dóm kjósenda," sagði Kjartan. „Ef kosningar verða eitthvað fyrr en í lok kjörtímabilsins, þá yrði þessi vinna eflaust enn árangursríkari," sagði Kjartan. Fjrrsti áfangi þessarar fundaher- ferðar ráðherranna er för Priðriks Sophussonar, iðnaðarráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um Norðurlandskjördæmi vestra ásamt Pálma Jónssyni, þingmanni kjördæmisins. Þeir Friðrik og Pálmi munu á næstu dögum hafa fundi og viðtalstíma á Siglufírði, Sauðár- króki, Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga. Næsti áfangi verður svo för Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra og formanns flokksins um Vestfírði og Norðurland eystra f júlfmánuði. Kjartan sagði að í vor hefðu framkvæmdastjórnarmenn flokks- ins einnig ferðast um öll kjördæmin og fundað með stjómum kjördæ- STÚLKNAKÓR frá borginni Szeged í Ungveijalandi syngur á tónleikum f Hafnarfjarðarkirkju á morgun, laugardaginn 2. júli, kl. 17.00. Kórinn er frá Radnóti Gimnaz- iumskólanum í Szeged og er hér á misráða, formönnum fuiltrúaráða og félaga og sveitarstjómarmönn- um flokksins. „Þetta er allt saman liður í því að efla tengslin innan flokksins og veita flokksmönnum tækifæri á að hitta forystumenn- ina,“ sagði Kjartan. Að sögn Kjartans Gunnarssonar er líklegt að sjálfstæðismenn muni gangast fyrir almennum stjóm- málafundum um allt land næsta haust. landi í boði Sunnukórsins á ísafírði. Öldutúnskórinn, sem tekur á móti honum f Hafnarfriðir, kemur einnig fram á tónleikunum. Stjómandi ungverska kórsins er Ete Joó, en Egill FYiðleifsson stjómar Öldut- únskómum. Fjölbreytt söngskrá verður á tónleikunum. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir ^tfeaoíaDQJispwir dX^XTDðSOOTI <St Vesturgötu .16, sími 13280 fBanrgntttMafrtfo Áskriftarsimirm er 83033 ÞAK- RENNUR ÚR PLASTI c AUÐVELDAR í | UPPSETNINGU i EKKERT VIÐHALD ÓDÝR LAUSN LEITIÐ UPPLÝSINGA NM VATNSVIRKINN HF. ttg ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 - 685966 |«ÉgkÍ LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 - 673416 Ungverskur kór í Hafnarfjarðarkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.