Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.07.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988 47 Minning: Asgrímur Sigurðsson, skipstjórí, Siglufirði Siglufjörður fékk kaupstaðar- réttindi fyrir 70 árum, árið 1918. Áður hét sveitarfélagið Hvanneyr- arhreppur. Hreppurinn náði til byggðar í Úlfsdölum, í Siglufirði, á Siglunesi, á Hvanndölum og í Héð- insfirði. Héðinsfjörður hefur verið í byggð lengst af frá landnámsöld — en ekki samfellt. Hann var í eyði end- rum og eins á mestu harðindaköfl- um genginna alda. Búið var í Héð- insfirði fram á ár síðari heimsstyij- aldar. Þar er ekki föst búseta leng- ur. Þar er hinsvegar kjörinn vett- vangur til útivistar og silungur í sjó og vatni. 19. dag aprílmánaðar árið 1909, meðan Hvanneyrarhreppur var og hét, fæddist að Vatnsenda í Héðins- firði, eystri byggð hreppsins, Ás- grímur Sigurðsson, síðar skipstjóri, útgerðarmaður, síldarsaltandi og bæjarfulltrúi í Siglufirði. Foreldrar hans vóru Halldóra Bjömsdóttir frá Stóra-Holti í Fljótum (1866-1942) Þorleifssonar bónda í Vík og Sig- urður Guðmundsson frá Þrasastöð- um í Stíflu (1868-1954) Ásgríms- sonar bónda á Skeiði í Fljótum. Böm þeirra Vatnsendahjóna, Ás- grímur og systkini hans, settu svip sinn á Siglufjörð um langan aldur, en meðal þeirra vóm: Anna, gift Bimi Ásgrímssyni bónda í Vík, Bjöm, lengi skipstjórl í Siglufirði, kvæntur Eiríksínu Ásgrímsdóttur, Soffia gift Stefáni Erlendssyni bónda í Gmndarkoti, Þorvaldur, bóndi á Vatnsenda, kvæntur Ólínu Einarsdóttur frá Ámá í Héðinsfírði, Mundína, gift Pétri Baldvinssyni verkamanni og Ásta, ógift. Ásgrímur Sigurðsson var einn af beztu sonum Siglufjarðar og tók af lífi og sál þátt í uppbyggingu sveitarfélagsins, sem á nokkmm áratugum þróaðist úr litlum hreppi í blómlegan kaupstað, miðstöð síldariðnaðar í landinu. Hann fór til sjós fjórtán ára gamall, lærði síðar til skipsstjómar og var far- sæll skipstjóri ijöimörg ár. Hann stóð fyrir atvinnurekstri, bæði sem útgerðarmaður og síldarsaltandi, og var framkvæmdastjóri söltunar- stöðvarinnar Hafliða hf. á seinni hluta starfsferils síns í Siglufirði. Ásgrímur var og virkur þátttak- andi í margskonar félagsstarfi. Hann sat í stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis og var formaður þéss um skeið. Hann var í forystusveit sjálfstæðisfólks á staðnum og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um árabil. Hann sat á vegum flokksins í hafn- amefnd og í stjórn Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar, Rauðku. Var til hans leitað með margs kon- ar trúnaðarstörf, enda vinsæll að verðleikum og sinnti öllu, sem hon- um var trúað fyrir, smáu sem stóru, af stakri trúmennsku. Ásgrímur kvæntist Þorgerði Gróu Pálsdóttur, trésmiðis í Bol- ungarvík, Haraldssonar, 12. nóv- ember 1938. Hún var fjölhæf kona og manni sínum mikil stoð á eril- sömum starfsferli hans. Hjónaband þeirra var farsælt í hvívetna. Til þess var tekið hve vel hún hugsaði um og reyndist manni sínum eftir heilsubrest hans, sem að bar fyrir heima alveg fram á síðasta dag, en þá lagðist hún inn á Sjúkrahús Akraness og andaðist um nóttina. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka elsku ömmu fyrir allar góðu stundimar sem við áttum sam- an. Blessuð sé minning hennar. Svandís Edda Minning: Guðrún A. Jóns- dóttir, Borgamesi Fædd 10. október 1908 Dáin 23. júní 1988 Mig langar til að minnast ömmu minnar í örfáum orðum. Hún andað- ist í Sjúkrahúsi Akraness aðfara- nótt fímmtudagsins 23. júní síðast- liðinn. Amma fæddist 10. október 1908 að Ásbjamarstöðum, Staf- holtstungum, dóttir hjónanna Jóns Helgasonar, síðar úrsmiðs í Borgar- nesi, og konu hans, Halldóru Ólafs- dóttur. Amma átti 6 systkini, 3 þeirra eru á lífi, Ásbjöm, Bjamína og Dalilja. Amma fluttist 6 ára með foreldram sínum til Borgamess. Þar kynntist hún afa mínum, Sigurði Jónssyni, frystihússtjóra. Þau giftu sig í maí 1936 og eignuðust eina dóttur, sem heitir Hildur Björk, og er hún búsett á Akranesi. Hildur giftist Halldóri Sigurbjömssyni sem látinn er fyrir 5 áram. Afi reisti myndarlegt hús við Egilsgötu 21, þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap. Þár var oft margt um mann- inn, því þau vora gestrisin. Snemma fengum við systkinin að vera á sumrin hjá afa og ömmu. Amma var mjög greind og vel gefin kona, hún kunni að segja skemmtilega frá og hafa komið út eftir hana tvær skáldsögur. Amma var dugleg, ákveðin og ósérhlífin, aldrei sá ég hana skipta skapi. Afi andaðist 21. desember 1972 og var það okkur sár missir. Amma bjó áfram í hús- inu þeirra til ársins 1985, þá flutt- ist hún út á Akranes til Hildar, dóttur sinnar, og bjó þar síðustu ár sín. Það vora mikil viðbrigði fyr- ir hana að flytjast úr Borgamesi, eftir að hafa átt þar heima í 70 ár. Amma var okkur systkinunum mjög náin. Hún tók þátt í gleði okkar og sorgum og aíltaf var hún boðin og búin að gera fyrir okkur það sem hún gat. Ég á erfitt með að sætta mig við að hún skuli ekki vera með okkur lengur, þótt hún væri orðin fullorðin, hefði orðið 80 ára í haust. Þó hugga ég mig við að amma þurfti ekki að kveljast og gat verið Eðvarð Guðmunds son - Kveðjuorð Fæddur 7. desember 1930 Dáinn 17.júní 1988 Síminn hringir og systir mín er í símanum. Ég veit hvað það boðar mér. Eddi er farinn. Hann dó að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Hún seg- ir að hann hafi fengið hægt andlát. Hann sofnaði og það var svo mikill friður yfir honum. Minningamar sækja að mér og ég hverf aftur í tímann. Ég er yngst af fimm systk- inum, þremur bræðrum og tveimur systram. Nonni og Eddi fóra snemma að heiman í nám og síðan til vinnu. Það var mér sem bami og unglingi mikil tilhökkun þegar þeir komu heim í sveitina á hátíð- um. Það var mér hátíð í tvennum skilningi. Árin liðu og Eddi settist að í Reykjavík og giftist skólasystur sinni. Tíminn milli heimsókna lengdist. En sorgin gleymir engum. Nonni bróðir okkar lést aðeins 26 ára að aldri. Hann hafði ætlað að taka við búi foreldra okkar vorið sem hann dó. En lífíð heldur áfram. Ég stofnaði mitt heimili og eignað- ist mín böm. Þá hittumst við oftar og ætíð var hann boðinn og búinn að rétta mér hjálparhönd og við hann gat ég rætt mál og áhyggjur sem ég sagði engum öðram. Enn komu upp veikindi. Maggi, yngsti bróðir minn, sem tekinn var við búi af foreldram okkar, missir heilsuna. Þá ákváðum við hjónin að flytja heim í sveitina og byggja þar upp. Þá var gott að leita til hans. Eddi var búinn að vinna lengi á teiknistofu og hafði mikinn áhuga á að aðstoða okkur. Aldrei kom upp það vandamál að hann væri ekki reiðubúinn að leysa þau fyrir okk- ur. Einlægur áhugi hans um að okkur gengi vel í búskapnum yljaði um hjartarætumar. Þegar ég rita þessar sundurlausu minningar sit ég í litlum sælureit sem ég á honum eingöngu að þakka. Litla gróðurhúsið sem hann gaf mér hefiír gefið mér margar gleðistundir. Eðvarð vissi hvað mér kom best til að létta daglegt amst- ur. Að síðustu minnist ég dagstund- ar í vetur þegar ég heimsótti hann. Við voram tvö heima og sátum inni í stofu og hlustuðum á fallega tón- list. Ég gleymdi stund og stað. Þetta er mér stór perla í safni minn- inganna. En nú era hann horfinn yfir móðuna miklu. Elsku Tóta, Jón, Sibba og Remí, Guð vemdi ykkur í sorginni og um leið gleðjumst við og þökkum fyrir sólargeislann litla sem fæddist 25. júní. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt" (V.Br.) Ólöf systir María, gift Kristni Finnssyni raf- virkja frá Kleifum í Ólafsfírði, bú- sett í Reykjavík; þau eiga 3 dætur. Halldóra, gift Karli Rocksen, arki- tekt, búsett í Reykjavík; þau eiga og 3 dætur. Eiríksína, gift frönsk- um manni, Ange Mancini, sem vinn- ur við löggæzlu, búsett í París; þau eiga tvo drengi. Þau hjón, Þorgerður Gróa og Ásgrímur, fluttust til Reykjavíkur fyrir um það bil fyórtán áram af heilsufarsástæðum hans. Ásgrímur andaðist í sjúkradeild Hrafnistu 21. júní síðastliðinn. Hann verður jarð- settur frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 1. júlí, klukkan 13,30. Með Ásgrími er genginn góður drengur, í þeirra orða beztu merk- ingu; maður, sem ekki mátti vamm sitt vita og lagði hvarvetna gott til mála. Siglfirðingar minnast hans með þakklæti og virðingu. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. hálfum öðram áratug. Hún lézt Ég sendi eftirlifandi ástvinum árið 1982. Ásgríms heitins innilegar samúðar- Þorgerður Gróa og Ásgrímur kveðjur. eignuðust þrjár dætur. Þær era: Stefán Friðbjarnarson t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför litla drengsins okkar og bróður, SVEINS STEFÁNSSONAR. Diana Sigurðardóttir, Stefán Sveinsson, Aðalbjörg Stefánsdóttir, Sandra Dögg Stefánsdóttir. t Þökkum einlæglega auðsýnda samúö og vináttu vegna andláts PÉTURS THOMSEN Ijósmyndara. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Erla og Birgir Thomsen, Helga og Ragnar Kjartansson, Guðrún Björk og Tryggvi Kristjánsson. t Þökkum vinsemd og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS PÁLSSONAR. Þóra Stefánsdóttir, Páll Ólafsson, Hjördís Torfadóttir, Stefán Ólafsson, Bára Björk Lárusdóttir, Svava Júliusdóttir, Gunnar Einarsson og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, stjúpföður og bróður, BJARNA GUÐMUNDSSONAR, Grænuhlfð 20, Reykjavfk. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Magnea Jónfna Magnúsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HRAFNHILDAR FINNSDÓTTUR, Tjarnarlundi 6D, Akureyri. Vjlborg Stenseth, Öyvind Stenseth, Finnbogi B. Júlíusson, Jónfna Júlfusdóttir, Svandís Júlfusdóttir, Sigurður Ólafsson, Haraldur Júlfusson, Halldóra Eirfksdóttir, Stefán Jóhann Júlfusson og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁSTU HULDU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hlföarvegi 10, Kópavogi. I stað þakkarkorta höfum við minnst ykkar allra með framlagi í Hjálparsjóö Lions (L.C.I.F.). Björn Guðmundsson, Ásbjörn Björnsson, Kristfn Guðnadóttir, Guðmundur Björnsson, Helga Ólafsdóttir, Hulda Björnsdóttir, Páll ÞórÁrmann og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.